Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
13
Gámafiskur:
Um 1.000 tonn seld
í þessari viku
TVÖ skip seldu í Englandi á
miðvikudag, samtals 168 tonn.
Þá hafa verið seld samtals 616
tonn af gámafiski i Englandi það
sem af er þessari viku og tæp
400 tonn i Þyskalndi.
Dagstjaman KE seldi 135 tonn
í Hull fyrir 7,5 milljónir króna.
Meðalverð var 55,46 krónur. Af
aflanum voru 123 tonn þorskur sem
fór á 56,82 krónur að meðalverði.
Bjami Gísla SF seldi í Grimsby 33
tonn fyrir tæpar 1,4 milljónir að
meðalverði 41,82 krónur. Uppistaða
aflans var koli sem fór á 31,50
krónur að meðalverði.
A mánudag vom seld 214 tonn
af gámafiski á 64.40 krónur að
meðalverði. Nokkur verðlækkun
varð svo á þriðjudag, en þá vom
seld 272 tonn af gámafiski fyrir
52 krónur að meðalverði. Á mið-
vikudag vom seld 130 tonn af
Jörundur
Hilmarsson
varði doktors-
ritgerð
gámafiski i Englandi fyrir 55,20
krónur að meðalverði.
Sólberg ÓF seldi í Bremenhaven
á þriðrjudag og miðvikudag 198 tonn
fyrir samtals rúmar 7,1 milljónir
króna. Aflinn var aðallega karfi og
meðalverð 36,40 krónur. Það sem
af er þessari viku hafa verið seldir
30 gámar í Þýskalandi, eða tæp
400 tonn og meðalverð á bilinu 36
til 39 krónur.
Hressingarleikfimi kvenna og karla
Haustnámskeið hefjast fimmtudaginn 2. október nk.
★ Kennslustaöir: Leikfimisalur
Laugarnesskólans, íþróttahús
Seltjarnarness.
★ Fjölbreyttar æfingar — músik —
dansspuni — þrekæfingar —
slökun.
Upplýsingar í síma 33290.
Ástbjörg S. Gunnarsdóttir,
íþróttakennari.
JÖRUNDUR Hilmarsson varði
doktorsritgerð sína 4. september
sl. við Leiden-háskólann í Hol-
landi. Ritgerðin ber nafnið
„Studies in Tocharian Phono-
Iogy, Morphology and Etymo-
logy“ og fjallar um rannsóknir á
„tokharskri“ hljóðfræði, beyg-
ingafræði og orðsifjum.
Jömndur lauk magistersprófi frá
Noregi árið 1977, var eitt ár við
nám í Litháen og vann í tvö ár,
1979-1981, að rannsóknum í sam-
anburðarmálfræði við Kiel-háskól-
ann í Vestur-Þýskalandi, þar sem
hann var á styrk. Hann hefur unn-
ið á undanfömum að ritgerðinni hér
heima og jafnframt starfað sem
stundakennari við Háskóla íslands.
sambandi vom bomar fram ýmsar
tillögur á lands- og flokksráðs-
fundum Sjálfstæðisflokksins sem
lutu að jöfnuði atkvæðisréttar.
Þessi barátta okkar fyrir jöfum
kosningarétti er því ekki ný af nál-
inni, en það verður að viðurkennast
að hægt miðar. Þó má benda á, að
í kjölfar þeirra umræðna sem fram
fóm á síðasta landsfundi hefur
skilningur vaknað á mikilvægi jafn-
réttis borgaranna. Það var því
gleðiefni og vonandi tímanna tákn
að ungir sjálfstæðismenn skyldu
samþykkja þá tillögu sem ég bar
fram á landsfundi um jafnan kosn-
ingarétt á síðasta þingi. Þeirri
samþykkt verður að fylgja eftir.
Hvers vegna jafnan
atkvæðisrétt?
Að mínu mati er jafn atkvæðis-
réttur forsenda trausts lýðræðis.
Styrkur stjómkerfisins og virðing
manna fyrir lögum og rétti er kom-
in undir því að stjómendur landsins
komi fram þeim viðhorfum sem
ríkja meðal meirihluta kjósenda.
Afleiðing ójafnréttisins er augljóst.
Reynt er að halda í löngu horfin
gildi og atvinnuvegum mismunað.
Þannig þykir ekki tiltökumál að
hækka vöruverð til neytenda til að
halda uppi óarðbærri atvinnustarf-
semi fárra einstaklinga. Það þykir
einnig sjálfsagt. að takmarka val-
frelsi fólks á sama grundvelli.
Ójafnréttið hamlar eðlilegri aðlögun
þjóðfélagsins að nýjum tíma og
breyttum atvinnuháttum. Vilji
menn víkja burt kyrrstöðu og stöðn-
un og renna stoðum undir nýskipun
í atvinnulífí, aukna velmegun og
trausta stjóm efnahagsmála skiptir
máli að jafna atkvæðisréttinn.
Höfundur er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Reykajvík.
CJK * »;
■■ ■
(HansPetersen opnar tölvudeild)
Nú höfum viö hjá Hans Petersen hf. fært út
kvíarnar - opnaö tölvudeild í verslun okkar í
Austurveri. Þar munum við bjóða tölvur og
tölvubúnað á verði, sem er lægra en þekkst hefur
hérlendis hingað til miðað við gæði.
Um er að ræða vandaðar bandarískar borð-
tölvur af gerðinni Tandon í PC, XT og AT-útgáfu
sem fylgja IBM-staðli.
Sérstök áhersla verður einnig lögð á annan
tölvubúnað og jaðartæki frá viðurkenndum fram-
leiðendum, m.a. Kyocera laserprentara,
Microscience harða diska og segulbönd frá
Everex. öll almenn þjónusta verður í boði, við-
gerðaþjónusta og tilsögn.
Við stefnum að því að eiga allan búnað okkar
ávallt fyrirliggjandi.
Á grundvelli traustrar stöðu sinnar hefur Hans
Petersen hf. tryggt sér hagstæða samninga við
viðurkennda framleiðendur. Við getum því í
flestum tilvikum boðið betri kjör en áður hafa
þekkst á íslenskum tölvumarkaði, án þess að
slakað sé á gæðakröfum.
Við bendum á að Einmenningstölvunefnd
ríkisins hefur nýlega samið við Hans Petersen hf.
um kaup á hörðum diskum og hraðalspjöldum fyrir
ríkisstofnanir.
Verið velkomin í tölvudeildina í Austurveri. Þar erum við - og verðum.
HANS PETERSEN HF
AUSTURVERI, SÍMI 31555 OG 36161
AUKhf. 91.57/SlA