Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 Eftírmál Rey kj avíkurfundarins: Karpov skýrir Thatcher frá viðræðunum Vonir um framhald viðræðna glæðast Ltmdúnum, Búkarest og Genf, AP. AÐALSAMNINGAMAÐUR Kremlveija í Genf, Viktor Karpov, sagði í gær að hann vænti enn árangurs i afvopnunarviðræðum, þrátt fyrir Reykjavíkurvonbrigðin. Karpov ræddi við fréttamenn eftir fund hans við Margaret Thatcher, en á honum skýrði hann forsætis- ráðherranum frá Reykjavíkurfundinum. „Við urðum sammála um að leita ætti leiða [úr sjálfheldunni] og að báðir aðilar þyrftu að gera sitt tíl þess að svo mætti verða“. Genfarviðræðuraar hefjast á fimmtudag, degi síðar en ætlað var, að ósk Sovétmanna. Á fundi utanríkisráðherra Varsjárbandlagsins í Búkarest í gær, skýrði Ed- vard Shevardnadze frá viðræðum Ieiðtoganna i Reylqavík. Karpov var spurður um mögu- leikann á öðrum leiðtogafundi, svaraði Karpov: „Báðir aðilar þurfa nú að velta fyrir sér niðurstöðum Reykjavíkurfundarins og það mun taka tíma“, og kvað það gerast í Genf. Karpov sagði að viðræður hans og Thatcher, sem urðu lengri en búist var við, hafí verið mjög gagn- legar, þó svo að þau hefðu ekki verið sammála á öllum sviðum. Á mánudag sagði George Young- er, vamamálaráðherra, að Reagan hefði haft „algerlega rétt fyrir sér“, þegar hann neitaði að láta af geim- vamaáætluninni gegn því að Sovétmenn drægju úr kjamorku- herafla sínum. „Það hefði skaðað Vesturlönd mjög ef hann hefði fallist á að rann- sóknir Vesturlöndum yrðu lagðar niður, án þess að nokkur trygging væri fyrir því að sömu rannsóknum hafí verið hætt í Sovétríkjunum". Sovétmenn óskuðu eftir því að afvopnarviðræðunum í Genf yrði frestað um einn dag, að þvi er virð- ist vegna fjarveru Karpovs. Á sama tíma héldu utanríkisráð- herrar Varsjárbandalagsins fund í Búkarest. í tilkynningum um fund- inn sagði að fundarmenn stæðu Holland: Vongóðir eftir Reykja- víkurfund Haag, AP. HOLLENSKA ríkisstjómin lýsti á mánudag yfir von um að leiðtogafundurinn í Reykjavik ýttí undir aðrar viðræður um afvopnun milli Bandaríkjamanna og Sovét- tnanna. Talsmaður hollenska ut- anríkisráðuneytisins sagði að stjómin vonaði að fundurinn yrði samninganefndum stór- veldanna í Genf lyftistöng þótt leiðtogamir hafí ekki komist að samkomulagi um geim- vamaáætlun Bandarfkjanna. Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI BandaríkjadoIIars var óstöðugt í gær. Verð á gulli lækk- aði. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,4380 dollara (1,4330) í London, en annars var gengi dollar- ans þannig, að fyrir hann fengust 1,9745 vestur-þýzk mörk (1,9795), 1,6165 svissneskir frankar (1,6130), 6,4725 franskir frankar (6,4850), 2,2340 hollenzk gyllini (2,2375), 1.367,50 ítalskar lírnr (1.370,00), 1,38875 kanadískir dollarar ( 1,38770) og 153,95 jen (154,05). einhuga um stefnu Sovétmanna, en jafnframt var sagt að langt hefði miðað á Reykjavíkurfundinum. Ekki var minnst orði á að viðræð- umar hefðu farið út um þúfur vegna geimvamaáætlunar Bandaríkja- manna. Á myndinni má sjá Margrétí Thatcher bjóða Viktor Karpov velkominn að Downingstræti 10. Richard Perle, aðstoðarvamarmálaráðherra: Sovétmenn sigldu viðræð- unum vísvitandi í strand RICHARD Perle, aðstoðarvamarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannaf undi í gær, að Sovétmenn hefðu visvitandi siglt viðræð- unuoi í Hðfða í strand með þvi að gera kröfu um, að rannsóknir vegna geimvarna yrðu takmarkaðar við rannsóknastofur. Hann sagði, að Reagan hefði fallist á ósk Gorbachevs um að ABM-samning- urinn, sem bannar geimvarnir, yrði virtur í 10 ár og jafnframt hefði Reagan lagt til, að langdrægum kjarnorkeldflaugum yrði útrýmt í áföngum á þessum árum. Þegar Sovétmenn stóðu frammi fyrir þessu bættu þeir við hinu óaðgengilega skilyrði um takmörkun á rannsókn- um. Perle var spurður að því, hvers vegna leiðtogamir hefðu tekið til við að semja beinlínis um fækkun kjamorkuvopna á fundinum eftir yfirlýsingar fyrirfram um að þar yrði aðeins unnið að undirbúningi næsta fundar þeirra og rætt um meginlínur. Hann sagði, að aldrei væri unnt að segja fyrir um, hvem- ig fundir af þessu tagi þróuðust og þegar Bandaríkjamenn hafí séð á laugardeginum, að Sovétmenn virt- ust reiðubúnir til að ræða einstök efnisatriði í aivöru hefðu vinnu- nefndir verið settar niður til þess. Hann benti á, að verulegur ár- angur hefði náðst I þessum viðræð- um. Samið hefði verið um að meðaldrægar eldflaugar skyldu Qarlægðar frá Evrópu og Sovét- menn mættu aðeins eiga 100 kjaraaodda í slfkum flaugum í Asíu og Bandríkjamenn 100 I Banda- ríkjunum. Þá hefði legið fyrir, að öllum skotkerfum fyrir langdrægar flaugar yrði fækkað í 1600 og kjamaoddum í 6000. Á þessu stigi .hefðu Sovétmenn Iagt fram tillögu um, að ABM-gagneldflaugasamn- ingurinn yrði virtur í 10 ár. Bandaríkjamenn hefðu fallist á það enda yrðu langdrægar eldflaugar flarlægðar á þessu 10 ára tímabili. Sovétmenn svöruðu því ekki en gerðu kröfu um takmörkun á rann- sóknum vegna geimvama. Á þetta hefðu Bandaríkjamenn ekki getað fallist, þar sem það skipti sköpum fyrir öryggi í heiminum, að þessum rannsóknum væri fram haldið. Vamir af þessu tagi væru nauðyn- leg trygging, ef brotið yrði gegn samkomulaginu um útrýmingu langdrægu eldflauganna. Perle sagði, að Bandaríkjastjóm hefði kannað öll skjöl og umraéður er liggja ABM-samningnum frá 1972 og lögfræðingar hefðu komist að þeirri niðurstöðu, að ekkert hefði verið sagt eða fest á blað, sem bann- aði rannsóknir eða tilraunir vegna geimvama. Þetta gætu Sovétmenn ekki sætt sig við og í raun féllust þeir á þessa túlkun með því að krefj- ast breytinga á ABM-samningnum. Richard Perle. Blaðamenn frá London, Bonn, Brussel, Madrid, París, Kaup- mannahöfn og Reykjavík lögðu spumingar fyrir Richard Perle fyrir tilstilli sjónvarpskerfis Ugplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna. í svari við spumingu frá íslandi sagðist hann vilja færa íslendingum þakklæti fyrir að hafa verið giæsilegir gest- gjafar. Sér hefði skilist að þeir hefðu orðið fyrir vonbrigðum yfir því, að ekki var samið á fundinum. Þau vonbrigði væru ástæðulaus, þar sem nafn Reykjavíkur yrði ávallt tengt einu merkilegasta skrefi, sem stigið hefði verið í afvopnunarmál- um. Nú skipti mestu að nýta árangurinn í Reykjavík í samninga- viðræðunum í Genf. Sendiherra Sovétmanna í Bonn: Sérsamningar um með- aldrægar eldflaugar Bonn. AP. Bonn, AP. SENDIHERRA Sovétríkjanna í Vestur-Þýskalandi sagði á mánu- dag, að hvað sem liði niðurstöðu fundarins í Reykjavík væri hugs- anlegt, að Bandaríkjamenn og Sovétmenn semdu sérstaklega um að fækka meðaldrægu eld- flaugunum. Moskva: Rekinn fyrir gjálífi A P «/ Oll Moakvu, AP. YFIRMAÐUR rannsóknalög- reglunnar í Moskvu hefur verið rekinn fyrir siðlaust líferni og fyrir að hafa komið drukkinn fram opinberlega. Skýrði blað- ið Moskovskaya Pravda frá þessu á laugardag. Maðurinn, sem heitir V. V. Anikin, „átti einnig S verzlunarvið- skiptum við menn úr viðskipta- heiminum og þjóðfélaginu, sem sumir hveijir hafa verið hand- teknir og fundnir sekir um afbrot," segir blaðið ennfremur. Anikin „lifði siðlausu lífí og drakk í óhófi. Sú staðreynd, að hann hafði komið fram drukkinn við mörg opinber tækifæri, átti sinn þátt f frávikningunni og því, að hann var rekinn úr kommún- istaflokknum." Ekki var greint nánar frá frá- vikningu Anikins. Hann mun vera einn æðsti embættismaðurinn, sem vikið er úr stöðu sinni síðan Sovétstjómin hóf mikla baráttu gegn áfengisneyzlu á meðal þegna sinna fyrir 18 mánuðum. Vladimir Lomeiko, sendiherra Sovétmanna S Bonn, sagði á frétta- mannafundi, að fyrir ReykjavSkur- fundinn hefðu Sovétmenn stungið upp á sérsamningum um meðal- drægu eldflaugamar án þess að setja það skilyrði, að Bandaríkja- menn hættu við geimvamaáætlun- ina. „Sérstakur samningur um meðal- drægu eldflaugamar í Evrópu er kostur, sem keppa ber að,“ sagði Lomeiko, „en víðtækir samningar á grundvelli tillagnanna í Reykjavík eru þvf aðeins hugsanlegir, að Bandarílqamenn hætti við geim- vamaáætlunina." Lomeiko sagði, að í Reykjavík hefði „sögulegt tækifæri" til að draga úr vfgbúnaðarkapphlaupinu farið forgörðum. „En,“ sagði hann, „hann var langt í frá árangurslaus. Hann var tilraun til að hleypa lífí í viðræðumar í Genf og koma af stað hreyfíngu í átt til umfangsmik- illar kjamorkuafvopnunar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.