Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 26

Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 IQðPlMWflli FYRIR ÞIE OG/SNILUNGANA! «9swm«n Mim Nú er kominn tfmi til að bregða undir sig betri fœtinum og skreppa á skíði til Mayrhofen í Austurríki. Á þessum skemmti- lega skíðastað eru brekkur við allra hœfi, frábœrt gönguskíðasvœði og víðfrœgir skfða- skólar í öllum greinum skíða- íþrótta. Veitingahús eru um allar brekkur þar sem notalegt er að setjast niður með ölkollu og slappa af fyrir nœsta áfanga. Á ölstofum þorpsins safnast fólk saman eftir góðan dag á skíðum, þregður sér á diskótek eða slappar af á glœsilegum gististað. Allt þetta og meira til kostar ekki svo mikið: Tveggja vikna ferð með gistingu og morgunmat á Rauchenwalder- hof, sem er sérlega fallegur gististaður í ekta tírólskum stíl, kostar ekki nema kr. 24.435 á mann, sé miðað við tvo í herbergi. Allar nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðs mönnum og ferðaskrifstofum. Upplýsingasími 25100 FLUGLEIDIR Úr einu í annað Þrútin augn Ef þú vaknar oft á morgnana með þrútin augu og það stafar ekki af neinum sérstökum heil- brigðisástæðum, gæti ástæðan verið röng notkun næturkrems. Ef til vill hefur þú borið á þig of mik- ið krem eða þá ekki strokið nógu vel úr því umhverfis augun. Sé svo getur kremið smogið inn í augun þegar það linast. Það er ekki hættulegt en það getur valdið roða eða þrota. Leifar af augnháralit og augnskuggum geta haft sömu áhrif. Þá er bezt að nota augn- hára-hreinsi til að ná burt öllum litnum. Ekki er heppilegt að nota oliur í þessum tilgangi. Þær leysa að vísu litinn upp, en fítan getur myndað poka undir augunum. Fitugurtoppur Allar sem eru með ennistoppa vita að hárið safnar þar í sig meiri fitu en annars staðar á höfðinu. Ennistoppurinn og húðin fara illa saman. Hárið safnar fljótt í sig fitu og við það bætist fítan úr húðinni og andlitskremum. Auk þess verður húðin fyrir ertingu frá hárinu. Sér- lega er þetta slæmt ef húðin er óhrein, því ennistoppurinn lokar úti bæði ijós og loft, sem hafa góð áhrif á húðina. Það er þess vegna ágætis hugmynd að greiða toppinn frá enninu þegar þess er kostur úti við. Þegar þið fáið ykkur göngutúr eða þið hjólið eða bara sitjið úti undir beru lofti, er upp- lagt að greiða toppinn frá. Ef mikil fita safnast i toppinn má gjaman þvo hann sér svo ekki sé verið að þvo hárið allt of oft. Það má gera með því að setja sjampó í þvottapoka og nudda topp- inn með honum og skola svo hárið með blautum klút eða svampi. Allt er nú til! Konur búsettar í bænum Dyers- burg í Tennessee-ríki í Banda- ríkjunum gerast brotlegar við lögin ef þær hringja í karlmann til að ákveða stefnumót við hann. Þetta er samkvæmt einu hinna mörgu skringilegu lagaákvæða í Bandaríkjunum sem mismuna kon- um. Nokkur ruglingur hefur lengi rfkt í lagasetningu í Bandaríkjun- um, því það er ekki nóg með að hvert ríkjanna 50 getur sett sín eigin lög, sem einungis gilda þar, heldur geta bæjarfélögin það einn- ig. Langfiest þeirra lagaákvæða sem mismuna konum hafa löngu verið numin úr gildi og samkvæmt landslögum er mismunun kynjanna ólögleg. Engu að síður eru enn til á pappímum lagaákvæði sem mis- muna konum þótt aldrei sé farið eftir þeim. í bandarísku kvenna- timariti var nýlega getið nokkurra þessara lagaákvæða, eins og til dæmis þeirra sem hér fara á eftir. í bænum Reading í Pennsylvania mega konur ekki hengja nærföt sín út á snúmr nema þær tjaldi fyrir snúmmar svo þvotturinn sjáist ekki. í Providence í Rhode Island mega konur ekki klæðast neinum fötum sem em gegnsæ, en undir það flokkast einnig nælonsokkar. í Owensboro í Kentucky mega konur ekki kaupa sér nýjan hatt nema eiginmaðurinn sé ánægður með hann. í Iowa-ríki er það brot á lögum ef kona gengur í lífstykki og lög- gjafinn hefur heimild til að koma sér upp lífstykkja-eftirlitssveit til að fylgjast með því að konur fari eftir lagabókstaftium með því að þukla á þeim. Ef kona í Michigan-ríki yfirgefur mann sinn er honum heimilt að elta hana uppi á götum úti og rífa af henni fötin af því þau em „hans eign". í bænum Oxford í Ohio er konum bannað að afklæðast frammi fyrir ljósmynd af karlmanni. Og í Suð- ur-Dakota-ríki er eldri konum bannað að nema staðar úti á götu til að ræða við yngri karlmenn. Svo mörg vom þau orð!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.