Morgunblaðið - 05.10.1986, Page 71

Morgunblaðið - 05.10.1986, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 71 Hinn eiginlegi legstaöur er 4,7m x 4,7m rými, umgirt viðarbolum og þungum grjóthellum. Hinn stórglæsi- legi búnaður grafhýsisins gefur nútímamönnum glögga mynd af iifnaðarháttum yfirstéttarfólks á síðari hluta járnaldar. Hvflubekkurinn og margir lausamunir benda til áhrifa frá menningu miðjarðarhafs- landanna: Eirketillinn er til dæmis álitinn verða innfluttur frá Grikklandi, hinn glæsilegi hvflubekkur er sennilega smíðaður af þartil kvöddum drifsmið frá Ítalíu, sem unnið hefur að smíðinni á hinu ævaforna höfðingjasetri Hohenasperg í Wiirttemberg. Sá siður að leggja reiðtygi með í gröf stórhöföingja (þau getur að líta á vagninum), mun vera kominn frá Skýþum. Að sögn fornleifafræðingsins Jörgs Biels hafa menning- aráhrifin frá miðjarðarhafslöndunum „stuðlað verulega að tilurð og þróun keltnesks liststfls“. Hinn fagurlega skreytti höfðingjabeður eða hvflubekkur hefur að því er bezt verður séð verið notaður sem glæsilegt húsgagn, en hefur ekki verið smíðaður til þess að verða líkbeður. Einn af þeim fáu munum, sem fornleifafræð- ingar báru þegar í stað kennsl á, var stórt og stæðilegt eirker eða ketill. Að líkindum hefur eitt af Ijónunum, sem prýða kerbarmana glatast viö flutninginn frá Grikklandi og Keltar því sett þar annað, heimatilbúið Ijónslíkneski í stað- inn (til hægri). Keltneska Ijónið er íviö þrekvaxn- ara og öllu svipmeira en hin grísku og ber list- rænu keltnesku handbragði fagurt vitni. Við uppgröftinn í Hochdorf var svæðinu skipt í jafna reiti, en hringlaga grjóthleðslan kringum sjálfan legstað höfðingjans sést greinilega á miðri myndinni. Ótrúlega tíma frek vinna Reyni menn að gera sér nokkurn veginn í hugarlund viðgerðarmann fornmenja í órafjarlægri framtíð, sem falið yrði það verkefni að setja aftur saman og endur- gera á allan hátt einhvern torkennilegan mun, er tilheyrir fornminjum frá 20. öld- inni og reynist vera bifreið, sem vökva- afls-pressa hefur hnoðað kyrfilega saman og bútað í sundur, þá fá menn nokkra hugmynd um það nær óleysanlega verk- efni, sem fornmenjaviðgerðarmennirnir í Stuttgart stóðu frammi fyrir. Það getur tæplega talizt auövelt verk að endursmíða tvö þúsund og fimm hundruð ára gamlan trévagn, sem níðþungar grjóthellur hafa brotið í kuri og bókstaflega flatt út eins og pönnuköku, en samt verður þessi hluti verksins að kallast tiltölulega auðveldur miðað við þau heilabrot, sem það kostaði fagmennina að setja aftur saman úr mörg- um þúsundum örsmárra brota járngjarðir þær, sem prýddu þennan sama vagn. Það sést á vagninum, að hann er æva- forn, viðgerður munur, en aðrir hlutir frá legstað keltneska höfðingjans við Hoch- dorf koma manni fyrir sjónir eins og ein- ungis hafi þurft að fægja þá lítillega og snurfusa, áður en þeim var stillt upp til sýnis, og sumum þessara muna virðist hafa verið bjargað svo til gjörsamlega ósködduðum úr höfðingjagröfinni. Sann- leikurinn er hins vegar sá, að það hefur kostað fjölda fagmanna áralangt strit og gífurlega nákvæmnisvinnu að koma Hoch- dorf-mununum í það horf, sem þeir eru í núna. En öll þessi tímafreka vinna hefur vafalaust borgað sig vel frá sjónarmiði fornleifafræðinnar, því þessar fornmenjar verður að telja algjörlega einstæðan fund og fornfræðilegan stórviðburð. Þeir ofnu efnisbútar, sem fundust í Hochdorf-haugnum, þoldu afar illa að komast í snertingu við umheiminn; litirnir bliknuðu fljótlega og hurfu með öllu, svo nienn geta ekki lengur gert sér rétta mynd af þeim litskrúðugu mynstrum, sem prýddu þessa dúka. Þó tókst að teikna að niinnsta kosti nokkur mynstur á stærstu efnispjötlunum upp, áður en litir og mynstur hurfu með öllu. Að hinum ofnu munum undanskildum er nú svo komið að allur búnaður Hoch- dorf-grafarinnar hefur verið endurgerður í upprunalega mynd. Jafnvel hattur haug- búans úr birkiberki hefur verið endurgerð- ur og minnir í lögun sinni á höfuðföt þau, sem hrísgrjónabændur í Asíu bera við vinnu sína. Sérstæður dýrgripur Einhver merkilegasti munurinn er sjálf- ur líkbeður höfðingjans, en þar er um að ræða nærri þriggja metra breiðan hvílu- beð úr eir. Húsgagn þetta hefur áreiðan- lega ekki upprunalega verið ætlað til notk- unar sem líkbeður, heldur er þetta öllu fremur hvílubekkur, sem notaður hefur verið við trúarlegar athafnir (eða í ósköp venjulegum drykkjuveizlum til forna). Það getur líka verið, að þessi fagurlega gerði hvílubeður hafi einfaldlega verið eftirlæt- issófi höfðingjans, sem hann vildi ekki vera án í framhaldslífinu. Ekki hefur fundizt neitt álíka glæsilegt húsgagn í neinni annarri fornaldargröf, þótt þess beri vitanlega að gæta, að grafarræningj- ar kunna í flestum tilvikum að hafa verið fyrri til að fjarlægja slíka gripi. „Setflöt- ur“ hvílubeðsins hefur verið mjög lágt frá gólfi, en það bendir fremur til þess að þetta hafi verið legubekkur fyrst og fremst. Bekkurinn er með háu baki, sem skreytt er miklu útflúri og eru skreyt- ingarnar hlutrænar. Til beggja enda hins drifna flúrborða getur að líta sinn hvorn vagninn, sem dreginn er af vekringum og stjórnað af ekli, sem stendur á vagnpalli. Þessir stríðsvagnar þ.e. — ef myndmálið er túlkað þannig, að eklarnir beri skjöld í vinstri hendi og því sé þarna um stríðs- menn að ræða — mynda eins konar um- gjörð um þrjú pör sverðdansara, sem eru naktir að öðru leyti en því, að óveruleg skýla flögrar um lendar þeim í dansinum. í þessu sambandi vaknar sú spurning, hvort forfeður Svaba (en svo nefnast íbúar Wúrttembergs) hafi raunverulega verið færir um að gera svo listrænar lágmyndir eða hvort þessi einstaki hvílubekkur hafi verið innfluttur. Venjulegar listfræðilegar aðferðir koma að litlu gagni við að komast að sannleikanum um þetta atriði, þar sem þeir munir, sem unnt er að nota til sam- anburðar, eru bæði örfáir og heldur lítið á þeim að græða í listrænum efnum. Forn- leifafræðingurinn Jörg Biel álítur það þó heldur sennilegra „að hvílubekkurinn hafi verið smíðaður í Asberghreppi og verkið þá ef til vill unnið af járnsmið frá Norð- ur-ítalíu“. Bekkurinn stendur á átta steyptum kvenlíkneskjum, og eru þær fjórar undir framhlið bekkjarins 35 sm háar, en hinar fjórar undir bakhliðinni 32 sm á hæð. Líkneskjurnar eru karýatiður eða burð- arstyttur, sem bera hvílubekkinn á upp- réttum örmum sér. Stytturnar standa á litlum hjólum, sem þær halda milli fóta sér, og var því hægt að aka hvílubekknum fram og aftur á sléttu gólfi. Nokkrar af burðarstyttunum eru enn krýndar sveip- laga höfuðbúnaði, sem helzt minnir á sáld- urbauk, og hnapplaga brjóstin á sumum styttanna eru enn á sínum stað. Augu, eyru og nef sjást greinilega á öllum þess- um burðarstyttum, en svo furðulegt sem það má virðast, eru þær flestar án munns. Það atriði er hreinasta ráðgáta, sem engin viðunandi skýring hefur ennþá fengizt á. í tengslum við Hellas Sé gert ráð fyrir því, að hvílubekkur keltneska höfðingjans hafi i rauninni verið smíðaður á einum stað, þá er hitt þó greinilegt, aö þar hafa að minnsta kosti tveir drifsmiðir unnið að smíðinni — burð- arlíkneskjurnar undir hvílubekknum gefa ótvirætt til kynna mun gleggri þekkingu á einstökum hlutum mannslíkamans heldur en hinir drifnu sverðdansarar, sem sýndir eru í skreytingum á baki bekksins. Þennan mun á útfærslu mannslíkamans er tæpast unnt að útskýra á þann veg, að sami lista- maðurinn hafi bara látið sig hafa það að stílísera útlínur mannslíkamans annað veifið en vinna svo að raunsæjum manna- myndum hina stundina, meðan á smíði bekkjarins stóð. Sennilega er sjálf smíði hvílubekkjarins miklu flóknari: Með lit- rófsprófunum þykir þegar fullsannað, að efni þau, sem notuð voru við smíðina, séu alls ekki eins samsettar málmblöndur. Eirinn, sem kvenlíkneskjurnar eru steypt- ar úr, hefur að geyma óvenju mikið magn af vísmút, og það bendir til þess að efnið sé upprunnið í Grikklandi eða á landsvæðun- um um miðbik Dónár. Álíka mikið vís- mútmagn er líka í tveimur hinna þriggja ljóna úr eir, sem liggja fram á lappir sínar á barmi stórs eirketils, er stóð á gólfi legstaðarins. Þessi eirketill, sem fylltur hafði verið hunangsmiði, er álitinn vera innfluttur frá Grikklandi; einungis eitt af ljónunum þremur er greinilega heimatilbúið og kem- ur því sennilega í stað einnar ljónsmynd- arinnar, sem dottið hefur af í flutningun- um frá Grikklandi. Heimatilbúna ljóns- styttan er með dálítið þreklegri skrokk og er mun svipmeira og tilkomumeira ásýnd- um en grísku ljónin. Má því segja, að við- bótarljónið sé betur of fagmannlegar unn- ið heldur en þau innfluttu. Spurningin er því, hvort ítalski drifsmiðurinn hafi komið með kvenlíkneskin í fórum sínum norður til Wúrttembergs eða hvort hinn keltneski stórhöfðingi hafi eignast þessa sjaldgæfu eirblöndu í skiptum fyrir heimagerða vöru. Keltahöfðinginn frá Hochdorf getur ekki lengur veitt nein svör við slíkum spurningum. Hann lá á hvílubekk sínum, umkringdur öllum þeim munaði, sem hann hafði vanizt i lifanda lifi. Það hafi meira að segja ekki gleymzt að hafa naglaklipp- urnar hans til reiðu fyrir hann í gröfinni, rakhníf og hárkamb. Allur var legstaður hans raunar hið bezta búninn að nauðsyn- legum gripum fyrir væntanlega stórveizlu í heimi heljar, því ekki fundust færri en níu drykkjarhorn í gröf höfðingjans, sem biðu þess að mjöðurinn góði fyllti þau upp að börmum og ölteitin eilifa hæfist. Helmut Schneider

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.