Morgunblaðið - 15.10.1986, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 15.10.1986, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 43 unum — aðbúð þess og vinnuað- stöðu úti og inni, var að flestar eða nær allar jarðir þessa lands voru endurhýstar bæði að íbúðar- og útihúsum. Fólk og fénaður flutti í Qölmörgum tilfellum beint úr torf- húsum í steinsteypt hús og bygg- ingar. Teikningar að þessum nýju húsum komu í nær öllum tilfellum frá teiknistofu landbúnaðarins. Drættimir frá teikniborði Þóris og samstarfsmanna hans breyttu því svipmóti sveitanna og gáfu þeim nýtt andlit. Hagsýni Þóris og góð þekking á högum og getu fólksins kom sér nú vel og átti stærri þátt í hinni ævintýralegu byltingu en menn munu almennt hafa gert sér grein fyrir. Þó að byggingamar frá krepputímanum þyki nú ekki stórar eða hátimbraðar verður að minnast þess við hvaða aðstæður þær risu og hve stórt skref var stigið og mikið gert af takmörkuðum efnum. En Þórir teiknaði margt annað en byggingar í sveitum og varð þekktur arkitekt fyrir fjölmargar byggingar er risu eftir teikningum hans bæði í Reykjavík og víða um landið. Nefna má Alþýðuhúsið við Hverfísgötu, Mjólkursamsöluna við Laugaveg og Kaupfélagshúsin á Húsavík og Selfossi. Þá teiknaði hann mörg félagsheimili í sveitum, nokkur fjölbýlishús í Reykjavík og fjölmörg einbýlishús. Árið 1934 kvæntist Þórir Borg- hildi Jónsdóttur, Jónatanssonar alþingismanns og bónda á Ásgauts- stöðum við Stokkseyri og Kristjönu Benediktsdóttur frá Vöglum í Fnjóskadal. Böm þeirra em: Hrafn starfs- maður Atlantshafsbandalagsins, Bera menntaskólakennari í Reykjavík og Svala listmálari í Washington. Ekki er hægt að minnast svo ævistarfs Þóris að Borghildar og heimilis þeirra sé ekki getið. Borg- hildur er einstæð mannkostakona, vel gerð og glæsileg í allri fram- komu, en umfram allt á hún þá hlýju, góðvild og hjálpsemi sem gerir það að hennar hljóta þeir sem þekkja að minnast þegar þeir heyra góðrar konu getið. Heimili þeirra var fagurt og gert af smekkvísi beggja. Þangað var alltaf gott og einstaklega skemmtilegt að koma og njóta gestrisni, hlýju og glað- værðar húsbænda og bama. Þess minnast margir sveitunga Þóris að norðan og þó sérstaklega systkinaböm hans og þeirra fólk, sem þar áttu jafnan ömggt athvarf. Störfum Þóris hefur verið lýst að nokkm en manninum aðeins að litlu leyti. Hann var ákaflega vel gerður maður og fjölhæfur. Fyrst kemur í hugann glettni hans og gaman- semi, henni hélt hann til hins síðasta. Hún var fáguð og aldrei til að særa aðra. Hann talaði fagurt mál og var viðræðusnillingur. Hann var ijöl- fróður, las mikið og fylgdist jafnan mjög vel með öllum málum samtíð- arinnar innanlands og utan og ræddi þau gjaman. Það sem hann skrifaði um fjölmörg þjóðmál var markvisst og sett fram á skýran og skeleggan hátt á einstaklega góðu máli. Hann var alla tíð einlæg- ur félagshyggjumaður og æ víð- sýnni með ámnum, eins og einkennir marga ágæta gáfumenn. Þórir Baldvinsson var í raun bæði skáld og rithöfundur. Það sýna fjölmargar smásögur hans og kvæði er birtust í ýmsum tímaritum jafnan undir pennanafninu Kolbeinn frá Strönd. Allt var það að sjálfsögðu gert í hjáverkum og er því leyfílegt að spyija hvað hefði orðið ef hann hefði lagt ritstörf fyrir sig. Eftir að Þórir hætti sínum föstu störfum átti hann gott og fagurt ævikvöld. Þrátt fyrir þverrandi líkamskrafta síðari árin hélt hann áfram að fylgjast með til hins síðasta. Öll mál komu honum við, en málefni sveitarinnar hans og hér- aðsins vom honum sífellt ofarlega í huga og kannski því meir sem á leið. Hann vann m.a. vemlegt starf og var harður baráttumaður í vam- arbaráttunni fyrir Mývatni og Laxá og vann að vemdun þess svæðis. Allt fram til hins síðasta hélt hann uppi vömum fyrir landbúnaðinn og sveitimar. Hann unni þeim og bar djúpa virðingu fyrir bændastéttinni. Hann vildi stöðugt heyra fréttir úr sveitinni sinni og ræða um hvað henni mætti verða til gagns. Um það hafði hann ætíð margar hug- myndir. Það var jafnan aflgjafí og andleg hressing að koma til Þóris og Borg- hildar og ógleymanlegt að sitja við skör þessa gagnmenntaða heims- borgara sem varðveitti hjartalag sveitamannsins og drauma og vonir aldamótakynslóðanna. Við Sigurveig sendum Borghildi og fólki þeirra kveðjur innilegs þakklætis og samúðar. Jónas Jónsson í dag, miðvikudag, er til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík Þórir Baldvinsson, arki- tekt og fyrrverandi forstöðumaður Teiknistofu landbúnaðarins. Við Þórir vomm frændur og vinir, því hann og Guðrún, móðuramma mín, vora systkinaböm. Þórir var orðinn 85 ára þegar hann lést og búinn að lifa flesta jafnaldra sína, þótt heilsulítill væri lengst af, og enda þótt hann hefði verið rúmfastur í ein þijú ár kom mér fráfall hans að sumu leyti á óvart. Utaf fyrir sig hefði hann allt eins getað orðið 100 ára, sem nú minnir enn á þá lexíu að maður á að vera duglegri að rækta frændsemi og vináttu, ekki síst þegar í hlut eiga menn eins og Þórir, sem var allra manna gáfaðastur og skemmtilegastur. Þórir var með hávöxnustu mönn- um sinnar kynslóðar, þótt fáir núlifandi muni eftir honum öðravísi en hálfbognum, því rúmlega tvítug- ur að aldri fékk hann lömunarveiki vestur í Bandaríkjunum og var lam- aður neðan mittis æ sfðan. Hins vegar sagðist Þórir einu sinni hafa verið að ganga með lágvöxnum manni eftir Kirlqustræti — þetta hefur verið kringum 1920 — og mættu þeir þá Guðmundi Hannes- sjmi prófessor sem kom fyrir homið á Alþingishúsinu. Þegar hann sá þá Þóri bað hann þegar í stað um leyfí til að mæla hann þama á staðnum, en Guðmundur var að safna „statistík" um líkamshæð Is- lendinga. Litla manninn mældi Guðmundur ekki. Þórir Baldvinsson fæddist á Granastöðum í Köldukinn 20. nóv- ember 1901, sonur Baldvins Baldvinssonar og Kristínar Jóns- dóttur. Eftir gagnfræðapróf frá Akureyri hélt hann til Vesturheims að læra húsagerðarlist og lauk prófí í arkitektúr frá háskóla í San Franc- isco, en árið 1930 tók hann til starfa á Teiknistofu landbúnaðarins í Reykjavík þar sem hann starfaði í tæpa fjóra áratugi, til ársins 1969 er hann lét af störftim fyrir aldurs sakir. Hann var forstöðumaður teiknistofunnar frá 1937. Þórir teiknaði mörg hús í bæjum og sveit- um um land allt, m.a. Alþýðuhús Reykjavíkur við Hverfísgötu, gamla Mjólkurstöðvarhúsið við Laugaveg, sem nú á að verða þjóðskjalasafn, og eldra verzlunarhús Kaupfélags Áraesinga á Selfossi. Hann skrifaði smásögur og ljóð í blöð og tímarit undir dulnefninu Kolbeinn frá Strönd; skrifaði einnig um bygg- ingamál og var um tíma ritstjóri tímaritsins Dvöl. Mér þótti Þórir afar merkilegur maður og óvenjulegur. Hann sigr- aðist á fötlun sinni með glæsibrag — margir hafa að sönnu sigrazt á ennþá meiri fötlun — og lifði góða og ríka ævi, og eftir að hann eltist tók hann að rækta andann lfkt og líkamsræktarmenn rækta skrokk- inn: Þórir las átta tíma á dag, og reyndi að muna og melta allt sem hann las, bókmenntir, ljóð og vísindi, og kannski margt fleira. Hann las verk nýrra Nóbelshöfunda jafiióðum, mest í enskum þýðingum að sjálfsögðu, og var áskrifandi að margvíslegum tímaritum. Hann hélt óskertum andlegum kröftum til hinzta dags. Þórir var fulltrúi dálítils hóps manna, sem nú er að hverfa, þeirra, sem ungir fóra til Bandaríkjanna milli stríða og komu aftur heim. Þessir menn eiga sam- eiginlega mikla trú á lífíð og „möguleikana", vísindin, framfar- imar og framtíðina. Þeir trúa því, að hver sé sinnar gæfu smiður, fylgjast vel með og láta sér detta margt í hug. Þetta era raunar bestu eiginleikar Bandaríkjamanna, sem þessir menn hafa tileinkað sér, en mig granar að þessir eiginleikar séu einnig að hverfa vestra. Þótt hver sé sinnar gæfu smiður getur enginn farið að dæmi Munch- hausens baróns og hafið sjálfan sig upp á hárinu hjálparlaust — Munch- hausen braut náttúralögmálin, en Þórir fékk stuðning hinnar beztu eiginkonu, Borghildar Jónsdóttur. Án Borghildar hefði Þórir verið sem strá í vindi, þrátt fyrir viljaþrek sitt og skaphörku. En með Borghildi var hann sterkur, heimili þeirra hlý- legt menningarheimili og húsfreyj- an fágætur meistarakokkur. Þau eignuðust þijú böm, Hrafn sem starfar í Braxelles, kvæntur Guð- rúnu Bjamadóttur, Bera, kennara, sem gift er Nirði P. Njarðvík, og Svölu, iryndlistarmann í Washing- ton, sem gift er Melhem Salman hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Engum er ætlað eilíft líf, a.m.k. ekki héma megin grafar, þannig að tæplega gerir héraðsbrest þótt hálfníræður maður falli frá. En samt er harmur kveðinn að ástvin- um Þóris, slíkur vinur og slíkt fjölskylduhöfuð sem hann var. Við Helga sendum innilegar samúðar- kveðjur á Fomhaga 25. Sigurður Steinþórsson Tölvusýningin í Radíóbúðinni Skipholti 19 & L5 Opin kl. 9 - 18 Enginn aðgangseyrir Kynnum í dag Microsoft Excel forritið fyrir þá, sem vinna við tilboðsgerð, skila vönduðum skýrslum, gera fjárhagsáætlanir, o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.