Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 45 Jónína Guðmunds dóttir - Minning Sigríður mun hafa dvalist eitt ár eða þar um bil á Spáni, náði allgóð- um tökum á spönsku, og naut æsku og yndisauka undir suðrænni sól. Eftir að heim kom hóf Sigríður störf á skrifstofu Ingólfs Apóteks, en átti lengst af heimili hjá Karitas systur sinni. Að heimsstyijöldinni lokinni, 1945, fór Sigríðurtil Oslóar og starfaði næstu ár á skrifstofu þar. Þar kynntist hún Per Krogh vélfræðingi. Þau gengu í hjónaband í Reykjavík í byijun árs 1948. Hjónaband þeirra hefur reynst mjög farsælt. Þau hafa eignast tvö böm, Gísla, sem er viðskiptafræðingur, og Solveigu, sem er kennari. Bama- bömin em fjögur. Fyrstu búskapar- ár sín bjuggu þau Sigríður og Per á Akureyri, þar sem Per veitti for- stöðu vélsmiðju, sem KEA rak. Þau fluttu síðar til Reykjavíkur þar sem Per tók við starfi hjá Landssmiðj- unni en síðan hjá jarðhitadeild Raforkumálastofnunarinnar. Og þar vann hann þar til hann hætti störfum. Á þeim áram var hann tvisvar sendur til ráðgefandi starfa erlendis. í fyrra sinni til Mið- Ameríkuríkisins E1 Salvador en síðar til Tyrklands, þar sem hann var samfellt í eitt og hálft ár. í Tyrklandi dvaldi öll flölskyldan um hálfs árs skeið. Þau hjón byggðu sér hús í Hrauntungu 29 í Kópa- vogi á sjöunda áratugnum. Þau lögðu talsvert að sér til að koma húsinu upp í óðaverðbólgu þeirra tíma, en það heppnaðist allt vel og húsið varð þeim sérstaklega kært, — nokkurs konar tákn um sigur í brauðstriti og amstri hins daglega lífs. Þegar ég nú, að Sigríði látinni, kalla fram m}md hennar í huga mér — er það ekki auðvelt. Það er ekki auðvelt að átta sig á því að hún er ekki meir. Vinátta okkar og ýmis samskipti hafa varað í nær 40 ár — það er ekki óveralegur þáttur í lífí mínu. Það sem leitar á hugann era ekki endilega vissir at- burðir, heldur blær og hughrif, henni tengd. Ég minnist hins létta hláturs hennar sérkennilegur, snöggur, hrynjandi, líkt og kliður í perlum, sem falla hver á aðra. Ég minnist hins svífandi gangs hennar, t.d. þegar hún tók á móti gestum, það var einstaklega heillandi fram- ganga hennar var bæði tigin og elskuleg. En sérstaklega minnist ég þess hve Sigríður var tryggur vinur og hreinskiptin í viðmóti. Ég gat þess hér að framan að Sigríður var sproti af grónum meiði íslenskrar embættisstéttar — sem í gegnum aldir var íslensk yfírstétt. Og rétt var það að hún bar það með sér að þar fór ekki múgamað- ur, sem hún fór — en hún var alþýðusinni að lífsskoðun. Hún var fyrst og fremst íslendingur. Hún unni landi sínu og hún þekkti land sitt býsna vel. Það var mjög til siðs með þeirri fjölskyldu, sem hún var upprannin í, að leita til óbyggðra svæða, til öræfa íslands í sumar- leyfum og skemmtiferðum — til að leita friðsældar, kyrrðar og end- umýjandi krafts íslenskra óbyggða. Ekkert var henni jafn andstætt, ekkert sem hún óttaðist fremur, en þau hörmulegu afglöp samtíðarinn- ar að ljá hemaðaraðilum ítök í landi okkar. Þegar ég lýk þessum fábrotnu línum, skrifuðum í minningu henn- ar, er það ósk mín og von að gifta hennar og allra góðra manna nægi til að vemda heimsbyggðina gegn gereyðingu fávísra og óðra stríðsafla. Fari vinkona mín vel og hafí þökk fyrir allar góðar stundir, sem við áttum saman. Megi Sigríður hvfla í friði í mold hinnar kæru ættjarðar. Margrét Sigurðardóttir Á hrímköldum haustmorgni þeg- ar landið skartar sínu fegursta er gott að minnast Sigríðar Gísladótt- ur. Heiðríkjan, víðáttan og himin- bláminn era svo lýsandi fyrir skapgerð hennar og persónu. Þessi hnarreista og hjartahlýja kona verð- ur okkur, vinkonum Sólveigar dóttur hennar, ógleymanleg. í Hrauntungu 29 áttum við stöll- umar margar gleðistundir og óneitanlega settu þær svip á okkar æsku- og unglingsár. Heimili þess- ara samstilltu hjóna, Siggu og Pers, stóð okkur vinkonunum ávallt opið og þar innan dyra ríkti einstakur friður og ró. Sigga Gísla var ákaf- lega hreinskiptin og sagði ávallt sína skoðun refjalaust. Hún var aldrei spör á umvandanir og heil- ræði og fyllti það okkur þægilegri öíyggiskennd. Mikil umbrot vora í þjóðfélaginu á okkar uppvaxtaráram og minntist Sigga þess stundum seinna að hlut- verk foreldranna hefði ekki alltaf verið auðvelt. Við töldum okkur hugsjónafólk með háleit markmið, en höfðum oft lítinn vilja til að skilja þá sem eldri vori. Kynslóða- bilið var staðreynd í okkar augum en aldrei viðurkennt af hjónunum í Hrauntungunni. Óbilandi trú á síðhærða og pelsklædda æskuna kom okkur að lokum í skilning um hversu þröngsýn við voram. Og árin liðu. Við vinkonumar lukum námi, stofnuðum heimili og tókumst á við foreldrahlutverkið. Við hvem áfanga gladdist Sigga heilshugar og samfagnaði á sinn gefandi hátt. Þó heimsóknunum fækkaði fylgdist hún með hveiju fótmáli og þá sjaldan við litum inn tók hún ævinlega fagnandi á móti okkur. Að sitja í stofunni með Siggu og Per yfír „öllara", skiptast á skoðun- um um lífið og tilverana og fínna jákvætt lífsviðhorf þeirra, fyllti okk- ur bjartsýni. Á einni slíkri stundu drógum við fram Kvæðakverið hans Halldórs og sungum „Maístjöm- una“ í fyrsta sinn. Æ síðan hefur þetta ljóð og lag verið eftirlæti okk- ar allra. Einmitt á þennan hátt var sáð fræjum hugrekkis og baráttu- vilja á þessu yndislega heimili. Og þannig munum við takast á við tímann sem í hönd fer. Við kveðjum Sigríði Gísladóttur með innilegri þökk og virðingu. Tóta og Dísa Fædd 31. desember 1918 Dáin 14. október 1986 Sár söknuður og undarleg tóm- leikatilfínning greip okkur þegar við fréttum að hún Jónína nábúa- kona okkar væri látin, en hún var flutt fárveik á sjúkrahús nokkram dögum áður. Jónína var þríburi, fædd að Lóns- eyri við Amarfjörð. Hún var dóttir hjónanna Sigurlaugar Waage og Guðmundar Waage. Ekki er okkur frekar kunnugt um ætt hennar. Hún var á tíunda ári þegar hún flutti frá Amarfírði til Reykjavíkur. Það var árið 1957, sem við kynnt- umst Jónínu, en þá flutti hún ásamt manni sínum, Jósep Jóhannessyni, og fjóram bömum í næstu íbúð við okkur hér við Réttarholsveg. Það má með sanni segja að betri og elskulegri nágranna var ekki hægt að hugsa sér. Strax í upphafí varð samgangur á milli heimilanna töluverður, þó einkum eftir að heimilisfeðumir féliu báðir frá. Jónína missti mann sinn 1970. Eftir lát Jóseps fór Jónína að vinna úti og síðustu árin vann hún hjá Blindravinafélagi íslands í Ing- ólfsstræti 16. Hin síðari ár bjó Jónína ein í íbúð sinni, þar undi hún sér vel, en hún var sérstaklega snyrtileg og mikil hannyrðakona, eins og heimili hennar bar vitni um. Við Jónínu mynduðust sérstök vináttu- og tryggðarbönd, sem aldr- ei brá skugga á. Við voram samtaka með allt er laut að viðhaldi húsanna og keyptum við sameiginlega bæði efni og vinnu. Jónfna hafði ekki gengið heil til skógar nokkur undanfarin ár og vora síðustu þrír mánuðir henni sérstaklega erfíðir. Nú getum við ekki oftar beðið Jónínu að vökva fyrir okkur blómin, en það gerði hún alltaf þegar við fóram eitthvert í burtu og það var einhver öryggiskennd að hafa hana í næstu íbúð við sig. Það er erfítt að trúa því, að Jónína eigi aldrei framar eftir að koma yfír til okkar, sérstaklega bregður móður okkar við, en henn- ar vitjaði Jónína alltaf, þegar hún vissi að hún var ein heima. Við kveðjum Jónínu með þökk og söknuði og vottum bömum henn- í þættinum „Rabb“ f síðustu Lesbók Morgunblaðsins 18. þessa mánaðar eftir Björn S. Stefáns- son, sem bar yfirskriftina „Hvað fellur erlendum ferðamönnum best?“, var misritun, sem lék ábendingu Björns frá ísrae! grátt. Biðst Morgunblaðið vel- virðingar á þeim mistökum. Hér fer á eftir sá hluti greinar- innar þar sem misritunin varð: „Eitt sinn dvaldist ég vetrarlangt í landi þar sem ég kunni ekki mál landsmanna. Það var í ísrael. Tvö hebresk orð hljómuðu oftast: sjalom og toff. Með sjalom heilsuðust menn ar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Ingibjörg Sturludóttir, Jóhanna og Sigríður P. Ólafsdætur. og kvöddust, en það þýðir hér sé friður, friður veri með þér, en toff mátti oft heyra þegar leið á samtal og þýðir gott, gott og vel, jæja, þá það, og ýmislegt fleira. Utlendingur sem hér dvelst um stundarsakir og kann ekki íslenzku heyrir klingja í eyram í samtölum ók-ei, eins og ég heyrði toff hjá ísraelsmönnum, og hæ og bæ, þar sem ég heyrði sjalom í ísrael. Hvað skyldi hann halda um afstöðu þjóð- arinnar til þjóðtungunnar, þegar hann heyrir að upphaf, endir og ályktun samtals felst í slíkum orð- um?“ I FARARBRODDI I 90 AR ÓDÝRAR • STERKAR • BJARTAR TUNGSRAM Heildsöludreifing: RAFTÆKJAVERSLUN ÍSLANDS S: 688 660 ■ 688 661 Misrituð ábend- ing' frá Israel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.