Morgunblaðið - 05.10.1986, Page 36

Morgunblaðið - 05.10.1986, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 CewTGNJAiPé- ^ V Í£MM>)<= 'FAÍMPrJ ^5?^. Saga Lotis gerði Paimpol að borg íslandssjómanna Viku hátíðahöldá 100 ára afmæii skáldsögunnar eftir Elínu Pálmadóttur í bænum Paimpol á Bretagne- skaga í Frakklandi, þaðan sem fiskimenn héldu á íslandsmið í rúm 80 ár, var laugardaginn 13. september sett í hátíðasal bæjar- ins sýning, sem markaði upphaf viku dagskrár til að minnast þess að 100 ár eru liðin síðan rithöf- undurinn Pierre Loti skrifaði þá merku bók „Pécheur d’Islande" á árinu 1886. Þessi saga, sem þýdd hefur verið á fjölda tungu- mála um allan heim og prentuð í tugum útgáfa i Frakklandi, hefur gert meira til að koma Bretagne-skaga og lífi fiski- mannanna þar á blöð sögunnar og i vitund alheimsins en nokkuð annað, eins og einn fyrirlesarinn orðaði það. Hefur gefið Paimpol nafnið „borg íslandssjómann- anna“ i 100 ár. Þá hefur þessi saga af sjómönnum „Á íslands- miðum“, eins og hún heitir í íslenskri þýðingu Páls Sveinsson- ar, ekki síður sett ísland á blöð sögunnar viða um heim. Var sýningin opin í viku og dagskrá á hveiju kvöldi. Fyrir- lestrar fluttir um söguna og ýmsa þætti hennar og líf fiski- mannanna í Paimpol, kvikmynd sýnd og settir á svið þættir úr henni, svo og kynning á íslandi nútimans í máli og myndum. Sýninguna í hátíðasal Paimpol- bæjar setti borgarstjórinn Querrien, að viðstöddum fulltrúum nærliggj- andi bæja, héraðsstjóranum hr. Dollo, fulltrúa sendiráðs íslands í París, Gunnari Snorra Gunnars- syni, að ógleymdum sonarsyni rithöfundarins Pierre Viaud-Loti og konu hans. Sagði borgarstjóri að tími íslandsveiðanna væri óendan- leg uppspretta fyrir Pampólara: „Við neitum ekki fortíð okkar, við notum hana sem ávísun á framtíð- ina, sem sýnir okkur hvað við erum og hvetur til framhalds." Hann minnti á sambandið við ísland, þar sem Paimpol var tákn allra frönsku fiskimannanna, hvaðan sem þeir komu, og sagði dýrmætt að því sé við haldið, eins og gert hefur verið með ýmsum hætti á undanfömum árum. Sonarsonur höfundar Pécheur d’Islande, Pierre Loti-Viaud og kona hans. Teikning af skútum í Paimpol 1886 eftir Alain Lenost sem hann teiknaði í tilefni afmælishátíðar- innar. Hún var gefin út á póst- korti. Gjafir frá íslandi Borgarstjóri vísaði m.a. til gjafar frá íslandi til Sjóminjasafnsins í Paimpol, sem þama vom til sýnis í fyrsta sinn. og gerði Le Meur, bæjarfulltrúi og formaður Vinafé- lags sjóminjasafnsins, grein fyrir henni og sendi þakkir til Minja- safnsins í Höfn í Homafírði og til Kvískeijabræðra, sem gáfu gripina og sendu utan í sumar. Þessir gripir eru úr 12 fiskiskút- um frá Paimpol og Dunkerque sem fórust 1873 við Hom. Það er tunna með tágum, bekkur, sjómannakista og tréskór. Fylgir á sýningunni ljós- mynd af Eyjólfí Sigurðssyni og konu hans, sem á Homi tóku við 31 sjómanni sem af komust. Sagði Le Meur að þessi sýning ætti ein- mitt að sýna daglegt líf og áhöld hversdagsins á tímum fískimann- anna sem Pierre Loti lýsti svo dramatískt fyrir 100 árum. En til safnsins í Höfn hefur sem þakklæt- isvottur verið sent vegglíkan af franskri gólettu af þeirri gerð sem sigldu á Islandsmið frá Paimpol. Þrír aðilar lögðu til efni á þessa sýningu: Safnvinafélagið „L’Asso- ciation des Amis du Musee de la Mer“, menningarsamtök kennd við Anjelu Duval, sem var bretónsk, þjóðleg skáldkona, og samtök kortasafnara í norðurhéruðum Frakklands, „L’Association Carto- phile des Cotes-du-Nord“. Þau síðastneftidu em um 200 manna hópur áhugasafnara, sem á ógrynni af gömlum póstkortum og setur saman myndasýningar af ýmsu til- efni. Ógrynni er til af ljósmyndum frá dögum íslandsfaranna í Paimp- ol og nágrenni. Ljósmyndarinn Torty í Paimpol tók mest af þeim og voru margar myndimar gefnar út á póstkortum. Að sögn Claudes Roy, sem setti upp sýninguna, voru gefín út um 1500 kort frá Paimpol- svæðinu á árunum 1899—1914. Hafði klúbburinn valið um 400—500 á þessa sýningu, af dag- legum athöfnum íslandsfaranna og af skútunum. Aðeins ein mynd er frá íslandi, skúta á Fáskrúðsfirði, og létu kortasafnaramir í ljós undr- un á að finna engin slík kort frá íslandi. En þama voru líka stækk- aðar ljósmyndir frá sama tíma, sem sýndu brottför sjómannanna, veið- amar, aðbúnað um borð. Nemendur í háskólanum í Renne höfðu útbúið sérsýningu undir heitinu „Konur fískimannanna við ísland". Væri fróðlegt að fá einhveijar af þessum myndum á sýningu á Islandi. Að öðm leyti vom þama á 500 fermetra svæði sýndir gamlir munir og búningar frá þessum tíma, veið- arfæri og skipalíkön. Einnig at- burðir úr sögu Lotis. Söguhetjumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.