Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 15 Alþingismenn og aðrir þeir gestir sem boðið var að kynna sér starf- semi Háskólans á laugardag. Nokkrir háskólakennarar kynntu starsemi Háskólans og á myndinni má sjá Hörð Filippusson, form- ann kennslumálanefndar, í ræðustól. Alþingísmönnum kynnt starfsemi Háskólans sama hátt hefur tekist að gera þetta að hálfgerðu skammaryrði í munni þéttbýlisfólks. Hver er ástæðan? Hún er augljós, þeir sem ráðið hafa því fjármagni, sem átt hefur að fara til þes að styrkja atvinnulíf á landsbyggðinni, hafa of oft fallið í þá freistni að úthluta því handa- hófskennt og án þess að metið væri hvort fjárveitingin skilaði því sem til var ætlast. Þetta hafa skatt- greiðendur séð og því hefur þessi stefna fengið á sig óorð. Á þessari framsóknarbyggða- stefnu verður að verða breyting, við verðum að snúa af braut skömmtunarstefnunnar og byggja upp atvinnustefnu sem miðar að því að vel rekið fyrirtæki geti skilað eigendum sínum réttmætum hagn- aði og starfsfólkinu mannsæmandi launum. Framsóknarstefnan hefur gert Austurland að láglaunasviði, við það megum við ekki una. En hvað á að gera? Tvennt þarf að hafa í huga í því efni. Austur- land byggir í dag á sjávarútvegi og fiskvinnslu sem meginstoð og landbúnaður var blómlegur hér og öll skilyrði til landbúnaðar eru góð. Það liggur líka fyrir að stærsti hluti fyrirtækja í sjávarútvegi í fjórð- ungnum á í alvarlegum rekstrarörð- ugleikum og að bændur hér austanlands sem annars staðar eru bundnir á kvótaklafa SÍS og Fram- sóknar og geta enga björg sér veitt. Vanda fiskvinnslu og útgerðar verður að leysa með því að sá gjald- eyrir sem þessar greinar afla komist milliliðalaust í hendur þeirra og að verðlagning gjaldeyrisins miðist við þarfir útflutningsfyrirtækisins, en okki þess sem síðan á eftir að eyða honum. Bændur verða að leysa sinn vanda með því m.a. að losa sig af einokunarklafa kaupfélaganna. Jafnframt verður að laga framboð landbúnaðarafurða meir að mark- aðnum heldur en gert er í dag, milliliðakostnaður er óheyrilegur, og er sá skattur, sem bændur þurfa að greiða fyrir að vera hjáleigu- bændur Framsóknar. Þessum kostnaði verða bændur að ná niður ætli þeir sér að verða efnalega sjálf- stæðir á nýjan leik. Nú hillir undir að kísilmálmverksmiðja rísi við Reyðarfjörð. Þar koma til með að rætast draumar okkar margra Austfirðinga um að auka svo um munar fjölbreytni í atvinnulífi fjórð- ungsins. Það er jafnframt ánægju- legt að hugsa til þess að þetta verkefni varð til hér heima á sam- eiginlegum fundi atvinnumála- nefndar Eskifjarðar og Reyðar- íjarðar fyrri hluta árs 1979. Á þeim ámdi varð til ályktun sem tengdi saman byggingu Fljótsdalsvirkjun- ar og stóriðju við Reyðarfjörð. Bygging kísilmálmverksmiðjunn- ar á eftir að hafa í for með sér stærri breytingar á atvinnulífí íjórð- ungsins heldur en áður hafa orðið. Gera má ráð fyrir að þjónustu- starfsemi á Mið-Áusturlandi verði öll miklu öruggari og síðan mun stóraukin fólksQölgun við Reyðar- fjörð gera það að verkum að hér á Áusturlandi fáum við þjónustu- kjarna sem á að geta verið styrkur fyrir allan íjórðunginn. En til að svo megi verða þarf að gera m.a. stórátak í samgöngumálum fjórð- ungsins, þar ber hæst tengingu Vopnafjarðar og Héraðs sem verður að vera forgangsverkefni í vega- gerð á Austurlandi. Þá verður að búa þannig um hnútana að bygging kísilmálm- verksmifjunnar verki ekki sem segull á það fólk sem býr fjarst Mið-Austurlandi og stuðli þar með að byggðaröskun. Stórbættar sam- göngur gætu verið veigamikill þáttur í því m.a. til að gera þjón- ustufyrirtæki samkeppnisfær hvar sem þau eru staðsett í fjórðungnum. Lokaorð Hér á undan hefí ég gert grein fyrir hugmyndum mínum í nokkrum veigamiklum hagsmunamáium Austurlands. Ég hefí ásamt 9 öðr- um gegnum sjálfstæðismönnum gefið kost á mér í framboð í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á Áust- urlandi. Ég tel að störf mín í sveitarstjóm og við kjaramál verka- fólks og sjómanna geri það að verkum að ég geti gert gagn í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það eruð svo þið sjálfstæðismenn á Austurlandi sem ráðið því hvemig listinn verður skipaður, ég veit að austfírskir sjálfstæðismenn taka undir með mér þegar ég ber fram þá ósk að niðurstaða pófkjörsins skili Sjálfstæðisflokknum sterkustu vígstöðvum sem kostur er á í kom- andi kosningum. Ég minni á að styrkur sjálfstæðisstefnunnar byggist á breiðum stuðningi allra þjóðfélagshópa við flokkinn. Vemm minnug kjörorðanna „stétt með stétt". Höfundur er formaður Verka- mannafélagsins Árvaks á Eski- firði, forseti bæjarstjómar og þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Austurlandskjör- dæmi. ALÞINGISMÖNNUM var boðið sérstaldega að kynna sér starf- semi Háskóla íslands á laugar- dag, og hófst hún með kaffi- drykkju í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Þar flutti há- skólarektor, Sigmundur Guð- bjamason, stutta tölu um starfsemina, og nokkrir kennar- ar við Háskólann fjölluðu lítil- lega um starfsemi sinna deilda. Síðan gafst viðstöddum tækifæri til að skoða hinar ýmsu bygging- ar Háskólans og þá starfsemi sem þar fer fram. Að aflokinni hinni stuttu kynn- ingu á háskólastrfseminni í Félags- stofnun stúdenta var viðstöddum boðið að halda í hús lækna- og tann- læknadeildar og kynna sér starf- semi þeirra og sjá þann aðstöðumun sem verður með tilkomu hússins. Að því loknu var hópnum skipt í þrennt og boðið að skoða Orðabók Háskólans og margvíslega aðra starfsemi í Ámagarði, Raunvísinda- stofnun og húsakynnum verkfræði og raunvísindadeildar. Aðför að Ríkisútvarpmu eftirMarkús Á. Einarsson Við gildistöku nýrra útvarpslaga um síðustu áramót var einkaréttur Ríkisútvarpsins á útvarpsrekstri af- numinn, og hafa tvær útvarpsstöðvar þegar tekið til starfa á höfuðborgar- svæðinu, hljóðvarpsstöðin Bylgjan og sjónvarpsstöðin Stöð 2. Vil ég óska þeim báðum góðs gengis og efa ekki að þær muni sóma sér vel við hlið Ríkisútvarpsins. Skal tekið fram að þeim orðum sem hér fara á eftir er ekki beint gegn þeim. Lítt rökstuddar hugmyndir Um það leyti sem Bylgjan hóf útsendingar fóru að birtast í blöðum allsérkennileg og þröngsýn sjónarmið úr þeim herbúðum, sem aldrei geta litið nokkra þá starfsemi réttu auga sem landsmenn standa sameiginlega að. Þar mátti sjá tillögur um sölu rásar 2, afnotagjöldum var lýst sem skattpíningu og þeirri fírru haldið fram að Ríkisútvarpið hefði tögl og hagldir í samkeppni við einkastöðvar. Loks birtist í frumvarpi til flárlaga tillagna um að svipta Ríkisútvarpið mikilvægum telqustofni sem það á lögum samkvæmt rétt á. Vitaskuld mátti reikna með að í kjölfar nýrra útvarpslaga myndu þær öfgaraddir heyrast, sem hefðu það að meginmarkmiði að gera hlut Ríkisútvarpsins sem minnstan og vildu færa einkaaðilum á silfurfati þá þekkingu og uppbyggingu sem þar var að fínna. Það kom mér hins vegar verulega á óvart, að formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi á Alþingi taka undir þennan söng, sem gengur þvert á tæplega 10 mánaða gömul útvarpslög sem flokkur hans stóð að. Föstudaginn 17. október bætist svo leiðarahöfundur Morgunblaðsins í kórinn. Ég hef hug á að reyna að sýna hér á eftir á hve veikum grunni fram- angreindar hugmyndir eru byggðar. Salaárás2 Rás 2 tók til starfa í desember 1983. Hún náði í upphafí aðeins til SV-homsins, en breiddist ört út með uppbyggingu dreifikerfís sem á nú- virði hefur kostað Ríkisútvarpið ásamt öðmm stofnkostnaði rúmar 80 milljónir króna. Er fyöldi uppsettra senda nú 38 talsins og rásin nær til um 95% landsmanna. Þetta skyldu menn hafa hugfast, er vikið er að hugmyndum um sölu rásarinnar. Hvað á að selja? Á að selja þá fermetra í hinu nýja útvarpshúsi sem rásin hefur til umráða? Væri ekki dálítið kyndugt ef nafni minn og hans fólk hefðu einkastöð nánast í faginu? Á ef til vill að afhenda einkaaðilum rándýrt dreifikerfíð í kaupbæti eða á „hagstæðu verði"? Ekki er ólíklegt að tillögumenn hafi þetta í huga, en þeir vita þá greinilega ekki að það er einfaldlega ekki hægt að selja það. Dagskrá rásar 2 er flutt á ör- bylgju sjónvarps til helstu senda úti á landi. Dreifíkerfi rásarinnar er því í raun hluti af sameiginlegu dreifi- kerfí sjónvarps, rásar 1 og rásar 2, og þar með er út í bláinn að ræða um sölu á því. Rás 2 nær eins og fyrr sagði til nær allra landsmanna. Þeir sem nú nefna sölu hennar segja hana óþarfa, þar eð Bylgjan sé tekin til starfa. Það verður að segjast eins og er, að það lýsir litlu víðsýni að telja sjálfsagt að aukið framboð út- varpsefnis á höfuðboigarsvæðinu eigi með þessum hætti að leiða til skerð- ingar á sömu þjónustu annars staðar á landinu. Takið einnig eftir því að þeir sem nú vilja selja rás 2 eru þeir sömu og hæst töluðu um nauðsyn samkeppni á þessu sviði. Nú er því skilyrði full- nægt og bregður þá svo viðað þeir vilja losna við keppinautinn og sitja einir að kökunni. Loks skal lögð á það megináhersla að í nýju útvarpslögunum er sú skylda lögð á Ríkisútvarpið að senda út til alls landsins og næstu miða tvær hljóðvarpsdagskrár. Rás 2 verð- ur því ekki seld nema með lagabreyt- ingu. Framtíð rásar 2 Ég tel að með tilkomu rásar 2 hafí opnast möguleikar á að veita landsmönnum aukna þjónustu. Skyldur Ríkisútvarpsins hvað varðar Qölbreytni dagskráreftiis eru orðnar svo miklar, að rás 1 annar því ekki ein að uppfylla þær. Rás 2 hefur Markús Á. Einarsson „Það gefur augaleið að eigi Ríkisútvarpið að vera fært um að veita þáþjónustu sem til er ætlast verða stjórnvöld að tryggja stofnuninni þá tekjustofna sem henni eru ætlaðir lögum samkvæmt. Ýmis um- mæli og viðbrögð að undanfömu vekja efa- semdir um að þeim sé þetta fyllilega ljóst.“ smám saman tekið við flutningi léttr- ar tónlistar af rás 1. En fjölbreytni dagskrár þar á eftir að aukast, og er sú þróun reyndar þegar hafin. Bamaefni, íþróttaþættir og beinar íþróttalýsingar eru þar á dagskrá, góð hljómgæði gefa tilefni til flutn- ings sígildrar tónlistar og fyrir kemur að sjónvarpið sendir tónleika í beinni útsendingu í samsendingu við rás 2 sem sendir hljóðið þá út í stereo. Dagskrárstefna rásar 2 er að breytast með breyttum aðstæðum, þjónusta við hlustendur þar með að aukast og rásin mun því sóma sér vel við hlið rásar 1 og einkastöðva. Hefur Ríkisútvarpið yfirburði í samkeppni? Sú skoðun heyrist að ríkisútvarpið og einkastöðvar búi ekki við jafti- rétti. Einkastöð þurfí að treysta á auglýsingatekjur en Ríkisútvarpið njóti þeirra forréttinda að leggja á afnotagjöld. Þessu er auðvitað slegið fram í trausti þess að lesendur hug- leiði ekki þann reginmun sem er á skyldum þessara stöðva. Ríkisútvarpinu er skylt lögum samkvæmt að senda út til álls lands- ins og næstu miða tvær hljóðvarps- dagskrár og minnst eina sjónvarps- dagskrá árið um kring. Það annast einnig útvarp til annarra landa. í 15. grein útvarpslaga er greint frá því, hvaða þjónustu beri að veita lands- mönnum. Þar segir m.a.: „Ríkisútvarpið skal m.a. veita al- menna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða al- menning varða. Það skal flytja fyölbreytt skemmtíefni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstól- um fjölbreytt efni við hæfí bama, jafnt í hljóðvarpi og sjónvarpi. Ríkisútvarpið skal flytja eftii m.a. á sviði lista og bókmennta, vísinda og sögu auk tónlistar. Það skaí veita almenna fræðslu og gera sjálfstæða dagskrárþætti er snerta ísland eða íslendinga sér- staklega. Útvarpsefiii skal miða við fjöl- breytni íslensks þjóðlífs. Veita skal alla þá þjónustu sem unnt er með tækni útvarpsins og þjóð- inni má að gagni koma_“ Einkastöðvar hafa engar skyldur af því tagi sem hér eru nefndar. Þær hafa því sem næst ftjálsar hendur. um dagskrárefni. Þær ráða því einn- ig sjálfar, hvaða svæði þær velja að starfa á, og láir þeim enginn að þar hlýtur þéttbýli að verða fyrir valinu. Ríkisútvarpinu ber hins vegar að þjóna landsmönnum öllum og hljóta þeir því sameiginlega að bera hluta kosnaðar af því. Aðför stjórnvalda Það gefur augaleið að eigi Ríkisút- varpið að vera fært um að veita þá þjónustu sem til er ætlast, verða stjómvöld að tryggja stofnuninni þá telg'ustofna sem henni eru ætlaðir lögum samkvæmt. Ýmis ummæli og viðbrögð að undanfömu velqa efa- semdir um að þeim sé þetta fyllilega Ijóst. Ríkisstjómin hefur §órum sinnum á þessu ári synjað óskum um hóflega hækkun afnotagjalda, enda þótt öll önnur sambærileg þjónusta hafi hækkað. Hefði slík hækkun þó lítið hækkað upphæðina — kr. 17 — sem nú þarf að greiða á dag fyrir alla þjónustu Ríkisútvarpsins. Síðan gerist það tæpum 10 mán- uðum eftir gildistöku nýrra útvarp- slaga, að ríkisstjómin leggur til í frumvarpi til tjárlaga að Ríkisútvarp- ið verði svipt mikilvægum tekjustofhi, sem er ein af meginforsendum þess að stofnunin geti sinnt hlutverld sínu sem skyldi. & þar um að ræða að- flutningsgjöld og sölugjald af inn- fluttum sjónvarps- og útvarpstækjum sem eiga að renna í framkvæmdasjóð Ríkisútvarpsins, en nú á að beina rakleiðis í ríkissjóð. í fyrsta skipti sem reynir á tjáröfl- un samkvæmt nýjum útvarpslögum ætlar ríkisstjómin með þessu að stofna rekstri stofnunarinnar í hættu. Þetta er ekki unnt að kalla annað en aðför að Ríkisútvarpinu. Það má einfaldlega ekki gerast, að Alþingi og ríkisstjóm leggist á sveif með öfgaöflum lengst tíl hægri sem vilja þessa mikilvægu menningarstofnun feiga. Reyndar hef ég grun um að maig- ir stjómarþingmenn hafí ekki haft minnstu hugmynd um að þessi tillaga væri í fjárlagaffumvarpinu. Ég set því traust mitt á eina setningu í at- hugasemdum með frumvarpinu, sem hljóðar svo: „Fjármál Ríkisútvarps- ins, þar með framkvæmdasjóðs, þarfnast nánari umQöllunar fyrir af- greiðslu §árlaga.“ Þessa er vissulega þörf og trúi ég ekki öðm en farið verði að lögum sem þingmenn hafa nýlega samþykkt hvað varðar telq'u- stofna Ríkisútvarpsins. Ég vek svo að lokum athygli á því, að engum ætti að vera það ljós- ara en ríkisstjóminni, eftír það afrek sem Ríkisútvarpið vann meðan leið- togafundurinn stóð, hversu mikil- vægt það er, að þessi ijölmiðill þjóðarinnar allrar sé vel í stakk búinn tíl að takast á við sitt mikilvæga hlutverk. Höfundur er varaformaður út- varpsráðs og var formaður útvarps- laganefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.