Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986
Á ráðstefnu Landssamtakanna
Þroskahjálpar á Hótel Loftleið-
um sl. helgi kynntu Bjarni
Kristjánsson og Friðrik Sig-
urðsson niðurstöður úr skýrslu-
gerð, sem þeir hafa unnið fyrir
samtökin. Þeir hafa kannað
vistunarmál fatlaðra, fé, sem
runnið hefur til framkvæmda
og gert spá um framtíðarþörf
í vistunarmálum.
Samkvæmt athugun þeirra
miðað við mannfjöldaspá og fleira
þarf að lágmarki fjórtán til tutt-
ugu og tvö ný vistiými á ári, fram
Frá ráðstefnunni á Hótel Loftleiðum
Ný sjónarmið í vistun-
armálum þroskaheftra
koma í áætlaðri vistunarþörf árið
2000 miðast eingöngu við þann
fjölda, sem þarfnast vistunar og
býr nú í heimahúsum. Ef hins
vegar væri tekin sú stefna að
fækka stórlega, eða leggja niður
með öllu, stórar sólarhringsstofn-
anir, eins og gert hefur verið sums
staðar erlendis, yrði þörfin, að
sjálfsögðu, miklu meiri.“
Rætt við Bjarna Kristjánsson og Friðrik Sigurðsson um niðurstöður
úr skýrslugerð, sem þeir hafa unnið fyrir Landssamtökin Þroskahjálp
til aldamóta, til að hægt sé að
koma þroskaheftu fólki í hús-
næði, sem mæti þörfum hvers og
eins. Síðustu tólf ár hafa að jafn-
aði bæst við rúmlega fimm rými
á ári. Á síðustu sex árum hafa
þó mun fleiri bæst við en á árun-
um þar á undan. í skýrslunni segir
einnig; „Vart þarf að fara í graf-
götur með að mest mun aukningin
á næstu árum verða í vistun full-
orðinna. Líklegt má telja að mikill
fjöldi þeirra bama og ungmenna
20 ára og yngri sem nú dvelja í
heimahúsum muni sækjast eftir
vistun á næstu árum, þá uppkom-
ið fólk. Eins er ljóst að eftirspum
eftir vistun í sambýlum og öðrum
fámennum einingum verður
ríkjandi í framtíðinni. Um það
bera biðlistar svæðisstjóma og
þróun í nágrannalöndum glöggt
vitni."
í skýrslunni kemur fram að á
hinum ýmsu stofnunum fyrir
þroskahefta em nú mun færri
böm, 15 ára og yngri, en var fyr-
ir tólf ámm. Þetta stafar m.a. af
hugmyndafræði (normaliseringu),
sem byggir á að fatlaðir skuli búa
við sem eðlilegust lífsskilyrði og
þar af leiðandi skuli fötluð böm,
eins og önnur böm, búa í foreldra-
húsum.
Bamaörorka er metin sem
ákveðið hlutfall af örorkulífeyri.
Árið 1973 var örorkuiífeyririnn
tæp 65% af heildarörorkubótum
fullorðinna, en árið 1985 var
lífeyririnn orðinn aðeins 40%.
Þessi þróun veldur því að fötluð
böm fá miklu minni bætur nú en
áður. Það er mun dýrara að ffam-
færa fatlað bam en ófatlað og
því hefur framfærslubyrði þeirra
Qölskyldna, sem hafa innan sinna
vébanda fötluð böm, aukist til
muna..
Samkvæmt skýrslunni em fé-
lagsleg útgjöld lægst á ísiandi af
Norðurlöndum og þannig hefur
það verið lengi. Það hlutfall fé-
lagslegra útgjalda, sem á íslandi
er svo varið til þjónustu við aldr-
aða og öryrkja er þó langlægst.
Friðrik Sigurðsson
í samtali, sem blaðamaður
Morgunblaðsins átti við Friðrik
Bjarni Kristjánsson
Friðrik Sigurðsson
Sigurðsson, sagði hann: „Ég dreg
þá ályktun af þessari könnun að
stór hluti mikið fatlaðra bama og
ungmenna búi nú í heimahúsum
og það er afleiðing af ákveðinni
umræðu og viðhorfsbreytingu
sem orðið hefur á síðustu ámm
og kennd hefur verið við „normal-
iseringu". Það er hins vegar ljóst
að mikill fyöldi þessara bama mun
á næstu ámm, sem uppkomið fólk,
sækjast eftir vistun, enda er það
einnig hluti af „normaliseringu"
að fotluð ungmenni geti flutst úr
foreldrahúsum eins og aðrir.
Tengsl bamaörorkubóta við
örorkulífeyrisbætur em mjög
vafasöm þar sem að á undan-
gengnum ámm hafa innbyrðis
hlutföll mjög breyst milli örorku-
lífeyris, annars vegar, og tekju-
tryggingar hins vegar, örorkulíf-
eyrinum og þar með
bamaörorkubótunum í óhag. Ef
bamaörorkubætur hafa verið
hugsaðar til að mæta umfram-
kostnaði vegna fatlaðra bama
væri nær að tengja þær við hluti
eins og framfærsluvísitölu. Ég vil
undirstrika að þær tölur sem fram
Bjarni Kristjánsson
Bjami Kristjánsson sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins: „Landssamtökin Þroska-
hjálp hefur í umræðu undanfar-
inna ára greint á um hversu mikil
aukning hafi orðið á framlögum
ríkisins til framkvæmda í þágu
fatlaðra og eins hver hafi orðið
aukning á útgjöldum ríkisins
vegna annarrar þjónustu við fatl-
aða. Þama hefur staðið fullyrðing
gegn fullyrðingu. Eftir að hafa
gert þessa skýrslu er okkur ljóst
að á tímabilinu frá 1980-1986
hefur framkvæmdafé í þágu fatl-
aðra farið mjög minnkandi að
undanskildum fyrstu þremur
árum tímabilsins, þá jókst það.
Ástæðan fyrir þessari minnkun
er sú að stjómvöld hafa ekki, þrátt
fyrir ákvæði í lögum, treyst sér
til að standa við verðtryggð fram-
lög til málaflokksins. Af þessu
leiðir að raungildi fjárveitingar-
innar hefur minnkað mjög. Sem
dæmi má nefna að árið 1986 er
80 milljónum króna varið til fram-
kvæmda á móti 190 milljónum
króna árið 1982, en frá þeim tíma
hafa framlögin hraðminnkað.
Þá hefur athugun einnig leitt
í ljós að kostnaður ríkisins vegna
þjónustu við fatlaða hefur ekki
aukist í þeim mæli, sem gjaman
hefur verið fram haldið. Svo viðist
sem kostnaður ríkisins hafi tæp-
lega tvöfaldast á þessu árabili.
Þótt það sé vissulega aukning
má benda á það að á áratugnum
1970-80 var nánast engin önnur
þjónusta við þroskahefta fyrir
.hendi en sú sem fólst í dag- eða
sólarhringsvistun."
Þeir Bjami og Friðrik sögðu
ennfremur að þeir hefðu ráðist í
þessa skýrslugerð vegna þess að
þeir telja að Landssamtökunum
Þroskahjálp sé nauðsyn að afla
sér sjálf þeirra gagna, sem að
notum mega koma í baráttu fyrir
breyttri stöðu skjólstæðinga sam-
takanna til hins betra. Þeir telja
að nokkuð hafi á því borið á und-
anfömum ámm að heimildir hafi
skort og því hafi opinber umræða
oft einkennst af staðhæfíngu
gegn staðhæfingu án þess að rök
hafí verið lögð til grundvallar.
Breyti þessi skýrsla því, telja þeir
að tilganginum með gerð hennar
hafi verið náð og umræðan geti
þá hugsanlega orðið málefnalegri.
GSG