Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Anderlecht gjörsigraði Evrópumeistarana: Arnór með enn einn stórleikinn Skoraði eitt mark og lagði upp annað ARNÓR Guðjohnsen virðist al- gjörlega óstöðvandi um þessar mundir. Hann hefur skorað og skorað að undanförnu og í gær- kvöldi þegar Anderlecht mætti Evrópumeisturum Steaua frá Búkarest f Evrópukeppni meist- araliða fór hann á kostum og lók lykilhlutverk í 3:0 sigri. Sigri sem hlýtur að tryggja liðinu áfram- haldandi þátttöku í keppninni. Það blés reyndar ekki byrlega hjá liðinu framan af leiknum. Þrátt fyrir stöðuga sókn og nokkur þokkaleg marktækifæri tókst And- erlecht ekki að skora í rúmlega klukkustund. En þegar fyrsta markið kom þegar fimmtán mínút- ur voru eftir af leiknum í Brussel brotnuðu Evrópumeistararnir, sem ' Jóku á fjögurra fastamanna, og leikmenn Anderlecht bættu tveim- ur mörkum við á síðustu mínútun- um. Fyrsta markið gerði Eddie Krncevic með góðu skoti eftir fal- lega stungusendingu Juan Lozano. Þá var komið að þætti Arnórs. Hann bætti öðru marki við eftir að hornspyrna hafði verið skölluð áfram inn í teiginn, og þegar fjórar mínútur voru til leiksloka léku þeir sig snilldarlega í gegnum vörn Ste- aua, Arnór og Krncevic, og sóknin endaði með því að Arnór renndi knettinum á félaga sinn sem skor- BAYER Uerdingen náði að gera markalaust jafntefli á útivelli f leik gegn pólska liðinu Vidzew aði sitt annað mark auðveldlega af stuttu færi. Sigurinn var mjög sanngjarn og þótti Anderlecht leika mjög vel. Þrjátíu þúsund áhorfendur sáu leikinn. Lodz f Evrópukeppni fálagsliða. Leikurinn þótti slakur og tíðind- alítill. Eina umtalsverða marktæki- færið í leiknum var vítaspyrna sem pólska liðið fékk, en markvörður Uerdingen varði hana mjög vel. Lítið fór fyrir Atla Eðvaldssyni í leiknum, en úrslit hans eru allnokk- ur sigur fyrir þýska liðið. Uerdingen hefur sýnt það áður í Evrópu- keppni að það er geysilega erfitt heim að sækja, og möguleikar þess á því að komast áfram verða að teljast mjög góðir. Real Madrid sigraði í viðureign risanna REAL Madrid sigraði Juventus naumlega f Evrópukeppni meist- araliða f Madrid í gærkvöldi. Emiliano Butragueno, sem fræg- ur varð á HM f Mexfkó f sumar fyrir að skora fjögur mörk f lelk Spánverja og Dana, gerði eina mark þessa leiks á tuttugustu mfnútu. Um eitt hundrað þúsund áhorf- endur sáu leikinn og öryggisráð- stafanir voru gríðarlegar. Fimm hundruð lögreglumenn , margir með lögregluhunda, voru á leikvell- inum. Strax í upphafi varð Ijóst að Juventus lagði á það höfuðáherslu að verjast vel, og Real Madrid var með boltann lengst af. Á 17. mínútu átti Real stangarskot, og þegar Butragueno skoraði eftir fyr- irgjöf Porlan þremur mínútum síðar áttu margir von á góðum sigri heimaliðsins. En hin fræga vörn Juventus gaf ekki meira eftir og leikurinn leyst- ist upp í baráttu á miðjunni. Michel Platini var vel gætt af Antonio Camacho og sást ekki í leiknum. En þessi úrslit eru ekki mjög óhag- stæð Juventus, því með góöum leik á heimavellinum, ætti leiðið að eiga þokkalega möguleika á aö vinna upp eins marks sigur Real í gærkvöldi. Evrópukeppni meistaraliða: Real Madrid — Juventus 1:0 (Butragueno) Vitkovice Ostrava — FC Porto 1:0 (Sourak) Rosenborg — Rauða stjarnan 0:3 (Mrkela, Zwetkovtc 2) Bayern Munchen — Austria Wien 2:0 (Fllck, Matthous) Anderlecht — Steaua Búkarest 3:0 (Crnecavic 2, Amór auðjohnaon) Celtic — Dynamo Kiev 1:1 (Johnston — Yevtnchenko) Bröndby — Dynamo Berlin 2:1 (VIHort, ajálfsmark — Rohde) Besiktas, Tyrklandi — Hapoel Nicosia Evrópukeppni bikarhafa: GKS Katowice — FC Sion 2:2 (Koniarek 2 — Briger, Cina) > Rapid Wien — Lokomotiv Leipzig 1:1 (Kran)car — Llndner) Real Zaragosa — Wrexham 0:0 Vitoscha Sofia — Velez Mostaar 2:0 (Yordanov, Sirakov) Torpedo Moskva — Stuttgart 2:0 (Savichev 2) Benfica — Bordeaux (Aguas — Vujovic) Nentori Tirana — Malmö FF 0:3 (Magnuason, Larson, Person) Ajax—Olympiakos 4:0 (Basten, Rijkaard, Bosman, Muhren) Evrópukeppni fólagsliða: Guimares — Atletico Madrid 2:0 (Cascavel, Rolando) Vidzev Lodz — Bayer Uerdingen Groningen — Xamax Beveren — Atletico Bilbao (Perraer, Thunis, Fairdough — Sarriugarte) Boaista - Rangers Barcelona — Sporting Lissabon 1:0 (Alberto) Dukla Prag — Leverkusen Mönchengladbach — Feyenoord 5:1 (Dreheen 2, Rahn, Bruns, Thiele — Ekstrup) Gautaborg — Brandenburg 2:0 (Rantanen, Larson) Sporual Studentec — Ghent 0:3 (Raiven, Hlndericks, Haiert) Legia Varsjá — Inter Milano (Sikoraki, Daiekanowski, Karas — AKobelli, Ferri) Torino —Raba Eto 4:0 (Kleft 2, Dossena, Comi) Hadjuk Split — Trakia Providiv 3:1 (Jerolimov, Bursak, Daverik — Slmov) Týrol — Standard Liege 2:1 (Splelman 2 — Hellers) Dundee Utd. — Un. Craiova 3:0 (Redford 2, Clarke) Toulouse — Spartak Moskvu 3:1 (Passi 3 — Rodlonov) Góð úrslit fyrir Bayer Uerdingen • Amór Guðjohnsen stóð slg vel eins og hann hefur gert að undanf- örnu með liði sfnu Anderlecht. Hann skoraðl eitt mark f gær. AP/Símamynd • Renata Buso sóst hór skjóta að marki Real Madrid í leiknum f gær þegar Real Madrid vann Juventus á Spáni. Stjörnulið Kiev heppið gegn Celtic LIÐ Dynamo Kiev, með 10 so- véska HM leikmenn innanborðs, var heppið að ná jafntefli gegn frísku liði Celtic f Skotlandi f gærkvöldi. Celtic sótti nær lát- laust, en mikil mistök Pat Bonner f markinu urðu þess valdandi að Kiev náði snemma forystu og Celtic gekk illa að jafna leikinn. Það var Yevtuchenko sem skor- aði fyrir Kiev þegar Bonner missti boltann beint fyrir tærnar á honum eftir hornspyrnu. Eftir markið sóttu leikmenn Celtic stöðugt. Þeir áttu tvö stangarskot, tvö sláarskot, eitt skot rétt framhjá, auk fjölda ann- arra góðra marktækifæra. En allt kom fyrir ekki þar til tíu mínútur voru eftir. Þá skoraði Maurice Jo- hnston af miklu harðfylgi eftir að markvörður Kiev hafði varið skot frá honum. Tæplega 50 þúsund áhorfendur sáu leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.