Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986
25
Forsvarsmenn ASÍ og- VSÍ um könnun Kjararannsóknarnefndar
Hefur ekki mikil áhrif
á gerð kj arasamninga
- segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ
Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, telur
að könnun Kjararannsóknar-
nefndar komi ekki til með að
hafa mikil áhrif á gerð kom-
andi kjarasamninga. Þar hafi
komið fram fátt sem ekki hafi
komið fram áður í reglubundn-
um könnunum stofnunarinnar.
Hins vegar hafi VSÍ áhuga á
ýmsu, sem kunni að koma fram
við frekari úrvinnslu, eins og
því hver séu tengsl starfs-
reynslu og launa.
„Það er mjög varasamt að
draga víðtækar ályktanir af könn-
uninni nú. Hún miðast við laun í
aprílmánuði síðastliðnum og tekur
aðeins til launa í eina viku hjá
þeim sem fá vikulega greitt. Stað-
bundnar aðstæður á þessum tíma
geta því skekkt niðurstöður könn-
unarinnar verulega, þegar borin
eru saman laun á einstökum stöð-
um,“ sagði Þórarinn.
Hann sagði að þegar niðurstöð-
ur könnunarinnar væru brotnar
niður væri óvarlegt að byggja á
þeim. Það væri hins vegar nauð-
synlegt að átta sig á þeim
launakerfum sem væru raunveru-
lega að verki í fyrirtækjunum og
muninum á þeim og umsömdum
launum. „Það er vandséð hvemig
þessi könnun nýtist til þess að
leiða það í ljós. Ég tel að hún
hafi ekki mikla þýðingu og það
er enginn algildur sannleikur sem
hún leiðir í ljós og verður að hafa
mikinn fyrirvara á með allar nið-
urstöður. Það hefur lengi verið
ljóst að kjarasamningar ASÍ og
VSI á hveijum tíma eru samning-
ar til þess að tryggja lágmarks-
laun og eðlilegt að frá þeim séu
umtalsverð frávik, til dæmis
vegna reynslu ábyrgðar eða af-
kasta einstakra starfsmanna,“
sagði Þórarinn.
Hann sagði að það sem blasti
við í næstu heildarkjarasamning-
um væri að veija þann árangur
að kaupmáttur í upphafi næsta
árs verði 4-5% hærri, en að meðal-
tali á þessu ári. Um almenna
kaupmáttaraukningu umfram
þetta geti ekki orðið að ræða. Þá
yrði að reyna að bæta stöðu þeirra
sem lökust hefðu launin og fram-
tíðin myndi skera úr um það
hvemig til tækist. „Reynslan sýn-
ir nefnilega að mjög margir vilja
telja sig til þess hóps og raunin
hefur orðið óraunhæfir kjara-
samningar og verðbólga í kjölfar-
ið,“ sagði Þórarinn. Hann benti á
að happasælustu kjarasamningar
fyrir láglaunafólk, hefðu verið
samningamir snemma árs 1984,
sem gerðir hefðu verið í framhaldi
af láglaunakönnun. Sú könnun
hefði leitt í ljós að bammargar
flölskyldur og einstæðar mæður
hefðu haft lökust kjörin og kjör
þessara hópa hefði tekist að bæta
með tilfærslu í gegnum trygg-
ingakerfíð. „Kaupmáttur er
afrakstur efnahagsstarfseminnar
og eykst hvorki né minnkar við
launakannanir," sagði Þórarinn.
Könnunin grundvöllur að
endurskoðun launakerfanna
- segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ
Asmundur Stefansson, for-
seti ASÍ, sagði að hann teldi
að könnun Kjararannsóknar-
nefndar léti aðilum vinnumark-
aðarins í té ramma til þess að
vinna út frá í komandi kjara-
samningum. Þrátt fyrir að
svörun í könnuninni hefði vald-
ið vonbrigðum, þá væri hún þó
á bilinu 50-60% og ætti því að
geta orðið grundvöllur fyrir
endurskoðun launakerfaanna í
landinu, eins og að hefði verið
stefnt frá upphafi. Það væri
markmið ASI i samningunum
að fá lægstu taxtana afnumda
og taxtanna færða að raun-
verulegum launum.
Ásmundur sagði að könnunin
staðfesti að það væri óravegur á
milli kauptaxta og þess kaups,
sem fólk fengi greitt með öllum
álögum. Hún staðfesti einnig
verulegan launamun á milli kynja
og landshluta. „Sú ályktun sem
við drögum af þessari könnun er
að fyrirtækin geti greitt hærra
taxtakaup, án þess að það leiði
til mikils útgjaldaauka fyrir þau
og það er lykilatriði í komandi
kjarasamningum að þessi leiðrétt-
ing nái fram að ganga, þ.e.a.s að
taxtamir verði í samræmi við
greidd laun. Þessi laun hafa at-
vinnurekendur samþykkt í
samskiptum sínum við starfs-
mennina hvem fyrir sig og þau á
að hækka fyrir heildina, þannig
að þeir hópar sem ekki hafa notið
yfírborgana fái þessa launahækk-
un einnig til sín,“ sagði Ásmund-
ur.
-Sýna niðurstöður þessarar
könnunar ekki að fyrirtækin hafa
geta greitt hærra kaup en þau
sem þau hafa sætst á í kjarasamn-
ingum?
„Jú, þar er alveg ljóst. Fyrir-
tækin hafa verið mjög neikvæð í
samningum við stéttarfélögin og
ekki viljað semja við þau um kaup-
hækkanir, sem þau hafa svo í
reynd verið reiðubúin til þess að
veita starfsmönnum á vinnustað.
Það er nauðsynlegt til þess að
tryggja samræmi á milli einstakl-
inga og sambærilegum hópum
sömu kjör að þetta sé tekið upp
í kjarasamningum. Jöfnuði sé
komið á á milli einstaklinga og
góðærinu sé komið til allra. Það
má einnig benda á að þessar yfír-
borganir eru ekki tryggar, því ef
illa árar má auðveldlega afnema
þær," sagði Ásmundur ennfrem-
ur.
200 fyrirspumir um
búháttabreytingar
Yfirlýsing landbúnaðarráðherra talin liðka fyrir sölu og leigu á fullvirðisrétti
FRAMLEIÐNISJÓÐI landbúnað-
arins hefur nú þegar borist
fyrirspumir frá yfir 200 sauð-
fjárbændum vegna tilboðs sjóðs-
ins um búháttabreytingu i haust.
Ekki verður hægt að ganga frá
endanlegum samningum við ein-
staka bændur fyrr en gefin hefur
verið út reglugerð um skiptingu
sauðfjárframleiðslunnar á yfir-
standandi verðlagsári. Fulltrúar
sjóðsins, landbúnaðarráðuneytis,
fjármálaráðuneytis og Stéttar-
sambands bænda hafa byijað
fundaherferð um allt land til að
kynna nýgerðan búvörasamning
ríkis og bænda og ráðstafanir
Framleiðnisjóðs í tengslum við
hann.
Landbúriaðartáðherra hefur gef-
ið út yfírlysíngn um hvernig ráð-
stöfun hins selda/eða leigða
fullvirðisréttar verði. Þar kemur
fram að breyting á fullvirðisrétti
einstakra búmarkssvæða í mjólkur-
og kindakjötsframleiðslu næstu tvö
verðlagsárin verður hin sama og
verður á umsömdu afurðamagni í
gildandi búvörusamningum. Þetta
gildir þó ekki í þeim tilvikum sem
sala á fullvirðisrétti er liður í svæð-
isbundnum átökum til fækkunar
bú§ár. Einnig kemur fram að sala
og leiga bænda á fullvirðisrétti á
hveiju .búmarkssvæði mun ráða því
að hvaða marki hugsanleg skerðing
samkvæmt búvörusamningum fyrir
verðlagsárið 1988-89 kemur við
aðra framteiðendur á hlutaðeigandi
svæði. Með öðrum orðum þá kemur
sala eða leiga á búmarki öðrum
bændum í héruðunum til góða.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er þessi yfírlýsing
landbúnaðarráðherra talin geta
liðkað mjög fyrir búháttabreyting-
um nú í haust og eru þeir sem að
þessu standa bjartsýnir á að settum
markmiðum verði náð.
Á fyrsta kynningarfundi Fram-
leiðnisjóðs kom það fram að
verðmæti kindakjötsbirgða þann
31. ágúst síðastliðinn var 480 millj-
ónir kr., þar af er hlutur bænda
280 milljónir en hlutur ríkisins 200
milljónir kr. Áætlað er að hlutdeild
ríkisins f kindakjötsbirgðum lands-
manna muni aukast um 1.600 tonn
næstu 3 ár. Sigurður Þórðarson
skrifstofustjóri fjármálaráðuneytis-
ins upplýsti á fyrstu kynningar-
fundunum að um 500 milljónir
króna mundi kosta að flytja hlut
ríkisins til utlanda, og samsvaraði
það uppkaupum á framleiðslurétti
470 meðalbúa.
Leikfélagarnir Óttar Örn og Óli Þór færðu Hjálparsjóði Rauða
krossins rúmlega 1240 krónur sem var ágóði af hlutaveltu sem
þeir efndu til.
1
STJÓRNUN Jk.
ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKJA
Veruleg fjölgun hefur orðið á þjónustufyrirtækjum
og aukning á þjónustustarfsemi hérlendis og erlendis
á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna auglýs-
ingastofur, skyndibitastaði, ferðaþjónustu, vakt-
þjónustu, bankastarfsemi, hugbúnaðarfyrirtæki svo
og sívaxandi þjónustustarfsemi framleiðslu- og
verslunarfyrirtaékja.
Eðli þjónustufyrirtækja er um margt frábrugðið
eðli annarra fyrirtækja. Þjónusta er óefnisleg fram-
leiðsla. Oft er þjónustan notuð um leið og hún er
veitt. Verulegur hluti af kostnaði þjónustufyrirtækja
er fastur. Þessi einkenni takmarka m. a. aðlögunar-
hæfni þessara fyrirtækja að breyttri eftirspurn.
Markmið: Markmið námskeiðsins er að fjalla um
stjórnun þjónustufyrirtækja út frá framangreindum
einkennum. Höfuðáhersla verður lögð á uppbygg-
ingu og hagræna stýringu þjónustufyrirtækja annars
vegar, og markaðsmál þeirra hins vegar.
Efni:
— Þjónustuhugtakið.
— Meginskilyrði árangurs í stjórnun þjónustufyrir-
tækja.
— Kostnaðaruppbygging og skipting í fastan og
breytilegan kostnað.
— Verðlagning á þjónustu, gæði og kostnaður.
— Samkeppni og samkeppnistæki.
— Eftirspurn, markaðshlutun og möguleikar til beit-
ingar söluráða.
— Þáttur starfsfólks í þjónustufyrirtækjum.
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað stjórnendum í
þjónustufyrirtækjum og þjónustustarfsemi.
Leiðbeinendur: Gísli S. Arason og Jóhann Magnús-
son sem reka eigið rekstrarráðgjafarfyrirtæki, Stuðul
hf.
Timi: 3.-6. nóvember 1986, kl. 09.00—13.00.
Stjórnunarfélag Islands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
Þ-
cn
in
co
Bladid sem þú vakíuir vid!