Morgunblaðið - 16.10.1986, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986
Hvert fara skattarnir?:
Útgjaldahlið
fjárlaga-
frumvarps
Eins og frá hefur verið
greint hér á þingsíðu Morgun-
blaðsins gerir frumvarp til
fjárlaga 1987 ráð fyrir ríkis-
sjóðsútgjöldum að fjárhæð
41.584 milljónum króna. Þetta
er 1.582 m.kr. áætluð ríkissjóð-
seyðsla umfram áætlaðar ríkis-
sjóðstekjur. En hvert renna
þessi útgjöld?
Áætluð ríkissjóðseyðsla 1987 er
tíunduð hér á tveimur skýringar-
myndum. Stærri myndin sýnir
áætluð heildarútgjöld ríkissjoð
1987, sundurliðuð gróflega á
gjaldaflokka. Smærri myndin sýnir
annarsvegar stærstu gjaldaþætt-
ina: almanna tiyggingar, mennta-
mál og heilbrigðismál. Hinsvegar,
hvað varið er til gjalda, tengdra
landbúnaði (búnaðarmál og niður-
greiðslur), vegamála og löggæzlu.
Menntamál........6.709 m.kr.
Almannatryggingar. 10.297 m.kr.
Heilbrigðismál....6.541 m.kr.
Niðurgreiðslur....1.090 m.kr.
Búnaðarmál........1.244 m.kr.
Vegamál.................2.135 m.kr.
Lög -/ Dómgæsla...1.907 m.kr.
Þingflokkur sjálfstæðismanna:
Kristín boðin velkomin
KRISTÍNU KVARAN, fyrsta
landskjörnum þingmaður
(Reykjavíkurkjördæmi), var vel
fagnað er hún mætti á fyrsta
fundi sínum hjá þingflokki sjálf-
stæðismanna.
Myndin sýnir Salóme Þorkels-
dóttur, forseta efri deildar, fagna
komu Kristínar í þingflokkinn með
því að færa henni blómvönd. í bak-
sýn er málverk af Bjama heitnum
Benediktssyni, sem lengi var leið-
togi Sjálfstæðisflokksins.
I frétt á þingsíðu Morgunblaðsins
í gær var misritun, varðandi kjör-
dæmi Kristínar. Hún er landskjörin,
úr Reykjavíkurkjördæmi. Kristín
hefur sem fyrr segir gengið til liðs
við þingflokk sjálfstæðismanna.
Mjmdina tók Ijósm. Mbl. Ólafur
K. Magnússon.
LAUN:
13.356 m.kr.
AÆTLUÐ ÚTGJÖLD
RÍKISSJÓÐS 1987
(41.584 m.kr.)
FJARFESTING:
5.176 m.kr.
” .. ■ V ..... - iL REKSTRAR- OG NEYSLUTILFÆRSLUR:
2. Sjúkratryggingar
865 m.kr.
720 m.kr.
6. EndurgreiAslur söluskatts í sjávarútvegi
8.ANNÁÐ
SAMTALS:
ONNUR REKSTRAR-
GJÖLD EN LAUN
5.242 m.kr.
VAXTAGJOLD:
3.440 m.kr.
VIÐHALD:
1.103 m.kr.
Vextir og afborganir:
21,5% af heildartekjum
Forseti sameinaðs þings:
Kjörgengi fjórmenn-
inganna ótvírætt
HLUTFALL afborgana og vaxta
í heildarútgjöldum ríkissjóðs hef-
ur farið vaxandi. Alls tekur þessi
útgjaldaþáttur til sín á líðandi
ári 7.945 m.kr, eða um 21,5% af
heildartekjum rikissjóðs 1986. í
frumvarpi að fjárlögum komandi
árs fer þetta hlutfall hinsvegar
lækkandi, verður 16,9% heildar-
útgjalda 1987, samkvæmt fjár-
lagaf rumvarpi.
Hlutfallsleg lækkun afborgana
og vaxta 1987 stafar m.a. af frest-
un afborgna í Seðlabanka Islands,
skuldbreytingum erlendis sem og
lækkun vaxta á erledum lánsíjár-
mörkuðum.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, forseti Sameinaðs þings,
kvað upp þann úrskurð á Alþingi
í fyrradag, að „ekki væru rök
fyrir því að leggja þetta mál
[kjörgengi Guðmundar Einars-
sonar, Kristínar Kvaran, Kol-
brúnar Jónsdóttur og Stefáns
Benediktssonar] undir úrskurð
Alþingis, enda engin fordæmi
fyrir slíku“.
Þingforseti gat þess að erindi
hefði borizt frá framkvæmdanefnd
Bandalags jafnaðarmanna þar sem
látin væri í ljós sú skoðun, að
greindir þingmenn hafi glatað kjör-
gengi sínu og varaþingmönnum
beri réttur til þingsetu. Forseti vitn-
aði til 48. gr. stjómarskrárinnar:
„Alþingismenn eru eingöngu
bundnir við sannfæringu sína og
eigi við neinar reglur frá kjósendum
sínum".
„Þetta ákvæði vemdar rétt þing-
manns", sagði forseti, „til þess að
taka afstöðu til málefna eftir því
sem sannfæring hans býður, þar á
meðal í hvaða flokk hann kýs að
skipa sér. Geta hvorki einstakir
Umboðsmaður alþingis
Fjölmörg þingmál, frumvörp,
tillögur til þingsályktunar og
fyrirspumir hafa komið fram á
fyrstu starfsdögum Alþingis.
Réttarstaða almenn-
ings.
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks,
Gunnar G. Schram, Pétur Sigurðsson,
Ellert B. Schram og Friðrik Sophus-
son, hafa endurflutt frumvarp til laga
um umboðsmann Alþingis. Umboðs-
maður skal hafa það hlutverk,
samkvæmt frumvarpinu, að styðja
hinn almenna borgara til að ná rétti
sínum í skiptum við stjómvöld og
koma í veg fyrir að menn séu beittir
rangindum af hálfu opinberra aðila.
Útboð opinberra
rekstrarverkefna.
Friðrik Sophusson (S.-Rvk.) flytur
tillögu til þingsályktunar um athugun
á útboðum opinberra rekstrarverk-
efna. Tillagan felur fjármálaráðherra
að láta kanna á hvaða sviðum ríkis-
rekstrar hagkvæmt sé að efna til
útboða.
Byggðastefna og vald-
dreifing
Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.)
flytur tillögu um nýja byggðastefnu
og valddreiflngu til héraða og sveitar-
félaga. Samkvæmt tiilögunni skal
ríkissjómin „marka nýja og þrótt-
mikla byggðastefnu og hefja nú þegar
aðgerðir til að snúa sem fyrst við
kjósendur né stjómmálaflokkar aft-
urkallað þingmennskuframboð þótt
óánægðir séu með afstöðu eða at-
hafnir þingmanns".
fólksflótta utan af landi til höfuð-
borgarsvæðisins". Markmiðið: vald-
dreifíng og flutningur verkefna heim
í héruð.
Lífeyrisréttindi heima-
vinnandi
Málfríður Sigurðardóttir og Kristín
Halldórsdóttir, þingmenn- Kvenna-
lista, flytja frumvarp til laga um
lífeyrisréttindi heimavinnandi hús-
mæðra (breytingu 'lögum nr.
55/1980). Frumvarpið gengur út á
það að heimavinnandi húsmæður og
húsmæður sem vinna minna en hálfan
vinnudag utan heimilis öðlist rétt að
Söfnunarsjóði lifeyrisréttinda. Ríkis-
sjóður greiði mánaðarlega iðgjald til
sjóðsins vegna heimavinnandi hús-
mæðra er nemi 6% af kr. 26.680.-
miðað við 1. júní 1986.
*
I þágn aldraðra.
Guðmundur Bjamason og Stefán
Guðmundsson, þingmenn Framsókn-
arflokks, flytja tillögu um úttekt á
möguleikum og hagkvæmni þess að
nýta ónotað heimavistarhúsnæði í
grunnskólum, héraðsskólum og hús-
stjómarskólum sem dvalarheimili
fyrir aldraða.
Staðgreiðsla opinberra
gjalda 1988.
Þigmenn Kvennalista flytja tillögu
til þingsályktunar, þessefnis, að Al-
þingi álykti að taka beri upp stað-
greiðslu opinberra gjalda einstaklinga
frá ársbyrjun 1988.
Opinberir aðilar:
„Grynnka á er-
lendum skuldum“
„OPINBERIR aðilar munu nú í
fyrsta skipti í meir en áratug
grynnka á skuldum gagnvart
útlöndum. Afborganir nema
380 m.kr. umfram ný lán“.
Þannig komst Þorsteinn Páls-
son, fjármálaráðherra, að orði,
er hann mælti fyrir frumvarpi
að lánsfjárlögum 1987 í efri
deild Alþingis i gær.
Fjármálaráðherra sagði m.a.
að áformað væri að afla ríkisjóði
4.850 m.kr.lánsfjár. Þar af verði
1.370 m.kr. endurlánaðar til fyrir-
tækja og sjóða í B-hluta ijárlaga.
Ráðherra sagði erlendar lán-
tökur opinberra aðila 1987,
samkvæmt frumvarpinu, nema
2.930 m.kr. Áformaðar afborgan-
ir erlendra lána næmu hinsvegar
2.930 m.kr. Hér væru því eftir-
tektarverð tímamót. Erlendar
skuldir hækka ekki, eins og lengi
hafí gerzt. Þvert á móti er niður-
greiðsla hafín.
Lánastofnanir taka lán að fjár-
hæð 2.230 m.kr. Þetta eru
fjármunir sem endurlánaðir verða
til atvinnuveganna.
Stuttar þingfréttir