Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 34
MÖTRGtfmmi), 'SÖíWÚBÁGlíK 5. mtGBES'im
3T
Saga mannkyns,
ritröð AB
Þýzkir straumar
Békmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Saga mannkyns, ritröð AB.
8. bindi.
Ný ásýnd Evrópu.
1500-1750
Eftir Kurt Ágren.
Helgi Skúli Kjartansson
íslenskaði.
Ritstjórar: Knut Helle, Jarle
Simonsen, Sven Tágil og Káre
Tönnesson.
Ritstjórn íslensku útgáfunnar:
Eiríkur Hreinn Finnbogason og
Helgi Skúli Kjartansson.
Almenna bókafélagið 1986.
„Þessi bók verður full af fyrir-
boðum um þróun síðari tíma.
Sögutíminn er umskiptatími á
mörkum ólíkra heima.“ Þannig
skrifar Kurt Ágren í formála bók-
ar sinnar sem hann nefnir Ný
ásýnd Evrópu og fjallar um tíma-
bilið 1500-1750.
Kurt Ágren hefur frá mörgu
að segja. Hann rekur stjómmála-
og menningarsögu og ekki síst
atvinnusögu af mikilli nákvæmni.
Textinn er furðu ítarlegur í ekki
lengri bók því eins og í öðrum
bindum Sögu mannkyns er bókin
full af myndum. Ágren velur þá
leið að skýra veigamikla þætti
sögunnar í staðinn fyrir að drepa
á ijölmörg atriði. Engu að síður
kemur hann víða við.
Meðal stórtíðinda sem greint
er frá í Ný ásýnd Evrópu er klofn-
ingur kirkjunnar, hnignun Spán-
arveidis og gullöld Hollands.
England á byltingartíð og Frakk-
land fyrir byltingu eru líka kaflar
sem segja töluvert um efni bókar-
innar.
Til marks um alþýðlegan, um
leið færðilegan málflutning höf-
undar er það sem hann hefur að
segja um Martein Lúther. Hvað
gerði Lúther sérstaklega til þess
fallinn að marka þáttaskil? spyr
Kurt Ágren. Svarið er m.a. fólgið
í eftirfarandi mannlýsingu: „Tveir
sterkir drættir hjá Lúther voru
sjálfstraust hans og ósveigjanleiki
í skoðunum. Hvort tveggja kann
að vera nauðsynlegt byltingar-
manninum og þó auðvitað ekki
einhlítt til sigurs. Kannski var sig-
urstranglegra fyrir Lúther hve
hugrakkur hann var og mælskur
á þann veg að geta hrifíð með sér
ólært almúgafólk. Gagnrýni hans
á kirkjuna hafði komið fram fyrr,
en þá verið sett fram f flóknu
máli með lærdómsþrungnum til-
vísunum og formsatriðum að
hætti háskólamanna, svo að þorri
fólks var engu nær. Boðskapur
Lúthers var nógu einfaldur til að
hjóta skvndilega útbreiðslu."
Kurt Agren eyðir miklu rúmi í
hvers kyns trúarhetjur, en einnig
vísindamenn á borð við Kópemik-
us og Kepler og að sjálfsögðu
Galilei og Newton. Hann þarf að
vonum að gera skil keisurum og
konungum og virðist ekki vera það
á móti skapi. Hann gleymir þó
aldrei alþýðumanninum og skýrir
af nákvæmni frá því hvemig brölt
yfírstéttanna, peningagræðgi og
valdabarátta koma niður á smæl-
ingjum. Þannig segir til dæmis í
skýringu við málverk eftir David
Vinckeboons: „Á ófriðarsvæði
breytti litlu fyrir íbúana hvort
þeir lentu á valdi innrásarhers eða
vamarliðs; hermenn vom settir
niður á heimilin, þungir á fóðmm,
ófrómir til handanna og ofstopa-
fullir við heimafólk." Málverk
Vinckeboons segja þó meira en
textinn því að þau lýsa í senn
kúgun alþýðu og uppreisn.
I bókmenntamati er Ágren
stundum nokkuð einsýnn. Til
dæmis segir hann eftirfarandi um
höfunda Robinsons Cmsoe og
Ferða Gullivers: „Það sem Defoe
vildi skrifað hafa var mótunar-
skáldsaga, og Swift pólitískt
ádeilurit, en báðum hefur verið
snúið upp í bamabækur, oft með
styttingum og jafnvel afskræm-
ingu.“ Þótt sannleikskjami sé
fólginn í þessum athugasemdum
má spyija hvort skáldin hafí í
raun tapað á endurskoðunum
verkanna.
Fyrir þá sem hafa áhuga á
efnahagsmálum og viðskiptum er
þessi bók hrein gullnáma því að
höfundurinn stundar mjög vanga-
veltur um þessi efni. I kynningu
á bókarkápu helgaðri honum seg-
ir að meðal bóka hans og greina
um fræðileg efni sé „háskólarit-
gerð um skatta og aðrar álögur á
bændur i hluta Svíþjóðar á seinni
hluta 17. aldar". Maður andar
léttar að losna við að lesa þessa
ritgerð. En hvað sem um Kurt
Ágren má segja virðist hann vand-
virkur fræðimaður í skandinav-
ískum anda og passar þvi vel fyr-
ir Sögu mannkyns.
Helgi Skúli Kjartansson hefur
þýtt Nýja ásýnd Evrópu á vandað
mál og af góðri íþrótt.
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Nýlistasafnið við Vatnsstíg
kynnir um þessar mundir tvo full-
trúa nýrra viðhorfa frá Vestur-
Berlín, sem er eitt höfuðvígi
nýlista í Evrópu um þessar mund-
ir.
Listamennimir eru báðir kom-
ungir og á miðri þroskabraut af
sýningunni að dæma. Volker
Nikel er það sem menn nefna
„Meisterschuler" Háskóla fagur-
lista í Vestur-Berlín, en svo nefna
menn þá sem lokið hafa tilskildu
sémámi og hlotnast eigið afdrep
innan skólans. Hann hefur tekið
þátt í fjölda samsýninga og listvið-
burðum í heimalandi sfnu
Sambandslýðveldinu svo og víðar.
Myndir hans hafa yfír sér svip
ný-expressjónismans og em fag-
lega gerðar einkum vakti athygli
mína stór rauð mynd af kvenfíg-
úm til vinstri á endavegg á neðstu
hæð svo og önnur á hægri hliðar-
vegg á pallinum yfír gólfþrónni.
Báðar þessar myndir þykir mér í
sérflokki um sterka og tilfínning-
aríka útfærslu og hin síðamefnda
hefur yfír sér munúðarfullt yfír-
bragð.
Wolfgang Preilowsky er fyrr-
verandi afreksmaður í dýfíngum
og er flóttamaður frá austurhlut-
anum. Ekki veit ég hvemig hann
hefur difíð sér yfír til Vestursins
en um einn afreksmann í sundi
veit ég sem synti á haf út og tókst
að komast fram hjá öllum vamar-
görðum heimamanna og klifra
upp á bauju á siglingaleið fetjunn-
ar til Trawemiinde, er sá hann
og tók um borð. Var það mikið
og frægt afrek hjá Axel Mitbauer
en svo minnir mig að hann hafí
heitið. Preilowsky sýnir nú í fyrsta
skipti á Vesturlöndum.
I Austur-Þýskalandi eiga þeir
marga ágæta myndlistarmenn er
hafa um sumt tæknilega yfirburði
yfír starfsbræður sína í hinum
landshlutanum. Þeir vöktu mikla
athygli á Biennalinum í Feneyjum
árið 1984 fyrir sérstæða og
áhrifaríka deild. Geta má þess að
Museum Ludwig í Aachen og
Köln hefur fest sér allmikið af
nýrri a-þýskri myndlist.
Preilowsky er ný-expressjónisti
í húð og hár og einkum vekja
hinar litlu myndir á efri hæðinni
drjúga athygli fyrir umbúðalausa
tjáningu og skynræna tilfínningu
fyrir efniviðnum. Þetta er óvenju-
leg sýning í sölum Nýlistasafnsins
og er það til vansa að ekki skuli
vera betur gegnið frá henni með
því að merkja myndimar betur
og búa henni verðuga sýningar-
skrá með kynningu á listamönn-
unum — í versta falli ljósritaðan
einblöðung. Mér leist vel á margar
myndimar og sýningin er hressi-
leg viðbót við aðrar sýningar
haustsins fyrir það hve ólík hún
er þeim. Söfn og einstaklingar
ættu að vera óhrædd við að festa
sér myndir því að þetta kunna að
vera menn framtíðarinnar ...
Von lieimsins
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í Listasafni ASÍ við Grensásveg
stendur þessa dagana yfír sýning
á tillögum að altaristöflu í Há-
teigskirkju. Forsagan er að
ákveðið var á síðasta ári að hefja
flársöfnun að gerð altaristöflu í
kirkjuna og mun kvenfélag kirkj-
unnar hafa átt hér frumkvæði að.
Leitað var til Bjöms Th. Bjöms-
sonar listsagnfræðings er kom
fram með þá hugmynd að velja
þijá listamenn til að gera tillögur
að altaristöflunni. Fyrir valinu
urðu þau Benedikt Gunnarsson,
Björg Þorsteinsdóttir og Þorbjörg
Höskuldsdóttir.
Dómnefnd hefur nú Qallað um
tiliögumar og lokið störfum, —
valdi lausn Benedikts Gunnars-
sonar til sérstakra verðlauna og
verður hún sett upp í kirkjunni í
náinni framtíð.
Það er rétt að málum staðið
er leitað er til nútímalistamanna
um skreytingar guðshúsa því að
yfirleitt hafa þeir mestu menntun-
ina að baki og víðustu yfírsýnina.
Vil ég geta þess að er Þýska-
land reis upp úr rústum eftir
síðustu heimsstyijöldina var þetta
einmitt gert með frábæram ár-
angri í mörgum tilvikum.
Ævagamlar kirkjur voru skreytt-
ar nútfmalistaverkum og er þessi
blanda sláandi falleg í mörgum
tilvikum. Átti þetta ekki svo lítinn
þátt í því blómaskeiði er eftir fór
í þýskri mjmdlist og sem er í full-
um gangi í dag. Sérstök deild var
í Listaháskólanum í Miinchen er
ég var þar á árunum 1958-60,
og hana sóttu verðandi kaþólskir
prestar. Þannig lét kirkjan sér
annt um að mennta upprennandi
kynslóð í listrænu handbragði og
auka skilning þeirra á gildi mynd-
listar. Vildi svo til að það var fyrri
prófessor minn, Franz Nagel, er
sá um þessa hlið mála.
Þegar leitað er til listamanna
er litla sem enga reynslu hafa af
kirkjulist þá vill útkoman oft
verða nokkuð blandin og svo er
einnig f þessu tilviki. Benedikt
Gunnarsson er eini þátttakandinn
sem hefur markvisst gengið til
verks enda bera tillögur hans af
um þekkingu á verklegri úr-
vinnslu slíkra verkefna.
Þegar slík verkefni era í gangi
er nauðsynlegt að þátttakendur
hafí rúman tíma til ráðstöfunar
og helst ekki minna en heilt ár.
Þeir sem ekki þekkja til undirbún-
ingsvinnu þurfa að leita til
færastu fagmanna á þessu sviði
og á ég við þá sem era sérhæfðir
í útfærslu helgimynda í gler og
mósaik.
Hér þýðir ekki að vinna sem
málarar því að hin mestu listaverk
kunna að reynast óhæf til út-
færslu í guðshúsi. Þó era til
undantekningar svo sem þegar
Femand Léger var falið að mála
altaristöflu f kapellu klausturs
nokkurs í Frakklandi. Munkamir
vora svo óánægðir með árangur-
inn að þeir vildu múra yfír lista-
verkið og var það gert. En fyrir
forsjálni ábótans var nokkurra
sentimetra bil haft á milli lista-
verksins og múmingarinnar.
Annar listamaður var fenginn til
að mála á nýja veginn þóknanlega
mynd fyrir munkana. En er svo
Léger var orðinn heimsfrægður
áratugum seinna var múrinn brot-
inn niður og kom þá í ljós
undurfagurt listaverk, sem er
stolt klaustursins í dag. Hins veg-
ar var seinna málverkið með öllu
laust við listrænt innihald.
Tillaga Benedikts Gunnarsson-
ar er mjög vel úthugsuð fyrir
rýmið og önnur tillaga hans einn-
ig — hún hefði dempast mjög við
útfærslu f mósaik og ekki orðið
jafh yfírþyrmandi sterk og dóm-
nefndin mun hafa óttast — þá var
hún nýstárlegri og meira af lista-
manninum sjálfum í henni.
En verðlaunatillagan mun sóma
sér vel og nú ríður á að útfærslan
verði falin færastu fagmönnum
er vinni undir stjóm listamanns-
ins. Tillögur Bjargar Þorsteins-
dóttur era margar vel hugsaðar
og þá einkum ein þar sem lóðrétt-
ur geisli sker tvo hringi. Hún
kæmi til að vera mjög falleg í
mósaik en er ekki gott að segja
hvort hún falli inn í hið sérstaka
rými kirkjunnar. Björg hefur eytt
miklum kröftum í útfærslu
margra tilbrigða af hringformum,
sem hún hefði vísast fremur átt
að eyða í rannsóknir á fyminu við
gerð módela af kirkjuskipinu og
altarinu.
Svipað er að segja um Þor-
björgu Höskuldsdóttur sem að
auki er alllangt frá sínu besta í
kristsmynd sinni. Hér skortir
dýptina og litræn blæbrigðin sem
era aðal listar hennar.
Þessi samkeppni áréttar mikil-
vægi þess sem fyrr segir að
fagmenn séu hafðir í ráðum við
útfærslu slfkra tillagá.
Hér minnist ég svipaðrar sam-
keppni varðandi Skálholtskirkju
árið 1957. Þar sigraði Gerður
Helgadóttir glæsilega fyrir þekk-
ingu sína á útfærslu glermynda,
Nína Tryggvadóttir varð í öðra
sæti og hún þekkti hér einnig vel
til, en allir hinir voru úti að aka
fyrir verklegan þekkingarskort á
þessu sviði.
Hvað samkeppni um altari-
stöflu Háteigskirkju varðar var
vel að verki staðið og listamenn-
imir lögðu sig alla fram og hafa
sóma af. Er svo ekki annað eftir
en að óska sigurvegaranum til
hamingju og hvetja sem flesta að
leggja leið sfna f Listasafn ASÍ
um helgina en sýningunni lýkur
á sunnudagskvöld.