Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 80
Launakjör kenn- aranna erfiðasti vandi Háskólans LAUNAMÁL kennara er erfið- asta vandamál sem Háskóli Islands glímir við og brýnustu þarfir hans eru meira og betra húsnæði til kennslu og rann- sókna. Þetta kom fram í ræðu Sigmundar Guðbj arnasonar, rektors Háskólans, f Háskólabfói f gær. Rektor sagði að vandamálin sem við Háskólanum blöstu væru eink- um tvennskonar, húsnæðisvandi og Iéleg launakjör. „Háskólinn er ekki samkeppnisfær um menn og eru margir hæfír menn ekki lengur fá- anlegir til að sækja um lausar Enn deilt um sýnatöku: Loðnubát- arnir landa ekkiá Siglufirði LOÐNUBÁTARNIR virðast hafa ákveðið að sigla ekki til Siglufjarðar með afla sinn. Að sögn Kristins Lund, starfsmanns loðnunefndar, tilkynntu nfu bátar um afla á föstudag, alls 5500 tonn. í gær var útgefið þróarrými hjá Sfldarverksmiðjum Ríkisins á Siglufirði 6000 tonn en ekkert skip var á leiðinni þangað. Fjórir bátanna sigldu til Raufarhafnar, þrír suður til Grindavíkur, einn til Ólafsvík- ur og Bolungarvíkur. Stjóm Síldarverksmiðjanna hefur ákveðið að áfram verði tekin sýni bæði í skipinu og í verk- smiðjunni. Tekur hún ákvörð- un á mánudag um hvor mælingin verði látin gilda. stöður. Vandamálið verður alvar- legra þegar fáliðaðar námsbrautir missa meirihluta kennara," sagði rektor orðrétt í ræðu sinni. Neftidi hann sem dæmi að tveir af þremur kennurum Háskólans í matvæla- fræði hefðu nýlega farið á fengsælli mið og tekið önnur störf fram yfir þau sem þeir höfðu. Benti hann á að matvælafræðin væri mikilvæg námsgrein við Háskólann þvf henni væri ætlað að styrkja matvælaiðn- aðinn, sem væri undirstöðuatvinnu- vegur landsmanna. Sagði hann að þegar svona væri komið væri Há- skólinn í hættu, þvi hann þyrfti að geta laðað til sín hina hæfustu menn á hveijum tíma. Varðandi húsnæðisvandann nefndi rektor að nú þegar væri húsnæði orðið of lítið, óhentugt og dreift of vfða um bæinn. Sagði hann þetta torvelda kennslu og nám, svo og rannsóknir og stjómun. Hann kvað þörf fyrir stærri fyrirlestra- sali og benti á að nú þegar væri farið að kenna í Háskólabíói því eigið húsnæði Háskólans væri nýtt að fullu. I sólarátt Raimsóknaþj ónusta Háskólans stofnuð Er ætlað að auðvelda samstarf Háskólans og atvinnulífsins RANSÓKNAÞJÓNUSTA Há- skólans hefur verið stofnuð og er hlutverk hennar að auðvelda samstarf Háskólans og atvinnu- lífs á sviði rannsókna og þróunarstarfa. Valdimar K. Jónsson, prófessor, veitir Rann- sóknaþjónustunni forstöðu. Sigmundur Guðbjamason, rekt- or Háskólans, gat þess í ræðu sinni á hátíðardagskránni í Háskólabíói í gær að markmiðið með stofnun Rannsóknaþjónustu Háskólans væri að skapa tengsl milli þeirra sem leita vilja ráða og aðstoðar annars vegar og hinna fjölmörgu sérfræðinga Háskólans hins vegar, sem veitt geta umbeðna aðstoð. Verður henni ætlað það hlutverk að efla og auðvelda rannsóknir í þágu atvinnulífsins. Er ráðgert að tekjum af rannsóknum þessum verði siðan varið til að efla aðstöðu til rannsókna og til að styrkja Rannsóknaþjónustuna. Þá sagði rektor í ræðu sinni í gær að samskipti atvinnulífsins og Háskólans væru tvíþætt: „Annars vegar styður Háskólinn atvinnulíf- ið, hins vegar verður atvinnulífið Ingvi S. Ingvarsson, ráðuneytisstjóri: Reglunum ekki beint gegn neinum hópum INGVIS. Ingvarsson, ráðuneyt- isstjóri utanrikisráðuneytisins, sagði, að reglunum, sem settar hafa verið um komu útlendinga til landsins væri ekki beint gegn neinum sérstökum hóp- nm. Eins og fram kemur í Morgunblaðinu i gær telja tals- menn samtaka gyðinga, að reglunum um að menn sýni staðfestingu um að þeir hafi gistirými, sé beint gegn sér. Ráðuneytisstjórinn sagði, að reglumar væru settar til að koma í veg fyrir, að erlendir ferðamenn, sem hingað vildu koma frá 3. til 13. október lentu í vandræðum. „Það eru ekki fáanleg nein hótel- herbergi í Reykjavík eða ná- grenni," sagði Ingvi, „reglunum er auðvitað á engan hátt beint gegn neinum sérstökum hópum. AUir þeir, sem eiga tryggt gisti- rými geta að sjálfsögðu komið til landsins. Stjómvöld vona, að menn átti sig á nauðsyn þess, að við sérstakar aðstæður sem þess- ar, sé óhjákvæmilegt að grípa til óvenjulegra ráða. Jafnframt vænta þau þess, að þetta skapi ekki veruleg óþægindi." Sjá bls. 2: Höfum ekki enn þurft að beita nýju reglun- að styðja Háskólann," sagði rektor og lét þess getið að nú við þetta tækifæri byði Háskólinn fyrirtækj- um og einstaklingum að styðja starfsemina, til dæmis með því að leggja fram rannsóknarstyrki sem síðan yrðu notaðir fyrir tíma- bundnar stöður innlendra eða erlendra vísindamanna sem, ráðnir yiðu sem rannsóknaprófessorar til allt að þriggja ára. Sagði hann slíka rannsóknarstyrki verða aug- lýsta og veitta í nafni gefenda. Kvaðst hann vænta jákvæðra und- irtekta forystumanna í atvinnulíf- inu. Tekinn á 150 km LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði 14 bifreiðar vegna hraðaksturs á Hellisheiði siðastliðið föstudags- kvöld. Einn bilstjórinn var á 150 km hraða. Lögreglan var við radarmælingar á Hellisheiði á milli klukkan 19.30 og 23 á fóstudagskvöldið. Á þessum tíma stöðvuðu lögreglumennimir 14 bifreiðar sem voru á yfir 100 km hraða. Einn bílstjórinn sló öll met, var á 150 km hraða. Telur lögreglan víst að hann missi ökuleyfið og fái töluverða sekt að auki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.