Morgunblaðið - 15.10.1986, Page 29

Morgunblaðið - 15.10.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 29 Alþjóðadagur Hvíta stafsins í dag ALÞJÓÐLEGUR dagur Hvíta stafsins er í dag, 15. október. Hviti stafurinn er aðalhjálpar- tæki blindra við að komast leiðar sinnar jafnt utan húss sem innan. Hann er jafnframt forgangs- merki þeirra í umferðinni. Það krefst langrar þjálfunar að læra að nota hvíta stafinn svo að hann komi að sem mestum notum. Þjálfunin er fólgin í að læra að beita stafnum á réttan hátt, læra ákveðnar leiðir og að þeklqa kenni- leiti. Mikilvægt er að hlusta eftir umhverfishljóðum, t.d. eru fjölfam- ar umferðargötur gott kennileiti. Þegar blindur maður þarf að kom- ast yfír götu, heldur hann stafnum skáhallt fyrir framan sig. Ökumenn og aðrir vegfarendur taka í ríkara mæli tillit til biindra og sjónskertra, sem nota hvíta staf- inn. Eitt aðalvandamál þess sem ferðast um með hjálp hvíta stafsins eru kyrrstæðir bílar á gangstéttum. Þessir bílar geta valdið stórhættu, Hljómsveitin Halricks og Gullý Hanna á Hótel Borg HLJÓMSVEITIN Halricks og Gullý Hanna frá Svendborg í Danmörku koma fram á Hótel Borg dagana 18. til 28. október og í Hollywood 18. og 19. okt. Jafnframt munu þau koma fram á vísnakvöldum, sem haldin verða og einnig munu þau leika ásamt dönsku jasshljómsveitinni Ricard’os á svokölluðum dönsk- um kvöldum sem haldin verða á Hótel Borg. Þau hafa sungið saman um ára- bil og sendu frá sér sína fyrstu plötu í fyrra. Gullý Hanna er fædd og uppalin á Akureyri, en hún hefur búið í Danmörku í tíu ár ásamt manni sínum og tveimur sonum. Hún gekk til liðs við Halricks fyrir rúmu ári, en hafði áður sungið vísnasöng ásamt systur sinni Rögnu Stínu, sem einnig býr í Svendborg. Halricks og Gullý Hanna hafa ferð- ast víða um Danmörku og sungið. Þau eru tíðir gestir í útvarpi og er búið að gera þijá sjónvarpsþætti með þeim. Nýlega var þeim boðið að koma fram á tónlistarhátíð í Bremen í Þýskalandi. Þau munu koma fram þar og koma þaðan til íslands. Hljómsveitin Halricks og Gullý Hanna Hljómsveitin mun flytja frumsamin lög ásamt lögum eftir Beatles, Sim- on og Garfunkel, Carpenters og fleiri. Morgunblaðið/SigJóns. Sovéski öryggisvörðurinn, sem gleymdist í Búrfelli, var heldur lúpu- legur þar sem hann hfmdi úti við rétt. Hann var í fylgdarliði Raisu Gorbachevu að bænum Búrfelli í Grímsnesi, en varð strandaglópur þar sem hann var í símanum þegar haldið var af stað til Reykjavík- ur aftur. Á mánudag birtist f Morgunblaðinu mynd sem sögð var af öryggisverðinum við bifreið ríkisútvarpsins, en um var að ræða bandaríska blaðamenn á bifreið sem leigð var í Reykjavík. Alþjóðlegur dagur Hvíta stafsins er f dag, 15. október. sérstaklega vörubflar og aðrir háir bílar. Stafurinn lendir undir bílnum og sá blindi verður ekki var við hann fyrr en hann rekst sjálfur á hann. Skorað er á ökumenn að virða hvíta stafínn sem stöðvunarmerki. Vegfarendur eru hvattir til að sýna blindum og sjónskertum fyllstu til- litssemi í umferðinni og að bjóða fram aðstoð sína ef þurfa þykir. Fréttatilkynning Fiskmarkaðurinn í Bretlandi 60 krónur fyrir þorsk, ýsu og kola GOTT verð er nú áf iskmörkuðun- um f Bretlandi. Á mánudag og þriðjudag fengust að meðaltali um og yfir 60 krónur fyrir hvert kfló af þorski, ýsu og kola. A þriðjudag seldi Skarfur GK 62 lestir f Hull, mest þorsk og ýsu. Heildarverð var 3.855.500 krónur, meðalverð 62,19. Á mánudag var seldur í Hull og Grimsby fískur héð- an úr gámum. Alls voru seldar 330 lestir fyrir samtals 20.205.600 krón- ur, meðalverð 61,25. 210 lestir voru af þorski og meðalverð fyrir hann var 59,33 krónur, 47,8 lestir voru af kola að meðaltali á 60,35 krónur og 42,5 lestir af ýsa á 63,40 að meðaltali. SJÁIPSTÆÐISMENN. KJÓSUM VITHJÁLM EGILSSON í ÖRUGGT SÆTT. ÞVI OFAR, ÞVÍ BETRA. Kosningaskrifstofan er í Haga við Hofsvallagötu, sími 27866 og 28437. Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.