Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Svipmyndir úr borginni/óiafur Ormsson „Þú færð kort í pósti“ Fyrsti vetrardagur er laugardag- inn 25. október. Veðráttan þessa dagana minnir á þann árstíma sem nú fer í hönd. Hitastigið er rétt um eða innan við frostmark og snjór í fjalishlíðum. Það var fremur kulda- legt í miðborginni, miðvikudags- morguninn 15. október og gekk á með hagléljum. Daglegt líf er að færast í eðlilegt horf eftir leið- togafundinn, helgina 10.—12. október. Hér á Gunnarsbrautinni í Norðurmýrinni var ungur maður í ljósgulum hlífðarfötum, líklega starfsmaður borgarinnar að tína upp laufíð af tijánum í stóra plast- poka og lét sig það engu skipta þó gengi á með rigningarskúrum eða hagléljum. í Pósthússtræti sé ég hvar Eiður Guðnason, alþingismað- ur, kom út úr Landsbankanum og gekk yfir í Austurstræti. Alþingi er tekið til starfa og í mörgu að snúast hjá þingmönnum þessa fyrstu daga þingsins. Upp úr klukk- an níu að morgni var fólk á leið í vinnu, búið að taka fram skjólfatn- aðinn enda allra veðra von þegar komið er framundir mánaðamót október—nóvember. Á móts við danska sendiráðið við Hverfisgötu var Bragi fombókasali á ferð með tösku í hendi, að sjá nokkuð ánægður með lífíð og tilver- una, enda líður nú senn að því að fombókaverslunin opni í húsi sem komið er eitthvað á áttræðisaldur- inn og stendur við Vatnsstíg, á milli Hverfísgötu og Laugavegs. Það hafa farið fram gagngerar breytingar á húsinu. Ókunnugir kynnu að halda að þar stæði til að opna tískuverslun eða hárgreiðslu- stofu, nú eða nýjan kjúklingastað. Ég opna eftir tíu daga, sagði Bragi. Þú færð kort í pósti. Það verður kaffí á könnunni á opnunar- daginn og tertur og allir velunnarar velkomnir, að fagna á nýjum stað innan um nýjar og gamlar bækur. Bragi gekk síðan in í fombókaversl- un Egils Bjamasonar við Hverfís- götuna. Hann sá áhugaverða bók í glugga og setti á sig gleraugun. Á homi Hverfísgötu og Klappar- stígs í gömlu bárujámsklæddu timburhúsi er fyrirtækið Kjölur sf. með verslun og selur eldhúsinnrétt- ingar, eldavélar, þvottavélar og önnur heimilistæki. Þar er fram-, kvæmdastjóri Ólafur H. Ólafsson. Þar var boðið upp á kaffísopa. Við nafni ræddum ekki um verslun og viðskipti nema að litlu leyti, við ræddum menningarmál. Fram- kvæmdastjórinn fylgdist vel með á þeim vettvangi og er áhugasamur um framvindu bókmennta og mynd- listar. Það var nóg að gera í verslun- inni, síminn hringdi stöðugt og viðskiptavinir að skoða vandaða vöru sem fyrirtækið selur. Fram- kvæmdastjórinn gaf sér þó tíma til að spjalla um kaffíhúsastemmning- una í borginni eða allt þar til stórviðskipti voru að hefjast. Þá kvaddi ég og þakkaði fyrir góða stund þarna í versluninni. Ofarlega við Hverfísgötuna, gegnt „höfuðstöðvum kommúnism- ans“ á íslandi, skrifstofuhúsnæði Alþýðubandalagsins á Hverfísgötu 105, mætti ég góðum kunningja sem var að koma úr banka við Laugaveginn. Hann er með eigin atvinnurekstur og félagi í leyni- reglu. Ég tel að hann hafí talið mig vera að hugleiða að sækja um inn- göngu, sem er hreinn misskilningur. Hann er sjálfur framarlega í regl- unni. — Nú er tækifærið, sagði hann. — Reyndu að útvega þér tvo meðmælendur. Þá gengur þetta og þú verður samþykktur á fyrsta fundi á nýbyijuðum vetri. Félags- skapinn mynda menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins, launþegar ekki síður en atvinnurekendur. — Já, en ég hef nú takmarkað- ann áhuga á að gerast meðlimur, sagði ég. — Hvaða vitleysa? Þetta er góður félagsskapur, sagði mað- urinn. — Hvað með félagsgjöldin? Kostar það ekki tugi þúsunda að vera í félagsskapnum? spurði ég. — Tugi þúsunda? Nei. Það eru litlar tólf þúsund krónur á ári. Það er ekki mikið meira en afnotagjald- ið fyrir útvarp og sjónvarp. Þú þarft að láta sauma á þig kjólföt. Það er svolítil kostnaður í kringum það. Ég veit um ágætan klæðskera í reglunni sem tekur það að sér fyrir lítinn aur, sagði msiðurinn. Þannig ræddi hann við mig um þennan félagsskap um stund eða þar til kunningi minn sannfærðist um það að ég hefði engan áhuga á að gerast félagi í reglunni og þvi síður að klæðast kjólfötum. í Svipmyndagrein á liðnu sumri var frásögn af tveim frændum og ferð þeirra í kvikmyndahús. Sá eldri er verktaki á sextugs aldri en sá yngri sem er rétt rúmlega fertugur vinnur á verkstæði í Ármúla eða Síðumúla. Þeir hafa varla haft sam- band síðan þeir fóru í Austurbæjar- bíó í vor að sjá myndina „Elskhugar Maríu“. Nýlega hittust þeir fyrir framan Sundlaug Vesturbæjar. Fengu sér að borða í hádeginu í veitingahúsinu Hauk í homi. Sá eldri var með frímerkjasafnið sitt með sér í möppu. Þeir safna báðir frímerkjum og bera oft saman bæk- ur sínar. Eftir máltíð ganga þeir um Hagamelinn með sólina í fang- ið. Þá snýr sá eldri sér að þeim yngri og spyr; — Eigum við ekki synda, frændi? — Synda? spyr sá }mgri undrandi. — Já, í Sundlaug Vesturbæjar, frændi. Það kom eitthvert hik á þann yngri. Þeir gengu yfir á Hofsvalla- götuna og þá segir sá yngri allt í einu: — Ég held ég láti nægja að þvo mér um lappimar í handlauginni heima. — Jæja, frændi, eins og þú vilt, segir sá eldri. Sá yngri var í loðskinnsfóðruðum ullarfrakka í góða veðrinu, sólskini og eitthvað í kringum tíu stiga hita. — Viltu ekki fara úr ullarfrakk- anum, frændi? Á ég ekki að halda á honum fyrir þig? spyr sá eldri. Er þér nokkuð kalt? spyr hann. — Nei, nei. Ég vil vera í frakkan- um. — Hvar fékkstu þennan öndvegis frakka, frændi? — Ég tók hann í misgripum, svár- ar sá yngri. — Já, ég sé að hann er nokkuð síður. Hann er of stór á þig, frændi. — Já, hann var í fatahenginu þar sem ég kem stundum og fæ mér neðan í því. Ég ætla einmitt að skila honum á Hótel Borg á morg- un. Ulpan mín er örugglega þar í fatahenginu, svaraði sá yngri og svo kom Hagavagninn og þeir héldu með honum áleiðis niður í mið- borgina... RIWINNSLUKERFIÐ w< 3 RI 3 Ritvinnsla er nú fastur liður í störfum á flestum skrif- stofum. fíitvinnslukerfið WOfíD er eitt öfiugasta og mest notaða ritvinnslukerfið hérlendis. Auk hefð- bundinna ritvinnsluaðgerða býður Word m.a. upp á samruna skjala ,,merging“, stafsetningarleiðréttingar og fjölbreyttar útlitsgerðir sama skjals, ,,style sheet". Tilgangur þessa námskeiðs er tvíþættur. Annars veg- ar að þjálfa þátttakendur I notkun ritvinnslukerfisins WOfíD en einnig að kenna uppsetningu skjala og bréfa, með sérstöku tilliti til þeirra möguleika sem Word býður uppá. Efni: — Helstu skipanir kerfisins — íslenskir staðlar — Æfingar — Helstu skipanir stýrikerfis Námskeiðið er ætlað öllum notendum IBM einkatölva eða samhæfðra véla. Leiðbeinandi er fíagna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. Auk þess að hafa kennt notkun fjölda ritvinnslukerfa hefur fíagna mikla reynslu sem ritari. Tími: 3.-6. nóvember, kl. 13.30—17.30. Stjórnunarfélag islands Ánanaustum 15 • Sími: 621066 Blaðburóarfólk óskast! AUSTURBÆR Óðinsgata KÓPAVOGUR Hrauntunga 31-117 Hlíðarvegur 1-29 o.fl. Hlíðarvegur 30-57 Viötalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 5 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við- ! tals í Valhöll Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá I kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- J spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum 0 boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. ^ Laugardaginn 25. október verða til viðtals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður skipulagsnefndar og Þór- ^ unn Gestsdóttir í stjórn umhverfismálaráðs og í h samstarfsnefnd um ferðamál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.