Morgunblaðið - 05.10.1986, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
75
heimilið hefði nægjanlegt kjöt hvem
vetur. Ráðsmaðurinn varð að sjá
um slátrunina og verkun afurðanna
og að búa um þær til vetrar-
geymslu. Til þess þurfti sérstaka
útsjónarsemi.
Sérstaka athygli vakti meðal
bænda undir Eyjafjöllum hve fljótur
Ámi var að átta sig á ólíkum veður-
skilyrðum og búskaparskilyrðum
þar nyrðra, m.a. til heyskapar.
Hann tók fljótt að verka hey í vot-
hey og fékk einnig fljótlega
súgþurrkun.
Ráðsmannsheimilið hafði
margvíslegum skyldum að gegna
við skólaheimilið, m.a. að sjá starfs-
fólki búsins fyrir viðurværi og
annast ýmsa gesti skólans. Jóhanna
og Ámi höfðu lítinn tíma fyrir sig
og sína að Skógum. Ámi hætti ráðs-
mannsstarfi í Skógum vorið 1968.
Þá fluttu þau til Kópavogs þar
sem þau hafa átt heimili á Borgar-
holtsbraut 23.
Sfðustu árin sem Ami var í Skóg-
um var hann annar fulltrúi
Rangæinga á fundum Stéttarsam-
bands bænda. Eftir að hann flutti
suður var hann fyrst í stað lausráð-
inn frá Búnaðarfélagi íslands við
ýmsa skýrslugerð.
Haustið 1968 var hann eftir frá-
fall Kristjáns Karlssonar ráðinn
erindreki Stéttarsambands bænda
og hefur gegnt því starfi samfellt
í nær átján ár. Auk þess að vera
erindreki Stéttarsambandsins hefur
hann síðustu sjö árin unnið mikið
hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins
við svokallaða búmarksstjóm, þ.e.
að undirbyggja gerð búmarks fyrir
öll lögbýli í landinu, að taka á móti
umsóknum um breytt búmörk og
að annast breytingar á búmarks-
skrá skv. ákvörðunum þar um á
hveijum tíma, og að vinna að upp-
gjöri afurðaverðs til bænda skv.
settum regium. Um nokkur ár var
hann yfírkjötmatsmaður á Suðvest-
urlandi.
Sl. sextán ár hefur Ámi einnig
verið formaður veiðineftidar sem
fjallar um lax og silungaveiðimál f
landinu í umboði ríkisins. Ámi hef-
ur í þessu efni erft áhuga afa síns
Þórðar f Svartárkoti, sem var frum-
kvöðull að klaki og seiðaeldi í
landinu og var landsþekktur fyrir
áhuga sinn á fiskeldismálum og
fraeðslustarf um þessi mál.
Ámi er fjölfróður um fiskeldis-
mál og hefur lagt mikla vinnu fram
í veiðimálanefnd fyrir þau málefni.
Einnig hefur hann verið skipaður í
flölda matsnefnda til að ákveða
Sterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
arðskrár og sker úr deilumálum um
veiðiréttindi víða um landið. Ámi
þekkir alla byggð íslands betur en
flestir aðrir menn og þekkir til
mannlífs víða um landið.
Ámi er mjög vinnusamur maður.
Hann er glöggur á aðalatriði mála
og fylginn sér til að koma fram því
sem hann telur að rétt sé og horfí
til bóta. Hann er mikill unnandi
gróðurs og gróandi þjóðlífs.
Ami er glaður í umgengni og
góður í samstarfí, hógvær og öfga-
laus. Honum hefur því orðið vel til
vina á lffsleiðinni og notið margvís-
legs trúnaðar sem hér er ekki upp
talinn.
Ég kjmntist Áma fyrst á ferð til
Skotlands vorið 1964. Þau 22 ár
sem síðan eru liðin höfum við átt
mikið saman að sælda og síðustu
átján árin haft daglegt samstarf
sem hefur verið einkar gott. Ekki
get ég kosið mér traustari, liprari
né vinnufúsari samstarfsmann.
Ámi er ávallt tilbúinn að leysa úr
vanda manna sé það í hans valdi
og hirðir ei um að „alheimta dag-
laun að kveldum". Hann er einn
af þeim sem trúir á landið og mátt
moldarinnar og telur að því aðeins
verði gróandi þjóðlíf í landinu að
landið sé nytjað og byggt. Gott er
að eiga slíka menn að sálufélögum
og vinum.
Ég og kona mín sendum Áma,
konu hans og sonum, Ingvari og
Amaldi, og Qölskyldum þeirra okk-
ar innilegustu heillaóskir vegna
þessara tímamóta um leið og ég
þakka Áma störf hans fyrir bænda-
stéttina og gott samstarf um
málefni bænda.
Við óskum þeim allrar farsældar
í framtíðinni.
Gunnar Guðbjartsson
Sjálfstæðisflokurinn í Reykjavík:
Kynning á
prófkjörsframbjóðendum
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík efnirtil kynn-
ingarfunda með frambjóðendum í prófkjöri flokksins í
Reykjavík sem fram fer 18. október nk.
Fundirnir verða haldnir þriðjudaginn 7. og miðvikudaginn
8. október og hefjast kl. 20:30 í sjálfstæðishúsinu Valhöll,
Háaleitisbraut 1.
Dregið var um röð frambjóðenda. Á fyrri fundinum (7. októ-
ber) koma eftirtaldir frambjóðendur fram. Albert Guðmunds-
son ráðherra, Jón Magnússon lögmaður, Rúnar Guðbjartsson
flugstjóri, Vilhjálmur Ecjilsson hagfræðingur, Esther Guðmunds-
dóttir markaðsstjóri, Asgeir Hannes Eiríksson verslunarmaður,
María E. Ingvadóttir viðskiptafræðingur, Ragnhildur Helgadóttir
ráðherra.
Á seinni fundinum (8. október) koma eftirtaldir frambjóð-
endur fram: Friðrik Sophusson alþingismaður, Eyjólfur Konráð
Jónsson alþingismaður, Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur, Birgir
ísleifur Gunnarsson alþingismaður, Guðmundur H. Garðarsson
viðskiptafræðingur, Geir H. Haarde hagfræðingur, Bessí Jóhanns-
dóttir framkvæmdastjóri.
Hver frambjóðandi flytur framsöguerindi og fær til þess fimm ,-c.
mínútur, en að því búnu geta fundargestir borið fram fyrirspurnir
til þeirra. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að fjölmenna.
Fulltrúaráð sjálfstæðísfólaganna í Reykjavík.
r
HUGBÚNAÐARSAMKEPPNI
IBMS/36
IBM efnir til samkeppni meðal íslenskra hugbúnaðar-
framleiðenda um nýtt hugbúnaðarverkefni fyrir IBM
S/36tölvur.
Veitt verða tvenn verðlaun fyrir tillögur sem dómnefnd
telur þess maklegar.
1. verðlaun kr. 500.000
2. verðlaun kr. 200.000
Skriflegum tillögum skal skilað til IBM Skaftahlíð 24
105 Reykjavík, merktum „IBM HUGBÚNAÐARSAM-
KEPPNI" fyrir 1. desembern.k. >
Samkeppnisskilmálar liggja frammi í afgreiðslu I
IBM.
mmmm mmmmmmr mmm t ■■■
VANDWIRKNI í hMVETNA
Skaftahlið 24 105 Reykjavík Sími 27700