Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
Útgefandi ittbifrtto Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Sérstaða
Ríkisútvarpsins
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 356. þáttur
Iútvarpslögunum frá 1985,
sem heimila frjálsan
rekstur útvarps og sjónvarps,
er ákvæði um hlutverk
Ríkisútvarpsins, sem vert er
að staldra við nú þegar veru-
leiki samkeppninnar á þessu
sviði blasir við. Ákvæðið er í
15. grein laganna og fyrsta
málsgreinin geymir kjama
málsins: „Ríkisútvarpið skal
Ieggja rækt við íslenska tungu,
sögu þjóðarinnar og menning-
ararfleifð." Þetta er höfuð-
hlutverk þess og allt annað er
aukageta.
Forráðamenn Ríkisútvarps-
ins mega ekki halda, að það
eigi að vera hlutverk þess að
keppa við alla þá, sem reyna
fyrir sér með sjálfstæðan út-
varps- og sjónvarpsrekstur,
hvað þá að reyna að kæfa slíka
aðila með yfírboðum í krafti
fjármálaveldis. Forráðamenn
Ríkisútvarpsins eiga að spyija
sig þeirrar spumingar, hvaða
tilgangi það þjónar að halda
úti sérstakri poppstöð og
Iengja dagskrá hennar í sam-
keppnisskjmi við einkaútvarp.
Ríkisútvarpið hleypti rás 2 af
stokkunum á sínum tíma
vegna þess að mikill áhugi virt-
ist vera á útvarpsstöð af þessu
tagi o g þágildandi lög bönnuðu
einstaklingum slíkan rekstur.
En nú em aðstæður gerbreytt-
ar.
Sú hugmynd er íhugunar
verð, að selja rás 2 einstakling-
um, sem gætu þá keppt við
nýja einkaútvarpið um hylli
hlustenda. Einnig getur komið
til álita, að breyta rás 2 í út-
varp af nýju tagi og nota til
þess núverandi aðstöðu í
Efstaleiti. Kennsluútvarp kem-
ur fyrst upp í hugann í því
sambandi, en slíkur rekstur
hefur borið góðan árangur er-
lendis og er að auki tvímæla-
laust í samræmi við það
hlutverk, sem útvarpslögin
ætla Ríkisútvarpinu.
Kannanir, sem gerðar hafa
verið eftir að Bylgjan hóf út-
sendingar, benda til þess, að
hún njóti nú um stundir mestra
vinsælda hlustenda, rás 2 hafí
dalað vemlega, en rás 1 eigi
enn stóran hlustendahóp. Fólk
hlustar ekki á rás 1 til að heyra
þar poppsíbylju, auglýsingar
eða símaskraf, heldur til að
fylgjast með fréttum, heyra
rökræður um áhugaverð efíii,
hlusta á sögur, ljóð og leikrit.
Það er þetta eftii, sem Ríkisút-
varpið á að einbeita sér að, og
láta einkastöðvunum hitt eftir.
Þar með er auðvitað ekki sagt,
að einkaútvarp hljóti að vera
einhver mslakista. Því fer
raunar víðs íjarri og eina
einkastöðin hér á landi hefur
flutt margt mjög frambærilegt
efíii, en hún er fyrst og fremst
rekin sem útvarpsstöð dægur-
tónlistar og hefur til þess
fullan rétt. Til Ríkisútvarpsins
em gerðar aðrar kröfur og
meiri og til að sinna þeim má
það ekki vera of upptekið við
að hlaupa eftir vindunum
hveiju sinni. Ríkisútvarpið á
með öðmm orðum, að einbeita
sér að því höfuðhlutverki, sem
Útvarpslögin leggja því á herð-
ar. Það þjónar engum tilgangi,
að ríkið sé í einhveiju auglýs-
ingastríði eða kapphlaupi til
að geta haldið úti dægurtón-
list, sem allir geta keypt í
næstu búð. Það verður að
leggja áherslu á sérstöðu sína
og þá samkvæmt Útvarpslög-
unum. Kannanir sýna að það
er einnig vilji skattgreiðenda.
Bókin
Nýafstöðnu Bókaþingi
1986 vom valin ein-
kunnarorðin: „Bókaþjóð á
krossgötum". Með því var
vísað til þeirrar samkeppni
sem bækur sem menningar-
miðill standa nú frammi fyrir
á tíma gervihnatta, mynd-
banda og ftjáls útvarps- og
sjónvarpsrekstrar.
Full ástæða er til að unnend-
ur bóka slái skjaldborg um
þennan merka miðil og það er
rétt ályktun Bókaþings, að
fella ber niður söluskatt á bók-
um til ríkisins, sem nú nemur
Qórðungi af útsöluverði þeirra.
Það er engin sérstök ástæða
til að vera uggandi um framtíð
bókarinnar, enda hefur bók-
sala hér á landi aukist vemlega
á síðustu ámm þrátt fyrir
mikla samkeppni annarra
miðla. Árvekni er hins vegar
nauðsynleg sem fyrr og stofn-
un Bókasambands íslands
virðist skynsamleg leið til að
efla enn veg bókarinnar í
íslensku þjóðfélagi. Góð bók
er hlédrægur en góður vinur.
Lástrænn fömnautur á hávaða-
sömum tímum.
Sr. Bjami Gissurarson í
Þingmúla í Skriðdal
(1621—1712) var eitt af höfuð-
skáldum síns tíma. Hann
þmmdi að vísu lengi í skugga
afa síns, sr. Einars í Eydölum,
móðurbróður síns, sr. Ólafs i
Kirkjubæ, og ekki síst frænda
síns, sr. Stefáns í Vallanesi.
Eitt ágætasta kvæði sr.
Bjama Gissurarsonar er um
„samlíking sólarinnar". Þar ber
hann saman sólina sjálfa og
góða konu, enda segir hann að
heilög ritning líki ágæti góðrar
konu við sólarljóma. Lýsir sr.
Bjami fyrst sólinni og heilla-
vænlegum áhrifum hennar á
gjörvallt sköpunarverkið:
Hún vermir,
hún skín
og hýrt gleður mann,
hefur prestur fyrir viðlag í
kvæði sínu sem að því leyti
hefur vikivakaform. En sá ljóð-
ur er á sólinni, að hún gengur
til viðar á kvöldin. En dygðaljós
góðrar konu slokknar eigi, þó
degi halli, segir skáldið, og
verður niðurstaða hans sú að
konan sé að öllu samanlögðu
sólinni fremri. Ástfanginn hefur
hann verið þá.
Það er eitt með öðru, um
hina góðu konu, að hún er holl-
vættur heimilisins og þyrmir
engu illu innan veggja þess.
Um þetta farast skáldinu svo
orð:
Börn og hjúin forsjál fæðir,
fegursta hóf í öllu þræðir,
orðin svell í bænum bræðir,
byrlar gleði og heilsu vín.
Hún vermir, hún skín.
Angrað þel hjá aumum græðir,
en aldrei hrella vann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleður mann.
Enda þótt meginmerking
þessa erindis sé full-ljós, sé ég
ekki betur en nær því hvert orð
í auðkenndu braglínunni sé
tvírætt. Því eru það tilmæli mín
var haldin f Norrsena húsinu f
gær, en það eru samnorræn ung-
mennaskipti, og vinna þátttak-
endur á einhveiju hinna
Norðurlandanna. Ráðstefnuna
sátu um fimmtíu manns; ung-
menni, sem unnið hafa á Norð-
urlöndum f sumar íslenskir
vinnuveitendur, sem hafa haft
norræn ungmenni f vinnu f sumar
og fulltrúar ýmissa stofnana,
sem með þessi samskipti hafa
haft að gera.
„Nordjobb" hófst í fyrra fyrir til-
stuðlan Gyllenhammer-nefndarinn-
ar og sá þá eitt fyrirtæki í
til ykkar, að þið skýrið fyrir
mig þessa línu, orð fyrir orð.
★
Unna, (ann, unni, unnað)
merkir að elska. Samsvarandi
nafnorð er ást < *anst (brott-
fall og uppbótarlenging). Ánnað
samsvarandi nafnorð er unn-
usta sem upphaflega merkti
tilfinninguna sjálfa, en síðar þá
persónu sem tilfmningin er bor-
in til. Slík merkingarfærsla er
algeng, enda gerist hún einnig
í orðinu ást.
Náskyld unna er sögnin að
una (undi, unað). Hún merkir
meðal annars að hafa yndi af,
en það ástand heitir einnig un-
aður eða unun. Af sömu rót
er þýska Wunsch = ósk, og
hefur samkvæmt lögmálunum
breyst í þessa orðmynd okkar.
Er nú skammt yfir í ván sem
breyttist seinna í vón (eða jafn-
vel ón) en hefur fyrir löngu
fest sig í gerðinni von. Af ván
kemur vænn, sá sem vonir má
binda við = vænlegur.
Ást er svo skylt andi, sbr.
latína animus = hugur og an-
ima = sál. Það leiðir hugann
að orðinu ás(s) = goð. Það hafði
frummerkinguna andi, orðið til
úr *ansur.
Er þá í bili útrætt um ætt-
fræði orðanna, öðru nafni
orðsifjar (etjmiologia).
★
Mælska
Valdimar Ásmundsson rit-
stjóri lýsti mælsku Benedikts
Sveinssonar dómara og alþing-
ismanns svo (Fjallkonan
1885):
„Síðar heyrði ég hann tala í
stjómarbótarmálinu og „mál
hans rann sem ránar fall, róm-
urinn blíður, hár og snjall". Þá
brann eldur úr augum honum;
hver vöðvi var spenntur, hver
taug. Hann talaði til skilnings-
Stokkhólmi um þessi samskipti. Nú
eru þessi samskipti í höndum Nor-
rænu félaganna.
Á þessu sumri komu 68 norræn
ungmenni hingað til lands í sumar-
vinnu, en 117 íslendingar fóru til
Norðurlandanna. Flestir, sem þátt
tóku í verkefninu voru í skóla og
eru þau á aldrinum 18-26 ára.
Nýlega var gerð könnun meðal
þeirra íslensku fyrirtækja, sem
höfðu ungmenni frá hinum Norður-
löndum í vinnu, og var reynslan
yfirleitt mjög góð, að sögn Eyjólfs
Péturs Hafstein, verkefnisstjóra
„Nordjobb" á íslandi. Að sögn hans
hafa norrænu starfskraftamir mest
ins, hann talaði til hjartans; það
hefði mátt heyra saumnál detta
í salnum, því hann hafði hrifið
hvem mann með sér; allra augu
héngu við varir hans. Konungs-
fulltrúinn engdist af og til í stóli
sínum, hann seig saman, eins
og sáta undir fargi, en Benedikt
Sveinsson óx og stækkaði. Og
þegar hann síðast í ákafa sínum
þeytti stjómarfrumvarpinu,
sem hann hélt á, af hendi í
gólfið, svo það rann allt fram
undir konungsfulltrúa-stól, þá
hafði hann teygzt fram yfir
borðið og sló í það um leið —
þá sýndist mér hann miklu
stærri vexti en hann er.“
Um mælsku Benedikts kvað
sr. Matthías Jochumsson:
Féll sem flaumiða
foss og háskriða
(fólk stðð forviða)
fall hans málkviða,
en und brábarði
brann sem logvarði
hugurinn skapharði,
er sitt hauður varði.
★
Bragarháttur vikunnar er
valstýfa (stafhenduætt IV):
Ef dragast skal á dýpstu mið
með dverga lið,
bátinn vantar bót og smið
að bjargast við.
(Guðmundur Bergþórsson)
Ekki er Skriðill enn um borð
á ufsa storð.
Síst hann fremji manna morð
né meiðslis orð.
(Hans Baldvinsson og Jón Jónsson)
★
Auk þess legg ég til (eins og
Jóninna Sigurðardóttir) að
makkarónur verði kallaðar
stenglur, og að fréttamenn
Bylgjunnar reyni að hafa í fullu
tré við aðra, svo að þeir segi
ekki oftar að hafa „í fullu roði“
við einhvem.
unnið í fiski, en einnig hafa þeir
unnið í verslunum, við lagerstörf
og á skrifstofum og bönkum, svo
og við iðnaðarstörf.
Að sögn Péturs hefir nýverið
verið gerð svipuð könnun meðal
vinnuveitenda á Norðurlöndunum
og virðast íslensku þátttakendumir
almennt koma vel út. Störfin, sem
íslendingamir sinntu úti voru flest
einföld, en einnig nokkuð um að
þeir ynnu skrifstofustörf. „Það eina,
sem kemur illa út fyrir lslending-
ana, eru háir skattar á hinum
Norðurlöndunum, en verið er að
vinna að því að ná fram undanþágu
fyrir viðkomandi ungmenni," sagði
Eyjólfur Pétur Hafstein.
Þátttakendur á „Nordjobb-ráðstefnuninni“._
Morgunblkðia/Bjami
117 íslensk ungmenní tóku
þátt í „Nordjobb“-ráðstefnu
RAÐSTEFNA um „Nonfiobb