Morgunblaðið - 16.10.1986, Síða 43

Morgunblaðið - 16.10.1986, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 43 Stiörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að §alla um samband Vogar (23. sept. — 22. okt.) og Fisks (19. feb. — 19. mars). Einungis er fjallað um hið dæmigerða fyrir merkin og eru lesendur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömumerki. Aðrir þættir hafa því einnig áhrif hjá hveijum og einum. Ólík merki Vog og Fiskur eru ekki lík merki en eiga samt sem áður sameiginlega þætti. Bæði merkin eru það sem við get- um kallað mjúk og sveigjan- leg. Þau ættu því ekki að rekast á hvort annað, bæði eru friðsöm, og eiga því auð- velt með að vinna saman. Það sem helst er ólíkt er að Vogin er hugmyndamerki en Fiskurinn tilfinningamerki. Viðhorf þeirra til lífsins og viðfangsefna er því ólíkt, Vogin mætir heiminum með hugsun en Fiskurinn tilfinn- ingum. Skilningsrík Vogin vegur og metur allar hliðar hvers máls og Fiskur- inn reynir að skilja allt. Bæði merkin eru því skiln- ingsrík en sennilega hefur Fiskurinn vinninginn því hann dæmir yfirleitt aldrei. Þó Vogin reyni að skilja tek- ur hún ákveðna afstöðu þegar hún getur velt málun- um fram og aftur. Hún er því ákveðnari. Mislyndi Það sem helst gæti leitt til árekstra er að Fiskurinn á til að vera óljós og eiga erf- itt með að tjá sig um tilfinn- ingar sínar og líðan. Hann er einnig oft á tíðum feim- inn, hlédrægur og mislyndur, á til að draga sig í hlé og einangra frá umhverfinu. Vogin, sem er opin, félags- lynd ogjafnari í skapi, getur átt erfitt með að skilja sveifl- ur og dynti Fisksins. Fiskur- inn getur aftur á móti átt erfítt með að umgangast allt það fólk sem Vogin vill þekkja. Hann er það við- kvæmur að honum lyndir ekki við hvem sem er. FegurÖ Ef Vog og Fiskur búa sann an, ef önnur merki, Tungl eða Rísandi, eiga vel saman, má búast við að þau eigi fallegt og listrænt heimili. Þegar talað er um fegurð i sambandi við Vog er rétt að geta þess að ekki er átt við Ajax-hreinleika og 100% snyrtimennsku, röð og reglu, sem er frekar einkennandi fyrir hina dæmigerðu Meyju. Vogin hefur gott auga fyrir samsetningu lita og vill að ákveðin mýkt og fríður ein- kenni umhverfið. Tónlist getur einnig verið áberandi þegar þessi tvö merki eru saman, svo og áhugi á leik- húsi og dansi svo nokkuð sé nefnt. Þœgilegt fólk Eins og áður var getið, eru þessi merki mjúk, þægileg og tillitssöm í umgengni. Því höfum við hér par sem býður af sér góðan þokka og ætti að eiga auðvelt með að miðla málum. Það sem þau þurfa helst að taka tillit til ( farí hvors annars er að Vogin þarf að skilja viðkvæmni Fisksins og þörf til að draga sig ( hlé annað slagið og hreinsa sig. Fiskurinn þarf að geta farið á vit drauma- heimsins. Fiskurinn þarf aftur á móti að skilja félags- lega þörf Vogarinnar og varast að setja sig upp á móti því að hún umgangist aðra en hann. X-9 rthVU 1 LI&SAUM. S£áÐU ) J/í/ t?£U~1 AP j V/P 1/SfíPl/Af AP /<££>JC/ OáAKXSfí/ A ÍSET/A HANA! í / © l»*S Ktng F««tur«s Syndlcatc. Inc. WorId rights reserved. GRETTIR ER. HIMM LAGLBGI KOTTVR VIR.TI "fvrir sér heimskona í kRjns- UM SlG.HMVICKTI H4.MN AFRjl? HOFPIMU 5KELU- HUÆOJAMDl-- HA'HAÍ ( oe PATT pA \ I NIE?UR AP / ' 5TOLNUAd ) ©1986 United Feature Syndicate.lnc. TOMMI OG JENNI . Hirrsrírri i ióqka 7 _ ' —TT / ' —rT7r-—rv —rr.T . ... \ !f!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!l!!!!!!!!!!!!!!!!!??!T!?!!??!!!!!!!!!!!!!i!i!!!!;!!?!!!!!!;!!!!!!!!? :::::::::::::::::: FERDINAND SMAFOLK B0NJ0UR,M0N5IEUR... MOU) ARE YOU FEELIN6 TOPAV? I BR0U6HT YOU A NEW5PAPER... I TH0U6HT VOU MI6HT LIKETOMAVEME REAP TO VOU...THE UJAR IS ® 5TILL 60IN6 BAPLV... -I THE TR00P5HIP ‘‘LEVIATHAN " POCKEP AT BRE5T UIITH TEN TH0U5ANPMEM ABOARP/ F0URTH0U5ANP OFTHEM HAP THE FLU.. Góðan dag, Monsieur___ Hvernig líður þér núna? Ég kom með blað fyrir þig... Mér datt i hug að þú vild- ir láta mig lesa fyrir þig... striðið gengur enn illa ... Herflutningaskipið „Le- viathan" iiggur við bryggju í Brest með tíu þúsund menn innan- borðs, fjögur þúsund þeirra eru með flensu ... Áttu blöð? ekki nein hasar- BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Á heimsmeistaramótunum Miami í Bandaríkjunum í síðasta mánuði var úthlutað hinum ýmsu verðlaunum, sem Alþjóða- samband bridsfréttamanna veitir árlega. Ein venðlaunin eru fyrir besta úrspilið. í þetta sinn hlaut Frakkinn Henri Svarc þau, fyrir spil sem hann spilaði í des- ember sl. í úrtökumóti fyrir HM í Miami. Svarc hélt á spilum suðurs og var sagnhafi i sex tíglum: Norður ♦ ÁK4 VÁG2 ♦ 8532 ♦ 1054 Vestur Austur ♦ D108752 .. ♦ G93 ♦ 83 | ♦ D107654 ♦ 6 ♦ 9 ♦ Á973 +D83 Suður ♦ 6 ♦ K9 ♦ ÁKDG1074 ♦ KG2 í sögnum hafði austur doblað fyrirstöðusögn norðurs í hjarta, svo vestur spilaði út hjartaátt- unni. Svarc setti lítið úr blindum og drap tíu austurs með kóng. Það er fljótgert að sjá að spil- ið veltur á því hvemig farið í laufið. Auðvitað hafði Svarc 50% möguleika á að hitta á réttu aðferðina, en hann fann leið til að losna við þá ágiskun. Sú leið byggðist að vísu á hjálp frá vestri. Svarc tók öll trompin nema eitt. Vestur þurfti að finna fimm afköst og hver getur láð honum að henda þremur spöðum og einu hjarta? Svarc tók þá tvo efstu í spaða og trompaði spaða með síðasta trompinu sínu! ! lokastöðunni átti hann eftir í borðinu ÁG í hjarta og eitt lauf, og heima eitt hjarta og KG í laufi. Austur þurfti auðvitað að halda eftir drottningunni vald- aðri í hjarta, svo hann gat aðeins verið á einu laufi. Svarc var sama hvort það var drottningin eða ásinn; hann spilaði gosanum, og þegar vestur fór að hugsa sig um lagði hann upp. Eins og spilið var, gat vestur valið um að setja lítið og leyfa makker sínum að eiga slaginn á drottninguna — þá fengi Svarc síðustu tvo slagina á hjarta í blindum; hinn möguleiki vesturs var að fara upp með ásinn og fría þar með kóng suðurs. Það þarf ekkí að taka það fraai hvaír* hefði gerst ef austur hefði átt laufásinn. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Hollenska vömin (1. d4 — f5) er vandtefld byrjun fyrir svart og hér á stöðumyndinni sézt í hvers konar úlfakreppu svartur getur lent ef hann heldur ekki rétt á spöðunum. Alþjóðlegi meistarinn Granda Zuqjiga frá Perú hafðr hvítt og átti leik gegn Spánverjan- um Blescanes á opnu móti á Spáni í síðasta mánuði. Hvíti hrókurinná h4 er króaður inni, en það kom ekki að sök: 33. Bxg5! og svartur sá sér þann kost vænstan að gefast upp, því eftir 33. — hxg5, 34. Rxg5 er hann gjörsamlega vamarlaus. Hvítur getur ótmflaður leikið 35. Dg6 og 36. Hh7.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.