Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
HVERS VEGNA
KVENNASAGA?
Kristín Bjarnadóttir ræðir við
Gunhild Kyle prófessor
Ég er að leita að prófessor
í kvennasögu hér í
Gautaborg, þeim eina sem
ég hef hingað til heyrt
getið um. Fer til hægri og
til vinstri, ýmist, villist upp
á vitlausa hæð, þrátt fyrir
nákvæmt heimilisfang.
Nærri hálftíma á eftir
áætlun er ég komin inn í
stofu hjá prófessor
Gunhild Kyle í Majorna,
suðurhluta borgarinnar.
Hún er prófessor í
kvennasögu við
Gautaborgarháskóla. Hún
er fráskilin, börnin löngu
farin að heiman og hver
stund dagsins er skipulögð
og nýtt til hins ítrasta.
Hvað viltu mér svo, spyr
hún um leið og hún sest
gegnt mér í rúmgóðri
stofunni. Hún á von á
nemanda seinna um
kvöldið, vinnudeginum
langt í frá lokið. En þegar
hún skyndilega kveður
upp úr meðað ég líti út
alveg eins og Islendingar
eiga að líta út finnst mér
hún hafa fyrirgefið mér
óstundvísina. Hún verður
hlýleg til augnanna.
Er kvennasaga
nauðsynleg?
Það fer efLir því hvaða augum
sagan er litin, segir Gunhild. Fer
eftir því hvað manni fínnst mikil-
vægt, hvaða atburðir. Séu það ein-
göngu stórar ákvarðanir, sem leitt
hafa til styijalda og byltinga, þá
koma fyrst og fremst karlmenn við
sögu. Ef það er hvað fólki fínnst
mikilvægt í sögunni og annað ekki,
þá má segja að kvennasaga sé
óþörf.
En tilfellið er að konur eru enginn
minnihluti mannkynsins, þær eru
jafnvel í meirihluta. Það væri satt
að segja undarlegt ef sá meirihluti
hefði engin áhrif haft.
Það sem mér finnst bera söguna
uppi er vinnan. Því án vinnu mann-
eskjunnar á hinum ýmsu sviðum
væri ekkert samfélag. Skipulag
samfélagsins er byggt upp kringum
þarfír fólks, einkum þá þörf að sjá
fyrir sér. Það þarf að komast af
og þarf á hjálp hvert annars að
halda í skipulagðri samvinnu. Það
er sem sagt vinnan, sem er mikil-
væg að mínu mati. Og þar hafa
konur og karlar tekið þátt í jafn-
miklum mæli. En konurnar hafa
orðið ósýnilegar. Og það fínnst mér
mikilvæg spuming: Hvers vegna
hafa konumar orðið svo ósýnilegar
í sögunni? Hvemig stendur á því í
raun og veru. Hvers vegna hafa
þær alltaf búið við önnur lífsskilyrði
en karlar í sömu stétt eða sama
félagshópi? Hvers vegna var staða
giftra kvenna allt önnur en ógiftra
í samfélaginu? Eða ekkna? Það
breytir ekki stöðu karlmanns í
samfélaginu, hvort hann er kvænt-
ur, ókvæntur eða ekkjumaður.
Hann nýtur sömu réttinda. En fyrir
konu hefur það haft afgerandi áhrif
á réttarstöðu hennar. Hvers vegna?
Sagan fjallar meðal annars um
þessa hluti.
Að sjá á hvaða hátt lífsskilyrði
kvenna hafa breyst, annars vegar
vegna eigin framtaks og hinsvegar
þar sem þær hafa orðið viðfangsefni
pólitískra ákvarðana, hvað segir
það okkur um samféiagið? Við fáum
eina hlið af samfélaginu í viðbót, í
mynd okkar af sögunni. Það fínnst
mér mikilvægt.
Þegar fram líða stundir má vera
að engin þörf verði á að skoða
söguna þannig. Að þegar saga
dagsins í dag er skrifuð verði svo
eðlilegt að hafa konur með í henni
að sérstök kvennasaga verði óþörf.
En núna fínnst mér hún þörf. Ég
saga ekki af þá grein sem ég sit á.
Skólarnir — spegil-
mynd samfélagsins
Gunhild Kyle var fimmtug þegar
hún varði doktorsritgerð sína við
Gautaborgarháskóla.
Eiginlega var það aldrei ætlun
mín að leggja stund á kvennasögu,
segir Gunhild þegar ég spyr um
ástæðuna fyrir því að hún valdi
þessa grein.
Ég er orðin ansi gömul — en ég
er ekkert gamall háskólanemi. En
ég hef verið kennari meirihlutann
af lífi mínu. Svo var það hálfu ári
áður en dóttir mín átti að byija í
skóla, að engan var að fá til að
gæta hennar. Þá tók ég mér starfs-
frí. En mér leiddist að hafa ekkert
annað við að vera og byijaði þtss
vegna að lesa hugmyndafræði við
háskólann hérna. Eg varð smátt og
smátt svo gagntekin af þeim fræð-
um að það endaði með doktorsrit-
gerð. Ég skrifaði um stúlknaskóla
í Svíþjóð á nítjándu öld. Mér finnst
í rauninni hvergi að fínna betri staði
en einmitt skólana til að átta sig á
hvemig samfélagið lítur út. Skóla-
kerfíð er spegilmynd samfélagsins.
Ég dró upp mynd af þessum skól-
um, hvemig þeir höfðu verið, hvaða
stúlkur gengu í þá og hvað var
ætlast til að þær lærðu og hvers
vegna. Hvers vegna voru þær látnar
læra allt aðrar námsgreinar en
strákamir. Um þetta fjallaði rit-
gerðin, sem allt í einu var orðin
kvennasaga.
Annars var það karlmaður sem
byijaði að skrifa kvennasögu hér í
Svíþjóð. Hann skrifaði doktorsrit-
gerð sem hann varði árið 1960
undir titlinum Kvinnofrágan í Sver-
ige eða kvenréttindamál í Svíþjóð
1809—1846. Þá var það reyndar
kallað félagssaga. Hann rannsakaði
ástæðumar fyrir því að konur fengu
rétt til að vinna sjálfstætt í atvinnu-
lífínu, og hvaða bergmáli það olli.
Ástæðumar voru skyndileg þörf
fyrir aukið vinnuafl í kaupstöðunum
eða þá að fátæktin var svo mikil
að nauðsynlegt var að leyfa konum
að sjá fyrir sér sjálfar á annan hátt
en þær höfðu rétt til áður.
Áður fyrr voru konur ekki lög-
ráða. En árið 1858 voru ógiftar
konur í Svíþjóð lýstar lögráða. Það
var ekki vegna þess að menn væru
allt í einu orðnir svo góðir í sér,
heldur af því að það var svo erfítt
að vera með fólk í vinnu, sem ekki
var lögráða. Enginn sem ekki er
myndugur getur skrifað undir lög-
giltan samning, en það getur sá sem
er myndugur. Þess var þörf og þá
fengu menn því framgengt að ógift-
ar konur skyldu vera lögráða.
En þar sem eingöngu ógiftar
konur skyldu fara út á atvinnu-
markaðinn var engin þörf á að gefa
giftum konum lögræði.
Var það nauðsynlegft?
Byggist réttur okkar þá á þörfum
og nauðsynjum samfélagsins á
hveijum tíma?
Það er augljóst að í byijun iðn-
væðingarinnar var nauðsynlegt að
konur væru myndugar — þegar þær
fóru að taka þátt í atvinnulífinu.
En hvers vegna var nauðsynlegt
fram að þeim tíma að láta þær
vera ómyndugar? Hefurðu nokkurn
tíma hugsað um það. Ha, var það
nauðsynlegt í raun og veru? nei,
þetta hef ég aldrei hugsað út í. En
spumingin er góð og ég læt Gun-
hild hjálpa mér að finna svar.
Jú, það tengist því hvernig at-
vinnulífíð var þá. Áður en iðnvæð-
ingin hófst bjuggu 80%—90% af
íbúum landsins í sveit og ráku bú-
skap af ýmsu tagi eða voru ráðin
við landbúnaðarstörf. Þá var hvert
heimili ein fjárhagsleg heild. Og
fyrir hverri fjárhagslegri heild var
ein manneskja ábyrg. Manneslqa
sem var myndug og gat því séð um
öll viðskipti við samfélagið. Þá var
Gunhild Kyle
FVank Palm/Göteborgsposten
álitið nauðsynlegt að ein manneskja
bæri þessa ábyrgð og að sjálfsögðu
karlmaður. Þess vegna var litið svo
á að nóg væri að hafa eina mynduga
manneskju á heimilinu. Svo var
hugsað sem svo að ef frúin ætti líka
að vera lögráða væri hætt við að
fjölskyldan tvístraðist.
Á öllum tímum hafa verið til
hugtök um það hvemig konur em.
Og því hefur verið haldið á lofti að
af því þær em eins og þær em sé
engin ástæða til að láta þær taka
þátt í samfélaginu. Hvers vegna?
Spumingamar em margar, en það
er alveg þess virði að sjá hvers
vegna annar helmingur mannkyns-
ins hefur verið meðhöndlaður öðm-
vísi en hinn. Það hafa margir
spreytt sig á þeirri spumingu. En
það er líka hægt að byija á aðeins
einfaldari hátt og skoða til dæmis
hvað gerði það að verkum að staða
kvenna breyttist til hins betra á
nítjándu öldinni. Hvers vegna þær
fengu atvinnuleyfí; hvers vegna
þær fengu lögræði og hvers vegna
þær fengu kosningarétt. Það er
hægt að henda reiður á því og sjá
hvar skórinn kreppti og hvemig
fjallað hefur verið um málin. Og
hvaða pólitísk og hagfræðileg sjón-
armið vom ríkjandi. Það er aldrei
ein einstök ástæða sem liggur að
baki þróunarferils.
Með tvær hendur
hreinar
Það em þijár hreyfíngar sem
mér fínnst gefa von í öllu myrkrinu
í dag, segir Gunhild þegar hún er
spurð álits á því hvað konur ættu
að leggja áherslu á í baráttu nútím-
ans.
Það fer auðvitað eftir því hvaða
augum maður lítur kvennabarátt-
una. En persónulega bind ég vonir
við Friðarhreyfínguna, umhverfís-
vemdarhreyfínguna og kvenna-
hreyfínguna. Kvennahreyfínguna
vegna þess að það hvílir ekki eins
mikið á okkur í sögulegum skilningi
og karlmönnum. Við emm með
tvær hendur hreinar. Við höfum
ekki tekið þátt í öllum þeim ákvörð-
unum sem leitt hafa menninguna á
þá blindgötu sem mér fínnst hún
vera stödd á í dag.
Konur og menn taka ólíkar
ákvarðanir vegna þess að áhuga-
málin em ólík. Og vinna kvenna
er meira fólgin í því að hlúa að.
Ef við leyfum okkur að halda fast
við að vinna eins og við höfum
gert, þomm að halda áfram að líta
á okkur sem hluta af öllu því sem
í kringum okkur lifír og getum
haft áhrif á samfélagið, þá held ég
að eitthvað geti gerst. Hvemig er
á islandi? Auðvitað hreint loft og
tært vatn? En þú sérð hvemig okkar
land lítur út!
Ég held að konur geti haft áhrif
á jákvæðan hátt ef þær leyfa sér
að halda fast við þann vemdandi
hugsunarhátt sem er ríkjandi í
vinnu þeirra. Ég held að kvenna-
hreyfíngin sé mikilvægt haldreipi.
En það em ekki allar sem hugsa á
sama hátt. Þæe em líka til sem
álíta að við eigum að ganga inn í
kerfíð eins og það er og breyta
því innanfrá, í þeim félagssamtök-
um sem em til staðar. Félagssam-
tökum sem em byggð þannig upp
að fáir ráða í raun og vem. Ein-
staklingamir hafa meiri eða minni
áhrif, neðan frá og upp, það er
toppurinn sem ræður.
Nýja kvennahreyfíngin er ekki
uppbyggð á þennan hátt. Það em
flöt samtök. Lárétt en ekki lóðrétt,
Byggð á litlum hópum, sem byija
á að vinna innbyrðis með sjálfa sig
til að sjá hvar hver stendur og hvert
viljinn stefnir. Ef til vill næst betri
árangur með því.
En til að breyta samfélagsskipan
þarf nægan fjölda og næg áhrif.
Og sé maður ánægður með sam-
félagið eins og það er þarf að sjálf-
sögðu enga kvennahreyfingu, enga
umhverfísverndarhreyfíngu og
enga friðarhreyfíngu.
Það er mikilvægt að gera upp
við sig hvað maður vill... Ég held
að konur hafí ákveðin forréttindi