Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 70
I Æ
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
>
FORNLEIF
HÖFI
VIÐ I
Það er víöar en á Dagverö-
arnesi aö fornleifafundur hefur
vakiö almenna athygli og þykir
varpa alveg nýju Ijósi á lífs-
hætti manna og menningu í
fornöld. Fyrir sex árum fannst
fyrir hreina tilviljun grafhaugur
forns keltnesks höfðingja rétt
viö þorpiö Hochdorf í fylkinu
Wurttemberg í Suöur-Þýzka-
landi: í hól einum úti á miöjum
kornakri grófu fornleifafræö-
ingar upp höföingjagröf, sem
veriö hefur með öllu ósnert i
um það bil 2500 ár. Að vísu
reyndist hinn upphlaöni leg-
staður inni í hólnum vera fall-
inn saman undan þunga
grjótsins, sem á honum hvíldi,
og þaö tók sérfræðinga alls
sex ár aö gera gröf þessa
keltneska höfðingja aftur
nákvæmlega upp úr öllum
þeim fjölmörgu, stórmerkilegu
fornleifabrotum, sem fundust
við uppgröftinn. Það sem þótt
hefur nauðsynlegt til aö búa til
þennan rika höfðingja all-
sæmilega úr garói á för hans á
vit eilífðarinnar, sýnir vísinda-
mönnum að hin forna há-
menning miðjarðarhafsland-
anna hefur alls ekki verið
„barbörum“ norðursins fjar-
læg og framandi.
Þetta burðarlíkneski hefur gegnt sínu hlutverki í 2500 ár: Það er eitt af þeim átta kvenlíkneskjum sem báru
uppi nærri því þriggja metra langan líkbeð höfðingjans — einn glæsilegasta og sérstæðasta gripinn, sem fannst í fornleifagröfinni við Hochdorf.
Haugbúinn var á aldrin-
um þrjátíu til fjörutíu
ára gamall þegar hann
var lagður til hinztu
hvíldar, um það bil 178
sm á hæð, herðabreið-
ur og með stælta
vöðva. Höfuðkúpan
hefur verið fremur hnöttótt í lögun, and-
litið nokkuð langleitt og tennurnar í held-
ur slæmu ásigkomulagi. Næstum allar
hans tennur voru svo slitnar, að einungis
rúmlega hálf tannkrónan stóð eftir. Höfuð
hans var með öllu háriaust, en menn velta
vöngum yfir því hvort hann hafi verið bú-
inn að missa hárið í lifanda lífi eða hvort
höfuð hans hafi verið nauðrakað áður en
hann var greftraður. Sjúkleg breyting á
nokkrum Iiðamótum bendir til þess að
þessi hávaxni óg stælti maður hafi þjáðst
af liðagigt. Ekkert er vitað um hina eigin-
legu dánarorsök hans.
En það eru þó fjölmörg atriði við þennan
einstæöa fornleifafund, sem gefa vísinda-
mönnum afar glögga mynd af þessum
forna höfðingja kelta og veitir þeim nýja
innsýn í menningu þeirrar þjóðar, er áður
byggði landsvæði þau, sem germanir síðar
sölsuðu undir sig.
Tilviljun og einskær heppi
Haugbúinn var tiginn maður; hann hef-
ur meira að segja greinilega skipað æðsta
virðingarsessinn hjá ráðandi þjóðfélags-
stétt þeirra tíma. Sjálf gröfin og þeir fjöl-
mörgu munir, sem lagðir hafa verið með
honum í hauginn, sýna svo ekki verður um
villzt, að hinn heygði hefur verið með vold-
ugustu höfðingjum sinnar samtíðar og því
þótt eðlilegt að hann væri greftraður með
öllum þeim mikla munaði, er einkennt hef-
ur lífsstíl hans og hann hefur greinilega
notið um ævidagana. Það verður þó að telj-
ast iangt um liðið frá því að þessi furðu-
lega aldurhnigni maður — miðað við ævi-
lengd manna á þeim tímum, þegar meðal
ævilíkur munu almennt hafa verið ein-
hvers staðar á bilinu tuttugu til þrjátíu ár
— var lagður þarna til hinztu hvíldar. Það
þykir ljóst, að hann hafi nefnilega dáið
fyrir næstum því nákvæmlega tvö þúsund
og fimm hundruð árum.
Hinn keltneski höfðingi mundi að lík-
indum hvíla enn þann dag í dag óáreittur í
gröf sinni, ef kona nokkur, sem er heiðurs-
meðlimur minjastofnunar Baden-Wúrtt-
embergs, hefði ekki þráfaldlega bent forn-
leifafræðingum á óvenjulega lagaðan hól á
kornakri einum, rétt fyrir austan Hoch-
dorf. Umræddur hóll er í um það bil tíu
kílómetra fjarlægð frá miðaldakast-
alanum Hohenasperg, en einmitt þar hélt
hinn wúrttembergski hertogi, Karl Eugen,
skáldinu Schubart í dýflissu í tíu ár sam-
fleytt. Hin gerræðislega meðferð hertog-
ans á skáldinu seint á 18. öld varð þess
valdandi að Hohenasperg-kastali varð
frægur að endemum í huga almennings.
Um kastalahæðina var sagt á kaldhæðn-
islegan hátt, að þarna væri komið hæsta
fjall í heimi: Það væri að vísu hægt að
klífa hæðina á einum klukkutíma, en það
tæki menn aftúr á móti mörg ár að komast
niður aftur.
Fregnin um að hóll einn í sjónmáli frá
Hohenasperg-kastala kynni ef til vill að
vera gerður af manna höndum, varð til
þess ýta heldur betur við náttúruminja-
verði héraðsins. Af fornleifauppgreftri
fyrri ára var vitað með vissu, að fornar
höfðingjagrafir gátu vel verið í nokkurri
fjarlægð frá hæðum og ásum, þar sem
höfðingjasetrum var valinn staður. Það
var því álitið eðlilegt að fram færu nánari
athuganir á þessum umrædda stað hjá
Hochdorf, enda þótt að líkurnar á að finna
þarna ósnortna fornmannagröf (ef þetta
var þá yfirleitt slík gröf) þættu heldur litl-
ar. Þær grafir frá fornöld, sem grafnar
höfðu verið upp á síðari tímum, höfðu all-
ar verið rændar og þeim spillt.
Fornleifafræðingar vita, að eitthvað
gjörsamlega óvænt getur komið í Ijós þeg-
ar unnið er að fornleifauppgreftri, eitt-
hvað, sem kemur jafnt lærðum mönnum
sem ólærðum ógjörlega á óvart. Einnig
fornleifafræðingarnir vonast eftir því
innst inni að eitthvert undur og einhver
stórmerki gerist, þegar líklegir fornleif-
astaðir eru athugaðir. Á akrinum þarna
við Hochdorf hefur í raun og veru gerzt
hreinasta undur. Undir mold og grjóti kom
í ljós forn gröf, og það sem meira var, þessi
gröf hafði ekki verið rænd og rupluð. Þessi
einstaka heppni stafar af því, að þeir sem
unnu að gerð legstaðarins í fornöld hafa
ekki gengið mjög samvizkusamlega til
verks og hafa gefið lítinn gaum að þyngd-
araflinu. Það varð brátt betur og betur
ljóst, eftir því sem uppgreftrinum miðaði
áfram, að í gröfinni var alveg einstakar
fornmenjar að finna.
Einn merkasti fornleifa-
fundur aldarinnar
Gröfin hafði verið þannig gerð, að segja
mátti að hún væri skrín innan í öðru
skríni að því er byggingarmátann varðar.
Þarna er um legstað að ræða, sem er nán-
ast ferningur með um það bil 7,5 m löngum
hliðum, tveir metrar á hæð, og umlukti
þessi ytri hluti grafhýsisins hina eiginlegu
gröf höfðingjans. Innri hluti grafhýsisins
var sömuleiðis ferningur, 4,7 sinnum 4,7
metrar og að minnsta kosti einn metri á
hæð. í ytra byrði grafhýsisins og eins við
gerð sjálfrar grafarinnar voru notaðir
trjábolir, og til að þetta tvöfalda grafhýsi
yrði sæmiiega öruggt gegn ásókn grafar-
ræningja, var rýmið milli hinna tveggja
smáhýsa fyllt með stórum og níðþungum
grjóthellum, og einnig hliðarrýmið og eins
rýmið yfir loftklæðningu innra grafhýsis-
ins. Þessi búnaður grafhýsisins hefur að
áliti sérfræðinga í menjum frá járnöld
verið algjör nýjung í gerð legstaða í vest-
rænum löndum á síðari hluta járnaldar.
Grjóthellurnar, sem hvíldu á þaki eða
lofti innra grafhýsisins og fylltu hliðar-
rýmið milli hins ytra og innri hluta leg-
staðarins, eru taldar vera um það bil 50
tonn á þyngd, og sá hluti hellulagningar-
innar sem hvíldi á innra grafhýsinu, hefur
reynzt nokkrum tonnum of mikið álag.
Sennilega hefur því innra grafhýsið fallið
saman undan grjótfarginu þegar fáeinum
árum eftir að höfðinginn var heygður, og
hefur þá grafið hann sjálfan og alla þá
dýrgripi, er lagðir voru með honum, undir
ofurþunga sínum.
En rángjörnum grafarspillum hefur
skjátlast heldur hrapallega í mati sínu á
grafhýsinu við Hochdorf: Að vísu stóð
fornleifafræðingurinn Jörg Biel frammi
fyrir heilum haug af smábrotum þegar
hann hafði lokið uppgreftri legstaðarins,
en það sem safnast hafði saman hjá hon-
um var að hluta úr skíru gulli; auk þess
hafði margur munurinn sloppið óskadd-
aður við hrun grjóthellnanna. Nú stóðu
menn hins vegar frammi fyrir þeim mikla
vanda, á hvern hátt væri vinnandi vegur
að safna skipulega og setja aftur saman öll
þessi örlitlu brot úr þeim mörgu munum,
sem verið höfðu í gröf höfðingjans; brotin
og agnirnar lágu út um allt í innra graf-
hýsinu. Að því er þau brot varðaði, sem
hægt var að tína saman með hendinni
þarna á staðnum, var málið ekki ýkja erf-
itt, þótt ekki væri alltaf auðvelt að sjá úr
hvaða hlut þessi eða hin brotin væru. Erf-
iðleikarnir hófust fyrir alvöru þegar að því
kom að unnt var að fara að setja brotin
saman aftur. Stærstu munirnir úr gröfinni
ollu sérfræðingunum hvað mestum heila-
brotum þegar reynt var að koma þeim
saman í upprunalegt horf, þótt augljóst
væri frá fyrstu stund um hvers konar
muni væri að ræða: Hvílubekkurinn með
beinagrind hins heygða, leifar af vagni,
sem staðið hafði við einn vegginn. Þarna á
fundarstaðnum við Hochdorf var þess
naumast nokkur kostur að rannsaka brot-
in með nægilegri vísindalegri nákvæmni.
Spurningin var því hvernig unnt væri að
flytja öll þessi menjabrot, sem hlutu að
eiga saman, úr stað þangað sem auðveld-
ara yrði að vinna að samsetningu þeirra. Á
þessu reyndist furðulega einföld lausn.
Hvílubekkur höfðingjans ásamt vagninum
og þeim jarðvegi er að þeim lágu, voru
hjúpuð gipsi og flutt þannig í heilu lagi inn
á verkstæði Fornmenjastofnunar fylkisins
í Stuttgart, þar sem hinar mörghundruð
kg þungu gipsblokkir voru aftur teknar í
sundur af fagmönnum við hin allra beztu
vinnuskilyrði.
r