Morgunblaðið - 23.10.1986, Síða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986
Anderlecht gjörsigraði Evrópumeistarana:
Arnór með enn
einn stórleikinn
Skoraði eitt mark og lagði upp annað
ARNÓR Guðjohnsen virðist al-
gjörlega óstöðvandi um þessar
mundir. Hann hefur skorað og
skorað að undanförnu og í gær-
kvöldi þegar Anderlecht mætti
Evrópumeisturum Steaua frá
Búkarest f Evrópukeppni meist-
araliða fór hann á kostum og lók
lykilhlutverk í 3:0 sigri. Sigri sem
hlýtur að tryggja liðinu áfram-
haldandi þátttöku í keppninni.
Það blés reyndar ekki byrlega
hjá liðinu framan af leiknum. Þrátt
fyrir stöðuga sókn og nokkur
þokkaleg marktækifæri tókst And-
erlecht ekki að skora í rúmlega
klukkustund. En þegar fyrsta
markið kom þegar fimmtán mínút-
ur voru eftir af leiknum í Brussel
brotnuðu Evrópumeistararnir, sem
' Jóku á fjögurra fastamanna, og
leikmenn Anderlecht bættu tveim-
ur mörkum við á síðustu mínútun-
um.
Fyrsta markið gerði Eddie
Krncevic með góðu skoti eftir fal-
lega stungusendingu Juan Lozano.
Þá var komið að þætti Arnórs.
Hann bætti öðru marki við eftir að
hornspyrna hafði verið skölluð
áfram inn í teiginn, og þegar fjórar
mínútur voru til leiksloka léku þeir
sig snilldarlega í gegnum vörn Ste-
aua, Arnór og Krncevic, og sóknin
endaði með því að Arnór renndi
knettinum á félaga sinn sem skor-
BAYER Uerdingen náði að gera
markalaust jafntefli á útivelli f
leik gegn pólska liðinu Vidzew
aði sitt annað mark auðveldlega
af stuttu færi.
Sigurinn var mjög sanngjarn og
þótti Anderlecht leika mjög vel.
Þrjátíu þúsund áhorfendur sáu
leikinn.
Lodz f Evrópukeppni fálagsliða.
Leikurinn þótti slakur og tíðind-
alítill. Eina umtalsverða marktæki-
færið í leiknum var vítaspyrna sem
pólska liðið fékk, en markvörður
Uerdingen varði hana mjög vel.
Lítið fór fyrir Atla Eðvaldssyni í
leiknum, en úrslit hans eru allnokk-
ur sigur fyrir þýska liðið. Uerdingen
hefur sýnt það áður í Evrópu-
keppni að það er geysilega erfitt
heim að sækja, og möguleikar
þess á því að komast áfram verða
að teljast mjög góðir.
Real
Madrid
sigraði
í viðureign
risanna
REAL Madrid sigraði Juventus
naumlega f Evrópukeppni meist-
araliða f Madrid í gærkvöldi.
Emiliano Butragueno, sem fræg-
ur varð á HM f Mexfkó f sumar
fyrir að skora fjögur mörk f lelk
Spánverja og Dana, gerði eina
mark þessa leiks á tuttugustu
mfnútu.
Um eitt hundrað þúsund áhorf-
endur sáu leikinn og öryggisráð-
stafanir voru gríðarlegar. Fimm
hundruð lögreglumenn , margir
með lögregluhunda, voru á leikvell-
inum. Strax í upphafi varð Ijóst að
Juventus lagði á það höfuðáherslu
að verjast vel, og Real Madrid var
með boltann lengst af. Á 17.
mínútu átti Real stangarskot, og
þegar Butragueno skoraði eftir fyr-
irgjöf Porlan þremur mínútum
síðar áttu margir von á góðum sigri
heimaliðsins.
En hin fræga vörn Juventus gaf
ekki meira eftir og leikurinn leyst-
ist upp í baráttu á miðjunni. Michel
Platini var vel gætt af Antonio
Camacho og sást ekki í leiknum.
En þessi úrslit eru ekki mjög óhag-
stæð Juventus, því með góöum
leik á heimavellinum, ætti leiðið
að eiga þokkalega möguleika á aö
vinna upp eins marks sigur Real í
gærkvöldi.
Evrópukeppni meistaraliða: Real Madrid — Juventus 1:0
(Butragueno) Vitkovice Ostrava — FC Porto 1:0
(Sourak) Rosenborg — Rauða stjarnan 0:3
(Mrkela, Zwetkovtc 2) Bayern Munchen — Austria Wien 2:0
(Fllck, Matthous) Anderlecht — Steaua Búkarest 3:0
(Crnecavic 2, Amór auðjohnaon) Celtic — Dynamo Kiev 1:1
(Johnston — Yevtnchenko) Bröndby — Dynamo Berlin 2:1
(VIHort, ajálfsmark — Rohde) Besiktas, Tyrklandi — Hapoel Nicosia
Evrópukeppni bikarhafa: GKS Katowice — FC Sion 2:2
(Koniarek 2 — Briger, Cina) > Rapid Wien — Lokomotiv Leipzig 1:1
(Kran)car — Llndner) Real Zaragosa — Wrexham 0:0
Vitoscha Sofia — Velez Mostaar 2:0
(Yordanov, Sirakov) Torpedo Moskva — Stuttgart 2:0
(Savichev 2) Benfica — Bordeaux
(Aguas — Vujovic) Nentori Tirana — Malmö FF 0:3
(Magnuason, Larson, Person) Ajax—Olympiakos 4:0
(Basten, Rijkaard, Bosman, Muhren) Evrópukeppni fólagsliða: Guimares — Atletico Madrid 2:0
(Cascavel, Rolando)
Vidzev Lodz — Bayer Uerdingen
Groningen — Xamax
Beveren — Atletico Bilbao
(Perraer, Thunis, Fairdough — Sarriugarte)
Boaista - Rangers
Barcelona — Sporting Lissabon 1:0
(Alberto) Dukla Prag — Leverkusen
Mönchengladbach — Feyenoord 5:1
(Dreheen 2, Rahn, Bruns, Thiele — Ekstrup) Gautaborg — Brandenburg 2:0
(Rantanen, Larson) Sporual Studentec — Ghent 0:3
(Raiven, Hlndericks, Haiert) Legia Varsjá — Inter Milano
(Sikoraki, Daiekanowski, Karas — AKobelli, Ferri) Torino —Raba Eto 4:0
(Kleft 2, Dossena, Comi) Hadjuk Split — Trakia Providiv 3:1
(Jerolimov, Bursak, Daverik — Slmov) Týrol — Standard Liege 2:1
(Splelman 2 — Hellers) Dundee Utd. — Un. Craiova 3:0
(Redford 2, Clarke)
Toulouse — Spartak Moskvu 3:1
(Passi 3 — Rodlonov)
Góð úrslit
fyrir Bayer
Uerdingen
• Amór Guðjohnsen stóð slg vel eins og hann hefur gert að undanf-
örnu með liði sfnu Anderlecht. Hann skoraðl eitt mark f gær.
AP/Símamynd
• Renata Buso sóst hór skjóta að marki Real Madrid í leiknum
f gær þegar Real Madrid vann Juventus á Spáni.
Stjörnulið Kiev
heppið gegn Celtic
LIÐ Dynamo Kiev, með 10 so-
véska HM leikmenn innanborðs,
var heppið að ná jafntefli gegn
frísku liði Celtic f Skotlandi f
gærkvöldi. Celtic sótti nær lát-
laust, en mikil mistök Pat Bonner
f markinu urðu þess valdandi að
Kiev náði snemma forystu og
Celtic gekk illa að jafna leikinn.
Það var Yevtuchenko sem skor-
aði fyrir Kiev þegar Bonner missti
boltann beint fyrir tærnar á honum
eftir hornspyrnu. Eftir markið sóttu
leikmenn Celtic stöðugt. Þeir áttu
tvö stangarskot, tvö sláarskot, eitt
skot rétt framhjá, auk fjölda ann-
arra góðra marktækifæra. En allt
kom fyrir ekki þar til tíu mínútur
voru eftir. Þá skoraði Maurice Jo-
hnston af miklu harðfylgi eftir að
markvörður Kiev hafði varið skot
frá honum. Tæplega 50 þúsund
áhorfendur sáu leikinn.