Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 Reykjavíkurfundurinn: Erlendir blaðamenn láta vel af aðbúnaði Á MEÐAN Reykjavíkurfund- inum stóð dvaldi hér mikill fjöldi erlendra blaðamanna og undruðust sumir aðfarirn- ar þegar verið var að und- irbúa fundinn, sem haldinn var með ellefu daga fyrir- vara. Flestir virtust hæstán- ægðir með aðbúnaðinn, eins og kemur fram í lýsingu breska blaðamannsins Micha- el Binyon, við The Independ- ent, hér á eftir: „Hvað valið á fundarstaðnum varðar, eru blaðamenn á einu máli um að það hafí verið ein- stakt. Margir frábærir veitinga- staðir, vingjamlegir leigubílstjór- ar, gott símkerfí, heitar laugar og frekar frumlegir og óvenjulegir skemmtistaðir kunna öðru fremur að hafa haft áhrif á þennan dóm. „Miklu betra en Sviss", var setning sem íbúar landsins kunnu vel að meta og hefúr vakið vonir sumra um að haldnir verði árlegir fundir stórveldanna, þar sem „Reykjavíkurandans" yrði minnst. Aðeins fundarmenn sjálfír, úr- vinda eftir 10 klukkustunda maraþonnæturfundi um afvopnun- armál, flug til Brússel og Austur- landa til þess að skýra bandamönnum sínum frá árangri fundarins, kynnu að vonast til þess að fundir haldnir í Washing- ton eða Moskvu yrðu aðeins rólegri." Leiðtogar stórveldanna: Telja að samn- ings möguleikar séu enn verulegir Washington og New York, AP. LEIÐTOGAR stórveldanna, þeir Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, kenna enn hvor öðr- um um ófarirnar í Reykjavík, en þó hefur borið á jákvæðari yfir- Iýsingum undanfama tvo daga. Hafa báðir aðilar lýst yfir samn- ingsvilja sínum um að vígbúnað- arkapplaupið skuli stöðvað. Vitað er að samningamenn Bandaríkjastjórnar í Genf hafa fengið ný fyrirmæli, svo að af- vopnunarviðræðumar þar miðist við viðræður leiðtoganna á Reykjavíkurfundinum. Dudley Herschbach og dóttir hans, Brenda, fagna fréttinni um, að honum hafi verið veitt Nóbelsverðlaunin. Nóbelsverðlaunin í efnafræði: Veitt 3 mönnum fyrir rann- sóknir á efnahvörfum Stokkhólmi, AP. ÞRÍR vísindamenn hlutu i sam- einingu Nóbelsverðlaunin í efna- fræði að þessu sinni. Þeir era Bandaríkjamennimir Dudley R. Herschbach, prófessor við Har- wardháskóla, Yuan T. Lee, prófessor við Kalifomíuháskóla og John C. Polanyi, prófessor við háskólann i Toronto i Kanada. Bandaríkin: Þingnefndir samþykkja fjár- lög fyrir sljórn Yuan T. Lee. Fengu þeir verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á efnahvörfum. í greinargerð sænsku akade- míunnar fyrir verðlaunaveitingunni segir, að þessir þrír menn hafí gert mjög merkilegar uppgötvanir á vettvangi eðlisefnafræði, sem haft hafi afar mikla þýðingu fyrir skiln- ing á efnahvörfúm. Yuan Lee er fæddur 1936 á Ta- John Polanyi. iwan og er hann lfkt og Polanyi, sem er 57 ára og af þýzkum upp- runa, í hópi þeirra mörgu vísinda- manna, sem flutzt hafa til Norður- Ameríku frá heimalandi sínu á þessari öld. Dudley R. Herschbach er fæddur 1932 í San Jose í Kalifomíu. Hann hefur verið prófessor við Harvard- háskóla síðan 1963. Utanríkisráðherrar stórveld- anna hyggjast hittast í Vínarborg hinn 5. nóvember, en þeir verða þar ásamt fulltrúum 33 annarra ríkja til þess að ræða Helsinki- sáttmálann. Shultz sagði að ætlun hans væri að hefja viðræður þær, er slitið var í Reykjavík, að nýju. Að undanfömu hafa Reagan, Shultz og fleiri háttsettir embætt- ismenn Bandaríkjastjómar kynnt málstað stjómarinnar og afstöðu mjög rækilega. Þrátt fyrir að þeir hafí sagt að langt hafí miðað og áfram skuli haldið veginn, hefur hvergi verið gefíð til kynna að rannsóknir við geimvamaáætlun- ina verði bundnar við rannsóknar- stofur. Gorbachév lítur á geimvamaá- ætlunina sem beina ögrun við Sovétríkin. í sjónverpsávarpi sínu til þjóða Sovétríkjanna sagði hann það ásetning Bandaríkjamanna að láta „Sovétríkjunum blæða út efnahagslega" með því að heyja dýrt vígbúnaðarkapphlaup í geimnum. Reagan sagði að í gær að enn væm möguleikar á samningum og að á Reykjavíkurfundinum hefði verið lagður grundvöllur, sem hægt væri að byggja afvopnunar- samninga á. Gorbachev sagði á hinn bóginn að ekki mætti hætta viðræðum og að Reykjavíkurfund- urinn gæti orðið upphafíð að mikilli breytingu til batnaðar. Washington, AP. SAMNINGAMENN fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings komust að samkomulagi 560 miljjarða dollara fjárlagaáætlun fyrir næsta fjárhagsár. Aætlunin nær yfir fjárframlög til bæði hemaðar- Og innanrikiamála. Formaður nefndarinnar, sem gerði áætlunina, demókratinn Famie L. Whitten, kvaðst ætlaði að leggja áætlunina undir atkvæði þingsins í gærkvöldi. Afgreiðsla þessarar áætlunar gæti stuðlað að því að þinginu verði slitið, en það hefur nú setið tveimur vikum lengur en áætlað var til að Ijúka af ókláruðum málum. Fjárlagastjóri Ronalds Reagan Bandarílq'aforseta, James C. Miller III., sagði að í samkomulaginu um framlög til vamarmála og erlendrar aðstoðar hefðu flestir vankantar verið sniðnir af. Aftu á móti hefði ekki verið ákveðið hvort Reagan skrifí undir eða beiti neitunarvaldi. Berlín: Upp stiga og yfir múrinn Berlin, AP. TVEIR Austur-Berlínarbúar flúðu yfir tu Vestur-Berlínar í septem- ber með þvi að nota stiga til að komast yfir Berlínarmúrinn. Að sögn Hans Birkenbeul, tals- manns innanríkisráðuneytisins, tóku austur-þýskir landamæraverðir ekki eftir mönnunum þegar þeir flúðu. Nokkrar vikur eru liðnar síðan tve- menningamir flúðu yfir múrinn, en yfírvöld hafa ekki staðfest þetta fyrr en nú eftir að frásögn birtist af flótt- anum I Hamborgarblaðinu Bild. í blaðinu sagði að Jan Peter Múll- er, múrari, og Bemd Hansen, lása- smiður, hefðu klifrað yfir múrinn skömmu áður en grýja tók af degi einn morguninn og gengið yfir Bom- holmer-brúnna sem leið lá í hverfíð Wedding, sem er í franska hluta Vestur-Berlínar. Þegar Múller og Hansen voru komnir yfir múrinn stóðu þeir við brúarsporðinn um 200 m frá klefa austur-þýsku varðanna „og hnén á okkur skulfu eins og lauf í vindi," sagði Múller. „Við kveiktum okkur í sígarettum og gengum yfír brúnna." Nóbelsverðlaun í eðlisfræði: Veitt fyrir smugsjá og rafeindasmásjá Stokkhólmi, AP. ERNST Ruska, prófessor við Fritz Haber-stofnunina í Vest- ur-Berlín, fékk helming Nób- elsverðlaunanna í eðlisfræði, en þau nema um 11,6 milljónum íslenskra króna. Hinum helm- ingnum skiptu Þjóðveijinn Dr. Gerd Binnig og Svisslendingur- inn Dr. Heinrich Rohrer á milli sín, en þeir vinna báðir hjá IBM í Zlirich. Ruska fékk verðlaunin fyrir að hafa fundið upp raf- eindasmásjána og þeir félagar Binnig og Rohrer fyrir að hafa fundið upp smugsjána. Sænska vfsindaakademfan veit- ir verðlaunin og sagði í tilkynn- ingu hennar að störf mannanna þriggja hefðu reynst ómetanleg í þágu iíffræði og læknavísinda. Um brautryðjendastörf Ruska sagði að uppfinning hans hefði reynst „ein sú mikilvægasta á þessari öld“. Binnig og Roher tókst fyrstum allra að smfða smugsjána, sem er ekki hefðbundin smásjá, en þeir hafa unnið saman á rann- sóknarstofum IBM f Zúrich. „Ástæða þess að þeim tókst það sem öðrum tókst ekki, var hin einstaka nákvæmni f allri gerð tækisins". Þetta er annað árið f röð, sem Vestur-íjóðverjar fá hin eftirsóttu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði, en frá stríðslokum hefur mest borið á Bandaríkjamönnum á þessu sviði. Hönnun rafeindasmásjárinnar hófst þegar á þriðja áratugnum, en þá var Ruska enn stúdent við Tæknihákóla Berlínar. Árið 1933 smfðaði hann fyrstu rafeindasmá- sjána, sem tók hefðbundnum smásjám langt fram. Síðan þá hefur Ruska þróað ýmsar tegund- ir rafeindasmásjáa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.