Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Afmæliskveðja: Guðmundur Björns- son, Arkarlæk atorku- og dugnaðarmaður, Guð- mundur Bjömsson bóndi á Arkar- læk í Skilmannahreppi, varð 90 ára þann 2. september sl. Hann er fæddur að Innstavogi við Akranes 2. sept. 1896. Þar bjuggu foreldrar hans, hjónin Bjöm Jóhannsson frá Kárastöðum í Borgarhreppi og Sesselja Ólafsdóttir frá Einarsnesi í sömu sveit. Þetta voru dugleg og gerðarleg hjón. Böm þeirra voru átta. Sex synir og tvær dætur. Guðmundur var yngstur systkin- anna. Fjórir bræður Guðmundar drukknuðu í blóma lífsins. Þeir voru fyrirvinna foreldra sinna, sem þá vom tekin að eldast. Sú harmsaga verður ekki rakin hér, en þessir örlagaríku atburðir mótuðu að ýmsu leyti ævibraut Guðmundar. Það kom í hlut hans að taka upp merki bræðra sinna. Gerast fyrir- vinna foreldra sinna, taka við búi þeirra og annast þau í ellinni. Hug- ur hans stóð til mennta, en eftir hin miklu sjóslys kölluðu skyldu- störfín á hann ungan að ámm, svo sá draumur gat ekki orðið að vem- leika. Hafíð bláa hafíð heillaði Guð- mund, sem ungan dreng, enda útsýnið mikið og fagurt frá Innsta- vogi yfír Faxaflóann. Á þeim ámm var þar fjöldi fískiskipa af ýmsum stærðum. Þegar Guðmundur er 12 ára eða sumarið 1901 réð hann sig á skútu yfír sumarúthaldið, sem vom 2 mánuðir. Ekki var venjulegt á þeim ámm að drengir fæm á skútur fyrr en eftir fermingu, svo Guðmundur virðist hafa verið bráð- þroska og kappgjam. Skútulífíð gaf nokkrar tekjur, ef vel dróst. Var það meira en hægt var að segja um önnur störf bama og unglinga á þeim ámm. Næsta sumar komst Guðmundur á skútuna Ragnheiði frá Reykjavík. Hann varð að lofa foreldmm sínum að vera kominn heim í byijun september, en þá átti að ferma hann í Akraneskirkju. Þá giltu strangar reglur um það, að böm væm ekki fermd fyrr en 14 ára aldri væri náð. Það var ástæðan fyrir því að hann fékk ekki ferm- ingu um vorið. Ragnheiður setti Guðmund á land í Isafírði. Þaðan varð hann að bjarga sér með far- kost til Reykjavíkur. Var það hin ævintýraríkasta ferð og ferming- unni náði hann naumlega. Þetta var upphafíð að sjómennsku Guðmund- ar í 40 vetrarvertíðir. Hann var mörg ár á skútum, en síðar á vélbát- um frá Akranesi. Er þetta löng og merk sjómannssaga. Guðmundur hafði hug á því að komast í sjó- mannaskólann og fá skipsstjómar- réttindi, en tókst ekki, þar sem hann hafði skerta sjón. Jafnframt sjómennskunni bjó Guðmundur myndarbúi, lengst af á Arkarlæk. Þaðan var konan hans, Ásta Jonsdóttir, en hún lést 1975. Böm þeirra em sex: Guðjón fram- kvæmdastjóri á Akranesi, Bjöm Jóhann framkvæmdastjóri á Hóla- braut í Reykjadai, Sesselja hús- freyja á Ferstiklu, Bjamfríður húsfreyja á Akranesi, Valdimar Ingi vélstjóri á Akranesi, og Ásmundur bóndi á Arkarlæk. Bömin hafa öll stofnað sín eigin heimili og em hin- ir nýtustu þjóðfélagsþegnar. Guðmundi fannst starfið á sjón- um skemmtilegra en búskapurinn og tekjuvonin var meiri. Vonbrigðin yfír að hafa ekki notið menntunar á unglingsámnum yfírgáfu hann aldrei. Honum er ljóst hvers virði menntunin er og líf hans, eins og svo margra jafnaldra hans, hefði orðið með öðrum hætti, ef þeir hefðu notið þeirrar menntunar, sem allir hafa átt kost á síðustu áratug- ina. En þrátt fyrir 40 vetrarvertíðir á sjónum 1909—48, eða kannske vegna þeirra, hefur Guðmundur verið mikiil ræktunarmaður. Hann hefur ræktað mest allt land jarðar- innar. Gert smábýli að mikilli nytjajörð. Garðrækt hefur hann PCM 32i Plasmaskurðarvélin sem beðið var eftir! PCM 32i plasmaskurðarvélin er afar hag- kvæm nýjung frá L-TEC. Þessi hátíðnivél kemst af með mjög litla orku, er einfasa og 220 volta og notar 18 ampera trega-öryggi. Af öðrum kostum má nefna: Lauflétt. Vegur aðeins 18 kg! Sker venjulegt járn, allt að 10 mm þykkt. Sker ál, ryðfrítt stál og aðra málma, allt að 8 mm. Einstaklega örugg í notkun. ARGUS/SIA SINDRAi .STÁLHF Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222. lengi stundað með góðum árangri og gerir enn. I félagsmálum hefur Guðmundur verið mjög liðtækur. Hann var lengi formaður Búnaðarfélags Skil- mannahrepps og í stjóm Kaupfé- lags Suður-Borgfírðinga á Akranesi o.m.fl. Hann er félagshyggjumaður af lífí og sál og tekur undir með skáldinu: „Hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman." Guðmundur hefur hagað lífsstarfí sínu eftir þessum boðskap. Ég átti lengi mik- ið og gott samstarf við Guðmund í Framsóknarfélagi Borgarfjarðar. Hann hafði lifandi áhuga fyrir mál- efnum félagsins og framgangi þeirra. Var virkur í starfínu — já- kvæður og hvetjandi — og mætti vel á fundum. Þar vann hann öll sín störf af mikilli skyldurækni. Ræður hans voru drengilegar, mál- efnalegar og vandlega íhugaðar. Guðmundur er hugsjónamaður, sem alltaf vildi leggja sitt af mörkum og láta gott af sér leiða í hveiju máli. í eðli sínu er hann nærgæt- inn, tilfinninganæmur og vinfastur með afbrigðum. Við 90 ára aldursmörkin getur Guðmundur á Arkarlæk litið með gleði yfír farinn veg. Starfstími hans er orðinn langur. Hann hefur unnið hörðum höndum bæði til sjós og lands. Túnin og garðlöndin á Arkarlæk bera hinum mikla rækt- unarmanni fagurt vitni. Lifandi félagsmálaáhugi hefur lagt mörg- um góðum málum lið. Trygglyndi Guðmundar og vinátta hefur yljað mörgum samferðamanni hans á lífsleiðinni. Afkomendahópurinn er stór og mannvænlegur. Ég er einn af mörgum, sem notið hefur vináttu hans og átt við hann samstarf. Fyrir öll okkar samskipti vil ég þakka honum á þessum merku tímamótum og árna honum allra heilla og blessunar á ævikvöldinu. Dan. Ágústínusson Afmætískveðja: Einar Ögmunds- son forstöðumaður Einar Ögmundsson, Grímshaga 3 í Reykjavík, forstöðumaður um- ferðamáladeildar fólksflutninga, fæddist 23. október 1916 í Hóla- brekku í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ögmundur Stephensen bóndi og vörubifreiðastjóri Hanssonar bónda á Hurðabaki í Kjós og Ingi- björg Þorsteinsdóttir bónda á Högnastöðum í Þverárhlíð Péturs- sonar. Einar hóf snemma akstur vöru- bifreiða og hefur verið í fylkingar- bijósti samtaka þeirra lengst af. Hann var einn af stofnendum vöru- bflstjórafélagsins Þróttar og sat í stjóm þess um árabil og var formað- ur í alls fimmtán ár, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra frá 1957 til 1980 ogí stjóm lífeyris- sjóðs þess frá upphafi til þessa dags. Árið 1981 var hann kosinn heið- ursfélagi Þróttar. Hann er kvæntur Margréti Bjamadóttur Þorsteinssonar frá Hlemmiskeiði og Ingveldar Jóns- dóttur frá Vorsabæ og eiga þau flögur böm. Um leið og stjóm vöm- bflstjórafélagsins Þróttar þakkar vel unnin störf í þágu þess á liðnum árum færir hún Einari og konu hans kærar kveðjur á þessum tíma- mótum. Þær heita Halldóra, Anetta og Anna þessar ungu dömur en þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparsjóð Rauða krossins og söfnuðu rúmlega 870 krónum. Myndir víxluðust í Morgunblaðinu sl. laugardag víxluðust tvær myndir og er beðist vel- virð- ingar á því. Hér birtast þær aftur með réttum nöftium. Þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og söfnuðu rúmlega 860 krónum. Þær heita Þórey E. Elíasdóttir, Karlotta Jónsdóttir og Guðrún Siguijónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.