Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Dr. Joseph Campbell og Einar Pálsson. Myndin er tekin hér á landi 1972. sé nefndur 13 sinnum í hinni nýju bók hans. Með orðalaginu „Holy laríd“ á Campbell við það, að sér- hvert land sem heigað var í skilningi trúarbragða hafi í raun orðið „Landið helga" í vitund þeirra er það nám. Stiklan í Atlantshafi sýn- ir, að menning heims var samfelld. Lí kingar og táJknmál Við helgun lands urðu kennileiti ekki einasta staðir í umhverfi held- ur og viðmiðanir mannshugarins. Slíkt er sacred space, hið helga rúm eða landsvæði. Mörkun Al- þingis var þá helgiathöfn. Með mörkun áttar maðurinn sig í tilve- runni. Fer Campbell um víða vegu heimspeki og trúarbragða í túlkun sinni, en hinn íslenzka homstein fellir hann undir kafla er ber heitið „Metaphor as Myth and as Religi- on“. Þetta merkir á einfaldri íslenzku, að lesa má úr líkingum og táknmáli þjóðfélagsgerð, hug- myndaheim og aðra meginþætti þeirrar menningar er að baki bjó. Nýverið höfum við séð þetta stað- fest í Flórenz og í Róm. Helztu goðsagnir íslendinga em ekki lengur með öllu óskiljanlegt myndmál. Sumar þeirra em orðnar að heimildum, sem unnt er að rann- saka og skilgreina. Stökkið Bók sú sem hér er um fjallaö er með stytztu ritum Campbells, að- eins 155 síður. Þó er hún einkar forvitnilegt verk. Campbell bendir á þau fmmlægu tákn mannshugar- ins, sem sameiginleg em ýmsum trúarbrögðum, og skýrir beinagrind vestrænnar menningar með þeim meginatriðum sem íslendingar hafa verið að kynnast undanfama ára- tugi. Helg mörkun hins íslenzka landnáms er þannig rauður þráður rits hans, þrátt fyrir hina örstuttu kynningu. Hefur Campbell skrifað mér, að nánari grein verði gerð fyrir þeirri mörkun í öðm riti er fjallar beinlínis um helga tölvísi. Þetta em nokkur tíðindi: áhrifa- mesti einstaklingur amerískrar menningarfræði hefur tekið stökkið til fulls. Það er af sem áður var. Helgiathöfn í Grábrókarhrauni í júní 1972 var haldin ráðsteftia á Bifröst f Borgarfírði. Vom þar saman komnir þeir Campbell og Smith auk 50 sálfræðinga er töld- ust til mismunandi trúarbragða og trúflokka, (svo og að sjálfsögðu vantrúarmanna og and-trúar- manna). Var verkefni ráðstefnunn- ar að bera saman tákn sálarfræð- innar og þau fmmlægu tákn mannshugaríns sem speglast í goð- sögnum. Sálfræðingur inn Stanislav Grof og mannfræðingurinn Joan Halifax höfðu ákveðið að ganga í hjónband, og fæddist því sú hug- mynd þama, að gaman væri að skapa helgiathöfn sem allir gætu við unað, hverrar trúar sem þeir væm. Var þetta framkvæmt, og fór helgiathöfnin fram við sólampprás hinn 5. júní 1972 í Grábrókar- BABOONARNIR! í SKUGGA KILIMANJARO Fundur Ameríku eftír Einar Pálsson Miðvikudaginn 8. október barst mér stutt bréf frá ameríska útgef- andanum Alfred van der Marck. Með bréfinu fylgir bók, sem van der Marck kveðst senda að beiðni ameríska trúarbragðafræðingsins Joseph Campbell. Við lestur bókar- innar er fljótséð hvað veldur Þar er formlega brotið blað í afstöðu amerískra fræðimanna til „german- skrar goðafræði". Bók Campbells nefnist „The Inn- er Reaches of Outer Space" (Alfred van der Marck Editions, New York 1986) og fjallar um skjmjun manns- hugarins á víddum, þ.e. jarðneskum áþreifanlegum stærðum, einkum landslagi. Orðið space mætti raun- ar þýða sem „rúm“ eða „vegalengd" eftir því hvað um er rætt, en merk- ingin er að sjálfsögðu auðugri. A fremstu síðu bókar sinnar kveðst Campbell hafa öðlast með öllu nýja innsýn í goðafræði hin síðari árin, og má telja þessa bók hans eins konar testamenti til amerísku þjóð- arinnar í ævilok. En Campbell er þekktasti fræðimaður Banda- ríkjanna á sviði trúarbragðasögu. Hornsteinninn Á síðu 61 í bók Campbells er stutt málsgrein um landnám íslend- inga í öndverðu. Þar tekur Campbell eindregna afstöðu — án fyriryara — þess efríis, að við landnám íslands hafi landsvæði verið helgað í merk- ingu sálarfræði, goðafræði og táknmáls („sanctifying a region, converting it thereby into an at „Helztu goðsagnir ís- lendinga eru ekki lengur með öllu óskilj- anlegt myndmál. Sumar þeirra eru orðn- ar að heimildum, sem unnt er að rannsaka og skilgreina.“ once psychologically and meta- physically symbolic Holy Land“). Til stuðnings þessari fullyrðingu vitnar hann í ritgerð þá eftir undir- ritaðan sem lögð var fram við fomleifasetur háskólans í Osló í apríl 1984 (Hypothesis as a Tool in Mythology). Á yfirborðinu sýnist þetta ekki mikið ísbrot, aðeins yfirlýsing er varðar eðli hins íslenzka landnáms á 9. öld. Mun hin dýpri merking því flestum hulin. En hún felst í því, að Campbell er með bók þess- ari að vísa ókomnum kynslóðum veginn fram á við — og að gefa Ameríku hugmyndafræðilega rai- son d’etre, sjálfsvitund, skýringu á tilveru Bandaríkjamanna sem „þjóðar". Jafnframt skýrir bókin eðli þeirra atburða sem verða með landnámi hins Nýja Heims. Landnám íslands verður hom- steinn í þeirri hugsmíð. „Germönsk goðafræði“ Með yfirlýsingu sinni um landnám íslands snýr Campbell við nánast öllu sem áður hefur verið ritað um þau mál í skilningi hugmyndafræði og trúarbragða erlendis. Fróðleiks- fúsir menn munu vart undrast þetta; satt að segja hefur „germ- önsk goðafræði" einatt verið fram sett sem bamaskapur, og er með ólíkindum hversu margir fræði- menn hafa einblínt á hina auvirði- legri þætti þeirra vísinda. Hefur Snorri aukið á glundroðann með frábærum skemmtisögnum Eddu; fyöldi Norrænumanna ritar enn í fiillri alvöru á þann veg, að ætla mætti lífsviðhorf Evrópumanna að fomu tvístringslegan óvitaskap án eðlilegra viðbragða í skilningi sál- arlífs og samfélags. Landnám íslands hefur til dæmis löngum verið skilgreint sem skipulagsleysi þar sem heimsmynd var utan sjón- máls — vitsmunir og þekking nánast óþekktur munaður. Þessu hafnar Campbell algjör- lega með þessari einu málsgrein. Goðsögnin og landið í Morgunblaðinu 11. júní 1972 var birt langt viðtal við Joseph Campbell og trúarbragðafræðing- inn Huston Smith frá MIT. í því samtali greinir Campbell á vissan hátt frá grundvelli þeirrar bókar sem nú sér dagsins ljós. Kveður hann samanburðargoðafræði vera sérgrein sína, og hafi honum því orðið tíðhugsað til hins foma stuð- uls í trúarbrögðum Miðausturlanda, tölunnar 432. „Ég hef hins vegar aldrei orðið var við samband tölunn- ar við rúm — landsvæði [space]“ segir hann. Þótt hann þekki tölu Einheija í Valhöllu samkvæmt Grímnismálum (432.000) þykir honum sem hann hafi aldrei skilið til fulls tengsl þessa hugtaks við trúarbrögðin fyrr en mörkun íslenzka Goðaveldisins fannst. Líkti hann þessu á sínum tíma við „Kól- umbusaregg", en ekki mun hafa hvarflað að mörgum þá, að í raun mjmdi Campbell bera hugmynda- fraeði hins íslenzka landnáms við fund Ameríku síðar. Mörkun Alþingis um 930 og jöfn- un tíma til rúms eru nú orðnir meginþættir í fræðum Campbells. Teist mér svo til, að stuðull fomra vísinda tíma og rúms, talan 432, Ný hörkuspennandi bandarísk kvikmynd. Hópur bandarískra Ijósmyndara er á ferö á þurrkasvæðum Kenýa, við rætur Kilimanjaro-fjallsins. Þau hafa að engu aðvaranir um hópa glorsoltinna Baboonapa sem hafast viö á fjallinu, þar til þau sjá að þessir apar hafa allt annað og verra í huga en aparnir í Sædýrasafninu. Fuglar Hitchcocks komu úr háloftunum, Ókind Spielbergs úr undirdjúpunum og nýjasti spenningurinn kemur ofan úr Kilimanjaro-fjallinu. Aðalhlutverk: Timothy Bottoms, John Rhys Davies. Leikstjóri: Raju Patel. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hækkað verð. Bönnuð börnum innan 16 ára. Iþróttahús er að rísa á Kleppjámsreykjum Gnind, Skorrmdal. Gninnskólinn á Kleppjárns- reykjum var settur fyrir nokkru að viðstöddum nemendum og gestum. Athöfnin hófst með ávarpi sr. Ólafs Jens Sigurðsson- ar, sem nú er að láta af störfum sem sóknarprestur Hvanneyrar- prestakalls. Síðan flutti skóla- stjórinn Guðlaugur Óskarsson skólasetningarræðu. í henni kom m.a. fram, að nú hefur risið á lóð skólans íþróttahús, sem er tilbúið undir tréverk. Stefnt er að því að hægt verði að taka búningsklefa hússins í notkun í haust, en það er forsenda fyrir því að nota megi sundlaugina í vetur. En bað og búningsaðstaða er sam- eiginleg fyrir íþróttahúsið og sundlaugina. Þá gat skólastjórinn þess, að nú yrði lokið hér við grunnskólann í fyrsta sinn, því 9. bekkur er tekinn inn í vetur. Vegna þessa verða hér fleiri nemendur en undanfarið, eða 131 í stað 106 í fyrra. Tveir starfsmenn skólans hættu REDOXON Mundir þú eftir C-vítamíninu í morgun? á nýliðnu sumri. Eiríkur Jónsson hafði verið tvö ár ! lejrfi frá skólan- um. Hann ákvað í sumar að koma ekki aftur til starfa. Þá lét reikn- ingshaldari skólans, Guðrún Þórhallsdóttir Ludwig af störfum. Við hennar störfum hefur tekið Rúnar Hálfdánarson, bóndi að Þverfelli í Lundarreykjadal. Við kynningu á kennaraliði skól- ans kom fram, að það eru allir enn sem störfuðu í fyrra, að viðbættum 2 nýjum, en það eru Sesselja Þor- bjömsdóttir, sem áður starfaði vestur á Barðaströnd og Sigurður Leósson, sem kom frá Patreksfirði. Í lok setningaræðu sinnar bauð skólastjórinn gestum að ganga til borðstofu, þiggja þar kaffísopa og skoða málverkasýningu, sem þar er upp sett og mun prýða veggi skólans næstu 3 vikumar. Guðmundur Sigurðsson skóla- stjóri í Borgamesi sýndi skólanum þá velvild að lána til sýningar 27 málverk eftir sig. Myndimar eru falar, þó að tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að gæða skólann au- knu líf fyrstu dagana. Og lokaorð Guðlaugs Óskarsson- ar voru: „Setjum okkur það takmark að allir leggi gott til og þá mun vel til takast." DP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.