Morgunblaðið - 15.10.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.10.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 í prófkjöri SjáKstædisflokksins er kosið um fleira en menn... BARATTA JÓNS MAGNÚSSONAR SNÝST UM MÁIEFNI Lægra vöruverð „Með hagræðingu, frjálsri atvinnustarfsemi, frjálsri verðlagn- ingu, frjálsri samkeppni og virku neytendastarfi er hægt að lækka vöruverð. Það er ekkert sem afsakar það, að brýn- ustu neysluvörur íslendinga skuli vera tvöfalt eða þrefalt dýrari en í nágrannalöndunum. Lækkun vöruverðs á brýn- ustu neysluvörum fólksins erforsenda hagsældar í landinu og lykill aö því, að sigur vinnist á verðbólgunni. (Úr ræöu Jóns Magnússonar á þingi Neytendasamtakanna). Réttlátt skattakerfi „Heildarskattbyrðin verður að lækka, það er forsenda þess að hægt sé að sníöa af helstu agnúa núverandi skattakerfis. Tekjuskatturinn er sá skattur sem mest er gagnrýndur, það er eðlilegt vegna þess að hann er óréttlátur. Hann mismunar þegnunum og refsar þeim sem leggja sig sérstaklega fram. Ég er þeirrar skoðunar að annað hvort eigi að ieggja tekju- skatt niður eða takmarka álagningu hans við ákveðið hlutfall af allra hæstu tekjum eingöngu“. (Svar við fyrirspurn á fundi stuöningsmanna). Jafn kosningaréttur „Það eru grundvallarmannréttindi að allir þegnar sitji við sama borð og eigi jafnan rétt til aö velja fulltrúa sína á Alþingi. ( dag búa 60% kjósenda í Reykjavík og Reykjanesi en kjósa 40% þingmanna. Meiri hluti kjósenda getur ekki kosið meiri hluta þingmanna - það er óviðunandi - það er ekki lýðræði skv. mínum skilningi. Þessu verður að breyta". (Úr ræöu Jóns Magnússonar á síðasta Landsfundi). ilý atvínnustefna „Ný atvinnustefna felst í því að skapa öllum atvinnugreinum söm og jöf n skilyrði til vaxtar... ...Sá fjöldi vinnufúsra handa, sem streymir á vinnumarkað- inn næstu ár þarf að eiga kost á fjölbreyttum arðsömum störfum... ...Markmið atvinnustefnunnar er umfram allt að skapa jafn góð lífskjör hér á landi og þar sem þau gerast best. (Úr ræöu Jóns Magnússonar á sambandsráðsfundi ungra Sjálfstæöismanna). Jón Magnússon, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur víða látið hressilega til sín taka og barist af miklu harðfylgi fyrir áhugamálum sínum. STYRKJUM SJALFSTÆÐIS FLOKKINN styðjum Jón Magnússon í ■.sætið Stuðningsmenn Kosningaskrifstofa Jóns Magnússonar er a horni Vitastígs og Skúlagötu. Opiö kl. 13-21 daglega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.