Morgunblaðið - 05.10.1986, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
Páll páfi
heimsækir
Frakkland
Lyon, AP.
JÓHANNES Páll páfi annar kom
í gær í fjögurra daga heimsókn
til Frakklands í þeirri von að
geta eflt guðstrú landsmanna.
Heimsókn páfa kemur í kjölfar
hryðjuverka, sem sett hafa óhug
að Frökkum.
Francois Mitterrand, forseti, tók
á móti páfa á Satolas-flugvellinum
í Lyon og að lokinni athöfn rædd-
ust þeir við undir fjögur augu.
Páfí sagðist kominn til Frakk-
lands í nafni friðar og vináttu, ekki
einvörðungu vegna kaþólskra
Frakka heldur þjóðarinnar allrar.
Kasparov
nær öruggur
með titilinn
Leningrad, AP.
Garri Kasparov vann Karpov í
22. skákinni í einvíginu um
heimsmeistaratitilinn i gær og
hefur þvi nánast tryggt sér sigur
í einvíginu.
Kasparov þarf eitt jafntefli úr
tveimur skákum, sem eftir eru, til
að halda heimsmeistaratitilinum,
þvf hann hefur IU/2 vinning gegn
IOV2. Karpov þarf að vinna báðar
til að endurheimta titilinn.
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Sérfræðingar stórveldanna
kanna aðstæður að Höfða
Talið er fullvist að Höfði, móttökuhús Reykjavíkurborgar, verði
fyrir valinu sem sá staður, þar sem þeir Ronald Reagan og Mikh-
aU Gorbachev hittast á einkafundum á iaugardag og sunnudag.
Á hinn bóginn er ráðgert, að formiegir fundir með sendinefndum
stórveldanna verði á Hótel Sögu. Á myndinni til vinstri eru örygg-
isverðir og sérfræðingar Hvita hússins i Washington að koma frá
því að kynna sér húsakynnin i Höfða, og i sömu erindagjörðum
eru sovésku sérfræðingamir á myndinni til hægri.
Ekki enn þurft að beita nýju reglunum;
Þeim verður ekki beitt
nema í ýtrustu neyð
-segir Karl Jóhannsson hjá Útlendingaeftirlitinu
Norska feijan Bolette kemur til landsins á þriðjudag.
Leiðtogafundurinn í Reykjavík:
Fljótandi hótel
leigt frá Noregi
EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur
i samvinnu við Ferðaskrifstofu
ríkisins og Ferðamálaráð leigt
norsku ferjuna Bolette til að
mæta aukinni gistiþörf vegna
fundar leiðtoga stórveldanna í
Reykjavík. Feijan rúmar um 400
manns i gistingu og kemur hing-
að til Iands um hádegi á þriðju-
dag.
Þorkell Sigurlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Eimskips, sagði í
samtali við Morgunblaðið að leig-
utíminn væri ein vika og kostnaður
vegna leigunnar um það bil 10 millj-
ónar króna. „Ferjan verður staðsett
í gömlu höfninni og mun að ein-
hveiju leyti leysa þann vanda sem
upp er kominn vegna skorts á gisti-
rými í Reykjavík og nágrenni",
sagði Þorkell. Hann sagði að vænt-
anlega yrðu það fyrst og fremst
fféttamenn og flölmiðlafólk, sem
kæmu til með að gista í ferjunni,
en þar eru svefnklefar, sem taka
um 400 manns í allt. Gisting fyrir
tvo kostar um 10 þúsund íslenskar
krónur.
EKKI hefur komið til þess enn
að Útlendingaeftirlitið hafi þurft
að beita nýju reglunum um að
snúa erlendum ferðamönnum
frá, sem ekki geta sýnt fram á
að þeir hafi tryggt sér húsnæði
í Reykjavík. Þetta staðfesti Karl
Jóhannsson hjá Útlendingaeftir-
litinu í gær, og sagði að aðeins
yrði gripið til þessara fyrirmæla
í ýtrustu neyð. Gilda þessar regl-
ur frá 3. til 13. þessa mánaðar.
Karl sagði að ef þörf krefði yrði
fólki frekar bent á að fara til staða,
þar sem nægt gistiiými væri, svo
sem Húsavíkur, Akureyrar, Homa-
fjarðar eða Egilsstaða. Þetta fólk
væri búið að kaupa sér dýra ferð
til íslands, og því væri reynt að
aðstoða það, svo það tapaði ekki
stórfé á þessu. Allir afgreiðslustað-
ir flugfélaganna úti í heimi væru
með þessar reglur, og gætu varað
fólk við, ef það væri á leiðinni til
Reykjavíkur, án þess að hafa stað-
festa gistipöntun.
Reglumar eru svohljóðandi: „Er-
Þrjár milljónir kr til
Rannsóknasjóðs HI
í TILEFNI 75 ára afmælis Há-
skóla íslands hefur ríkisstjóm-
in samþykkt að gera ráðstafan-
ir til að efla Rannsóknasjóð
háskólans með þriggja milljón
króna viðbótar fjárveitingu á
fjárlögum þessa árs og markað
þá stefnu að fjárveitingar til
sjóðsins verði hækkaðar veru-
lega á næstu fjórum árum.
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, tilkynnti háskóla-
rektor þessa ráðstöfun í ávarpi
sínu í Háskólabíói í gærdag á
hátíðardagskrá sem halain var í
tilefni afmælisins.
Fjárveiting til starfsemi Rann-
sóknasjóðs háskólans á þessu ári
var 5 milljónir króna en verður
nú 8 milljónir. Þá er ráðgert að
fjárveiting næsta árs til sjóðsins
tvöfaldist og verði því 16 milljónir
króna og að á næstu fjórum árum
verði flárveitingin hækkuð í 20
milljónir króna miðað við verðlag
í október á þessu ári.
lendir farþegar sem ætla sér að
koma til íslands á tímabilinu 3. til
13. október 1986 þurfa að hafa í
höndum staðfestingu, sem flugvall-
arstarfsmenn meta gilda, um að
þeir hafí tryggt sér húsnæði á ís-
landi. Þessi kvöð gildir ekki um
fréttamenn, sem sækja ætla leið-
togafundinn í Reykjavík.“
Borgarspítalinn:
Aukavakt vegna
leiðtogafundar
BORGARSPÍTALINN hefur að
ósk heilbrigðisráðuneytisins
skipulagt aukavaktir vegna
komu þjóðarleiðtoganna til
Iandsins, að sögn Jóhanns Pálma-
sonar framkvæmdasljóra spítal-
ans.
„Á Borgarspítalanum verðum við
reiðubúin að sinna öllum óvæntum
uppákomum," sagði Jóhann. Skurð-
læknar og hjúkrunarfólk verður á
bundnum vöktum og skurðstofa
höfð til reiðu allan sólarhringinn.
Veitt verður neyðarþjónusta fyrir
fylgdarlið leiðtoganna og frétta-
menn. Sérstakir beinir símar verða
settir upp á slysadeild þar sem
enskumælandi hjúkrunarfólk svar-
ar spumingum um læknisfræðileg
efni allan sólarhringinn. Þessi þjón-
usta hefst n.k. mánudag, 6. októb-
er. Þar verða einnig gefnar
upplýsingar um tannlæknaþjónustu
og opnunartíma lyfjaverslana.
Símanúmmerin eru: 69-67-90 og
68-66-49.
Þá verða neyðarbifreiðir til taks
allan sólarhringinn frá og með
fímmtudegi.