Morgunblaðið - 15.10.1986, Page 16

Morgunblaðið - 15.10.1986, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 Kastalinn í Cardiff, höfuðborg Wales, þykir vel heimsóknarinnar virði, þegar á annað borð er komið til Cardiff. Einkum eru íbúarair stoltir af fagurlega skreyttum klukkuturninum, til vinstri á myndinni. Cardiff í sókn sem férðamannastaður SÉRSTÖK hraðlest frá London til Cardiff, höfuðborgar Wales, braut nýlega hraðametið á þessari leið, og stytti tíma- lengdina um 24 mínútur. Leiðin er um 200 kílómetrar og var farin á einni klukkustund og 21 mínútu, en venjulegur tími þangað með hraðlest er ein klukkustund og 45 mínútur. Bristish Rail (Bresku jám- brautimar) hafa alls ekki í huga að gera þessa sérstöku hraðlest á milli Lundúna og Cardiff að föst- um lið á tímatöflu sinni - heldur var ferðin farin sem eins konar tilraunaferð, aðeins einu sinni. Þegar komið er til Cardiff, er auðvelt að ná til hvaða hluta Suð- ur-Wales sem er, og andstætt því sem margir kunna að gera sér í hugarlund, þá er þetta sævði fjarri því að vera ein stór kolanáma. Ferðamenn á eigin bíl geta reynd- ar komist í tæri við hina fjölbreytt- ustu náttúm og landslag, með því að aka aðeins um eina klukku- stund frá Cardiff. Ef steftian er tekin í norður, er komið í Dalina (The Valleys) sem saman standa af litlum bæjarfélögum, sem byggja afkomu sína á jám- og kolaiðnaði. Þessi litlu samfélög era umvafin grænum hæðum, sem era eins og teiknaðar bröttum vegum, sem tengja samfélögin litlu.,. Þar fyrir norðan er Brecon Beacons National Park, þjóðgarð- ur með kjarri, skógum og fossum. í vesturátt frá Cardiff er Gower Peninsula (Gowerskaginn), með sandbreiðum sínum á ströndinni, en í austur er hinn skógi vaxkni Wyedalur með hinum stórbrotnu rústum af Tintem klaustrinu, sem stofnað var árið 1131. Þar er einn- ig hin foma markaðsborg Monmouth, með sínum sérkenni- legu víggirðingum. Cardiff sjálf er vissulega heim- sóknarverð borg. Óhætt er að mæla með því að skoðunarferð um borgina hefjist í kastalanum, þar sem Rómverjar settu upp búð- ir sfnar, fyrir um það bil 1900 Þessi bygging, sem er reyndar eins herbegis kot, frá heiðalöndum Snowdoni er ein margra bygginga sem flutt hefur verið til velska þjóðminjasafnsins í St. Fagan’s og endurbyggð þar, svipað þvi og við gerum við gömul hús okkar og flytum að Arbæjarsafninu. Veiðimenn renna gjarnan fyrir fisk í River Usk, en hún rennur nærri Brecon, norður af Cardiff. árum. Leifar liðlega þriggja metra rómversk veggjar standa enn við kastalann. í miðborg Cardiff er einnig fyöldi bygginga sem gestir borgar- innar ættu að heimsækja, og rekja þær flestar uppruna sinn til síðari hluta 19. aldar. Það era bygging- ar eins og ráðshús Cardiff (City Hall) og National Museum of Wales (Þóðminjasafnið í Wales), en það hefur m.a. að geyma heimsfræg frönsk impressionista- listaverk. Þá er rétt að minnast á Ströndin þykir einkar falleg við Three Cliffs Bay á Gower- skaganum, en þangað er ekki löng för frá Cardiff. Matterhorn — Ein af perlum Alpafjallanna í SVISSNESKU ÖLPUNUM er háannatími ferðaútvegs næst- um árið um kring - burtséð frá því hvaða fjallasprt menn vilja leggja stund á. A veturna geta menn lagt stund á fjallaklifur, sem og hvaða skíðaíþrótt sem er. Að sumri til er einnig hægt að leggja stund á skiðaíþrótt- ina, og svo auðvitað fjallaklifur hvers konar. Vissulega era sumrin og haust- in hentugri til fjallgangna en vetumir. Þá er hægt að klífa í 3 til 4 þúsund metra hæð í Valais og Bemer Oberland, í Graubiind- en og Tessin, sem og í öðrum kantónum svissnesku Alpanna. Til að mynda segja margir aðdá- endur þess fræga svissneska fjaliatinds Matterhoms „Sjá Matt- erhom - og dey síðan". Það er óneitanlega tílkomumikU sjón að lfta þetta fagra fjall svissnesku Alpanna, Matterhorn. tvö önnur söfn í nágrenni Nation- ai Museum, en það era The Welsh Industrial Museum (Iðnaðarsafn- ið) og Maritime Museum (Sjávar- minjasafnið). Helsti menningarviðburður í Cardiff ár hvert, er tónlistarhátíð- in, sem venjulega á sef stað síðast í nóvember og fram í byijun des- ember. Þessi hátíð er íslendingum að góðu kunn, því þar hefur Landinn tekið þátt og spjarað sig. Það er skemmtilega mikið val fyrir ferðamanninn, þegar að gist- ingu kemur. Hægt að verða sér úti um hið ágætasta „bed and breakfast" (gisting og morgun- verður) fyrir ekki meira en 7 pund, sem jafngildir um 430 krónum, en það er einnig hægt að fá gist- ingu á Iúxushóteli fyrir verulega miklu fleiri pund. Það er því hreint ekki svo slæmur kostur, ef þú á annað borð ert stödd/staddur í London, og langar til þess að kynnast Wales að veija tveimur til þremur dögum f ferð til Card- iff og nágrennis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.