Morgunblaðið - 16.10.1986, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.10.1986, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 Hvert fara skattarnir?: Útgjaldahlið fjárlaga- frumvarps Eins og frá hefur verið greint hér á þingsíðu Morgun- blaðsins gerir frumvarp til fjárlaga 1987 ráð fyrir ríkis- sjóðsútgjöldum að fjárhæð 41.584 milljónum króna. Þetta er 1.582 m.kr. áætluð ríkissjóð- seyðsla umfram áætlaðar ríkis- sjóðstekjur. En hvert renna þessi útgjöld? Áætluð ríkissjóðseyðsla 1987 er tíunduð hér á tveimur skýringar- myndum. Stærri myndin sýnir áætluð heildarútgjöld ríkissjoð 1987, sundurliðuð gróflega á gjaldaflokka. Smærri myndin sýnir annarsvegar stærstu gjaldaþætt- ina: almanna tiyggingar, mennta- mál og heilbrigðismál. Hinsvegar, hvað varið er til gjalda, tengdra landbúnaði (búnaðarmál og niður- greiðslur), vegamála og löggæzlu. Menntamál........6.709 m.kr. Almannatryggingar. 10.297 m.kr. Heilbrigðismál....6.541 m.kr. Niðurgreiðslur....1.090 m.kr. Búnaðarmál........1.244 m.kr. Vegamál.................2.135 m.kr. Lög -/ Dómgæsla...1.907 m.kr. Þingflokkur sjálfstæðismanna: Kristín boðin velkomin KRISTÍNU KVARAN, fyrsta landskjörnum þingmaður (Reykjavíkurkjördæmi), var vel fagnað er hún mætti á fyrsta fundi sínum hjá þingflokki sjálf- stæðismanna. Myndin sýnir Salóme Þorkels- dóttur, forseta efri deildar, fagna komu Kristínar í þingflokkinn með því að færa henni blómvönd. í bak- sýn er málverk af Bjama heitnum Benediktssyni, sem lengi var leið- togi Sjálfstæðisflokksins. I frétt á þingsíðu Morgunblaðsins í gær var misritun, varðandi kjör- dæmi Kristínar. Hún er landskjörin, úr Reykjavíkurkjördæmi. Kristín hefur sem fyrr segir gengið til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna. Mjmdina tók Ijósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon. LAUN: 13.356 m.kr. AÆTLUÐ ÚTGJÖLD RÍKISSJÓÐS 1987 (41.584 m.kr.) FJARFESTING: 5.176 m.kr. ” .. ■ V ..... - iL REKSTRAR- OG NEYSLUTILFÆRSLUR: 2. Sjúkratryggingar 865 m.kr. 720 m.kr. 6. EndurgreiAslur söluskatts í sjávarútvegi 8.ANNÁÐ SAMTALS: ONNUR REKSTRAR- GJÖLD EN LAUN 5.242 m.kr. VAXTAGJOLD: 3.440 m.kr. VIÐHALD: 1.103 m.kr. Vextir og afborganir: 21,5% af heildartekjum Forseti sameinaðs þings: Kjörgengi fjórmenn- inganna ótvírætt HLUTFALL afborgana og vaxta í heildarútgjöldum ríkissjóðs hef- ur farið vaxandi. Alls tekur þessi útgjaldaþáttur til sín á líðandi ári 7.945 m.kr, eða um 21,5% af heildartekjum rikissjóðs 1986. í frumvarpi að fjárlögum komandi árs fer þetta hlutfall hinsvegar lækkandi, verður 16,9% heildar- útgjalda 1987, samkvæmt fjár- lagaf rumvarpi. Hlutfallsleg lækkun afborgana og vaxta 1987 stafar m.a. af frest- un afborgna í Seðlabanka Islands, skuldbreytingum erlendis sem og lækkun vaxta á erledum lánsíjár- mörkuðum. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti Sameinaðs þings, kvað upp þann úrskurð á Alþingi í fyrradag, að „ekki væru rök fyrir því að leggja þetta mál [kjörgengi Guðmundar Einars- sonar, Kristínar Kvaran, Kol- brúnar Jónsdóttur og Stefáns Benediktssonar] undir úrskurð Alþingis, enda engin fordæmi fyrir slíku“. Þingforseti gat þess að erindi hefði borizt frá framkvæmdanefnd Bandalags jafnaðarmanna þar sem látin væri í ljós sú skoðun, að greindir þingmenn hafi glatað kjör- gengi sínu og varaþingmönnum beri réttur til þingsetu. Forseti vitn- aði til 48. gr. stjómarskrárinnar: „Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum". „Þetta ákvæði vemdar rétt þing- manns", sagði forseti, „til þess að taka afstöðu til málefna eftir því sem sannfæring hans býður, þar á meðal í hvaða flokk hann kýs að skipa sér. Geta hvorki einstakir Umboðsmaður alþingis Fjölmörg þingmál, frumvörp, tillögur til þingsályktunar og fyrirspumir hafa komið fram á fyrstu starfsdögum Alþingis. Réttarstaða almenn- ings. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Gunnar G. Schram, Pétur Sigurðsson, Ellert B. Schram og Friðrik Sophus- son, hafa endurflutt frumvarp til laga um umboðsmann Alþingis. Umboðs- maður skal hafa það hlutverk, samkvæmt frumvarpinu, að styðja hinn almenna borgara til að ná rétti sínum í skiptum við stjómvöld og koma í veg fyrir að menn séu beittir rangindum af hálfu opinberra aðila. Útboð opinberra rekstrarverkefna. Friðrik Sophusson (S.-Rvk.) flytur tillögu til þingsályktunar um athugun á útboðum opinberra rekstrarverk- efna. Tillagan felur fjármálaráðherra að láta kanna á hvaða sviðum ríkis- rekstrar hagkvæmt sé að efna til útboða. Byggðastefna og vald- dreifing Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.) flytur tillögu um nýja byggðastefnu og valddreiflngu til héraða og sveitar- félaga. Samkvæmt tiilögunni skal ríkissjómin „marka nýja og þrótt- mikla byggðastefnu og hefja nú þegar aðgerðir til að snúa sem fyrst við kjósendur né stjómmálaflokkar aft- urkallað þingmennskuframboð þótt óánægðir séu með afstöðu eða at- hafnir þingmanns". fólksflótta utan af landi til höfuð- borgarsvæðisins". Markmiðið: vald- dreifíng og flutningur verkefna heim í héruð. Lífeyrisréttindi heima- vinnandi Málfríður Sigurðardóttir og Kristín Halldórsdóttir, þingmenn- Kvenna- lista, flytja frumvarp til laga um lífeyrisréttindi heimavinnandi hús- mæðra (breytingu 'lögum nr. 55/1980). Frumvarpið gengur út á það að heimavinnandi húsmæður og húsmæður sem vinna minna en hálfan vinnudag utan heimilis öðlist rétt að Söfnunarsjóði lifeyrisréttinda. Ríkis- sjóður greiði mánaðarlega iðgjald til sjóðsins vegna heimavinnandi hús- mæðra er nemi 6% af kr. 26.680.- miðað við 1. júní 1986. * I þágn aldraðra. Guðmundur Bjamason og Stefán Guðmundsson, þingmenn Framsókn- arflokks, flytja tillögu um úttekt á möguleikum og hagkvæmni þess að nýta ónotað heimavistarhúsnæði í grunnskólum, héraðsskólum og hús- stjómarskólum sem dvalarheimili fyrir aldraða. Staðgreiðsla opinberra gjalda 1988. Þigmenn Kvennalista flytja tillögu til þingsályktunar, þessefnis, að Al- þingi álykti að taka beri upp stað- greiðslu opinberra gjalda einstaklinga frá ársbyrjun 1988. Opinberir aðilar: „Grynnka á er- lendum skuldum“ „OPINBERIR aðilar munu nú í fyrsta skipti í meir en áratug grynnka á skuldum gagnvart útlöndum. Afborganir nema 380 m.kr. umfram ný lán“. Þannig komst Þorsteinn Páls- son, fjármálaráðherra, að orði, er hann mælti fyrir frumvarpi að lánsfjárlögum 1987 í efri deild Alþingis i gær. Fjármálaráðherra sagði m.a. að áformað væri að afla ríkisjóði 4.850 m.kr.lánsfjár. Þar af verði 1.370 m.kr. endurlánaðar til fyrir- tækja og sjóða í B-hluta ijárlaga. Ráðherra sagði erlendar lán- tökur opinberra aðila 1987, samkvæmt frumvarpinu, nema 2.930 m.kr. Áformaðar afborgan- ir erlendra lána næmu hinsvegar 2.930 m.kr. Hér væru því eftir- tektarverð tímamót. Erlendar skuldir hækka ekki, eins og lengi hafí gerzt. Þvert á móti er niður- greiðsla hafín. Lánastofnanir taka lán að fjár- hæð 2.230 m.kr. Þetta eru fjármunir sem endurlánaðir verða til atvinnuveganna. Stuttar þingfréttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.