Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986
59
Morgunblaðið/Þorkell
• Egill Jóhannesson skoraði aö venju mikiö fýrir Fram en í gœr geröi hann alls 9 mörk. Það dugði Fram
þó ekki til sigurs ð Val.
Sanngjarn
Vals gegn
Hraður og skemmtilegur leikur
tveggja góðra liða
VALUR sigraði Fram með eins marks mun, 26:25, f spennandi leik f
Laugardalshöll í gœrkvöldi. Valsmenn höfðu yfirhöndina f fyrri hálf-
leik og leiddu 15:12. Lokamfnútumar voru sérlega spennandi.
Framarar jöfnuðu 24:24, þegar 2 mfnútur voru til leiksloka, en Vals-
menn höfðu verið yfir allan hálfleikinn. Valsmenn voru svo sterkari
í lokin og stóðu uppi sem sigurvegarar.
sigur
Fram
verða bæði þessi lið með í topp-
baráttunni í vetur. Hjá Val voru
Stefán, Valdimar og Jakob Sig-
urðsson bestir. Einnig átti Þor-
björn Guðmundsson góðan leik.
Hjá Fram voru Egill og Birgir Sig-
urðsson bestir. Guðmundur A.
Jónsson, markvörður, stóð einnig
vel fyrir sínu í markinu og varði 8
skot þar af tvö vítaskot.
Framarar byrjuðu betur og kom-
ust í 2:0 en Valsmenn jöfnuðu 3:3
og var jafnt á flestum tölum upp
í 9:9. Þá tóku Valmenn við sér og
náðu um tíma 3-4 marka forystu.
Þessi munur hélst allt þar til
Framarar jöfnuðu undir lokin, en
það vantaði herslumuninn hjá
þeim. Valsmenn unnu þó sann-
gjarnan sigur, það var eins og
Framara skorti trúna á að geta
unnið.
Leikurinn var mjög hraður og
skemmtilegur og sáust oft
skemmtilegar leikfléttur hjá báðum
liðum. Ef marka má þennan leik
Mörk VALS: Valdimar Grímsson 6/3,
Pálmi Jónsson 5, Jakob Sigurðsson 5,
Stefán Halldórsson 5, Þorbjörn Guð-
mundsson 3, Geir Sveinsson 1, Þórður
Sigurðsson 1.
Mörk FRAM: Egill Jóhannesson 9/2, Birg-
ir Sigurðsson 6, Jón Árni Rúnarsson 4,
Per Skaarup 2, Júlíus Gunnarsson 2, Her-
mann Björnsson 1, Ólafur Vilhjálmsson 1.
Vajo
Armenningar komu á
óvart en Víkingar sigruðu
ÍSLANDSMEISTARAR Vfkings
áttu í miklu basli með nýliðana f
1. deild, Ármann, f Laugardals-
höll f gærkvöldi. Vfkingar sigruðu
með 20 mörkum gegn 17 eftir að
staðan f hálfleik hafði verið 8:6.
Víkingar halda þvf fyrsta sætinu
í deiidinni eftir 3. umferðir með
sex stig.
Það tók Víkinga sjö mínútur að
finna netamöskvana hjá Ármenn-
ingum, sem skoruðu fyrstu tvö
mörkin. Þegar fyrri hálfleikur var
hálfnaður var staðan jöfn, 3:3.
Síðan náðu Víkingar yfirhöndinni
og var það fyrst og fremst fyrir
góða markvörslu Kristjáns Sig-
mundssonar. Munurinn í leikhléi
þrjú mörk, 8:5, Víkingum í hag.
Varnir beggja liða voru góðar og
kom frammistaða Ármenninga
mjög á óvart.
Víkingar byrjuðu betur í seinni
hálfleik og komust í 11:6 og síðan
12:7 þegar 10 mínútur voru liðnar.
En Ármenningar gáfust ekki upp,
börðust af miklm krafti og tókst
að minnka muninn niður í eitt
mark, 18:17, þegar 2 mínútur voru
til leiksloka. Víkingar skorðu síðan
• Slggeir Magnússon skorar
eitt þriggja marka sinna gegn
Ármanni í gærkvöldi.
tvö síðustu mörkin og tryggðu sér
sigurinn.
Leikurinn var þokkalegur og
voru varnirnar góðar og eins mark-
varslan. Ármennigar sýndu að
þeir verða ekki auðunnir í vetur
og ekki hægt að vanmeta þá. Best-
ir í liði þeirra voru Einar Ólafsson,
Einar Naabye og markvörðurinn,
Guðmundur Friðriksson.
Víkingar geta leikið betur en í
gærkvöldi. Kristján Sigmundsson
bar nokkuð af, varði alls 12 skot.
Bjarki Sigurðsson var góður í horn-
inu, Karl Þráinsson stóð fyrir sínu
og Hilmar skoraði mikilvæg mörk.
Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli
Olsen dæmdu leikinn og voru held-
ur á bandi Víkinga. Leikmenn
Víkings voru utanvallar í 12 mín.
og Ármenningar í 7 mín,
Möric Vlklngs: Karl Þráinsson 5/3, Bjarki
Sigurðsson 4, Guðmundur Guðmundsson
3, Siggeir Magnússon 3, Hilmar Sig-
urgíslason 3, Einar Jóhannsson 1, Ámi
Friðleifsson 1.
Mörk Ármanns: Óskar Ásmundsson 6/5,
Einar Naabye 3, Einar Ólafsson 2, Þráinn
Ásmundsson 2, Haukur Hafsteinsson 2,
Hans Þorsteinsson 1, Friðrik Jóhannesson
1.
Vajo
Tap hjá
Stuttgart
í Moskvu
Frá Jóhannl Inga Gunnarasyni, fróttaritara MorgunblaAsins I Þýskalandi.
ÁSGEIR Sigurvinsson og félagar
hans hjá Stuttgart máttu þola 0:2
tap gegn sovéska liðinu, Torpedo
frá Moskvu, f Evrópukeppni
bikarhafa. Leikurinn fór fram á
Dynamo-leikvanginum f Moskvu
að viðstöddum 12.000 áhorfend-
um. Veðurskilyrði voru mjög
slæm, hellirigning og völlurinn
eitt drullusvað.
Leikmenn Stuttgart fór með því
hugarfari til Moskvu að reyna að
halda jöfnu og vinna síðan seinni
leikinn heima. Leikaðferð þeirra
byggðist upp á því að brjóta niður
allar sóknaratgerðir andstæðinga
í byrjun og tókst það vel fyrsta
hálftímann. Sovétmenn skoruðu
síðan fyrra mark sitt á 32. mínútu
og var það frekar slysalegt hjá
Stuttgart. Varnarmaðurinn, Buch-
wald, var þá með knöttinn út við
hliðarlínu og rann á blautu grasinu
og féll er hann ætlaði að hreinsa
frá og þar var knettinum stolið og
gefið fyrir markið og þar hrökk
boltinn af Schöfer og fyrir fætur
Yuri Savichev, sem þakkaði fyrir
og skoraði af stuttu færi.
Sovétmenn sóttu síðan meira í
upphafi seinni hálfleiks en
Stuttgart byggði á skyndisóknum
sem báru ekki árangur. Ásgeir átti
þrumuskot á 70. mínútu sem sov-
éski markvörðurinn varð að hafa
sig allan við að verja. Rothöggið
kom svo á 72. mínútu er Yuri
Savichev skoraði sitt annað mark
með skalla eftir aukaspyrnu.
Úrslit leiksins voru sanngjörn
og leikmenn Torpedo nær því að
bæta við sínu þriðja marki en
Stuttgart að skora. Leikurinn var
þó þokkalega leikinn miðað við
aðstæður. Ásgeir hefur átt við
meiðsli að stríða sem hann hlaut
í landsleiknum gegn Sovétmönn-
um og var einnig kvefaður en það
var ekki að sjá á leik hans. Hann
stóð vel fyrir sínu og reyndi að
mata framherja sína með góðum
sendingum sem þeir síðan nýttu
ekki til fulls. í lið Stuttgart vantaði
þrjá sterka leikmenn, Allgöwer,
Bunk og Muller.
Katowice í
erfiðleikum
KATOWICE, liðið sem sló Fram
úr Evrópukeppni bikarhafa, náði
ekki nema jafntefli á heimavelli
gegn svissneska liðinu Sion í
gærkvöldi.
Pólverjarnir voru sterkari fram-
an af og náðu tveggja marka
forystu strax í upphafi þegar Kon-
iarek skoraði tvö mörk. En Sviss-
lendingarnir höfðu alls ekki gefist
upp og þeir náðu að jafna í síðari
hálfleik. Það bendir því allt til þess
að Sion komist áfram - með jafn-
tefli og tvö útimörk í veganesti í
síðari leikinn í Sviss.
Böðvar íslandsmeistari
í keppni á seglbrettum
ÍSLANDSMÓT í seglbrettasigl-
ingum var haldlð á Fossvogi og
Skerjafirði fyrir skömmu. Keppt
var f brautarkeppni (Course Rac-
ing) þar sem siglt er eftir braut
sem reynir á hæfni manna til að
sigla beitivind, hliðarvind og und-
an vindi, einnig hæfni manna f
vendingum og kúvendingum.
Farnar voru þrjár umferðir með
tveim hringjum f hverri umferð.
Vindur var fremur óhagstæður,
þar sem aðeins voru um þrjú
vindstig dagana sem keppt var.
Keppendur voru þrettán og þar
af því miður aðeins einn utan af
.landi, Ingþór Sveinsson frá Nes-
kaupstað, sem kom skemmtilega
á óvart með frammistöðu sinni,
en hann var aðeins með fyrri
keppnisdaginn.
Keppt var án forgjafar og var
þetta þriðja árið, sem haldið er
Islandsmót á seglbrettum. Jóhann-
es Örn Ævarsson var íslands-
meistari bæði 1984 til 1985 en
hann er nú við æfingar og keppni
í Svíþjóð, þar sem honum hefur
Staðan
Staðan f 1. deildinni eftir leik-
ina f gærkvöldi er nú þessi:
Vfkingur 3 3 0 0 69:59 6
Valur 3 2 0 1 81:72 4
UBK 2 2 0 0 47:40 4
Fram 2 1 0 1 50:42 2
KR 2 1 0 1 39:39 2
FH 3 1 0 2 77:75 2
Stjarnan 2 1 0 1 56:58 2
Haukar 3 1 0 2 66:76 2
KA 3 1 0 2 61:74 2
Ármann 3 0 0 3 66:77 0
• Böðvar Þórisson, fslands-
meistarinn á seglbrettum.
vegnað vel. Hann náði 1. sæti í
Áttukappi (slalom) í keppni þar
helgina 20. og 21. september og
var annar Islendingur, Baldur Þór
Davíðsson, í 9. sæti í sömu keppni.
Hlýtur þetta að teljast góður ár-
angur hjá okkar mönnum vegna
þess að fjöldi keppenda á mótum
í Svíþjóð er oft yfir hundrað.
Úrslit íslandsmótsins urðu
þessi:
1. Böðvar Þórisson, keppti á Tiga
Pro.
2. Valdimar Kristinsson, keppti á
HiFly Race.
3. ívar Bragason, keppti á Tiga Fun
Cup II.
Böðvar er 19 ára, Valdimar er
15 ára og ívar 17 ára. Við megum
því vænta mikils í framtíðinni af
þessum ungu efnilegu mönnum.
íslandsmótið var haldið á vegum
siglingasambands fslands af sigl-
ingafélaginu Ými í Kópavogi og var
mótsstjóri Guðmundur Björgvins-
son.