Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 SKiPA SAM& Morgunblaðiö/Þorkell • Stúlkumar í landsliðinu, sem tekur þátt í C-keppninni í handknattleik á Spáni, en hópurinn heldur utan á mánudaginn. Þjálfari liðsins er Hilmar Bjömsson. Handknattleikur kvenna: Maraþon: Besti tími ársins JAPANSKI hlauparinn, Taiskuke Kodama, sigraði í Peking-maraþonhlaupinu sem fram fór á sunnudaginn. Hann náði besta tíma sem náðst hefur í maraþonhlaupi á þessu ári, 2:07.35 klukku- stundir. Heimsmetið í maraþonhlaupi á Portúgalinn, Carlos Lopes, 2:07.12 klukkstundir. Steve Jones frá Bretlandi á næst besta tímann, 2:07.13, og í þriöja sæti kemur tími Kodama, sem tók sætið af Robert de Castella frá Ástralíu, sem átti þriðja tímann, 2:07.51. Annar í hlaupinu í Peking á sunnudaginn var Kunimitsu frá Japan á 2:07.57 og í þriðja sæti var Juma Ikangaa frá Tanzaníu á 2:09.39. j Landsliðið til Spánar ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik tekur þátt í C-keppninni í HM sem fram fer á Spáni 31. október til 9. nóvem- ber. íslenska liðið er i riðli með Dönum, Portúgölum, Finnum og Austuríkismönnum. Tvö efstu liðin úr riðlunum keppa við þau tvö lið sem verða efst í hinum riðlunum en síöan fara tvö þeirra áfaram í B-keppn- ina. Áður en C-keppnin hefst verða leiknir tveir landsleikir gegn Spán- verjum, 28. og 29. október. Hilmar Björnsson, landsliðs- þjálfari, hefur valiö 14 manna hóp til fararinnar og er skipað þessum leikmönnum: Markverðir: Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram Gyöa Úlfarsdóttir, FH Fjóla Þórisdóttir, Stjörnunni Aörir leikmenn: Guöríöur Guöjónsdóttir, Fram Arna Steinsen, Fram Ingunn Bernódusdóttir, Fram Erna Lúðvíksdóttir, Val Katrín Friöriksdóttir, Val Gurún Kristjánsdóttir, Val Eiríka Ásgrimsdóttir, Víkingi Svava Baldvinsdóttir, Erla Rafnsdóttir, Víkingi Stjörnunni Guðný Gunnsteinsdóttir, Björg Gilsdóttir, Stjörnunni Köln iirnrniira Morgunbiaðið/Steinþór Guðbjartsson • Gordon Lee og David Pleat ræða málin eftir 1:0 sigur Totten- ham gegn Liverpool. Golf: Fimmti sigur Normans GREG Norman frá Ástralíu vann á sunnudaginn sinn fimmta sigur i röð er hann sigraði á alþjóðlegu golfmóti í Sydney í Ástralíu. Hann lók Concord-völlinn á 9 höggum undir pari eða samtals 275 högg- um. Greg Norman, sem er númar eitt á lista yfir bestu kylfinga heims, lék hringaina fjóra á 65, 70, 67 og 73 höggum. Landi hans, Lyndsay Stephen, varð annar lék á 72, 67, 69 og 72 höggum eða samtals 280 höggum og var fjórum undir pari. Efstu menn urðu þessir: Greg Norman, Ástrl. 85-70-67-73 =275 Lyndsay Stephen, Á 72-76-69-72 =280 Steve Elklngton, Ástrl. 69-73-70-69 =281 lan Stanley, Ástrl. 75-68-69-70 =282 Roger MacKey, Ástrl. 70-72-70-71 =283 Frank Nobilo, N-Sjál. 69-69-69-76 =283 Ossie Moore, Ástrl. 69-69-71-74=283 Gerard Taylor, Ástrl. 71 -73-67-72 =283 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Leikmenn Essen telja þá braeður, Alfreð og Gunnar, mjög líka einu og öllu, óvenju sterka og hvfta á hörund. Gunnar Gíslason æfir með Essen: Gordon Lee aðstoðar David Pleat Gunnar og Alfreð ótrúlega sterkir - sögðu leikmenn Essen um þá bræður GORDON Lee, þjólfari KR und- anfarin tvö ár, hefur fylgst með leikjum og ákveðnum leikmönn- um fyrir David Pleat, fram- kvæmdastjóra Tottenham, f haust. Gordon var einnig útsendari hjá Pleat, þegar sá síðarnefndi var hjá Luton. Gordon sagði í samtali við Morgunblaðið eftir leik Liverpool og Tottenham, að þetta væri vinargreiði og flokkaö- ist tæplega undir vinnu, „en ég fæ allan kostnaö greiddan og fæ í leiðinni gott tækifæri til að fylgj- ast með því sem er að gerast" sagði Gordon. Gunnar Gíslason, sem að undanf- örnu hefur æft knattspyrnu með Dortmund að undirlagi Sigi Held, landsliðsþjálfara, óskaði eftir því við Jóhann Inga Gunnarsson, þjálfara Essen í handknattleik, að fá að taka þátt í æfingum liðs- ins í þessari viku. Það var auðsótt. Að sögn Jóhanns Inga, vakti þátttaka Gunnars í fyrstu æfing- unni í fyrrakvöld nokkra athygli hinna vestur-þýsku handknatt- leiksmanna og fannst þeim ótrú- legt að Alfreð Gíslason ætti bróður sem væri jafnvel enn meiri þrek- skrokkur en hann. Þegar þeim var síðan sagt að þeir ættu tvo bræð- ur sem væru í lyftingum og einn bróður enn sem æfði spretthlaup féll þeim allur ketill i eld. Leikmenn- irnir höfðu einnig gaman af því að fá Gunnar í heimsókn, því þeir hafa löngum haldið því fram í gamni að Alfreð væri allra manna hvítastur á hörund, en sannfærö- ust um að Gunnar hefði þar vinninginn - þó naumt væri! Þeim fannst hinsvegar mikið til handknattleikskunnáttu þessa knattspyrnumanns koma, eins og við var að búast, því Gunnar á að baki landsleiki í handknattlelk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.