Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
Staðfesting frá Róm
eftir Einar Pálsson
Eins og lesendum Morgunblaðs-
ins er kunnugt varð mikil bylting í
Rómaborg hinn 21. apríl 1986.1
Æðsti maður byggðarannsókna við
háskólann í Róm, Piero Maria
Lugli, sem jafnframt er prófessor i
arkitektúr, lagði þann dag fram í
ráðhúsi borgarinnar niðurstöður af
ævistarfi sínu. Samkvæmt þeim
niðurstöðum var elzta byggð Rómar
ekki skipulagslaus, eins og áður
hafði verið talið, heldur mörkuð
nákvæmlega við sjónhring, stjömu-
himni og kennileitum í landslagi.
Þetta er sú niðurstaða sem Islend-
ingar þekktu fyrir af ritsafninu
Rætur íslenzkrar menningar
(RÍM).2Spumingin var hvort nokk-
ur líkindi væm til, að sú niðurstaða
hlyti staðfestingu þessa öldina, eða
raunar lengur. Dæmið virtist vonlít-
ið: helztu byggðafræðingar og
arkítektar höfðu áður talið málið
ljóst: Róm hefði byggzt skipulags-
lítið um hæðir þess svæðis sem
nefnt er Latium.
Og þó vom hinar íslenzku ábend-
ingar það glöggar, að undirrituðum
þótti óveijandi að greina ekki frá
þeim. Dæmt var útfrá mörkun Al-
þingis á Þingvöllum: EF samsvömn
var milli Goðaveldisins íslenzka og
hins foma veldis Rómverja, hlaut
Róm eiginlega að hafa verið reist
með ofangreindum hætti.
Bréf ið frá Lugli
Nú hafa fyrstu gögn um niður-
stöður Luglis borizt frá háskólanum
í Róm. Jafnframt hefur Lugli sjálf-
ur sýnt þá miklu vinsemd og
kurteisi að senda mér bréf með
skýringum. Er bréfið frá Lugli með
eindæmum forvitnilegt. Þannig
skýrir Lugli svo frá, að hann sé nú
sannfærður um það, að allt frá
öndverðu hafi Róm verið mörkuð
sem að framan greinir — við sjón-
hring, stjömuhimni og kennileitum
í landslagi — en jafnframt því með
GOÐSÖGNUM. Róm er m.ö.o.
þeiirar gerðar sem sögð var fyrir
í RÍM, að því við bættu, að GOÐ-
SAGNIR verða ekki frá mörkun
skildar.
Meginniðurstaða Luglis er SÚ
SAMA og niðurstaða RÍM. Þetta
er þeim mun mikilvægara sem hin-
ar fslenzku tilgátur vom unnar eftir
íslenzkum goðsögnum og íslenzkum
kennileitum í samræmi við HUG-
MYNDAFRÆÐILEGAR HLIÐ-
STÆÐUR — með fomleifagreftri
og beinum mælingum byggðafræð-
inga og arkitekta. Rannsóknir á
gjörólíkum sviðum gefa þannig
SÖMU LAUSN og verða margfalt
mikilvægari fyrir bragðið.
Einhveijum hefði einhvem tíma
þótt þetta skiýtið: Unnt var að segja
fyrir elztu mörkun Rómaborgar af
ÍSLENZKUM HUÐSTÆÐUM.
Teng-slin vlð ísland
En er Lugli þá sjálfum ljóst, að
niðurstöður hans séu í samræmi við
íslenzkar hliðstæður?
Því svarar hann vífílengjulaust,
svo að hann sé nú þegar sannfærð-
ur um, að hin íslenzku goðsagna-
minni tengd landnámi samsvari
nákvæmlega þeim gögnum sem
hann hefur undir höndum (precise
correspondences). Þá hyggur
því sem nefnt er á ensku fræðimáli
„Ideal city“ — að hin elzta Róm sé
byggð eftir líkum hugmyndum og
þeim er frægastar urðu af Endur-
fæðingunni ftölsku. En eins og
Islendingum er kunnugt var sú ein-
mitt mín eigin niðurstaða, sem
staðfest var með prófunum á tutt-
ugu og fjórum tilgátum árið 1980
í Flórenz.3
Samkvæmt niðurstöðum FÍM var
íslenzka Goðaveldið stofnað sem hið
„fullkomna ríki“ og samsvaraði
þannig hugmjmdum þeim fomum
sem þar syðra voru jafnan kenndar
við „borg“. Þama skýtur þá upp
kollinum enn ein samsvömnin. Is-
lenzka Goðaveldið var hvorki
skipulagslaust né saman sett af
andlegum vanefnum.
hann þau sömu gögn samsvara
fræðum „sólguðs", þ.e. að ná-
kvæmni hinnar fyrstu byggðamörk-
unar Rómar stafi af skorðun við
sólu á tilteknum tímum árs.
Þannig er nú ekki einungis, að
við lesum um samræmið í niðurstöð-
um RÍM og Luglis af gögnum
háskólans í Róm, heldur ritar hann
beinlínis sjálfur bréf þar sem hann
staðfestir og undirstrikar þessa
skoðun sína.
Sendibréf er ekki vísindaleg yfír-
lýsing í fagtímariti, en eins og
málum er háttað, nægir það. Lugli
virðist bezta tegund drengskapar-
manns; honum þykir rétt, að menn
velkist ekki í vafa um skoðanir
hans.
Fullkomið borgríki
Lugli eykur því við, að svipað
samræmi sé með framanskráðu og
SIMAR 21150-21370
SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
LOGM JOH Þ0RÐARS0N HDL
Til sýnis og sölu m.a:
Nýtt raðhús — hagkvæm skipti
Á útsýnisstað i Grafarvogi stórt og vandaö fullb. utan húss. Tvöf.
bílsk. Skipti möguleg á 3ja-4ra herb. íb. Allar nánari uppl. og teikn. á
skrifst.
i tvíbýlishúsi á Seltjarnarnesi
Mjög rúmgóð 3ja herb. neðri hæð. Altt sér (inng., hiti og þvottah.)
Nýir gluggar og nýtt gler. Endurn. sameign Sérlóð.
Ein bestu kaup á markaðnum í dag.
Nýtt og glæsil. einbhús i Selási 142x2 fm. Á efri hæö er 6 herb. úrvals
íb. Á neðri hæð innb. bílsk. og 3 auka herb. Snyrting og geymsla. Eigna-
skipti möguleg. Laust fljótl.
Ennfremur til sölu við:
Tjarnarból. 5 herb. Glæsil. ib. 117,6 fm á 4. hæð. Mikið útsýni.
Krfuhóla. 2ja herb. stór og góö íb. á 4. hæð. 63,3 fm í lyftuhúsi.
Unnarbraut. Steinhús meö tveim íb. 2ja og 5 herb. Bilsk.
Undargötu. 4ra herb. ódr. efri hæð í reisul. timburh. Allt sér
Funafold. Glæsil. raöhús í smíöum. Tvöf. bflsk. Útsýnisstaöur.
Ásgarð. Raðhús m. 4ra herb. íb. 48x2 fm auk geymslu og þvotth.
Nokkrar úrvalseignir
Getum boðið fjársterkum kaupendum nokkrar úrvalsgóðar eignir
gegn afh. ýmist strax eða nœst vor, þ.m.t. einbhús, 4ra-5 herb. fb.,
sérhæðir og raðhús. Nánari uppl. (trúnarðarmál) veittar é skrifst.
Opið í dag laugardag
kl. 11.00-15.00.
Lokað á morgun sunnudag.
AIMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Byggðafræðingurinn og arkitektinn Piero Maria Lugli flytur erindi
um fyrstu mörkun Rómaborgar í ráðhúsinu í Róm 21. apríl sl. Við
hlið hans: borgarstjóri Rómar, N. Signorello.
Merkingin
Skoðum þetta enn á ný: Allt fram
til 21. apríl á þessu ári stóðu lær-
dómsmenn í þeirri meiningu, að
Róm hefði vaxið skipulagslaust eða
skipulagslítið meðfram hæðum Lat-
ium, án fyrirframgerðrar mörkunar
og án tengsla við sjónhring og
stjamhimin. Og GOÐSAGNIR
munu tæplega hafa verið nefndar
í þessu samhengi.
Nú snýst allt við: Róm VAR
byggð í samræmi við himinhring,
stöðu sólar, stjamhimin og kenni-
leiti í landslagi. Mörkunin var
nákvæm. Það sem áður þótti fjar-
stætt hefur nú verið sannað af
yfírmanni byggðarannsókna þar
syðra ásamt þeim sérfræðingum,
sem veittu honum aðstoð. Af því
sem ég hef lesið sýnist mér bylting-
in nú þegar um garð gengin. Þeir
sem athuga málið virðast fallast á
niðurstöður Luglis.
En þar með hljóta öll viðhorf að
breytast gagnvart RÍM. í þeirri rit-
röð var beinlínis ráð fyrir því gert,
að það sem Lugli fínnur HLYTI
AÐ FINNAST. Mörkun Rómar ætti
þar með að staðfesta mörkun Al-
þingis eins og hún er fram sett í
RÍM. En jafnframt fæst fullt sam-
ræmi með Miðju-hugtökum —
konungssetmm — Þingvalla á ís-
Einar Pálsson
Þetta merkir, að
íslenzk fræði verða hér
eftir óaðskiljanleg- frá
meginrannsóknum
fornfræða í Evrópu.
Jafnvel grundvallar-
hugtök skýrast af arf i
Islendinga. Engum
okkar hefur væntan-
lega dottið í hug, að
þessi staða ætti eftir að
koma upp á voru ævi-
skeiði.
landi, Uppsala í Svíþjóð, Jalangurs
í Danmörku og Friðartorgs í Róm.
Brotin heimsmynd Vesturlanda
verður heil.
Byltingin á íslandi
Hér er ekki fast að kveðið. í raun-
inni er þetta mál svo stórt í sniðum,
að nánast ekkert af því sem íslend-
ingar hugðu sig áður vita um rætur
íslenzkrar menningar stenzt. Flest
breytist frá rótum. Jafnvel það nor-
rænasta af öllu norrænu, Völuspá,
Hávamál og önnur Eddukvæði; það
germanskasta af öllu germönsku,
svo sem miðaldasagnir af arfi Nifl-
unga, kviður af Gotum og Húnum
og annað áþekkt, skýzt nú uppá
yfirborð sögunnar sem alþjóðlegur
arfur — sem unnt er að skilgreina.
Þetta er nú þegar að miklu leyti
skýrt í RÍM en stærst verður spum-
ingamerkið væntanlega í hugum
landsmanna þá er þeir hyggja að
sagnaarfí íslendinga, svo sem að
Grettis sögu, Laxdælu og Njálu.
Slík rit skiljast ekki lengur án hlið-
sjónar af þeirri byltingu sem orðin
er.
Skiýtið? Vissulega. En svo ljóst
er málið nú, að vart er lengur þörf
á að hafa fyrirvara um ályktanir.
Það sem fundizt hefur og sannazt
undanfarinn áratug í fræðum Evr-
ópu og Mið-Austurlanda — og
skýrist af beinu samræmi við niður-
stöður RÍM — var um flest út
reiknað af goðsagnaminnum í fom-
um arfí íslendinga. Þannig hefði
fátt af því fundizt — og nánast
ekkert skilizt — ef hin íslenzku forn-
rit hefðu ekki verið krufín fyrst.
Eitt er víst: Margir íslendingar eiga
eftir að ganga af bamatrúnni.
Ætíð er eftirsjá í henni, en víðátt-
umar sem nú blasa við eru svo
stórfenglegar, að þröngt sjónarhorn
útkjálkans sæmir okkur ekki lengur
sem þjóð.
Staða íslands
Skýrt skal fram tekið, að bréf
Luglis er ekki formleg yfirlýsing
háskóla, heldur útlistun yfírmanns
rannsókna á þeirri stöðu sem nú
blasir við. Mun þó flestum nægja:
þeir vísindamenn sem bezt mættu
vita í heiminum telja að landnáms-
goðsagnir Islendinga samsvari
efniviði þeim er þeir fínna í Róm.
Þetta merkir, að íslenzk fræði verða
hér eftir óaðskiljanleg frá megin-
rannsóknum fomfræða í Evrópu.
Jafnvel grundvallarhugtök skýrast
af arfí Islendinga. Engum okkar
hefur væntanlega dottið í hug, að
þessi staða ætti eftir að koma upp
á voru æviskeiði.
Ef Islendingar bregðast rétt við
verða íslenzkar bókmenntir ólíkt
mikilvægari í rannsóknum Evrópu
hér eftir en hingað til. Marga tugi
af tilgátum RÍM má nota NU ÞEG-
AR. Engu þarf að breyta vegna
þess að sjálfur MÆLIKVARÐINN
hefur verið skilgreindur — Baugur-
inn Helgi. Að sjálfsögðu merkir það
ekki, að allt þurfí að vera eins í
mörkun Rómarveldis og í mörkun
Goðaveldisins. En það merkir, að
öll frávik má skrá — og skilja þann-
ig, hvað borizt hefur beint og hvað
breytzt hefur á vegferð hugmynd-
anna til íslands.
Fimaverk er fyrir höndum.
P.S. Og enn
kvað hann ...
Sem ég er að senda þetta grein-
arkom niður á Morgunblað berst
enn bréf frá P.M. Lugli, dagsett
17. september. Með bréfínu sendir
Lugli mikilvægustu ritheimild sína
bæði á latínu og ítölsku, ásamt
sundurliðuðum athugunum á ein-
stökum þáttum í gerð Rómaborgar.
Verður slíkt ærin lesning. En ekki
get ég stillt mig um að geta einnar
málsgreinar í niðurlagi bréfsins,
sem raunar er mikilvæg upplýsing
í sambandinu: Lugli kveðst eiga í
„erfíðleikum" með kollega sína „af
germanska skólanum" því að þeir
vilji „ekki viðurkenna" að Róm hafí
í öndverðu verið skipuleg og að
„skýr hugmynd" hafí legið að baki
henni. Kjósi þeir því að halda fast
við það, að Róm hafí vaxið óskipu-
lega og handahófskennt „eins og
þeir hafa alltaf skrifað". Engin rök
— þeir kjósa bara að trúa þessu.
Þá vitum við það en — Drottinn
minn! — geisa germönsku misling-
amir jafnvel í Rómaborg?
' Sjá Morgunblaðið 8.6. 1986, s.
48-49.
^Einar Pálsson, Rætur íslenzkrar
menningar, 7 bindi, Mímir,
Reykjavík 1969-1985.
8Einar Pálsson, Hvolfþak himins (7.
bók RÍM) 1985.
Höfundur er höfundur ritaafns-
ins Rætur íslenskrar menninmr
(RÍM).
Soroptimistaklúbbur Kópavogs:
Kaffisala í félagsheimilinu
til styrktar líknarstörfum
SOROPTIMISTAKLÚBBUR Kópavogs gengst fyrir kaffisölu í Fé-
Iagsheimili Kópavogs, sunnudaginn 5. október nk. Ollum ágóða af
kaffisölunni verður varið til líknarstarfa, en Kópavogsklúbburinn
hefur frá upphafi helgað öldruðum krafta sína.
Það var fyrir tilstilli þeirra, að
samtökin um byggingu Sunnuhlíð-
ar, hjúkrunarheimilis fyrir aldraða
í Kópavogi, urðu til. Þau níu félög
og klúbbar, sem stóðu fyrir bygg-
ingu hjúkrunarheimilisins, hafa
einnig rekið það, síðan það var opn-
að 20. maí 1982. Á fjórða hundrað
manns hafa notið bar umnnnmiar
ög er oii 'hjúkrun og umhyggja í
Sunnuhlíð rómuð af þeim, sem
hennar hafa notið.
Auk sameiginlegs átaks og pen-
ingasafnana í Kópavogi og víðar til
að takast mætti að byggja hjúkr-
unarheimilið hefur Soroptimista-
klúbburinn séð um allan búnað í
endurhæfingasal Sunnuhlíðar. í til-
ofní OÍ on A--__________________
Oi GV ClC. uluiecu xvupavogs-
kaupstaðar í fyrra, gaf klúbburinn
heilsugæslustöðinni í Kópavogi
„neyðar-tösku", sem er mikið ör-
yggistæki fyrir stöðina. Þá styrkti
klúbburinn víetnömsk böm til náms
í Skálholtsskóla í fyrra.
Nú á að fara að hefja bygginga-
framkvæmdir vemdaðra þjónustuí-
búða fyrir aldraða suðvestan við
Sunnuhlíð. Munu þær íbúðir njóta
allrar þeirrar þjónustu, sem nú er
fyrir hendi í Sunnuhlíð. Vonast er
til að fjölmenni verði í eftirmiðdags-
kaffínu 5. okt. nk. k!. 15.00, segir
í frétt sem blaðinu hefur borist.