Morgunblaðið - 15.10.1986, Page 4

Morgunblaðið - 15.10.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, um NATO-fund: Reykjavíkurfundurínn talinn hafa verið árangursríkur Matthias Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, sótti fund í Brussel á mánudag, þar sem George P. Shultz greindi ráðherrum og sendiherr- um í fastaráði Atlantshafsbandalagsins frá niðurstöðum leiðtoga- fundarins í Reykjavík. Morgunblaðið sneri sér til utanrikisráðherra og leitaði upplýsinga um það sem fram kom á fundinum með Shultz. Utanríkisráðherra Banda- fyrir skýra greinargerð um gang ríkjanna greindi frá gangi viðræðna leiðtoga stórveldanna í Reykjavík, og sú almenna skoðun kom fram að fundur leiðtoganna hefði verið árangursríkur þótt ekki hefði náðst samningur um afvópnun. Einnig kom fram gagniýni á Sovétmenn fyrir að setja það skilyrði fyrir nið- urskurði meðaldrægra kjarnavopna (INF), að Bandaríkjamenn féllu frá geimvamaáætlun sinni (SDI). Á undanfömum mánuðum hafa Sóv- étmenn ekki tengt þessi tvö svið afvopnunar með þessum hætti. Þess má raunar einnig geta í þessu sambandi að ráðherramir lýstu ánægju sinni með, að fundur- inn í Reykjavík skyldi vera haldinn og jafnframt var Shultz þakkað viðræðnanna. Menn voru almennt þeirrar skoðunar að möguleikar á mikilsverðum árangri hefðu aukist til muna á ýmsum sviðum, þ. á m. á sviði langdrægra („strategic") og meðaldrægra kjamavopna. í máli Shultz kom fram, að Sovét- menn hefðu reynst reiðubúnir að ræða mannréttindamál, en oft hefur reynst erfítt að fá þá til að ræða þau mál. Bandaríkjamenn hefðu afhent lista yfir einstaklinga, sem eiga undir högg að sækja og að mannréttindi hefðu komið upp aftur og aftur í viðræðunum. Einnig var þar vikið að svæðisbundnum átök- um, m.a. að Afganistan, svo og að tvíhliða samskiptum risaveldanna, en ekki gafst tími til að ræða þau til hlítar. Á hinn bóginn sagði Shultz, að samkomulag um 50% niðurskurð langdrægra kjamaeldflauga hefði verið innan seilingar. Jafnframt hefði þokast í samkomulagsátt varðandi meðaldrægar kjamaéld- flaugar. Á því sviði hefði náðst samkomulag um útlínur samnings, er fælu m.a. í sér almenna („glob- al“) takmörkun slíkra eldflauga, að meðaldræg kjamavopn hverfí úr Evrópu, og að eftirlit yrði tryggt með skiptum á nákvæmum upplýs- ingum og vettvangskönnunum. Gildistími samkomulagsins yrði ótakmarkaður. Ágreiningur var áfram um til- raunir með kjamavopn, þar sem Bandaríkjamenn telja þær nauðsyn- legar svo lengi sem kjamavopn em við lýði sem liður í „fælingu", m.a. til að ganga úr skugga um hvort vopnin virka. Vitaskuld væri best að útrýma þessum vopnum því þá VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gasr) VEÐURHORFUR IDAG: YFIRUT á hádegi í gær: Skammt vestur af Snæfellsnesi er 973 millibara lægð sem hreyfist norðaustur og við suðvesturströnd Grænlands er 976 millibara lægð sem hreyfist austur. SPÁ: Útlit er fyrir vestan- og suövestanátt á landinu, víöast kaldi eða stinningskaldi (5-6 vindstig). Skúrir eða él verða um allt vestan- vert landið en bjartviðri fyrir austan. Hiti á bilinu 2 til 5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Vaxandi suðaustanátt, hvasst og rigning síðdeg- is suðvestanlands en þurrt á norðaustur- og austurlandi. Hlýnandi veður. FÖSTUDAGUR: Útlit er fyrir suðvestanátt um mestan hluta larids- ins og kólnandi veður. Á Vestfjörðum verður þó sennilega hvöss norðaustanátt með slyddu eða snjókomu. Austanlands léttir til en skúrir eða slydduél í öðrum landshlutum. Heiðskírt TÁKN: 0 <4 \ Léttskýjað JTA Hálfskýjað 'Wsmm A m Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 1Q° Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Suld OO Mistur Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VI ÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti v»ftur Akureyrí B ský)að Reykjavfk 3 skýjað Bergen 10 rigning Helsinki 9 skýjað Jan Meyen 3 súld Kaupmannah. 13 þokumóða Narssarssuaq -3 snjóól Nuuk -1 snjóél Osló 10 þokumóða Stokkhólmur 8 þokumóða Þórshöfn 9 rignlng Algarve 20 skýjað Amsterdam 19 mistur Aþena 18 skýjað Barcelona 18 rigning Berlín 19 Mttskýjað Chlcago 3 skýjað Glasgow 14 hðlfskýjað Feneyjar 19 þokumóða Frankfurt 19 miatur Hamborg 18 mistur LasPaimas 23 skýjsð London 16 mistur LosAngeles 14 heiðsklrt Lúxemborg 19 skýjað Madrfd 18 léttskýjað Malaga 23 skýjsð Mallorca 24 léttskýjaö Mlami 26 léttskýjað Montreal 14 þokumóða Nlce 23 skýjað NewYork 17 rigning Parfs 20 skýjeð Róm 24 Mttskýjað Vln 17 tóttskýjað Washington 19 rigning Winnipeg -4 léttskýjað. þyrfti engar tilraunir, en ekki mætti rugla saman orsök og afleiðingu í þessu efni. Shultz sagði að Mikhail Gorbach- ev hefði gert það að ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir árangri á framan- greindum sviðum, að Bandaríkja- menn hættu við geimvamaáætlun sína og rannsóknir henni tengdum. Þetta gerði hann með því að krefj- ast breytinga á ABM-samningnum frá 1972, sem fælu í sér að rann- sóknir yrðu takmarkaðar við rannsóknarstofur, en þó þannig, að þeim sjálfum yrði heimilt að þróa frekar þær rannsóknir á gagneld- flaugakerfum, sem fram fara með umfangsmiklum hætti umhverfís Moskvu. Ronald Reagan kom með gagntilboð um frestun geimvama- áætlunarinnar (SDI) í 10 ár, en með reglubundnum hætti yrði lang- drægum kjamaeldflaugum eytt á þeim tíma. Þessu líkti Shultz við tryggingakerfí. Bæði ríkin ættu að sýna vilja sinn í verki til raunhæfs niðurskurðar langdrægra kjama- eldflauga. Á meðan væri ekki unnt að fóma réttinum til rannsókna á þessu sviði til að tryggja betur vam- imar. Ég tel afar mikilvægt, að í þeim samningaviðræðum, sem standa yfír m.a. í Genf, verði byggt á þeim árangri, sem náðist í Reykjavík. Um leið verða menn að hafa hug- fast, að eftir því sem iengra þokast í átt til samkomulags á sviði kjama- vopna, verður meira aðkallandi að Matthías Á. Mathiesen, fjalla um samdrátt og jafnvæjgi á sviði hefðbundins vígbúnaðar. A því sviði hafa Sovétmenn mikla yfír- burði. Eins og ég hef sagt svo oft áður þá verður að koma í veg fyrir að árangur á einu sviði afvopnunar leiði til hemaðarkapphlaups á öðr- um. Þess vegna er mikilvægt, að draga úr tortryggni milli austurs og vesturs, en hún er jarðvegur vígbúnaðarkapphlaupsins. Tæki- færi gefst til þess á þriðja fram- haldsfundi Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE), sem hefst í Vín 4. nóvem- ber næstkomandi. Þar verður m.a. farið yfír framkvæmd Helsinki- sáttmálans og reynt að finna leiðir til að bæta framkvæmd hans. Áhugi manna á Vesturlöndum er afar mikill fyrir umbótum á sviði mann- réttinda, enda eru þau forsenda varanlegs friðar. Kvikmyndasjóður efldur í fjárlagafrumvarpi: Húsnæði keypt undir sjóðinn Að sögn Sverris Hermannsonar FRUMVARP til fjárlaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, gerir ráð fyr- ir þvi að fjárveiting til Kvikmyndasjóðs verði stórlega aukin. Að sögn Sverris Hermannssonar mun sjóðurinn nú fá úthlutað, sam- kvæmt lögum, öllum söluskatti af aðgöngumiðum kvikmyndahúsa. Þessi upphæð nemur 55,4 milljónum króna. „Ég tel að kvikmyndin sé sá miðill ing yrði skert. sem muni laða unga fólkið aftur að landinu og bókmenntum okkar íslendinga" sagði Sverrir. „Því er gífurlega mikilvægt að efla inn- lenda kvikmyndagerð. Og nú var ég svo heppinn að mæta skilningi þeirra sem fjalla um fjárlögin" Sverrir bætti við að Alþingi ætti síðasta orðið um lögin. Hann bygg- ist þó ekki við því að þessi íjárveit- „Nú verður líka leyft að kaupa húsnæði undir sjóðinn" sagði Sverr- ir. „Kvikmyndasafnið hefur verið í miklu húsnæðishraki og lífsspurs- mál að koma kvikmyndum þess í góða geymslu." Aðspurður sagðist hann hafa augastað á húsnæði við Laugaveg, fyrir ofan verslunina Fálkinn. Til kaupanna á að veija um 7- 8 milljónum króna. „Mesta gleðifrétt sem ég hef lengi fengið“ - segir Hrafn Gunnlaugsson um hækkun á framlagi ríkisins til Kvikmyndasjóðs „ÞETTA er mesta gleðifrétt sem ég hef lengi fengið og vona ég bara að við kvikmyndagerðarmenn reynumst því vaxnir að taka þessari stóru áskorun,“ sagði Hrafn Gunniaugsson kvikmyndaleik- stjóri og formaður Sambands kvikmyndaframleiðenda þegar leitað var álits hans á hlut Kvikmyndasjóðs samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Hann bætti við: „Trúlega hefði áskorun sem þessi aldrei getað komið frá öðrum en þeim sem trúa á Islendinginn og framtak hans.“ í fjárlagafrumvarpinu er áætlað að veija 55 milljónum króna til Kvik- myndasjóðs, sem er meira en þrefalt hærri upphæð en varið er til sjóðsins í ár, þegar 16 milljónum var veitt til þessa verkefnis. Hrafn sagði einnig af þessu til- efni: „Það sem mér sýnist vera að gerast er að nú eru komnir til áhrifa í stjómmálunum menn sem skilja nútímann. Kvikmyndin er í raun af- sprengi tækniundursins sem við höfum upplifað á undanfömum árum. Frelsið sem Sjálfstæðisflokk- urinn leiddi til sigurs í fjölmiðlun kallar á mikla ábyrgð vegna þess að það þýðir gífurlega aukið framboð á erlendu myndefhi. Ég sé þetta í þessu samhengi því að með því að leggja aukna rækt við íslenskt myndmál um leið og frelsið er aukið styrkjum við sjálfsvitund okkar og virkjum hugvitið."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.