Morgunblaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
5
Yfirmannaskipti
hjá varnarliðinu:
McVadon
tekur við
af Edwin
Anderson
ERIC A. McVadon, flotaforingi,
tekur í næsta mánuði við starfi
yfirmanns varaarliðsins á
Keflavikurflugvelli af Edwin K.
Anderson, flotaforingja, sem
hverfur til starfa i flotastöðinni
í Norfolk.
McVadon hefur áður dvalið hér
á landi á vegum vamarliðsins. Hann
var yfirmaður flotadeildarinnar í
Keflavík og jafnframt formaður
vamarmálanefndar að hálfu Banda-
Eric A. McVadon, hinn nýi yfir-
maður varnarliðsins, er til hægri
á þessari mynd. Hún var tekin i
ágúst 1984 þegar hann lét af
starfi hjá flotadeild varnarliðsins
og George T. Lloyd tók við.
ríkjamanna frá því í júlí 1982 og
fram í september 1984.
Eric McVadon á að baki langan
feril í bandaríska flotanum. Hann
lauk B.A.-prófi í fyrirtækjastjóm
frá Tulane-háskóla og M.S.-prófi í
alþjóðamálum frá George Was-
hington háskóla. Hann hefur einnig
lokið prófum frá skólum Banda-
ríkjahers og lagt stund á íslenska
tungu.
Tveir öku-
menn bifhjóla
slasaðir
TVEIR ökumenn bifhjóla slösuð-
ust í umferðinni í gær og á
fimmtudag.
Fyrra slysið varð á fimmtudags-
kvöld, skömmu fyrir miðnætti.
Bifreið sem ók eftir Pósthússtræti
ók í veg fyrir bifhjól sem kom eftir
Hafnarstræti. Við áreksturinn
handleggsbrotnaði ökumaður bif-
hjólsins.
Um hádegið í gær varð bifhjól
fyrir bifreið við Höfðabakka. Var
ökumaður bifhjólsins að prófa hjól
kunningja síns og mun hafa verið
réttindalaus. Ók hann um á bif-
reiðastæði við Höfðabakka 9 og
skall á aðvífandi bifreið. Hann
meiddist á fæti og er talinn ökkla-
brotinn.
A svipuðum tíma og slysið við
Höfðabakka varð skullu saman bif-
reiðar á mótum Skógarhlíðar og
Flugvallarvegar. Bifreið sem ók af
Flugvallarvegi inn á Skógarhlíð fór
í veg fyrir bifreið sem ók niður
Skógarhlíðina. Ökumaður þeirrar
bifreiðar reyndi að afstýra árekstri
og sveigði til hægri, en skall þá
utan í steyptum kanti á veginum.
Við það valt bifreið hans, en slys á
mönnum voru lítil.
Sjálfstæðisfólk Hef opnað kosningaskrifstofu í Sigtúni 7, þar sem ég og samstarfsmenn mínir starfa að kjöri mínu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík þann 18. október nk. Kosningastjóri er Sigurjón Ásbjörnsson og verður skrifstofan opin frá kl. 9—22 alla daga til kjördags. Verið velkomin. Símar: 68 76 65 og 68 73 90. Eyjólfur Konráð Jónsson |§f Bp Á n
Hörku ] Ið ’
rm
Þessir starfsmenn Gísla J. Johnsen sf hafa selt og þjóna
nú fleiri PC-tölvum en nokkur annar
einstakur aðili hér á landi
MEÐAL VIÐSKIPTAVINA ÞEIRRA ERU:
Háskóli íslands, Morgunblaðið,
Kennaraháskóli íslands, Dagblaðið,
Samvinnuskólinn, Frjálst framtak,
Garðaskóli Fjölnir,
Innkaupastofnun ríkisins, Eimskip,
Fjárlaga- og hagsýslustofnun, Skeljungur,
Skýrsluv. ríkisins og Reykjavíkurb. Olís,
Þjóðleikhúsið, Olíufélagið,
Leikfélag Reykjavíkur, Samvinnutryggingar,
Búnaðarbankinn, Tryggingamiðstöðin,
Landsbanki íslands, Verkmenntaskólinn Akureyri,
Samvinnubankinn, Akureyrarbær,
Útvegsbankinn, Kópavogsbær.
Hyggur þú á tölvukaup?
Veldu þá traustan samstarfsaðila
með reynslu á sínu sviði
OOD
GISLI J. JOHNSEN
Nýbýlavegi 16. Sími 641222.
Glerárgötu 20 Akureyri. Sími 96-25004
\