Morgunblaðið - 16.10.1986, Page 64

Morgunblaðið - 16.10.1986, Page 64
SEGÐU [RTIARHÓLL ÞEGAR EERÐ ÚTAÐ BORÐA SÍMI18833----- SIERKTEORT FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 VERÐ í LAUSASÓLU 60 KR. Vigdís hittir páfann VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands hittir Jóhannes Pál páfa í Vatikaninu á morgun. Vigdís er stödd í Róm, þar sem hún heldur í dag aðalræðuna á þingi FAO. Halldór Reynisson forsetarit- ari sagði að þegar ljóst varð að Vigdís færi til Rómar hefði verið kannað hvort páfinn gæti hitt hana að máli. „Páfí veitir erlendum þjóð- höfðingjum, sem staddir eru f Róm, áheym ef fært er,“ sagði Halldór. „Fyrr í vikunni varð ljóst að hann hittir Vigdísi fyrir hádegi á morg- ►un-.“ í gær hitti Vigdís forsætisráð- herra Ítalíu, Craxi. Eftir að páfínn hefur veitt henni áheym á föstudag mun hún hitta forseta Ítalíu, Cossica. Soðning- in hækkar ''jfcVERÐLAGSRÁÐ heimilaði hækkun á ýsuverði á fundi sínum í gær. Hámarkssmásöluverð á ýsuflökum hækkar um 30 krón- ur, úr 160 krónum í 190, eða um 18,75%. Aðrar fisktegundir hækka ekki. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði um ástæður þessarar hækk- unar að fyrra verð hefði verið orðið óraunhæft vegna vaxandi útflutn- ings á ýsu í gámum og þess háa verðs sem fyrir hana fengist. Þessi útflutningur hefði gert það að verk- um að ýsan væri að hverfa af neytendamarkaði hér. Með verð- hækkuninni væri verið að viður- kenna staðreyndir og tryggja ^/ramboð ýsu á markaði hér. Hækkun á fargjöldum ÁKVEÐIN hefur verið hækkun á far- og farmgjöldum í innan- landsflugi. Var hækkunin ákveðin í Verðlagsráði í gær og er hallarekstur á innanlandsflugi flugfélaganna ástæðan. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði i gær að innanlandsflugið yrði rekið með tapi á þessu ári þrátt fyrir þessa hækkun. * * " " M TIMIVETRARDEKKJA KOMINN Morgunblaóið/Júlíus VETUR er að ganga i garð og bifreiðaeigendur eru farnir að búa bifreiðar sínar undir ófærðina, sem alltaf fylgir þessum árstíma. í gær, 15. október, var leyfilegt að setja nagladekk und- ir bifreiðir og var mikið um að vera á dekkjaverkstæðum i höfuðborginni. Nokkuð hefur borið á því undanfarið að bifreiðir hafa verið vanbúnar og ökumenn ekki áttað sig á hálku, sem gjarnan er á götum á morgnana þó svo að ekkert virðist vera að færð. í Hjólbarðahöllinni við Fellsmúla voru starfsmenn önnum kafnir við að koma vetrardekkjum undir bifreiðir borgaranna. Þegar ljósmyndarinn leit þar við fylgdist Einar Hannesson, full- trúi hjá Veiðimálastofnun, grannt með er Hreinn Vagnsson setti vetrardekk undir bifreið hans. Forsvarsmenn ASÍ og VSÍ: Vafasamt að mark- míð stjómvalda náist FORSVARSMENN Alþýðusam- bands íslands og Vinnuveitenda- sambands íslands taka undir þá ætlan ríkisstjórnarinnar að halda verðbólgu í skefjum á næsta ári. Þeir hafa hins vegar efasemdir um að það markmið rikisstjómar- innar náist, sem sett er fram i þjóðhagsáætlun fyrir næsta ár, að ráðstöfunartekjur aukist ekki nema um 2%. Benda þeir á að kaupmáttur kauptaxta verði rúm- um 4% hærri i upphafi næsta árs, en var að meðaltali á árinu 1986. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði að stefnumörkunin í þjóð- hagsáætlun gerði beinlínis ráð fyrir því, að fólk fengi því aðeins að halda þeim kaupmætti sem það býr við í árslok, að það auki bankainnistæður Hus’sanlegnr hryðjuverkamað- ur atti pantað far til landsins STÚLKA að nafni Diujeva, sem búsett er í Paris og talið er að geti tengst hryðjuverkum, átti pantað far með Flugleiðum frá Lond- on til íslands siðastliðið laugardagskvöld, það er að segja að kvöldi fyrri dags leiðtogafundarins. Starfsfólk Flugleiða lét Útlendingaeft- irbtið vita um nafn stúlkunnar, en hún mætti ekki í flugvélina. Árni Siguijónsson hjá Útlendingaeftirlitinu vildi ekki staðfesta það beint að ferð stúlkunnar hefði verið stöðvuð i London eða París vegna tilmæla yfirvalda hér. Sæmundur Guðvinsson blaða- fulltrúi Flugleiða staðfesti að Diujeva hefði átt pantað far með Flugleiðum, þegar hann var spurð- ur um þetta mál í gær. Hann sagði að vegna leiðtogafundarins hefði starfsfólk Flugleiða verið sérstak- lega vel á verði fyrir fólki frá löndum sem mikið hafa tengst hryðjuverkum. Stúlkan hefði pant- að far í gegn um Air France og verið bókuð með því félagi frá París til London og með Flugleiðum, flugi númer 455, þaðan til Reykjavíkur klukkan 22.15 á laugardagskvöld- ið. Sagði Sæmundur að Útlend- ingaeftirlitið hér hefði verið látið vita og stúlkan hefði ekki mætt í flugið til íslands enda hefði sér skilist að hún væri á alþjóðlegum lista yfír hryðjuverkamenn. Ami Siguijónsson, fulltrúi lög- reglustjóra og yfírmaður í Útlend- ingaeftirlitinu, vildi í gær hvorki staðfesta það að umrædd mann- eskja væri á hryðjuverkalista né að Útlendingaeftirlitið hefði gert ráðstafanir til að beina henni frá landinu. Hann sagðist kannast við þetta mál, það hefði verið eitt af mörgum sem þeir hefðu bjargað eftir ýmsum leiðum á þessum dög- sínar um það sem nemur 2% af tekj- um sínum. Það væri óraunhæf forsenda, sem ólíklegt væri að nokk- urs staðar fengist samþykkt. Ásmundur sagði að kröfugerð í næstu samningum hlyti að miða að afnámi lægstu taxta. Einnig yrði lögð áhersla á að stokka upp launa- kerfíð og færa kauptaxtana að þeim launum sem raunverulega væru greidd. „Það er hins vegar alveg ljóst að þær tölur sem þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir eru ekki raunhæfar. Fólk vill sækja meira. Málið snýst annars vegar um það að koma góð- ærinu til allra, að þeir sem hafa orðið eftir, fái eitthvað til sín og eins að það verði sótt meira fyrir heildina," sagði Ásmundur. „I Þjóðhagsáætlun er reiknað með því að einkaneysla, þ.e.a.s. útgjöld heimilanna, vaxi ekki nema um 2% eða tæplega það. Það er því ljóst að stjómvöld reikna með að bilið verði brúað með stórauknum inn- lendum spamaði," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Hann sagði að á móti kæmi að fjárlagafrumvarpið væri lagt fram með halla upp á rúmlega 1 1/2 millj- arð og áfram væri gert ráð fyrir auknum erlendum lántökum. Þetta tvennt virtist setja þau markmið ríkisstjómarinnar í hættu, að við- halda stöðugleika á næsta ári og auka innlendan spamað. Forsendur þjóðhagsáætlunarinnar stæðu því tæpt. „Þar horfum við einkum til aukningar ríkisútgjaldanna, sem hafa aukist úr hófí fram. Það er afskaplega óheppilegt að ætla sér að reka ríkissjóð með halla á næsta ári við þessar aðstæður. Við óttumst mikla þenslu og að viðskiptahallinn aukist enn frekar. Ef þetta gerist, verður erfítt að halda genginu stöð- ugu, eins og að er stefnt," sagði Þórarinn ennfremur. Leitað að rjúpnaskyttu LEIT hófst í gærkvöldi að 55 ára gömlum manni, sem hafði farið á rjúpnaveiðar kl. 8 í gærmorg- un. Hann var væntanlegur til baka um hádegið í gær. Ferð mannsins var heitið í svokallaðan Vífilsfellskrók, sem er við Blá- fjallaveg. Laust fyrir 21.00 í gærkvöldi voru sveitir kallaðar út til leitar. Bill hans, lítil jeppa- bifreið, fannst skömmu sfðar mannlaus á þessum slóðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.