Morgunblaðið - 15.10.1986, Side 37

Morgunblaðið - 15.10.1986, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 37 Saumastofa sett upp í slipp stöð- inni á Húsavík SLIPPSTÖÐIN á Húsavík, Naustir hf., keypti nýlega saumastofuna Verkspor hf. frá Hafnarfirði sem sérhæfði sig í framleiðslu sekkja til pökkunar á salti, áburði og mjöli. Þórður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Nausta, sagði í samtali við Morgunblaðið að kaupin væru til komin vegna verkefna- skorts slippstöðvarinnar á vetuma, en ætlunin væri að reka saumastof- una jafnhliða slippnum og í sama húsnæði enda það nægilega stórt fyrir bæði fyrirtækin. Haldinn var hluthafafundur í Naustum fyrir skömmu og voru þar menn sam- mála um að auka hlutafé í slippstöð- inni um allt að þijár milljónir króna. Kaupverð saumastofunnar nemur 1.9 milljón króna og sagði Þórður að samkvæmt útreikningum ætti fyrirtækið að standa undir sér ef það næði ekki í nema tæplega helm- ing sekkjamarkaðarins hér heima, þótt stefnt yrði auðvitað að því að ná honum öllum. „Sekkir þessir hafa hingað til allir verið innfluttir og teljum við okkur geta framleitt sambærilega poka á svipuðu verði og þá. Sekkim- ir taka allt frá 500 og upp í 1.600 kg., en það er hægt að búa til poka fyrir nánast hvað sem er.“ Við saumaskapinn starfa nú sjö manns og sagðist Þórður þurfa að ráða þrjá til fjóra starfsmenn í viðbót, en hjá slippstöðinni starfa flórir fastráðnir menn. „Við höfum í lang- an tima þurft viðbót við rekstur slippstöðvarinnar til að halda rekstrinum í sæmilegu horfí, en við höfum lagt á það áherslu að leita eftir þjónustu, sem ekki er fyrir hendi hér á Húsavík. Við erum nokkuð vissir um að fá að framleiða sekki fyrir loðnubræðslumar, Áburðarverksmiðjuna og saltpökk- unarstöðvamar. Nýja loðnuverk- smiðjan á Þórshöfn hefur t.d. pantað poka fyrir tvær og hálfa milljón króna þannig að verksmiðj- an er andvirði eitt til tvö þúsund poka í framleiðslu," sagði Þórður að lokum. Ricardo’s Jazzmen Jazzhljómsveit leikur á Borginni DANSKA hljómsveitin Ricardo’s jazzmen leikur á Hótei Borg dagana 12. til 23. október n.k. Hljómsveitin kom fyrst fram árið 1955 í Cap Hom klúbbnum í Nyhavn. Á ámnum 1966 til 1972 léku þeir reglulega í veitingahúsinu Vingarden og frá árinu 1972 til 1980 í klúbbnum De tre musketer- er í Kaupmannahöfn. Ricard’os Jazzmen hafa komið víða fram í Dan- mörku, Svíþjóð, Þýskalandi og Grænlandi og tekið þátt í jazzhátíðum í Kaupmannahöfn, Roskilde og Femö. Þeir hafa komið fram í útvarpi og sjónvarpi og gefíð út hljómplötur. Þá hafa þeir náið samstarf við söngvarann Bjame Liller, bæði á hljómplötum og í sjónvarpi. (Úr fréttatttkynningu) Kvennalistinn: Ráðstefna um atvinnumál kvenna KVENNALISTINN gengst á laugardag fyrir ráðstefnu um atvinnu- mál, með sérstöku tilliti til kvenna. Ráðstefnan verður haldin í húsi Slysavarnarfélagsins, Hjallahrauni 9 i Hafnarfirði og stendur frá kl. 10-16. Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli á hlutdeild kvenna í hinum ýmsu atvinnugreinum og efla frumkvæði þeirra og virkni við mótun stefnu í atvinnumálum þjóð- arinnar. Dagskrá ráðstefnunnar er í aðalatriðum sú, að Kristín Hall- dórsdóttir alþingismaður setur ráðstefnuna , síðan hefur dr. Alda Möller matvælafræðingur fram- sögu um nýjar leiðir í fískvinnslu, Unnur Steingrímsdóttir efnafræð- ingur fjallar um líftækni, Úlla Magnússon framkvæmdastjóri varpar ljósi á það sem mætir konum sem vilja stofna fyrirtæki og Hall- grímur Jónasson forstöðumaður nýiðnaðarrannsókna hjá Iðntækni- stofnun íslands flallar um nýiðnað. Þá ræðir Lovísa Christiansen innan- húsarkitekt um ferðaþjónustu í Hafnarfírði, Björk Thomsen kerfís- fræðingur ræðir um konur og hugbúnað og Guðrún Sæmunds- dóttir skrifstofustjóri Qallar um atvinnu- og launamál kvenna. Færi gefst til fyrirspuma og fijálsra umræðna milli framsöguer- inda og þátttakendum gefst kostur á léttri máltíð í hádeginu. Ráð- stefnustjórar verða Ingibjörg Guðmundsdóttir og Ragnhildur Eggertsdóttir. (Fréttatílkynnmg) Ú Þegcir efni er til veislu bjóðcist ótal möguleikar. Atthcigascilurinn hentcir við öil hugscin/cg tilefni. Sö/ustjóri veitingacleildcir f símct 29900 veitir upplýsingar, tekur puntcinir og léttir ctf þér 'öllum áhyggjum, hvort scm þcer vciröa þjónustuna, mcitseðilinn, skemmtikrcifta eda ctnnan undirbúning. r-—, vert sem tilefnið er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.