Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 35 AKUREYRI Leiruvegurinn: Vinna hafin vestanmegin VINNA er nú hafin við gerð veg- aríns á Leirunum við Akureyri yfir að Leirubrúnni. Starfsmenn Norðurverks eru nú að byija að fylla upp vestan megin frá, frá Drottningarbrautinni. Jóhann Gíslason hefur hannað og smíðað tæki sem vakið hefur forvitni margra sem leið hafa átt þarna framhjá undanfarið. Hér er um að ræða dragskóflu, stóra grind með skóflu á og er hún dregin aft- an í jarðýtu. Þannig er efni náð upp úr sjónum til að nota í veginn. Jónas Sigurbjörnsson hjá Norð- urverki sagði í gær að nú væri verið að fylla í ál sem er við austurenda „Amagarðs" svokallaðs til þess að auðveldara yrði að komast út á sjálfar leimmar. „Við reikvum með að taka undan brúnni í næstu viku, hleypum þá vatni undir hana og þá verður væntanlega ekki eins mikiil straumur á vatninu þar sem við verðum að vinna við veginn. Hann sagði dragskófluna lofa góðu - að mikið efni næðist í hverri ferð sem ýtan drægi þetta verkfæri eft- ir botni sjávar. Hvað finnst fólki um brott- vikningn Hitaveitustj óra? SENNILEGA hefur ekki veríð rætt meira um neitt á Akureyri undanf arna daga en málefni Hitaveitunnar - ogþað að Wilhelm V. Steindórssyni var vikið úr starfi. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við fólk á förnum vegi í gærmorg- un til að kanna afstöðu þess til málsins. Er fólk sammála Wilhehn að vatnsverð sé ekki óeðlilega hátt? Á að koma til stuðningur frá ríkinu við að laga fjár- hagsstöðu Hitaveitu Akureyrar? Var rétt að visa Hitaveitustjóra úr starfi? hefði sagt upp sjálfur. Mér fínnst ekki óeðlilegt að ríkið komi inn ( þetta því kyndingin hér í bænum er agalega há,“ sagði Eygló Hilm- arsdóttir. Páll Leósson: Lýsi yfir stuðningi við Wilhelm „Ég lýsi yfír stuðningi við Wil- helm fyrrverandi hitaveitustjóra og flokka þetta mál sem pólitískt mál. Ég vil að maðurinn fái að hefur ekki komið nógu mikið fram hvað raunverulega er að gerast. Mér fínnst að fram verði að koma svör frá bæjaiyfírvöldum á móti skrifum hans,“ sagði Brynjar H. I Jónsson. Páll Pálsson: Aðalmálið að vatn- ið er allt of dýrt i „Mér fínnst þetta skrýtið mál. Það er ljóst að hann hefur gert góða hluti hjá Hitaveitunni, til dæmis að drífa þetta mælakerfi i stað hemlakerfisins. En vandinn er sá að vatnið er allt of dýrt og þess vegna er fjöldi húsa í bænum Eygló Hilmarsdóttir: Hefði átt að segja upp sjálfur „Mér fínnst ekki eðlilegt að Wilhelm skuli hafa verið rekinn, mér hefði fundist eðlilegra ef hann tjá sig um sínar skoðanir hvort sem hann er framkvæmdastjóri Hitaveitunnar eða ekki, hann á rétt á því. Ég tel það aðalástæðu brottvikningarinar að hann hafí verið ósammála yfírvöldum, ég þekki ekki þetta með samstarfs- örðugleikana. Ég held að ef vilji hefði verið fyrir hendi hefði mátt ná sáttum. En vatnsverð fínnst mér of hátt hér í bænum og það á að ræða við ríkisvaldið um að það komi inn í málið. Miðað við launapólitík ( dag getum við ekki greitt þetta og því hlýtur að verða að koma til stuðningur frá ríkinu," sagði Páll Leósson. Brynjar H. Jónsson: Bæjaryfirvöld verða að svara honum „Eftir því sem ég hef velt þessu máli fyrir mér fínnst mér það ákaflega siðlaust að reka mann- inn. Eg hef þó kannski ekki skoðað málið nógu mikið - það vankyntur einfaldlega vegna þess að fólk hefur ekki efni á því að kynda. Og ef vatnið verður ekki komið niður í þolanlegt verð fyrr en árið 2004 er það of langur tími. Þetta fínnst mér aðalmálið - að vatnsverðið sé of dýrt, en ég vil ekki (já mig um brottvikninguna sjálfa," sagði Páll Pálsson. Sigrún Halldórsdóttir: Höfðu sjálfsagt ekki önnur ráð „Mér fínnst ákaflega erfitt að dæma um þetta. Þeir hafa sjálf- sagt ekki haft nein önnur ráð ef samskiptin við Wilhelm hafa verið svona erfið. Ég er ekki sammála öllu sem Wilhelm segir því vatnið fínnst mér of dýrt og mér fínnst engin ástæða til annars en að biðja ríkið að koma inn í þetta mál,“ sagði Sigrún Halldórsdóttir. Morgunblaðið/Guðmundur Það óhapp varð á dögunum er grafa sem var að störfum víð Leiru- veginn bilaði og ekki var hægt að draga hana á land áður en hún var komin á kaf á flóðinu. Hér sést hún í fjarska. Leikfélag Akureyrar: LA frumsýnir „Mar- bletti“ annað kvöld ÖNNUR frumsýning leikársins hjá Leikfélagi Akureyrar verður annað kvöld. Verkið sem nú verð- ur sýnt nefnist Marblettir. Leikrítið er eftir „hina og þessa“ eins og Pétur Éinarsson leik- hússtjórí og leikstjórí verksins segir. Bengt Ahlfors er höfundur upphaflega textans en Pétur Ein- arsson og Kristján frá Djúpalæk hafa þýtt verkið staðfært það og bætt við textann. „Stærsti hluti verksins er erlendi textinn staðfærður en það er einnig talsvert heimatilbúið," sagði Péur Einarsson er hann kynnti blaða- mönnum verkið í gærmorgun. Á frummálinu, fínnsku, nefnist leik- ritið „Morkis" og var frumsýnt í fyrra. En um hvað skildi verkið fjalla. Pétur Einarsson: „Það má segja að við leysum vandamálin! Ekki kannski öll heimsins vandamál en þau stærstu og erfíðu. Þau sem eru alltaf að þvælast fyrir okkur. Við bjóðum karlkyninu upp á nokkrar lausnir á vandamáli kynjanna, bar- áttunni fyrir jafnrétti. Þeir karl- menn sem hafa orðið undir fá hér leiðir til að komast ofan á aftur. Ég get nefnt að við reynum að hnekkja heimsmetinu ( neikvæðni. Þá er hér lokauppgjör við 68- kynslóðina, kynning á störfum Norðurlandaráðs; við sýnum fólki hvað í raun er að gerast í norrænni samvinnu og þá er tiplað á vanda- málum sem geta hent mann í rúminu," sagði Pétur. Það er greini- egt ð víða er komið við, enda segir Pétur að verkið sé blanda af revíu og kabarett. „Það er hægt að finna skyldleika við bæði þessi form. í revíunni eru öll atriðin tengd en ekki 5 kabarettinum. Við byggjum þetta leikrit þannig upp að þetta eru aðskilin stutt atriði en viss skyldleiki á milli sumar þeirra." Að sögn Péturs hefur aðsókn að fyrsta verki leikársins, bamaleikrit- inu Herra Hú, verið mjög góð. Hann sagði að sýningum á því verki yrði haldið áfram einu sinni í viku meðan aðsókn héldist góð en Mar- blettir yrðu sýndir tvisvar í viku, á föstudag og laugardögum. „Við tiplum á vandamálum sem geta hent mann í rúminu,“ segir Pétur Einarsson leikstjórí. Hér eru María Árnadóttir og Skúli Gauta- son í leikritinu. Húsmæður á Akureyri Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu sem borgar sig? Hafið þá samband við af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími 23905. Morgunblaðið á Akureyri Hafnarstræti 85, sími23905.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.