Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Rannsóknastofa Háskólans í veirufræði: Fósturskemmdir af völdum rauðra hunda heyra sögunni til Fræðslu- fundur um sálgæslu LAUGARDAGINN 25. október verður fræðslufundur um sál- gæslu í Safnaðarheimili Laug- arneskirkju kl. 14.15—17.00. Leiðbeinendur verða tveir norskir sérfræðingar. Prestur- inn Per Arne Dahl, sem um þessar mundir er forstöðumað- ur stofnunar sem nefnist Instit- utt for Sjelesorg. Hinn leiðbeinandinn er Svein Idsö geðlæknir, en hann er einn af yfirlæknum Modum Bads Ner- vesanatorium. Hann mun tala um depurð og kvíða en prestur- inn fjallar um það hvernig sálgæslan mætir margbreyti- leik lífsins. Öllum er heimil þátttaka, þó sér- staklega sé höfðað til þeirra sem starfa við mannleg samskipti hvers konar. VJterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill! fllgtgttnfrfnfttft MEÐAL verkefna Rannsóknar- stofu Háskólans undanfarin ár er svonefnt rauðuhundaverk- efni, en með því hefur verið stefnt að því að koma í veg fyr- ir fósturskemmdir af völdum rauðra hunda. Mótefnamæling- ar hafa farið fram i svotil öllum konum á barneignaaldri og þær konur bólusettar sem eru mót- efnalausar. Að sögn Margrétar Guðnadótt- ur forstöðumanns rannsóknar- stofu Háskólans í veirufræði hefur þetta verkefni verið í gangi í 12 ár. „Tveim árum fyrr, sumarið ’72 byrjuðu íslenskir læknanemar að kanna ónæmisástand kvenna í 13 læknishéruðum" segir Margrét. „Þeir rannsökuðu 1400 konur og komust að því að ónæmisástand í þéttbýli var svipað og þekkist víða erlendis, en verra í dreifbýlinu, þar voru fleiri mótefnalausar. Þegar við byrjuðum að vinna á Landspít- alanum fór líffræðingur í B.S. námi í það verkefni að athuga ónæmi þeirra kvenna sem ófrískar voru það árið. Þriðja verkefnið hófum við svo ’76 en það fólst í því að athuga hvemig ónæmi væri í skólastúlkum í 12 ára bekk í Reykjavík. Að því loknu var far- ið að bólusetja þær mótefnalausu, skólastúlkumar og mótefnalausar konur að loknum bamsburði. 1978 skall svo yfir rauðuhundafaraldur og við höfðum samband við borg- arlækni og landlækni og hvöttum konur til að koma í mæðraskoðun sem allra fyrst í mælingu gegn rauðum hundum. Á þessu eina ári, frá miðju sumri ’78 fram á mitt sumar ’79 vom 5.126 konur ófrískar sem við rannsökuðum. Við gerðum 14.709 rannsóknir á þessum hópi til að greina hveijar hefðu sýkst á meðgöngutímanum. 156 konur höfðu sýkst, 93 fóm í fóstureyðingu eftir að sjúkdómur- inn hafði verið greindur nákvæm- iega, en alls vom gerðar 104 fóstureyðingar af völdum þessa faraldurs. Þetta var gífurlegt vinnuálag á okkur, unnið á kvöld- in og um helgar við þær lélegu aðstæður sem við höfum búið við á rannsóknarstofunni og þegar faraldurinn var genginn yfír hét- um við að gera þetta ekki aftur. Við fómm því til landlæknis og báðum hann liðsinnis að leita uppi allar konur sem vom ómældar. Samvinnuverkefni var því sett upp með landlækni í tvö ár, frá miðju sumri ’79 til miðs sumars ’81, hópur læknanema var sendur út á land til að mæla þær konur sem verst var að ná í, en það vom um 7 þúsund konur. Þá tóku heilsu- gæslustöðvamar við, læknar, mæðravemd og fleiri, þannig að við náðum í um 20 þúsund konur, af þeim sem ekki höfðu komið fram áður í rannsóknum okkar. Höfum náð til vel- flestra kvenna á barneignaaldri í dag höfum við mælt 56.415 konur og stúlkur fæddar á ámnum ’36 til ’73 eða gert um 105 þús- und mælingar. í heild er þessi hópur um 58 þúsund, svo segja má að við höfum náð til velflestra kvenna á bameignaraldri, þær konur sem ekki hafa verið mældar hafa verið boðaðar, en ekki komið og em því eini áhættuhópurinn sem eftir er. Um 6 þúsund konur hafa verið bólusettar í þessum hópi, hinar hafa verið með móteftii gegn rauðum hundum." Margrét var spurð hvort þetta verkefni ætti sér hliðstæðu í ná- grannalöndunum. „Það er búið að öfunda okkur heilmikið af þessu. Erlendis hafa verið notaðar aðrar aðferðir við að koma í veg fyrir fósturskemmd- ir vegna rauðra hunda, 12 ára árgangurinn hefur t.d. verið sprautaður án mælinga. Eina landið sem hefur verið með svipað verkefni og við er Skotland, en það hefur ekki gengið jafn vel að * i/ •/ m KENWOOD UMBOÐSMENN KENWOÖD UM LAND ALLT: JL-HÚSIÐ, Hringbraut 121, Reykjavík RAFHA HF., Austurveri, Reykjavík RAFÞJÓNUSTA SIGURD., Skagabraut 6, Akranesi HUSPRÝÐI, Borgarnesi HUSIÐ, Stykkishólmi VERSLUN EINARS STEFÁNSSONAR, Búðardal KAUPFÉLAG SAURBÆINGA, Skriðulandl, Dalasýslu PÓLLINN HF., ísafirði VERSLUN EINARS GUÐFINNSSONAR, Bolungarvík VERSLUN SIGURÐAR PÁLMASONAR, Hvammstanga KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA, Blönduósi KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA, Sauðárkróki RAFSJÁ HF., Sauðárkróki KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA, Akureyri GRÍMUR OG ÁRNI, Húsavík VERSLUN SVEINS GUÐMUNDSSONAR, Egilsstöðum ENNCO SF., Neskaupstað MOSFELL, Hellu KAUPFÉLAG ÁRNESINGA, Selfossi RADÍÓ- OG SJÓNVARPSÞJÓNUSTAN, Selfossi KJARNI, Vestmannaeyjum RAFVÖRUR, Þorlákshöfn VERSLUNIN BÁRA, Grindavík STAPAFELL HF., Keflavík HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD_ m fEl [hIhekiahf n 11 [ ^ laugavegi 170 • 172 Sími 695550 r Úr sýningu íslenska dansflokksins. Islenskí dansflokk- urinn sýnir í Kaupmannahöfn ÍSLENSKI dansflokkurinn held- ur í dag til Kaupmannahafnar, en þar verður haldið evrópskt leiklistarþing og hátíð um helg- ina, þar sem dansflokknum hefur verið boðið að sýna baUettana Stöðuga Ferðalanga eftir Ed Wubbe. Vegagerð ríkisins: 17% af þjóð- vegnm lands- ins nú lagðir bundnu slitlagi ALLS voru lagðir 279 km af bundnu slitlagi á þjóðvegi lands- ins í sumar og er það rúmlega 3% af heildar þjóðvegakerfinu, sem er um 8.500 km. Af svokölluðum stofnbrautum, sem eru aðalvegir, voru 1.243 km lagðir bundnu slitlagi í sumar og af þjóðbrautum, sem eru hliðar- brautir, voru 179 km lagðir bundnu slitlagi. Eftir sumarið er því 17% af þjóðvegakerfí landsins nú lagt bundnu slitlagi, eða alls 1.422 km. Þessi ballettsýning, sem frum- sýnd var í Þjóðleikhúsinu síðastliðið vor, var kölluð „stórsigur" íslenska dansflokksins. Dansar Eds Wubber eru nútímalegir, en byggðir á klassískum grunni. Dansamir þrír heita „Fjarlægðir", „Tvístígandi sinnaskipti" og „Annað ferðalag". Tónlistin er úr ýmsum áttum og eftir Arvo Part og John McDowell. Heidi de Raad og Sigurjón Jóhanns- son hönnuðu búninga en Armenio, Marcel AJberts og Hep von Delft hönnuðu leikmyndir, Ánii Baldvins- son sá um lýsinguna og stjómendur uppfærslunnar vom Ton Wiggers og Ed Wubbe. Þeir sem dansa í sýningunni era: Birgitte Heide, Guðrún Pálsdóttir, Helga Bemhard, Ingibjörg Páls- dóttir, Helena Jóhannsdóttir, Katrín Hall, Sigrún Guðmundsdóttir, Patrick Dadey, Norio Mamiya, Öm Guðmundsson, Ásta Henriksdóttir, Guðmunda Jóhannesdóttir, Lára Stefánsdóttir, ólafía Bjamleifsdótt- ir og Ásdís Magnúsdóttir, sem nýkomin er heim frá Hollandi, þar sem hún var gestadansari í af- mælissýningu dansflokksins Intro- dans um síðustu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.