Morgunblaðið - 15.10.1986, Side 41

Morgunblaðið - 15.10.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 41 Arndís Tómas- dóttir — Minning Fædd 27. nóvember 1905 Dáin 29. september 1986 Nýlátin er móðir okkar, Amdís Tómasdóttir, Kársnesbraut 19, Kópavogi, en hún lést í Borgarspít- alanum 29. september sl. á áttug- asta og fyrsta aldursári. Hún var fædd og uppaiin í Árbæj- arhjáleigu í Holtum í Rangárvalla- sýslu, dóttir sæmdarhjónanna Tómasar Halldórssonar og Vigdísar Vigfúsdóttur er þar bjuggu. Og var hún sjötta í röðinni af ellefu systkin- um. Amdís vann sín uppvaxtarár og fram eftir aldri ýmist við land- búnaðarstörf sem kaupakona á summm eða við fískvinnu á vetmm. Amdís eignaðist son, Sigurð Eini Einarsson, sem lést árið 1939 þá tveggja ára að aldri. Sama ár kynntist hún og giftist eiginmanni sínum, Gunnari Ólafssyni frá Vík í Mýrdal, en hann stundaði sjó- mannsstörf mest allan sinn starfs- aldur. Eiginmann sinn missti Amdís 29. júlí á þessu ári. Amdís eignað- ist með manni sínum tvo syni, Ólaf Eini og Halldór Gunnarssyni og lifa þeir móður sína. Amdis setti upp sitt heimili með maka sínum og sonum í Kópvogi árið 1946 við Kársnesbrautina. Þá var ekki mikil byggð í Kópavogin- um, fáein hús á stangli hér og þar og flest byggð upphafíega sem sum- arbústaðir. Samgöngur vom slæmar og allir aðdrættir erfíðir fyrir móður með tvö smáböm og faðirinn alltaf á sjónum. Já, hún var oft erfíð ævin hjá sjómannskon- unni. Amdís varð að vera bæði húsmóðir og húsbóndi og sjá um öll mál, bæði andleg og veraldleg. En allt gekk þetta upp. Er fram t Móðir okkar og systir, NANNA HELGADÓTTIR OHLSSON, lést í Kaupmannahöfn 10. október sl. og verður jarðsungin þar á morgun 16. október. Ole Ohlsson, Svend Ohlsson, Guðný Helgadóttir, Margrét Helgadóttir, Helga Helgadóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, SÓLRÚN JÓNASDÓTTIR, Álfhólsvegi 53, Kópavogi, lést í Vífilsstaðaspítala 11. október sl. Alfreð Friðgeirsson, Friðgeir Mór Alfreðsson, Gunnar Alfreðsson, Sigrún Sigurðardóttir, Friðjón Alfreðsson, Margrét Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, CHARLES BJARNASON, Aðalstræti 22, isafirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á (safiröi mánudaginn 13. október. Geirþrúður Charlesdóttir, Jón B. Guðjónsson, Guðbjörn Charlesson, Sigrún Jóhannsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, GUNNAR EYSTEINSSON, Hólmgarði 46, lést í Landakotsspítala mánudaginn 13. október. Börn hins létna. t KRISTÍN VIGFÚSDÓTTIR, Kirkjutelgi 11, Reykjavfk, andaðist 10. október sl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 20. október kl. 13.30. Stella Guðnadóttir, Bragl Guðnason, Vigdfs Guðnadóttir, Óskar Guðnason, Ágústa Vigfúsdóttir, Diðrik Jónsson. t Eiginkona mín og móðir okkar, LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR, Safamýrl 34, verður jarsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. okt. kl. 15.00. Magnús Kristjénsson, Svanfrfður Magnúsdóttir, Kristjén Magnússon, Borgþór Magnússon. liðu stundir hóf hún störf hjá Máln- ingu hf. er nýbúið var að setja á stofn og þar vann hún um margra ára skeið þar til heilsan fór að gefa sig og hún settist þá í helgan stein eins og sagt er. Við bræðumir viljum þakka því marga starfsfólki er móðir okkar starfaði með í gegnum árin og sýndu henni vinsemd og virðingu. A efri ámm átti hún því láni að fagna að geta ferðast með föður okkar á æskuslóðir hans þar sem þau komu sér upp ásamt sonum sínum sumarsælureit í landi Fagra- dals í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar áttu þau sínar ánægjustundir við nið hafsins við sendna strönd Vest- ur-Skaftafellssýslu og mildan hljóm bjargfuglanna. Hún var ástrík móðir, skiln- ingsrík og gjöful tengdamóðir og dásamleg amma. Við bræðumir þökkum henni fyrir lífið er hún gaf okkur og allar samverustundimar sem munu varðveitast í hugum okkar og hjarta. Guð varðveiti móður okkar og blessi um eilífð. Synir t Útför konu minnar og móður okkar, JÓHÖNNU METHÚSALEMSDÓTTUR, Þangbakka 10, Reykjavfk, sem lést í Vífilsstaöaspítala 8. október fer fram frá Áskirkju föstu- daginn 17. okt. kl. 15.00. Stefnir Runólfsson, Regfna Stefnisdóttir, Þóra Stefnisdóttir, Hrönn Stefnisdóttlr, Anna Nfna Stefnisdóttir, Fanný Stefnisdóttir, Hugrún Stefnfsdóttir, Auður Stefnisdóttir, Runólfur S. Stefnisson, Valur Jóhann Stefnisson, tengdabörn og barnabörn. t Útför föður okkar, bróður, afa og langafa ÁSMUNDAR KR. ÁSGEIRSSONAR, fyrrverandi skákmeistara, Háteigsvegi 4, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. október kl. 13.30. Fyrir hönd systra, barnabarna, barnabarnabarna og annarra vandamanna. Ása Ásmundsdóttir, Ásgeir Ásmundsson. t Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, DR. BJÖRN ÞORSTEINSSON, Hjallabrekku 19, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. október kl. 13.30. Jarðsett veröur í Fossvogskirkjugarði. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Sagnfræðisjóö Björns Þor- steinssonar. Tekið er við minningargjöfum á skrifstofu Háskóla íslands. Guðrún Guðmundsdóttir, Valgerður Björnsdóttir, Ágúst Þorgeirsson, Kristbjörg Ágústsdóttir, Björn Ágústsson, Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.