Morgunblaðið - 15.10.1986, Síða 48

Morgunblaðið - 15.10.1986, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 Ást er, ... að heyra hann segja: „Eg þarfnast þín. “ TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Tlmes Syndicate & Með morgunkaffínu TAÍV*01**SKI Get ég fengið afhent fæð- ingarvottorð. HÖGNI HREKKVlSI J Fáein orð um krabbameins- skoðun og hjúkrunarfólk Velvakandi góður. í dálkum þínum birtist 2. október sl. bréf frá konu, sem kallar sig J.G. Segir hún frá því í bréfi sínu, að hún hafi nýlega farið í krabba- meinsskoðun og kvartar yfir því, að viðmót þeirra, sem höfðu af- skipti af henni í því sambandi, hafi verið kuldalegt og hafi „mannskj- an“ eins og hún orðar það „hreint út sagt sýnt sér ókurteisi". Ég verð að segja, að ég varð Fréttir á táknmáli í sjónvarpinu eru sendar út kl. 17.55. Þessar fréttir eru ætlaðar heymarskertum og eru sem stuðningur við aðalfrétt- imar. Fá þessir einstaklingar innsýn í þær fréttir sem á eftir koma og gerir þessu fólki betur kleyft að fylgjast með því sem er að gerast í umheiminum. Eg vil spyrja ráðamenn rikisQöl- miðla. Hver er þjónustan við þennan hóp? Að vísu er þetta minnihluta- hópur, 200 - 300 manns. Vitið þið að útvarp getur þetta fólk lítið not- Við sem höfum notið mjög ánægjulegrar dvalar í Hveragerði á tímabilinu 19.-28. ágúst, í boði Gísla Sigurbjömssonar forstjóra Gmndar, fæmm honum hinar inni- legustu þakkir fyrir huglsemina í okkar garð. Einnig þökkum við hinn frábæra aðbúnað á staðnum. mjög undrandi þegar ég las þetta bréf. Svo vill til, að ég er líka nýbú- in að fara í krabbameinsskoðun, og ég hefi allt aðra sögu að segja. Allir þeir, sem höfðu afskipti af mér í þessu sambandi, vom einstak- lega ljúfir í viðmóti og elskulegir. Vom það 4 starfsmenn stofnunar- innan kona í móttöku, tvær hjúkr- unarkonur og læknirinn, sem skoðaði mig. Þegar heim var komið hafði ég orð á því, hversu elskulegt að. Það eina sem þessi hópur getur fært sér í nyt em 4 mínútur og nú er búið að færa þær úr samhengi við aðalfréttimar. Því bið ég ykkur um að færa táknmálsfréttimar og hafa þær rétt á undan aðalfréttun- um. Á þessu sjáið þið að þetta fólk er nægjusamt, við biðjum um aðeins nokkrar mínútur, á réttum stað. Ég er þess fullviss að þetta er ekkert mál og vilji ráðamanna jafn- vel fyrir hendi. Kristjana Við sendum líka þakkir til hins ágæta starfsfólks. Að lokum þökk- um við stjóm Kvenfélags Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði að hafa valið einmitt okkur til þessarar dásam- legu dvalar. Sex aldraðir úr Fríkirkjusöfn- uðinum í Hafnarfirði. allt þetta fólk hefði verið, og kann ég því bestu þakkir fyrir. Ég er svo lánsöm, að ég hefi alla ævi verið mjög heilsuhraust, og er ég forsjóninni óskaplega þakklát fyrir það. Þó kom það fyrir mig fyrir nokkr- umk ámm, að ég þurfti að fara í rannsókn í berklavamadeild Heilsu- vemdarstöðvar Reykjavíkur. Kom þá í ljós blettur í öðm lunganu, og var ég því lögð inn á Landspítalann til frekari rannsónar. Niðurstaðan af þeirri rannsókn var, sem betur fer, að ekkert alvarlegt var á seiði, en vegna blettsins í lunganu, sem enn er þar, þarf ég að fara í eftiriit í berklavamastöðina tvisvar á ári. Af þessum sökum hefi ég að sjálf- sögðu haft kynni af allmörgu starfsfólki heilsugælsunnar í Reykjavík, og verð ég að segja, að allt þetta fólk, án undantekninga, hefír verið einstaklega hlýlegt og þægilegt í viðmóti. Hefi ég oft haft orð á því við ýmsa og talað um, hversu þakklát við íslendingar meg- um vera fyrir þá góðu og nákvæmu heilsugæslu, sem við njótum, og ekki síst fyrir það elskulega fólk, sem við hana starfa. Vil ég hér með senda því öllu bestu kveðjur og þakkir. í bréfi sínu segir J.G. ennfremun „(En þrátt fyrir það) hefur maður nú kynnst því alls staðar þar sem maður kaupir þjónustu, að manni sé sýnd fyllsta kurteisi. Viðskipta- vinurinn er nr. 1, 2 og 3." Svo einkennilega vill til, að fyrir fáum dögum kom bandarískur mað- ur inn á vinnustað, þar sem ég vinn. Hann hafði þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér í Reykjavík og var spurður, hvort honum fyndist ein- hver munur á að vera á sjúkrahúsi hér eða í Bandaríkjunum, þar sem hann er búsettur. Svaraði hann því til, að hér væri miklu betra að vera. „Hér er litið á mann eins og mann- eskju. í Bandaríkjunum er maður aðeins viðskiptavinur." Ég held að við ættum ekki að óska eftir því að skipta. G.A. 3217-6798 Táknmálsfréttirnar bestar rétt á undan aðalfréttum Þakkir til Gísla Signrbjörnssonar Víkveiji skrifar Spjall Helga Helgasonar frétta- manns við bömin er eitt það eftirminnilegasta sem kom út úr maraþonumfjöllun ríkissjónvarpsins um leiðtogafundinn í Höfða. Eins og dæmin sanna er það hægara sagt en gert að fá böm til þess að tjá sig í hljóðnema fyrir framan sjónvarpsvélar; feimnin ber þau of- urliði og hátíðleiki stundarinnar og þeim verður næsta svarafátt sem vonlegt er. Helgi virtist aftur á móti lítið hafa fyrir þvf að ná trúnaði bam- anna og svör þeirra vom skýr og afdráttarlaus — og svo síðast en ekki síst það sem fullorðnir kalla „bamalega einlæg". Ingvi Hrafn fréttastjóri bar réttilega lof á þenn- an „bamaþátt" á hinni endalausu vakt sinni við hljóðnemann og vék einmitt að því hve ágætlega Helga hefði tekist að bijóta niður feimn- ismúr þessara smávöxnu landa okkar. XXX Ingvi Hrafn skýrði svo frá í gær að erlendir sjónvarpsmenn hefðu falast eftir og fengið sumt af því efni í máli og myndum sem íslensku sjónvarpsmennimir sýndu okkur þessa daga þegar öll veröldin ein- blindi á Revkiavík. Siónvamið seldi þessa þjónustu sína á 10.000 krón- ur mínútuna, hvað þykir víst ekki dýrt á vígstöðvum þeim. Vonandi varð einhver erlend stöð til þess að kaupa þáttinn með bömunum. Eins og fram hefur komið í viðtölum höfum við fullorðna fólkið nánast gengið út frá því sem vísu að allt tal okkar um gjöreyðingarvopn og önnur morðtól færi fyrir ofan garð og neðan hjá yngstu borgurunum. Öðru nær. Eins og títtnefndur sjónvarpsþáttur sýndi, velta bömin þessu ekki einasta fyrir sér heldur sjá þau líka furðuvel í gegnum allt rausið og slagorðin og fögru fyrir- heitin sem risaveldin skulu aldrei láta bregðast að beita í málflutn- ingi sínum. XXX Grænfriðungar eru afskaplega sárir við okkur íslendinga eins og sjá má af fréttum. Það er ekki nóg með að sjóliðamir okkar hafi stuggað þeim frá Reykjavíkurhöfn — hvert þeir stefndu í heimildar- leysi — heldur eiga þeir líka að hafa valdið tjóni á skipinu þeirra, Siríusi, með hinum „harkalegu" við- brögðum sínum. A einni fréttamyndinni sem birt var í gær stendur Ed Engel skip- stióri við borðstokk Siríusar og bendir með hneykslunarsvip á verksummerki. Gunnar Bergsteins- son, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fræðir þá Grænfriðunga á hinn bóginn ögn um sjómennsku í sama blaði. Hann segin „Skipstjóri Sirí- usar veit vel að árekstur er óhjá- kvæmilegur þegar skip sigla samhliða svo nálægt hvort öðm. Það er eðlisfræðilegt lögmál." XXX Viðbrögð grænfriðunga við mót- leik varðskipsmanna em áróðurskennd og öfgafull að vanda. Þeir em rétt einu sinni hinir frið- sömu sómamenn sem vondir menn taka sér fyrir hendur að hrella. Þeir létu að vísu úr höfn í Hafnar- firði í heimildaríeysi — en það er aukaatriði í þeirra augum. Þeim láðist að hafa hafnsögumann um borð eins og þeim var skylt og þeim láðist að greiða hafnargjöld sín — en það em líka aukaatriði eins og gefur að skilja. Það eitt skiptir máli að þeirra dómi að þeir fengu ekki að fara sínu fram, að hunsa fyrirmæli ísienskra stjómvalda. Þeir haga sér eins og boðflennur sem byrja á að mölva húsgögnin og væna síðan húsráðanda um mddaskap og ógestrisni þegar hann tekur því ekki með þögn og þolin- mæði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.