Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 5
- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 5 Bandaríkjamenn um fríverzlunarsamning við Islendinga: Ekki til viðræðna fyrr en árið 1988 Washington, frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BANDARÍKJAMENN eru ekki reiðubúnir til viðræðna um fríverzlunarsanming við íslend- inga, hvorki á þessu ári né þvi næsta. Þetta kom fram í ávarpi Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneyt- isstjóra í viðskiptaráðuneytinu á ráðstefnu íslenzk-ameríska verzlunarráðsins í Washington s.l. föstudag. Þórhallur skýrði fréttaritara Morgunblaðsins frá því að síðastlið- inn þriðjudag hefðu hann og Hans G. Andersen, sendiherra, átt við- ræður við Michael B. Smith, sendi- herra og talsmann viðskiptafulltrúa Bandaríkjaforseta. Þar hefði komið fram að vegna anna væru Banda- ríkjamenn ekki reiðubúnir til viðræðna um fríverzlunarsamning við Islendinga fyrr en í fyrsta lagi 1988. Ennfremur tók Michael B. Smith fram að hugsanlegur fríverzlunar- samningur verði að ná til allra vörutegunda og allrar þjónustu. „Þar gæti skapast vandamál, til dæmis í sambandi við landbúnaðar- afurðir, “ sagði Þórhallur Ásgeirs- son. —GuðmunduL- H. Garðarsson Kosningaskrifstofa stuðnings- manna Guðmundar H. Garðars- sonar vegna prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavik, hefur verið opnuð á jarðhæð Húss verslunar- innar, gengið inn Miklubrautar- megin. Skrifstofan er opin frá kl. 9.00—22.00 og símareru 68 18 41 og 68 18 45. Allir stuðningsmenn Guðmundar eru hvattir til að Irta inn. GUÐMUND A ÞING Sjálfstæðisfólk! Við stuðningsmenn Jóns Magnússonar höfum opnað kosningaskrifstofu á homi Vitastígs og Skúlagötu. Opid 13.00 tU 21.00 daglega. Simi 16320 og 27182. Stuðningsmenn Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18. okt. Ragnhildur Helgadóttír heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra leitar stuðnings í 2. sæti listans. Skrifstofa í Kjörgarði, niðri, Laugavegi 59. Sími 16637 og 19344. Opiðfrá kl. 2.00, eftir verslunartíma er gengið inn Hverfisgötumegin. Flokksþing Alþýðuflokksins: Stjórn íhalds og framsókn- ar versta hlut- skipti landsins - segir í drögum að stj órnmálaályktun Alþýðuflokksins FLOKKSÞINGI Alþýðuflokks- ins, undir yfirskriftinni „ísland fyrir alla“ var fram haldið á Hótel Örk i gær. Flutt var skýrsla kjörbréfanefnd- ar og framsaga undirbúnigsnefnda um nýtt skattakerfi, húsnæðislána- kerfi og atvinnustefnu, einn lífeyris- sjóð fyrir alla landsmenn og samræmda launastefnu. Eihnig fiutti Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins fram- sögu um stjómmálaályktun en f drögum að henni segir m.a.: „Fer- tugasta og þriðja flokksþing Alþýðuflokksins lýsir þvf yfir að það hljóti að vera megin verkefni Alþýðuflokksins og verkalýðshreyf- ingar að tryggja launafólki rétt- mætan hlut í afrakstri þjóðarbúsins í góðæri undangenginna missera. Forsenda þess að svo megi verða er að núverandi ríkisstjóm fari frá en við taki stjóm þar sem Alþýðu- fiokkurinn hafi úrslitaáhrif." Síðar segir: „Helmingaskiptastjómir íhalds og framsóknar em versta hlutskipti sem þjóðin getur kosið sér.“ Þá tóku við almennar umræð- ur og kjör formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og formanns fram- kvæmdastjómar í dag hefst þingið með kosningu framkvæmdastjómar og síðan verð- ur framsaga starfshópa þingsins. Ályktanir verða afgreiddar og kosið í flokksstjóm og verkalýðsmála- nefiid. Þinginu lýkur síðdegis. H AMC Jeep AMC Jeep VIAMC Jeep ri AMC Jeep F1AMC Jeep FIAMC 1987 Þar sem við fengum ekki þá afsláttarbíla af árgerð 1985 og 1986 sem við áttum von á núna í haust, þá hafa verksmiðjurnar ákveðið að við fáum örfáa vel útbúna Jeep Cherokee Pioneer, árgerð 1987 á einstöku verði Kr. 1.050.000, ri AMC Jeep □ 2,51 bensínvél, □ 4gíra, □ Aflbremsur □ Vökvastýri □ Veltistýri □ Sportstýrishjól □ Litaðgler □ Teppalagður □ Útvarp □ Tauklaeddur □ Stokkur á milli sæta □ Krómhringir á felgum □ Stólar (bucket seats) □ Þurrka á afturrúðu □ Opnanlegirhliðargluggar □ Rúðusprauta að aftan og fleira □ Klukka (digital) □ Vindlakveikjari Aðalsmerki EGILL VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.