Morgunblaðið - 05.10.1986, Side 58

Morgunblaðið - 05.10.1986, Side 58
*joo r cra<lArT,\fA a fjrjr^ * í-nT’/T/rrxo mt~r a Trn,/rTTr->cmsiif MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, BJÖRNS MAGNÚSSONAR, bifreiðastjóra, Lækjargötu 11, Slglufiröl, fer fram frá Sigiufjarðarkirkju þriðjudaginn 7. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Sveinfna G. Jónsdóttir, Haukur Björnsson, Sigríð E. Guðmundsdóttir, Sverrir Björnsson, Sigfríður E. Óladóttir, Anna Björnsdóttir, Guðmundur Garðarsson, Sævar Rafn Björnsson og barnabörn. t Maöurinn minn og faðir okkar, STURLA JÓHANNESSON, Sturlu-Reykjum, lést þann 2. október. Hanna Inga og Hrafn Sturlubörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN HANNESSON, fv. vörubifreiðastjóri, Hringbraut 37, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 6. okt. kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Björg Ingþórsdóttir, Stefán Stefánsson, Svanhildur Stefánsdóttir, Jón Vigfússon, Sigurður Stefánsson, Guðrún Daníelsdóttir, Kristinn Stefánsson, Magnúsína Valdimarsdóttir, Ingþór H. Guðnason, Hrefna Ingimarsdóttir barna- og barnabörn. t Útför föður okkar, tengdaföður og afa GÚSTAFS A. ÁGÚSTSSONAR, endurskoðanda, Laugavegi 70b, sem andaðist 29. september s.l. fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 6. október kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmundur G. Gústafsson, Sigurður Þ. Gústafsson, Oddur Gústafsson, Sigrún Gústafsdóttir Ambos Diljá M. Gústafsdóttir, Else Zimsen, Gunnlaugur Sverrisdóttir, Erna Gísladóttir, John T. Ambos, Jón Þ. Gfsiason og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURJÓN GUÐJÓNSSON, Kjartansgötu 10, verður jarðsettur frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 8. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Jóhanna Katrfn Kristjánsdóttir, Kristjana Sigrún Bjarnadóttir, Tryggvi Rafn Valdimarsson, Svanhildur Sigurjónsdóttir, Þórhallur Aðalsteinsson, Kristján Sigurjónsson, Unnur Skúladóttir, t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG SARA JÓNSDÓTTIR, Háteigi 12, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 7. október kl. 11.30. Oliver Kristófersson, Steindór Kristinn Oliversson, Inga Björg Sigurðardóttir, Helga Ólöf Oliversdóttir, Pálmi Pálmason, - Kristófer Oliversson, Svanfrfður Jónsdóttir og barnabörn. Guðmundur Illugason fv. sakaskrárritari Fæddur 21.júní 1899 Dáinn 25. september 1986 Miðvikudaginn 1. október var kvaddur frá Reykholtskirkju Guð- mundur Illugason, og er hann nú kominn aftur heim í sveitina sína sem hann unni, kominn í hóp for- feðra sinna sem hafa verið kvaddir hinstu kveðju í Reykholti. Hann var fæddur í Skógum í Flókadal, þeim stað sem æ síðan stóð hjartanu næst. En landinu sínu, héraðinu sínu, vann hann allt sem hann gat. Foreldrar hans voru Illugi bóndi í Skógum, annálaður þrekmaður og sagna- og ljóðasjór, Illugasonar, lengst á Kópareykjum Ásgrímsson- ar, og móðir Guðmundar var Guðrún, lengi húsmóðir í Skógum, Þórðardóttir á Litlakroppi Oddsson- ar. Kona Þórðar var Helga Þor- valdsdóttir, af Deildartunguætt. Allt er þetta fólk Borgfirðingar í marga ættliði og Iq'amafólk. Guðmundur ólst upp í Skógum, og eins og hann sagði, trúði á huldu- fólkið í Skógaborg, og horfði af henni og sá þaðan að heimurinn var stór. Og hvert fórstu til að sjá yfir heiminn Ari minn, spurði hann, og blikið í augunum og glettnin var björt. „Upp á Stóruborg," svaraði ég að bragði. En Stóraborg er í fló- anum inn af Fossabæjunum, og í þá daga fannst mér hún geysihá. Ungur fór hann til náms í Hvítár- bakkaskólann til Sigurðar Þórólfs- sonar og minntist þeirrar skólaveru með hlýju og virðingu. Síðan á Búnaðarskólann á Hvanneyri og varð búfræðingur þaðan 1918. Síðan stundaði hann bamakennslu í nokkra vetur, m.a. norður í Þing- eyjarsýslu, og átti vini þar æ síðan eins og hann eignaðist hvar sem hann var. Hinn 29. des. 1923 kvæntist hann Höllu Markúsdóttur, ættaðri úr Hnappadal, sem síðan hefur þol- að með honum súrt og sætt og má nú horfa á eftir honum, sjálf þrotin að heilsu og kröftum. Þó getur hún með gleði minnst rúmlega 60 ára sambúðar, fimm mannvænlegra dætra, lq'örsonar og fjölda bama- bama, sem umvefja hana verð- skuldaðri ást og umhyggju. Þá gerðist hann bóndi og bjó í Ystugörðum í Kolbeinsstaðahreppi í nokkur ár, eða 1924—28. Guð- mundur reyndist mikill hugsjóna- maður og félagsmálin lét hann til sín taka. Ungmennafélögin með kjörorðinu „íslandi allt“ nutu starfa Guðmundar vestur þar. Hann var m.a. formaður Ungmennasam- bands Snæfellinga og Hnappdæla 1922 og minnugir þess hvemig hann vann fyrir það var hann gerð- ur að heiðursfélaga þess 1962. Þau hjón fluttu til Hafnarfjarðar og áttu þar heima 1928—32. Var hann þar verkamaður við kröpp kjör, lítið um vinnu og lág laun. Þar starfaði hann í verkalýðsfélag- inu og þar hóf hann störf í Góð- templarareglunni, en í henni vann hann lengi mikið og gott starf. Árið 1932 verða þáttaskil í lífi hans, hann gerist lögregluþjónn í Reykjavík og vann þar síðar sem rannsóknarlögreglumaður og saka- skrárritari. Hreppstjóri í Seltjamar- neshreppi var hann 1961—73 (er hreppurinn varð að kaupstað). Þess hefur fyrr verið getið hvers- konar félög nutu krafta hans, það voru stéttarfélögin, ungmennafé- lögin og bindindsfélögin, og hvert það félag sem hafði íslenska menn- ingu á sinni dagskrá átti hug hans og starfskrafta. Hann var í fyrstu stjóm Borgfirðingafélagsins í Reykjavík, formaður þess um tíma, og heiðursfélagi þess frá 1952. Náttúruvemdarsamtök áttu einnig hjálp hans vísa og margt er ótalið. Ungur fékk hann áhuga og forvitni á að vita hver er maðurinn, hvaðan er hann og hvemig er hann. Hann vildi kynnast þeim ættstofnum sem + Eigninmaöur minn, faðir og fósturfaðir, ÞÓRÐURÞÓRÐARSON, Barmahiíö 53, sem lést í Landspítalanum 24. september sl. var jarðsettur í kyrr- þey að eigin ósk. Una Guðmundsdóttir, Oli G. H. Þórðarson, Eria Sveina Jórmundsdóttir. t Móðir okkar, INGVELDUR JÓHANNSDÓTTIR, áður til heimilis að Þjórsárgötu 1, lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 3. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 10. október kl. 15.00. Fjóla Magnúsdóttir, Kristfn Magnúsdóttir, Theodóra Guðnadóttir, Guðfinna Guðnadóttir. + Innilegustu þakkir til ykkar allra er sýnduð okkur samúö og hlý- hug vegna fráfalls og útfarar dóttur okkar, systur og mágkonu, KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR, og henni hjálpsemi og tryggð. Guðrún A. Thorlacius, Halldór Geir Halldórsson, Auður F. Halldórsdóttir, Jens Sigurðsson. + Móöir mín og fósturmóðir, KRISTÍN ELÍNBORG BJÖRNSDÓTTIR, Akralandi 1, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. október kl. 13.30. Blóm afbeðin en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Heiðbjört Guðlaug Pétursdóttir, Guðmundur Bergsson. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. s S.HELGASON HF STEINSMIÐJA 1 SKEMMUVEGI 48 SiMI 76877 byggja það land sem hann unni og helgaði krafta sína. Hann vildi sjá, og sá, að mennimir eru misjafnir, og að það þarf að rækta mannfólk- ið ekki síður en búféð. Þessi forvitni leiddi til áratuga samstarfs hjá okkur um borgfirska mannfræði og ættfræði. Minni hans og róleg yfírvegun, ást hans á því góða í manninum (og hann fann gott í öllum mönnum) gerði, að það var gott að vinna með honum. Sú samvinna hófst á Qórða áratug ald- arinnar. Hinn 7. des. 1963 var Sögufélag Borgarfjarðar stofnað og hófst þá útgáfa á því verki, sem byggðist á því er við höfum verið að gera, Guðmundur, Aðalsteinn Halldórsson og ég. Að því vann síðan Guðmundur af alhug og sam- viskusemi, eins og allt sem hann gerði, meðan þrek og kraftar ent- ust. Síðastliðið haust fann maður að hann var fyrir alvöru farinn að láta sig, en viljinn og þráin eftir að gera gagn var enn óbilað, og hann vissi hvert stefndi. Þrátt fyrir háan aldur entist honum minnið lengi, þó þrekið dvínaði. Síðastliðinn vetur veiktist hann og var í sjúkra- húsi síðustu mánuði ævinnar, og þar lést hann 25. sept. Hann var eins og fyrr segir slitinn að kröftum og heilsu, og þegar svo er komið, má þakka fyrir hvíldina. Við sem eftir stöndum söknum samstarfs- manns og vinar, söknum mikilhæfs fróðleiksmanns, sem gott var að leita til. Minnumst glæsilegs heimil- is Höllu og hans, þar sem heimilis- faðirinn lék á als oddi, sér í lagi þegar hann var að ræða hugðarefni sín. Minnumst þar sem Halla bar fram af rausn og fannst það aldrei nógu mikið eða gott. Það verða því fyrst og fremst þakkir sem móta minningamar. Fróðleikur sá sem hann vann að mun varðveitast og áfram skal haldið, svo best er slíks manns minnst, að vel sé unnið að verkum þeim sem hann helgaði krafta sfna, og má hér reyndar segja að eplið falli ekki langt frá eikinni, því Sveinbjörg dóttir hans mun taka upp merkið og halda áfram störfum hans. Því fögnum við um leið og kveðjan til hans verð- ur þökk fyrir samveruna. Ari Gíslason frá Syðstufossum Blömastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pi6 öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefnl. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.