Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 240. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins 30 ár frá upreisninni í Ungverjalandi: Pólskir andófs- menn fá aðvörun Varsjá, AP. STJÓRNVÖLD í Póllandi kölluðu í gær fjóra andófsmenn á sinn fund og vöruðu þá við að „ógna ekki hagsmunum pólsku þjóðar- innar“. Mennimir höfðu, ásamt 24 öðrum pólskum andófsmönn- um rítað nöfn sín undir áskorun tíl þjóða heims að minnast þess að 30 ár eru i dag Uðin frá upp- Sameinuðu þjóðirnar; ísland í fararbroddi - gegn brottvikn- ingn Israels VIÐ atkvæðagreiðslu um skýrslu kjörbréfanefndar á Alsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna sl. þríðjudag, bar fulltrúi Oman fram breytinga- tiUögu, fyrir hönd 20 Araba- ríkja, þess efnis að skýrslan yrði samþykkt að öðru ieyti en því, að ísrael yrði meinuð seta á þinginu. Ingvi Ingvason, ráðuneytis- stjóri í íslenska utanríkisráðu- neytinu, sagði að í skýrslunni hefði verið gert ráð fyrir því, að kjörbréf fulltrúa ísrael yrðu sam- þykkt eins og annarra. Undanfar- in ár hefðu Arabaríkin borið fram svipaðar breytingatillögur og hefðu fulltrúar Norðurlandanna til skiptis haft forgöngu um að þessar tillögur næðu ekki fram að ganga. Á umræddum fundi hefði Hans G. Andersen, sendi- herra, verið fulltrúi íslands og lagt fram þingskapartillögu fyrir hönd Norðurlandanna um að þingið tæki ekki afstöðu til breyt- ingatillögunnar. Norðurlöndin hafa viljað að sú regla væri í heiðri höfð, að öll ríki eigi setu- rétt á þinginu. Var þingskapartil- lagan samþykkt með 77 atkvæðum gegn 40, en 16 ríki sátu hjá. reisninni i Ungveijalandi. Andófsmenn víða úr ríkjum Aust- ur-Evrópu rituðu nöfn sín undir yfirlýsingu þessa. í henni er upp- reisnin lögð að jöftiu við uppreisnina í Austur-Berlín árið 1953, innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu 1968 og stofnun Samstöðu, hinnar fijálsu verkalýðshreyfingar Pólveija, árið 1980. „Allar voru þessar uppreisnir ýmist barðar niður með sovésku hervaldi eða af heijum viðkomandi landa", segir í áskoruninni. 122 andófs- og menntamenn rit- uðu nöfn sín undir áskorunina, sem birt var á sunnudag. Andófsmenn í ríkjum Austur-Evrópu hafa aldrei áður sameinast með þessum hætti. „Allir eigum við það sameiginlegt að beijast fyrir frelsi og mannsæm- andi lífi til handa fólki í heimalönd- um okkar" segir í áskorun andófsmannanna. Sjá nánar um uppreisnina í Ungveijalandi á bls. 28 Nýr legsteinn á gröf Palme AP/Símamynd Nýr legsteinn hefur verið settur á gröf Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, er öiyggis- verðir standa hér vörð við. Steinninn var fluttur frá Faro-eyju, í Eystrasalti, þar sem Palme dvaldi oft í sumarleyfum. Hann vegur eitt tonn og er talinn vera frá ísöld. Sautján daga fundi OPEC lokið: Forseti OPEC spáir hækk- un olíuverðs um þijá dollara Genf, AP. RILWANU Lukman, forseti OPEC, samtaka olíuútflutnings- ríkjanna, sagði í gær, að olíuverð í heiminum ætti sennilega eftir að hækka um 3 dollara tunnan fyrir áramót og verða 17 - 19 dollarar eða „jafnvel enn hærra“. Lukman skýrði frá þessu að afloknum 17 daga fundi OPEC í Genf. Þar var samþykkt að taka- marka olíuframleiðslu 12 ríkja samtakanna á þann veg, að hún verði ekki meiri en 15 millj. tunnur á dag í nóvember og desember. Irak er ekki aðili að þessari samþykkt, enda þótt það sé meðlimur í OPEC. Þetta þýðir, að heildarframleiðsla aðildarríkjanna verður um 17 millj. tunnur á dag þessa tvo mánuði, en hún hefur verið 16,8 millj. tunnur í september og október. Er hér því nánast um framlengingu að raeða til áramóta á því framleiðslumagni, sem verið hefur í gildi að undanf- ömu. Ljóst er, að ekki hefur tekizt að Rússar reka burt 5 Bandaríkjamenn Bandaríkj amenn segjast hafa komið upp um víðtækt njósnanet Moskvu, AP. MIKHAIL S. GORBACHEV, aðalritari sovéska kommúnistaflokks- ins, réðst harkalega á Bandaríkjastjóm í ræðu er hann hélt í gær og sjónvarpað var um öll Sovétríkin. Sagði hann að brottrekstur 55 sovéskra sendiráðsmanna frá Bandarikjunum yrði tU þess, að hann drægi í efa viþ’a stjórnvalda þar í landi, til að komast að sam- komulagi um takmörkun vigbúnaðar. Gorbachev sagði að stjóm sín myndi svara í sömu mynt, en greindi ekki frá þeim ráðstöfunum er tilkynntar höfðu verið stuttu áður en hann hélt ræðuna. Þá hafði Gennady Gerasimov, talmaður sov- éska utanríkisráðuneytisins, kallað saman blaðamannafund í skyndi og tilkynnt að 5 Bandaríkjamönnum til viðbótar hefði verið vísað úr landi, 260 sovéskum borgurum er starfa nú fyrir bandarísk yfirvöld yrði gert að hætta þeim störfum og gripið yrði til margvíslegra aðgerða sem takmarka umsvif bandarískra þegna í Sovétríkjunum. Háttsettir bandarískir embættis- menn sögðu í gær, að Sovétmenn- imir er reknir hafa verið frá Bandaríkjunum að undanfömu, hafi verið foringjar í sovésku leyniþjón- ustunum KGB og GRU og hafi njósnanetið er þeir stjómuðu verið það umfangsmesta í heimi. kreppan taki nú við af annarri hjá OPEC og það verður ekki til að auka trú manna á stöðugt olíu- verð,“ var í gær haft eftir Stephen Tumer, kunnum skozkum olíusér- fræðingi, sem starfar í Edinborg. Forseti OPEC, Rilwanu Lukman, skýrir frá niðurstöðum fundar- ins í Genf í gær. koma á samkomulagi um varanlega kvótaskiptingu milli aðildarríkjanna og er talið allsendis óvíst, hvort niðurstöður fundarins í Genf eigi eftir að hafa teljandi áhrif til hækk- unar á olíuverðinu í heiminum. Þannig hækkaði olíuverð aðeins lítillega á fijálsum markaði í Evrópu í gær, er niðurstöður OPEC-fundar- ins voru kunnar. „Sú skoðun er útbreidd, að ein Rauði krossinn fundar í Genf: Genfarsátt- málinn verður ef st á baugi Genf, AP. HELSTA umræðuefnið á 25. þingi Alþjóða-Rauða krossins í Genf verður Genfarsáttmál- inn, sem gerður var 1949 og fjallar um framferði í stríði. Þingið hefst f dag og stendur f viku. Auk félaga Rauða krossins sitja þingið fulltrúar 140 ríkis- stjóma. Fyrir þinginu liggur berorð skýrsla um tilraunir til að framfyigja mannúðarákvæðum sáttmálans. Skýrslan, sem er yfír- lit yfir ástand mála síðan Rauði krossinn þingaði í Manila 1981, flallar um „alvarleg brot Qöl- margra aðilja að sáttmálanum á skuldbindingum sínum. Brot, sem réttlætt hafa verið með pólitfskum og hugmyndafræðilegum ástæð- um og öryggishagsmunum". Sjá: Þing Rauða krossins f Genf, bls. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.