Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Viðræður Koivistos og Carlssons: Hafa áhyggjur af örygg- ismálum á N-Atlantshafi Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. MAUNO Koivisto, forseti Finnlands, og Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svía, eru sammála um að stórveldin og bandamenn þeirra ættu að semja um eftirlit með umferð herflotanna á Norður-Atlants- hafi. Leiðtogarnir tveir ræddu norræn öryggismál í byijun þessarar viku er Koivisto var i heimsókn í Sviþjóð. Þeim fannst að næsta skref í evrópskum öryggismálum væri að koma upp eftirlitskerfi á norræn- um höfum: á Eystrasalti en sérstaklega á Norður-Atlantshafi, milli Noregs og íslands. Á öryggismálaráðstefnu Evrópu í Stokkhólmi náðist eins og kunn- ugt er samkomulag um eftirlit með heræfingum á landi. Koivisto og Carlsson vildu ekki segja nákvæm- lega hvemig slíku eftirliti til sjós ætti að vera háttað. Væntanlega munu fulltrúar Finnlands og Svíþjóðar reka þetta erindi á fram- haldsfundi ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem hefst á næstunni í Vínarborg. í ræðu um öiyggismál í Norður- Evrópu, sem Koivisto flutti 15. október síðastliðinn hreyfði hann fyrst hugmjmdinni um eftiriit á höfunum. Johan Jargen Holst, vamarmála- ráðherra Noregs, hefur einnig lýst áhyggjum sínum vegna hemaðar- umsvifa sérstaklega á sjónum milli Noregs og íslands. Hann hélt ræðu um þetta á föstudaginn. Athygli forráðamanna Norð- manna, Svía og Finna beinist að hemaðarlegum umsvifum stórveld- anna á hafinu vegna minnkandi spennu á meginlandi Evrópu. Nið- urstaðan á Stokkhólmsfundinum setur skorður við heræfingum ann- ars staðar en á hafinu. Öli Norður- lönd em strandríki þannig að þessi mál snerta þau öll. Stefnuræða Koivistos í öryggis- málum táknar kannski helst að forsetann langi að- hefja á nýjan leik umræður um öryggi allra Norð- urlanda. Hann kemur ekki með sérgreindar tillögur, heldur dregur hann athyglina að nýjum sjónarmið- um f finnskri öryggispólitík. Hlutleysisstefna Finnlands og Svíþjóðar byggist á því að það ríki hemaðarlegt jafnvægi á Norður- löndum. Til þess að tryggja jafn- vægið hafa Finnar og Svíar viljað stofna kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Koivisto vill einnig halda áfram þeirri umræðu. Athugasemdir Finnlandsforseta um spennuna á hafinu vekja vænt- anlega umræður annars staðar á Norðurlöndunum. Koivisto hefur ekki viljað leggja mikla áherslu á ókunna kafbáta í sænskri lögsögu. í ræðu sinni nefndi Koivisto þetta atríði aðeins lauslega. í Stokkhólmi lét hann f ljós þá skoðun, að þeir kafbátar, sem laumast í skeijagarði Svíþjóðar, væm varla allir frá Sov- étríkjunum. íslandsvinurinn Furgler hættir í ríkisstjórn Sviss Zurich, frá Önnu Bjamudóttur, fréttaritara Kurt Furgler, viðskiptaráð- herra Sviss, tilkynnti öllum á óvart i gær, að hann ætlaði að hætta ráðherrastörfum um næstu áramót. Hann hefur setið i rikisstjórn i 15 ár og er einn þekktasti og virtasti stjómmála- maður Svisslendinga. “Góðir leiðtogar vita hvenær yngri menn eiga að taka við,“ sagði hann i yfirlýsingu, sem hann las fyrir fréttamenn i þinghúsinu i Bern. Furgler, sem er 62ja ára, hefur setið lengur f svissnesku rfkisstjóm- inni en allir samráðherrar hans. Hann hefur gegnt forsetaembætti þrisvar, en ráðherramir sjö skiptast á um að gegna því f eitt ár f senn. Þingið kýs ráðherrana á fjögurra ára fresti og reyndin er sú, að þeir em endurkjömir eins lengi og þeir gefa kost á sér. Þjóðin hefur lengi velt því fyrir sér hvenær Furgler ætlaði að hætta en hvorki kristileg- ir demókratar né stjómmálaand- stæðingar hans áttu von á, að hann mjmdi taka þessa ákvörðun nú. Alfons Egli, innanríkisráðherra, sem er einnig kristilegur demó- krati, tilkjmnti fyrr f haust, að hann ætlaði að láta af ráðherrastörfum um áramótin. Þingið mun kjósa ráðherra í þeirra stað 10. desember nk. Foringjar stærstu stjómmála- flokkanna sögðu, að það jrrði missir að Furgler f ríkisstjóminni en form- aður öfgafullra þjóðemissinna var hinn eini, sem gladdist jrfir fréttun- um. Furgler er framsýnn maður, vel að sér og áhrifamikill. Hann var þingmaður Í17 ár áður en hann tók við embætti dómsmálaráðherra árið 1971. Hann varð viðskiptaráðherra fyrir tæpum fjórum árum. Endur- skoðun stjómarskrárinnar, jafnrétt- islög og sjálfstæði kantónunnar Júra eru meðal mála sem hann lét til sfn taka. Furgler hefur komið tvisvar til Islands og er mikill Islandsvinur. Hann er handboltaáhugamaður og fylgdist náið með velgengni Islend- inga í heimsmeistarakeppninni f hanbolta í Sviss f fyrra. Hann stofn- aði handboltafélagið St. Otmar í Morgunblaðsins St. Gallen þegar hann var 18 ára og spilaði með þvf, þjálfaði það og stjómaði þangað til hann varð ráð- herra árið 1972. Víkingur leikur gegn St. Otmar f St. Gallen í Evr- ópukeppni meistaraliða i næsta mánuði. Poul Schluter í Moskvu: Fækkun eldflauga ekki tengd geimvömunum til langframa Moskvu, AP. POUL SchlQter, forsætisráðherra Danmerkur, sagðist f gær vera þeirrar skoðunar, að sovézkir ráðamenn myndu ekki til langframa halda fast við það skilyrði, að fækkun kjarnorkuvopna i Evrópu yrði undir þvi komin, að geimvopnadeilan leystist. Schliiter sagði þetta á fundi með fréttamönnum í Moskvu eftir tveggja daga viðræður þar við sovézka ráðamenn. Taldi hann, að þessi tvö atriði yrðu bundin hvort öðru um einhvem tíma, en bætti síðan við: „Ég tel ekki, að svo verði til langframa." Schluter sagði enn- fremur, að þetta væri sfn persónu- lega skoðun, sem hann hefði komizt að eftir tveggja klukkstunda við- ræður við Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtoga á þriðjudag. Danski forsætisráðherrann sagð- ist búast við því, að Sovétmenn tækju upp þráðinn frá þvf á leið- togafundinum í Reykjavík, er þeir ættu næst viðræður við háttsetta bandaríska ráðamenn. Kvaðst hann hafa lagt á það áherzlu við Gorbac- hev, að miícilvægt væri, að samið jrrði um að draga úr hefðbundnum vopnum og skammdrægum kjam- orkuvopnum í Evrópu, ef risaveldin kæmu sér saman um að flytja með- aldrægar lgamorku flaugar frá Evrópu og byija á þvf að eyðileggja langdrægar kjamorkuflaugar sínar. „Þegar risaveldin hafa loksins samþykkt að fækka kjamorkuvopn- um af öllum tegundum og síðan að útrýma þeim alveg, þá blasir við okkur fullkomlega nýtt viðhorf í öryggismálum," sagði Schliiter. „Það mun snerta Evrópumenn sér í lagi. Við höfum í meira en 40 ár vanizt svokallaðri kjamorku- vopnahlíf. Hún hefur verið alls ráðandi í herfræði beggja aðila. Við höfum haft þetta ógnarvopn sem vöm gegn því, að stríð skelli á.“ Ef langdrægar og meðaldrægar kjamorkuflaugar yrðu lagðar niður, þá myndu skammdræg kjamorku- vopn og hefðbundin vopn fá nýja þýðingu. „Við ættum þá að leggja til, að skammdrægum kjamorku- vopnum og hefðbundnum vopnum jrrði einnig fækkað," sagði Schliiter. Ekkert svar við mann- réttindamálum Schliiter kvaðst hafa rætt fimm mannréttindamál við sovézka ráða- menn, þar sem sovézkir þegnar hafa ekki fengið heimild til þess að fara til Danmerkur og setjast þar að með íjölskyldum sfnum. „Við höfum ekki fengið endanlegt svar enn,“ sagði hann, en bætti Poul Schlliter við: „Við skulum sjá, hvað gerizt. Ég er ekki farinn héðan enn. Lausn þessara mála myndi hafa geysilega jákvæð áhrif á almenningsálitið í landi mínu.“ Sovézkur skákfréttamaður, Vladimir Pimonov hélt í gær uppi friðsamlegum mótmælaaðgerðum á Gorkistræti í Moskvu, þar sem hann hélt á borða, er á stóð: „Hættið að ræna mig baminu rnínu." Pimonov hefur verið til þessa verið neitað um lejrfi til að fara til Danmerkur og setjast þar að hjá eiginkonu sinni, Lisu Petersen og lítilli dóttur þeirra hjóna. Sovétríkin: Hermönnum fagn- að við heimkomu Moskvu, AP. SOVÉSKA sjónvarpið sýndi á þriðjudag frá fagnaðarlátum við heimkomu sovéskra hermanna frá Afganistan. Hermönnunum var fagnað sem hetjum þegar skriðdrekar þeirra fóru yfir brú við landamæri Sov- étríkjanna og Afganistan. í kvöldfréttum, sem talið er að séu vinsælasta sjónvarpsefnið eystra, var sýnt þegar tugir skrið- dreka komu til Sovétríkjanna. Hermennimir stukku niður af þeim og hlupu í fang ættingja sinna. Efnt var til sérstakrar hátfðar til að bjóða hermennina velkomna heim. Þessir hermenn voru meðal þeirra átta þúsund, sem nú hafa verið kvaddir heim frá Afganistan. Stormasömu Heimsfríðarráðsþingi lokið: „Þetta er KGB-ráðstefna“ „MÉR var hrint aftur á bak niður úr ræðustólnum og þar sem ég lá á gólfinu var sparkað tvisvar sinnum í mig, í magann og bijóstið. Þegar ég komst á fætur fékk ég krepptan hnefa í and- litið. Síðan var ég borinn út.“ í Morgunblaðinu í fyrradag var sagt frá því, að þingi Heimsfriðar- ráðsins í Kaupmannahöfn hefði lokið með slagsmálum en lýsingin hér á undan er Iftið sýnishom af því, sem fram fór fyrsta daginn. Sá, sem fékk þessa óblíðu með- ferð, heitir George Miller, félagi í samtökum útlægra Sovétmanna í London, og birtist frásögn hans m.a. f danska blaðinu B.T.. George Miller fékk ekki að sitja þingið en ásamt tveimur félaga sinna mætti hann þar samt og deildu þeir út blómum til allra heiðursgestanna við háborðið. Að því búnu breiddu þeir úr miklum borðum með áletruninni „Þetta er KGB-ráðstefna“ og Miller steig óboðinn í ræðustólinn. Þar gáfust honum 20 sekúndur og hann not- aði tímann til að ftreka, að Heimsfriðarráðið væri uppfínning sovésku öryggislögreglunnar og sagði einnig frá örlögum tveggja vina í sovéskum nauðungarvinnu- búðum. Annar þeirra, Marc Morozov, hefði verið drepinn í búðunum 3. september sl. en hinn, Valeri Senderov, væri mikið sjúk- ur. Það verður enginn friður fyrr en Sovétmenn fara frá Afgasnist- an sagði Miller í þann mund, sem honum var hrint úr ræðustólnum. Þegar heimsfriðarfólkið áttaði sig á þvf, sem fram fór í ræðu- stólnum, hrópaði það „Burt með CIA“ og sá sfðan um að kasta Miller og félögum hans út. Næst gerðist það, að Englendingur nokkur, einn fulltrúanna, greip hljóðnemann og mótmælti því, að Daninn Hermod Lannung væri forseti ráðstefnunnar. Benti hann á, að Lannung hefði verið félagi í Dansk-þýska vináttufélaginu á dögum síðari heimsstjujaldar, þegar nasistar hersátu Danmörk, og óskaði þess, að Troels Toftkjær frá félaginu „Nei við kjamorku- vopn“ tæki að sér forsetastörfín. Þingheimur pípti hins vegar á Englendinginn og hyllti Lannung með lófataki. Þing Heimsfriðarráðsins draga að sér útlaga víðs vegar að en þeim er að jafnaði neitað um þing- setu. Að þessu sinni komust þó inn fulltruar frá tékknesku sam- tökunum „Mannréttindasáttmál- inn 77“ en það genðu þeir í skjóli danska félagsins „Nei við kjam- orkuvopn". Tveimur úkrafnskum fríðarsinnum, sem höfðu tilkjmnt þátttöku reglum samkvæmt og verið látnir greiða þinggjaldið, 1100 dkr., var hins vegar meinuð þingseta þegar til kom.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.