Morgunblaðið - 15.10.1986, Page 49

Morgunblaðið - 15.10.1986, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986 49 Glötuð sjónvarpshelgi Jóhannes Proppé skrifar: Þetta var nú meiri helgin. Sjón- varpið var búið að telja manni trú um að það væri bráðnauðsynlegt að glápa á Höfða alla helgina og svo var maður í raun og veru að glápa á ekki neitt. Svona er mátt- ur fjölmiðlanna mikili. Var nauðsynlegt að plata mann á þennan hátt. Þá var nú aldeilis reynt á þolrifin, þegar komið var að öllum þessum fundum með fréttamönnunum. Hvaða tilgang- ur var í því, að giápa svona lengi á fýlupokann Schults hrósa Reag- an og mála að öðru leyti skrattann á vegginn og ég tala nú ekki um að þurfa að hlusta á hinn mál- glaða og sjálfumglaða Gorbachev tala á annan klukkutíma um ekki neitt, fór eiginlega í heilan hring áður en hann lauk máli sfnu! (Líklegast hefur hann haldið að hann væri að tala í æðsta ráðinu). Ég veit að ég gat skrúfað fyr- ir, en maður var jú að bíða eftir einhveiju bitastæðu. Það kom að vísu, en ég var þá orðinn svo illur að ég var farinn að hreyta ónotum í hundinn, blásaklausan (það var enginn annar heima sem ég gat látið reiði mína bitna á). En ljósi punkturinn kom. Heimsókn Reag- ans á Keflavíkurflugvöll. Sú ræða sem hann hélt þar og þær móttök- ur sem hann fékk frá áhorfendum, komu mér aftur í gott skap. Þó ég hafi ekki mikið álit á Reagan þá var ekki hægt annað en hrifast af þeirri lífsgleði og samhug sem þar kom fram, allur salurinn blátt áfram logaði í gleði og bjartsýni á framtíðina. Svona eiga fundir að vera, þeir eiga ekki alltaf að miða að þvf að gera mann dapran í bragði. Sem sagt, ísl. sjónvarps- fólk! Þið stóðuð ykkur vel, en voruð hræðilega og leiðinlega þaulsætin með vita einskisverð atriði fyrir flesta. Og ef þið ætlið að sýna þessa fundi með blaða- mönnum aftur, í guðanna bænum gerið það þá á tíma sem hinn al- menni áhorfandi notar ekki til að rýna á skjáinn. Bleiki pardusinn og Tommi og Jenni voru í raun og veru sigur- vegarar þessa leiðtogafundar. Júgnrð og jóganggallar Hinn 17. september skrifaði ég lítið bréf í Velvakanda þar sem ég mældi með orðinu deyfidó í stað útlenda orðsins vídeó (myndband er að hverfa úr daglegu máli okkar eins og allir vita; fólkið í landinu hefur hafnað því). Ég gerði einnig tillögur um orð er deyfídói tengj- ast. Til upprifjunar má nefna deyfidós (vídeótæki) og deyfidúsu (vídeóspólu), einnig sögnina deyfido (með o-i) sem merkir að horfa á vídeó, þátíð deyfidoði, sbr. freyðiþvoði. Að öðru leyti verður að vísa til greinarinnar frá 17. sept- ember. Margir hafa komið að máli við mig og lýst ánægju sinni með tillög- ur mínar. Kann ég þeim öllum bestu jiakkir fyrir. f upphafi umrasddrar greinar í tefndi ég nokkur orð sem ekki hafa verið þýdd á íslensku en eru algeng í máli okkar. Allmargir einstakling- ar og félagasamtök hafa snúið sér til mín og beðið mig að gera tillög- ur um góð og íslensk orð í stað hinna erlendu sem hljóma í sumra eyrum eins og fölsk nóta í fögru dægurlagi. Orðin sem um ræðir eru jogginggalli, cheeríos, jógúrt og trimm. Tökum þetta í röð og ræð- um lítillega. 1. Jogginggalli: Eins og margir vita getur enska orðið jog þýtt að hlaupa við fót eða skokka. Hlaupa- galli eða íþróttabúningur væri því fullgóð orð yfir jogginggalla. Sætti menn sig hins vegar ekki við þau orð mæli ég með jóganggalla. Jó- gangur minnir á gang hesta en jog á ensku getur einmitt átt við um hesta og þýðir þá að skrölta áfram á einhvers konar brokki. Nú hlaupa menn við fót á jóganggöllum sínum og ná stundum brokkhraða hesta; þeir fara á jógangi. Og hver veit nema þeir hafí verið dráttarklárar í fyrra lífi. — Ég bendi líka á að jóganggalli minni á ensku fyrir- myndina og ætti það að geta glatt þá sem erfitt eiga með að segja í einu vetfangi skilið við „sætan són“ enskunnar í íslensku máli sínu. 2. Cheerios: Þetta eru hringimir sem böm okkar eta á morgnana. „Mamma má ég fá síríos?" eða serí- os?“. — Hví ekki sirís? Sí-ris. Sífellt rísa bömin úr rúmum sínum á nýj- um morgni; sí og æ er risið úr rekkju. Þá er vel við hæfi að fá sér sírís. Orðið er eintöluorð eins og safnorðin hris og mjólk. 3. Jógúrt: Hér skal mælt með júg- urð, kvenkynsorði sem beygist eins og afurð. Fyrri hluti orðsins vekur hugrenningar um að þetta sé mjólk- urafurð, sem eigi upphaf sitt í júgri kýrinnar (ekki kúnnar, eins og doktorinn í dýralækningum sagði í sjónvarpi á dögunum). 4. Trimm: Þetta orð hefur alla tíð átt undir högg að sækja, sérstak- lega í ríkisfjölmiðlum. Mönnum finnst það ljótt og hrátt. Hér mæli ég með að nota hið gagnsæja orð tárím og sögnina táríma. Trimmið (héðan í frá kallað tárím) er fólgið í léttum líkamsæfingum (hófsamari íþrótt en vaxtarrækt) og oftast koma tæmar við sögu, beint eða óbeint: Maður þarf að láta hug og hjarta, hendur og lær ríma við tæm- ar ef tárímið á að heppnast. Spjall mitt verður ekki lengra að sinni. Skylt er þó að setja fram heilbrigðis-hugvekju í lokin: Hrossaræktarráðunauturinn klæddist jóganggalla í morgunsárið því að hann hafði ákveðið að táríma áður en hann héldi í hrossaskoðun. Að táríminu afloknu fór hann í þrifabað, enda sveittur. Fékk hann sér síðan júgurð og dálítið af sírisi með. David Velvakandi biðst afsökunar: Enn er spurt eftir svörtu peningaveski Ungur piltur týndi því á leið í Hagkaup Þau slæmu mistök urðu að fyrir- spum móður um svart peninga- veski, er sonur hennar glataði föstudaginn 3. október, birtist ekki fyrr en laugardaginn síðasta. Fyrir þetta verður ekki bætt og biður Velvakandi móðurina afsökunar á klaufaskapnum. En um leið vill Velvakandi beina þeim tilmælum til þess er fann vesk- ið að skila því við fyrstu hentug- leika. í veskinu vom umtalsverðir fjármunir og sonurinn, sem glataði því á leið í Hagkaup að kaupa þar föt og bækur til skólans, vann fyrir þessum peningum í sveita síns and- lits og ekki sanngjamt að hann uppskeri aðeins tár og vonbrigði. Velvakandi vill því beina þeim tilmælum til þess er fann veskið að hafa samband í síma 11036. Fundarlaun em í boði. SJALFSTÆÐISMENN REYKJAVIK! RÚNAR Á ÞING Kosningaskrifstofa, Klapparstíg 26e.h. s. 28843. Hjartanlegar þakkir til allra œttingja og vina sem glöddu okkur á gullbrúökaupsafmœlinu 1. október sl. meÖ heimsóknum, gjöfum, blóm- um og skeytum eða á annan hátt geröu okkur daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Torfhildur GuÖbrandsdóttir og Matti Ó. Ásbjörnsson. getrluna- VINNINGAR! 8. leikvika -11. október 1986 Vinningsröð: 111-12X-111-111 1. vinningur: 12 rétlir, kr. 107.700,- 1391+ 42343(4/11) 96029(6/11)+ 127414(6/11) Úr 7. viku: 6646(3/11) 48887(4/11) 126945(6/11 (+553560 62481(4/11) 2. vinningur: 11 róttirf kr. 2.258,- 352 13325 47970* 56470 95597+ 125292 201139 1683 + 13939 48507 56579+ 96030+ 125445* 202690+ 2425 14132 48715 56756 96357 126170 206590 3605 16935 49641 57617* 96749 127085* 206598 3787 16984 49642* 59130* 97317* 127309* 206640 4056 + 17752+ 51741- 59240 97701 12731D* 206952*+ 4084 40251 51938 59773 97758 127826 206974+ 4324 + 41706+ 52030 59920+ 98317 127841 206980+ 5921 42690+ 52226+ 60503 98451 128007 207421 6426 43572 52428+ 62217*+ 99186+ 128432 6465 43603 53017 62285 99223 128824* Ör 5. viku: 7157 45476 53401 62444 100556+ 129018 52500 7706 45755 54518 63062+ 101162 129765*+ 11043 46116 ■54544 95003 101188 129944 Ör 7. viku: 11708 46789 54543 95009 . 101319 130515* 52730 12182+ 46850 54695 95101* 101584 130516* 54091* 12678 46935* 54972+ 95489 , 101841 184129 101765+ 12857 46988 55259 95571 102001+ 184350 12943+ 47086 55437+ 95588 125238 184493 13149 47969* 56001 95590 125247 184605 * = 2/11 * = 2/11 Kærufrestur er til mánudagsins 3. nóv. 1986 kl. 12.00 á hádegi. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni i Reykjavfk. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.