Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 21 Kokkafötin komin aftur Póstsendum GEÍSÍBf Aðalstræti 2. Grandi hf: Nær allir fengið fast- ráðningn VEL Á annað hundrað manns hafa skrifað undir fastráðning- arsamning' við Granda hf á undanfömum vikum, en það eru nær allir, sem kost eiga á þvi. Umræddur samningur tryggir starfsfólkinu ákveðið atvinnuöryggi og auk þess bætt launakjör. Starfsfólkið fær starfsheitið „sérþjálfað fisk- vinnslufólk“ eftir að hafa sótt ákveðin námskeið og öðlast þá um leið réttinn til fastráðning- ar. Einar Sveinn Ámason, ráðning- arstjóri Granda hf, segir í frétta- bréfí fyrirtækisins að námskeiðin, sem þegar séu byijuð, hafí verið mjög vel undirbúin. Markmið þeirra sé að auka þekkingu starfsfólks og gera það hæfara til almennra starfa í fiskvinnslu. Sérþjálfað fiskvinnslu- fólk fær laun greidd samkvæmt 20. launaflokki í stað 17'. eins og gildir um annað starfsfólk í fiskvinnslu. „Verði hráefnisskortur í fyrir- tækinu, þarf fastráðið fólk ekki lengur að kvíða uppsögnum eins og hingað til. Með því skrefí, sem nú hefur verið stigið, erum við bjart- sýnir á að það fóik, sem hefur haldið tryggð við okkur undanfarin ár, verði nú metið að verðleikum og um leið vonumst við til að okkur haldist betur á nýju starfsfólki, sem bætist í hópinn," segir Einar Sveinn Ámason. Frestun á hækkun kindakjöts: Profkjör fstæðisflokk Þegar menntun, reynsla og þekking á þjóðmálum fara sam þá er auðvejt að vel w*? sætið Meðalbóndinn tapar 200 þúsund krónum SAUÐFJÁRBÆNDUR frestuðu í eitt ár gildistöku hækkunar kindakjöts sem átti að koma til framkvæmda við endurskoðun verðlagsgrundvallar í haust, eins og áður hefur komið fram. Vegna þess að gerður var sér- stakur verðlagsgnmdvöllur fyrir sauðfjárafurðir var fyrirsjáan- leg veruleg hækkun kindakjöts- ins, þar sem kostnaðarliðir sauðfjárbúsins höfðu verið van- metnir, en bændur ákváðu að fresta hækkuninni af markaðs- ástæðum og til að fá betri samningsstöðu i samningunum við ríkið um hámarksframleiðslu kindakjöts á næsta verðlagsári. í verðlagsgmndvellinum sem nú er frágenginn kemur fram að mun- ur tekna og gjalda er 197.863,69 krónur, sem er rúmlega 11% af nið- urstöðutölum búsins. Er þessi upphæð færð tekjumegin á grund- vellinum til að jafna hallann og heitir þar. „Aðrar tekjur og frestun á verðhækkun til 1. september 1987.“ Þó þama séu aðrar tekjur einnig nefndar mun frestun hækk- unar kjötsins vera meginhluti upphæðarinnar. Verðlagsgrund- vallarbúið er 400 ærgildi og tapar því hver bóndi sem er með sauð- fiárbú af þeirri stærð hátt í 200 þúsund krónur á verðlagsárinu. Ef öll þessi upphæð yrði látin koma til hækkunar á kjötinu í gmndvell- inum myndi kindakjötsverðið til bænda hækka um rúm 15% og meira til neytenda. Reiknuð gjöld verðlagsgmndvall- arbús sauðfiárafurða em 1.751. 240,01 krónur. Laun bóndans em stærsti liðurinn, 789 þúsund krón- ur, 45% af heildarkostnaðinum. Breytilegur kostnaður er 706 þús- und krónur, eða rúm 40%, og em þar ýmsir kostnaðarliðir svo sem kjamfóður, áburður, rekstur véla, fíutningskostnaður, sæðingar, við- hald fiallskil og margt fleira. Afskriftir húsa og véla og vextir af fiárfestingu er samtals rúm 255 þúsund, eða tæp 15% af grundvell- inum. Tekjur verðlagsgmndvallarbús- ins, fyrir utan mismun þann er áður var nefndur, em 1.553.376,32 krónur. Lang stærsti tekjuliðurinn er framleitt kjöt, 1.277 þúsund krónur og er það 82% af tekjum. Slátur er metið á 74 þúsund (tæp 5%), gæmr á 105 þúsundund (tæp 7%) og ullin á 97 þúsund tæp (6%).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.