Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 íslandsmeistari kvenna ískák Guðfríður Lilja Gretarsdóttir varð íslandsmeistari kvenna í skák í ár og varði titil sinn frá siðasta ári. íslandsmótinu er nýlokið og hlaut Guðfríður 4 1/2 vinning' af fimm mögulegum, en í 2. sæti varð Guðlaug Þorsteinsdóttir, sem hlaut 4 vinn- inga. Myndin sýnir Guðfriði með verðlaunagripina. Stöð 2: Fréttir á sunnu- dögnm upp úr mán- aðamótunum - laugar dagsfréttir hálfum mánuði síðar Fréttatímar á sunnudögum hefj- ast væntanlega á Stöð 2 upp úr mánaðarmótum og síðan bætast laugardagsf réttir við hálfum mánuði síðar, að sögn Páls Magn- ússonar, fréttastjóra Stöðvar 2. Páll sagði að bæta þyrfti við ein- hveijum mannskap á fréttadeildina vegna frétta um helgar, en ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um mannaráðningar ennþá. Þá sagði Páll að útlit fréttatíma Stöðvar 2 myndi koma til með að breytast upp úr næstu helgi þar sem tæknimál eru að komast í samt lag, en frá byijun hafa fréttimar verið fyrir- fram teknar upp í stað þess að fréttaþulur lesi fréttimar í beinni útsendingu. „Meiningin hjá okkur er að hafa færri fréttir en ríkissjónvarpið, en kafa dýpra inn í hvert mál sem við tökum fyrir. Einnig ætlum við að skera niður allar þær fréttir er telj- ast skyldufréttir, t.d. loðnufréttir og fréttir af tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands, en ríkissjón- varpið skýrir frá öllum tónleikum hljómsveitarinnar hvað ómerkilegir sem þeir annars eru,“ sagði Páll. Hann bætti því við að bráðlega hæfist innlend dagskrárgerð. Fréttaskýringaþættir yrðu fyrst um sinn sendir beint úr upptökusal Stöðvar 2 og síðar væri meiningin að fara með vélamar út. Guðni Gunnarsson, stúdenta prestur, krýpur hjá einum þátt- takandanum á stúdentamótinu. Kristilegt stúdenta- mót í Vindáshlíð Borgarfirði. KRISTILEGT stúdentafélag hélt sitt árlega haustmót um sl. helgi í sumarbúðum KFUK í Vindáshlíð. Var mótið frá föstudagskvöldi og endaði með messu á sunnudeginum, sem hinn nývígði prestur Stúd- entafélagsins, Guðni Gunnarsson, sá um. Yfirskrift mótsins var: „Jesús sendir, sannfærir og styrkir". Ræðumenn voru þeir Jónas Gíslason kennari, Guðni Gunnarsson og Ragnar Gunnarsson kristni- boði. Miili 50 og 60 manns sóttu mótið. Kristilegt stúdentafélag var 50 ára á þessu ári, 17. júní sl., og er með starfsemi á Freyjugötu 27 í Reykjavík. Eru fundir á föstudags- kvöldum kl. 20.30, þar sem tekin em fyrir margvíslegustu mál krist- innar trúar. þau mölvuð til mergjar og grandskoðuð. Jafnhliða fundastarfsemi er fé- Iagið með samfélagshópa, sem koma saman vikulega eða hálfs- mánaðarlega. Eru 5—10 manns í hveijum hópi og er eitthvert ákveð- ið eftii tekið fyrir og rætt um það. Þótt félagið hafi stúdenta sem aðalverksvettvang sinn eru allir þeir sem eru ungir í anda, um 18—20 ára, aldnir og þaðan af eldri, velkomnir í félagið, án tillits til þess, hvort þeir séu í skóla eður ei. 109. löggjafarþingið: Hundrað ríkisstjórnarmál Samkvæmt fylgiskjali með stefnuræðu Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, standa líkur til þess að flutt verði um hundrað ríkisstjórnarmál á yfirstandandi þingi. Forsætisráðuneytið tíundar fímm frumvörp að lögum, sem flutt kunni að verða, þar á meðal til stjómsýslulaga, um sjóði atvinnu- veganna, til nýrra stjómsýslulaga. Sjávarútvegsráðuneyti ráðger- ir að flytja fímm frumvörp, þar á meðal fmmvarp um umboðsmarkað á ferskum físki, ríkismat sjávaraf- urða og selveiðar. Landbúnaðarráðuneytið hefur átta frumvörp á pijónunum: um starfsréttindi í landbúnaði, um skógrækt og skógvemd, um ræktun og veiði vatnafíska o.fl. Iðnaðarráðuneytið undirbýr sjö frumvörp. Meðal þeirra em frum- vörp um breytingu á lögum um kísilmálmverksmiðju, fmmvarp til breytingar á iðnaðarlögum, fmm- varp til orkulaga o.fl. Félagsmálaráðuneyti er með íjögur frumvarp í handraða: um tekjustofna sveitarfélaga, til skipu- lagslaga, til byggingarlaga og til laga um lögheimili. Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið hefur mikið umleikis, er með 20 frumvörp tilbúin eða í vinnslu. Þar meðal fmmvörp er fjalla um eftir- talin efni: gjaldþrotalög, meðferð einkamála, meðferð opinberra mála, hegningarlög, kosningar til alþingis, skipulag löggæzlu í Reykjavík, lög um lögreglumenn, lög um landhelgisgæzlu, umferðar- lög, öryggisþjónustu fyrirtæki, fangelsismál, bamalög, veitingu prestakalla, lög um Hæstarétt o.fl. Samgönguráðuneytið er með sjö frumvörp ráðgerð, m.a. um Meint íhlutun gegn Nikaragúa: Alþingi styðji yfir- lýsingu Alkirkju- ráðsins Tillaga Hjör- leifs Guttorms- sonar o.fl. „Alþingi ályktar að styðja yfirlýsingu Alkirkjuráðsins í september 1986 um Nik- aragúa og felur ríkisstjórn- inni að beita áhrífum sínum þannig að koma megi i veg fyrir efnahagslega og hern- aðarlega íhlutun gegn Nik- aragúa“. Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar, sem tveir sfjómarandstöðuþing- menn og einn stjórnarþing- maður lögðu fram á Alþingi í gær. í greinargerð er talað um „efnahagslega og hernað- arlega íhlutun Bandaríkja- stjórnar gegn landinu". Flutningsmenn tillögunnar eru Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.), Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir (Kl.-Rvk.) og Haraldur Ólafsson (F.-Rvk.). Í greinargerð segir að með samþykkt tillögunnar taki Al- þingi undir greinda samþykkt gegn efnhagslegri og hemaðr- legri íhlutun Bandaríkjanna. Ríkisstjómum beri „að beita áhrifum sínum til að binda endi á þessa íhlutun og í stað hennar komi aukin viðskipti og aðstoð við landið". ferðamál, fjarskipti, skipulag fólks- flutninga, lögskráningu sjómanna, flugmálaáætlun og fláröflun til framkvæmda í flugmálum, eftirlit með skipum o.fl. Utanríkisráðuneytið telur tvö þingmál, tillögu til þingsályktunar um flullgiidingu samnings milli ís- lands og Bandaríkjanna til að auðvelda framkvæmd vamarsam- starfs ríkjanna, tilllaga um fullgild- ingu Norðurlandasamnings um rétt norrænna ríkisborgara til að nota eigin tungu í öðm norrænu landi. Viðskiptaráðuneytið tekur til sex frumvörp, m.a. um viðskipta- banka vegna Útvegsbankans, um hlutafélög, um dráttarvexti, um list- munauppboð o.fl. Menntamálaráðuneytið gerir grein fyrir átta frumvörpum, m.a. um námslán og námsstyrki, um Leiklistarskóla, um grunnskóla, um framhaldsskóla, um Kennarahá- skóla o.fl. Fjármálaráðuneytið er og stórt í sniðum, telur fram 15 frumvörp: til breytinga á tekjuskattslögum, bókhaldslögum, fjáröflun vegna húsnæðismála o.fl. Ennfremur frumvörp um sérstakan bamabóta- auka, innflutningsgjald á olíu og benzín, staðgreiðslu skatta, skipan opinberra framkvæmda, um opin- ber innkaup o.fl. Heilbrígðis- og tryggingaráðu- neytið gerir grein fyrir þrettán þingmálum. M.a. frumvörpum til læknalaga, um heilbrigðisþjónustu, fæðingarorlof, almannatryggingar, heilsuvemd í skólum, slysaráð o.fl. Hjörleifur Guttormsson: „Bann víð geimvopnum U Hjörleifur Guttormsson (Abl.- AI.) og Kristín Halldórsdóttir (KI.-Rn.) hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar, þessefnis, að „Alþingi álykti að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrír og styðja á alþjóðavettvangi bann við geimvopnum þar sem miðað er við: 1) að allar rannsóknir og tilraunir, er tengjast hemaði i himingeimnum verði tafarlaust stöðvaðar, 2) að hvers konar hernaðarumsvif og vopnakerfi til nota í himingeimnum verði bönnuð, 3) að óheimilt sé að smíði vopna sem grandað geti gerfi- hnöttum og öðmm tækjum sem tengjast fríðsamlegrí nýtingu himinhvolfsins". í greinargerð segir „Brýnt er að Alþingi íslendinga marki afstöðu sína til geimvopna, m.a. vegna þeirrar afstöðu sem fram hefiir ITjOnMUSTHIOlAflTLUN (U ENDAL0K GEREYÐINGAR HÆTTUNNAR EÐA ÓTRÚLEG SÓUN HUGVITS 0G FJÁRMAGNS? komið hjá Matthíasi Á Matthiesen, utanríkisráðherra, til málsins. Vitn- að er til skýrslu ráðherrans til Alþingis í aprfl 1986. Kristín S. Kvaran: Þingseta ráðherra án atkvæðisréttar „Ráðherrar eigi samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Al- þingi en eiga þar ekki atkvæðis- rétt“. Þannig hljóðar framvarp til breytingar á 51. grein stjóra- arskrárinnar, sem Kristín S. Kvaran (S.-Rvk.) flytur. í greinargerð kemur m.a. fram: 1) Þegar þingmaður gerist ráð- herra í Noregi tekur varaþingmaður sæti hans. 2) Ráðherrar geta ekki gengt þingmennsku svo fullnægjandi sé, t.d. tekið þátt í nefndastörfum þingsins. 3) Hinsvegar er æskilegt að æðstu menn framkvæmdavaldsins eigi sæti á Alþingi, án atkvæðisrétt- ar, og öðlist þannig af eigin reynslu innsýn í tilurð almennra leikreglna. 4) Það eykur virðingu Alþingis að binda störf þingmanna við þing- mennsku eingöngu og að ráðherra- dómur teljist að sama skapi einnig vera fullt starf. Stuttar þingfréttir Lágmarkslaun I gær var mælt fyrir tveimur frumvörpum er varða láglauna- fólk. Sigríður Dúna Kríst- mundsdóttir (Kl.-Rvk.) mælti fyrir frumvarpi sínu um lögbind- ingu lágmarkslauna. Vitnaði hún til hliðstæðrar lagasetningar er- lendis. Taldi hún brýna nauðsyn bera til að leiðrétta kjarastöðu láglaunafólks, enda hefði það ekki náð hlut sínum eftir leiðum hefð- bundinna samninga aðila vinnu- markaðarin. Jóhanna Sigurðardóttir (A.- Rvk.) mælti fyrir frumvarpi, sem hún flytur ásamt þingmönnum úr öllum þingflokkum um endurmat á störfum láglaunahópa. Markmið frumvarpsins er „að fá fram hiut- lausa rannsókn og endurmat á störfum og kjörum láglaunahópa, svo og úttekt á hlut þeirra í tekju- skiptingu og launakjörum í þjóðfélaginu". Umræður urðu um bæði málin. Skiptar skoðanir vóru um, hvort lögbinda ætti laun, sem sumir þingmenn töldu samningsatriði verkalýðshrejrfíngar og vinnuveit- enda. Stöku þingmaður, sem tók undir rökstuðning Sigríðar Dúnu, taldi betur við hæfí að þingið léti frá sér fara stefnumarkandi vilja- yfírlýsingu í formi þingsályktun- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.