Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
27
LjóðaJdúbbur AB:
Ljóðasafn Kristjáns
Jónssonar Fjallaskálds
LJÓÐAKLÚBBUR Almenna
bókafélagsins hefur gefið út
Ljóðasafn Kristjáns Fjalla-
skálds í útgáfu Matthíasar
Viðars Sæmundssonar lekt-
ors. I þessu safni, sem er 414
blaðsíður, eru öll ljóð Kristj-
áns sem varðveitzt hafa og
skáldskapargildi. Þau bregða hins
vegar upp mynd af einni hlið skálds-
ins: stráknum, klámhundinum,
níhilistanum. Leiða og glöggt í ljós
tvfleikinn í skáldskap þess: á milli
æstrar gleði og svartasta harms. í
öðru lagi hafa hugmyndir manna
um hvað sé við hæfí við skáldskap
breyst: það sem þótti hneykslanlegt
og óviðurkvæmilegt á sínum tfma
er það ekki lengur. Af þessum sök-
um var ráðist f að gefa út heildar-
safn ljóða Kristjáns. Þó var ekki
hirt um að tína inn í það lausavísur
ýmiskonar sem fínna má í handrit-
um annarra manna og kenndar eru
við hann. Ástæðan er sú að heimild-
ir um uppruna þeirra eru að öllum
jafnaði óáreiðanlegar, getgátu-
kenndar. Frá þ ví eru þó undantekn-
ingar. Þannig birtast í þessari
útgáfu nokkur kvæði Fjallaskálds-
ins í fyrsta sinn. Um er að ræða
ljóðið Hveijum þykir sinn fugl fag-
ur, vísnafíokkinn Skrópsbrag sem
fjallar um prest fyrir norðan, sam-
kveðlinga þeirra Kristjáns og Jóns
skálds Thoroddsens, bálk lausaví-
sna frá Fjallaárum skáldsins."
Kristján Jónsson. Teikning Sig-
urðar Guðmundssonar eftir
ljósmynd Þjóðminjasafnsins.
birtast nokkur þar í fyrsta
skipti.
Matthías Viðar Sæmundsson
ritar inngang um líf og ljóð
Kristjáns Fjallaskálds og í loka-
orðum gerir hann m.a. svofellda
grein fyrir þessari útgáfu:
„í þessari Ljóðaklúbbsútgáfu er
valinn sá kostur að prenta allt það
sem gefíð hefur verið út eftir Kristj-
án Fjallaskáld. Liggja til þess tvær
ástæður. í fyrsta lagi er útgáfa
Jóns Ólafssonar löngu ófáanleg
þannig að nútímalesendur þekkja
ékki Fjallaskáldið nema að hluta,
ritskoðað. Sum þeirra kvæða sem
útgefendur hafa fellt niður hafa lítið
Bílasýning
Kynnum í fyrsta sinn á
Sjálfstæðis-
flokkurinn:
Kynning
á próf-
kjörsfram-
bjóðendum
í Reykjavík
Þátttakendur í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík koma
fram á kynningarfund-
um sem haldnir verða í
sjálfstæðishúsinu Val-
höll þriðjudaginn 7.
október og miðvikudag-
inn 8. október kl. 20.30.
Það er Fulltrúaráð sjálf-
stæðisfélaganna I
Reykjavík sem efnir til
fundanna.
Dregið var um röð fram-
bjóðenda og koma eftirtaldir
fram á fyrri fundinum: Albert
Guðmundsson ráðherra, Jón
Magnússon lögmaður, Rúnar
Guðbjartsson flugstjóri, Vil-
hjálmur Egilsson hagfræð-
ingur, Esther Guðmundsdótt-
ir markaðsstjóri, Ásgeir
Hannes Eiríksson verslunar-
maður, María E. Ingvadóttir
viðskiptafræðingur og Ragn-
hildur Helgadóttir ráðherra.
Á seinni fundinum koma
eftirtaldir frambjóðendur
fram: FViðrik Sophusson al-
þingismaður, Eyjólfur Konr-
áð Jónsson alþingismaður,
Sólveig Pétursdóttir lögfræð-
ingur, Birgir ísleifur Gunn-
arsson alþingismaður,
Guðmundur H. Garðarsson
viðskiptafræðingur, Geir H.
Haarde hagfræðingur og
Bessí Jóhannsdóttir fram-
kvæmdastjóri.
Hver frambjóðandi flytur
framsöguræðu og fær til þess
fímm mínútur. Að loknum
framsöguræðum er fundar-
gestum heimilt að bera fram
fyrirspumir til frambjóðenda.
(Fróttatiikynning)
Islandi stjömubílinn
Fiat Croma
luxusbíl í sérflokki.
Sýnum einnig
Fiat Uno Tuifoo og
nýja gerð af Fiat Panda
Opið ídag, sunnudag, frá kl. 13—17.
FIAT-umboðið á íslandi Skeifunni 8. S. 688850