Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 17 V estfjarðakj ördæmi: Úrslit prófkjörs sjálfstæð- ismanna á Vestfjörðum hrauni. Var athöfnin byggð á áætlaðri mörkun Alþingis 930 og sköpunargoðsögnum hins íslenzka landnáms. Vart þarf að taka fram, að brúðkaupið — sköpunarathöfnin — var byggt utan um hinn eldfoma stuðul fomra vísinda, töluna 432. Þama var landsvæði m.ö.o. „helg- að“, innra sem ytra. Víddir heims vom greyptar í huga þátttakenda. Fommenn skildu þetta: Það sem allir menn eiga sameiginlegt er skynjun á tölum og hlutföllum. Við annað verður ekki miðað. Umskiptin Svo látlaus og fáorð er frásögn Campbells af landnámi íslands, að vart mun nokkur almennur lesandi gera sér grein fyrir þeirri byltingu sem í henni felst. Það þarf íslending eða Norrænumann til að skilja hin algeru umskipti sem þama verða. Án skýringar er eldri viðtekin skoð- un látin lönd og leið — og þveröfug niðurstaða gerð að gmndvelli álykt- ana. Ekki hef ég hugmynd um hvort þetta verður rökrætt ytra. Og örsmá mætti fréttin virðast á mæli- kvarða þessa heims. En þar sem Campbell ræðir þama hvort tveggja í senn, vísindalega vinnuaðferð nútí- mans og trúræna skynjun þeirra er námu Vesturheim, er það hreint ekki óathyglisvert fyrir okkur hér nyrðra, að sköpunarsagnir íslend- inga skuli renna sem stoðir undir kenningar hans. Fyrir örfáum ámm vissi enginn að þær stoðir væm til. Og stoðimar verður að fella ef fella á kenningar Campbells um „helga mörkun rúms“. I fyrra fréttum við, að tveir eða þrír kjameðlisfræðingar hefðu bollalagt þá ritgerð, sem Campbell vitnar þama í. Það sýndist einangr- að fyrirbæri. En þegar tekið er tillit til þess, að tveir eða þrír sérfræð- ingar í byggðaþróun telja nú, að eigi séu önnur gögn líklegri til að skýra mörkun sjálfs Rómaríkis í öndverðu og Endurfæðinguna í Flórenz, má ætla að einhvers staðar skjóti fræin rótum og að óvitahátt- ur verði vart talinn helzta einkenni á frumbyggjum íslands í hugvísind- um næstu áratuga. Forn vísindi Ameríski stærðfræðingurinn Buckminster Fuller lýsti því yfír fyrir nokkmm ámm, að tölvísi hins íslenzka landnáms væri enn í fullu gildi: mannkyni hefði ekki tekist að fínna annan kvarða réttari. í nútímavisindum væri allt á iði — hvergi fastan depil við að miða. Væntanlega mun einhver andmæla þessu — en tæplega hinu, að kvarði sá sem kenndur er við Pýþagóras og Platón muni ætíð verða til við- miðunar í sambandinu. Kvarði hins íslenzka landnáms er þá orðinn stuðull heimsmyndarfræða. Og nú kemur Joseph Campbell með kenningu um víddir manns- hugar og Vesturheims. Hvort sem menn mæla með honum eða mót verður hinu ekki brott hrundið, að landnám íslands er homsteinn í hugsun hans. Leifur varð á undan, en Camp- bell fylgir í kjölfarið: á 20. öld nemur að minnsta kosti einn Ameríkani hugarheim Vesturs með hliðsjón af kunnáttu Islendinga á landnámsöld. Höfundur er skólastjórí Málaskól- ansMímis. eftir Úlfar Ágústsson Prófkjör sjálfstæðismanna í Vestfjarðakjördæmi fór fram 11. og 12. október sl. Nokkur titringur var í mönnum vegna prófkjörsins enda hefur ekki verið viðhaft próf- kjör hjá sjálfstæðismönnum á Vestfjörðum siðan 1970. Margt er athyglisvert við úrslit kosninganna og ber þar þátttakan hæst, en 1182 kjósendur tóku þátt í prófkjörinu, en það jafngildir 78% af atkvæðum flokksins við síðustu Alþingiskosn- ingar. Af þeim voru 42% óflokks- bundnir. Þá vekur það ekki síður athygli að Matthías Bjamason 1. þingmað- ur Vestfirðinga og samgönguráð- herra, sem verið hefur forystumað- ur flokksins í kjördæminu í meira en 20 ár, fær aðeins 41% atkvæða í 1. sætið þótt hann hafi hæsta atkvæðamagnið í öli sætin eða 18%. Þorvaldur Garðar Kristjánsson for- seti sameinaðs þings fær 28% í 1. sætið og Einar K. Guðfinnsson út- gerðarstjóri í Bolungarvík og 1. varaþingmaður fíokksins fær 14% atkvæða í 1. sætið. Þorvaldur Garðar kemur næstur á eftir Matthíasi með góða kosningu í 2. sætið eða 61% atkvæða. Þar er Einar Kristinn með 29% atkvæða og Ólafur Kristjánsson forseti bæj- arstjómar Bolungarvíkur með 17%. Einar Kristinn er með ömgga kosningu í 3. sætið eða 59% at- kvæða. Næstur kemur Ólafur Kristjánsson með 31% atkvæða og þar á eftir Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri og forseti Farmanna- og fískimannasambands íslands á ísafírði, með 19% atkvæða. í þessi þijú fyrstu sæti er um bindandi kosningu að ræða. í 4. sæti fær flest atkvæði Ólafur Kristjánsson með 45%, næst kemur eina konan í prófkjörinu, Hildigunn- ur Lóa Högnadóttir, með 40% atkvæða í fjögur fyrstu sætin en næstur kemur Guðjón A. Kristjáns- son með 33% atkvæða. Á eftir honum koma svo Guðmundur H. Ingólfsson skrifstofustjóri, fyrrver- andi oddviti sjálfstaeðismanna í bæjarstjóm ísafjarðar með 23% atkvæða, Hallgrímur Sveinsson bóndi Þingeyri með 18% atkvæða og Óli M. Lúðvíksson skrifstofu- stjóri og fyrrverandi bæjarfulltrúi á ísafirði með 10% atkvæða. Þar sem mikill áhugi var greini- !ega á prófkjörinu er birt hér með sundurliðuð úrslitin eins og þau koma frá kjömefnd kjördæmisráðs. Framundan em erfiðleikar hjá kjör- dæmisráði við uppstillingii því reikna má með að Olafur Kristjáns- son og Hildigunnur Lóa sæki fast að halda sætum sínum samkvæmt niðurstöðum prófkjörsjns og benda þau væntanlega á að Ólafur er með betra hlutfall í 4. sætið en Matthías í 1. og Hildigunnur Lóa aðeins 1% neðar en ráðherrann. Hins vegar em kröfur Barðstrendinga og Strandamanna um sæti framarlega á listanum eins og venja hefur verið. Matthías Bjamason er mjög óánægður með úrslit prófkjörsins og er það að vonum. Er því líklegt að hann munu blása í herlúðra og fylkja liði ásamt herforingja sínum, Engilbert Ingvarssyni bónda á Tyrðilsmýri og formanni kjördæ- misráðs og freista þess að ná góðri samstöðu um væntanlegan lista og fara síðan fyrir honum í harðri kosningahríð á næsta ári. Höfundur er kaupmaðurá ísafirði og fréttaritari Morgunblaðsins þar. Skortur á upplýsingum í auglýs- ingum er helsta vandamál neytenda - segir Laila Freivalds, forstöðumaður sænsku Neytendamálastofnunarinnar Laila Freivalds, forstöðumaður sænsku Neytendamálastofnunar- innar, flutti erindi á þingi Neytendasamtakanna i Reykjavík sl. sunnudag „Ástand neytendavenidar er mjög gott í Svíþjóð. Ég tel lög og reglur þó ekki það þýðingar- mesta i þessum málaflokki heldur að almenningur öðlist áhuga á neytendamálum. Ef neytendur vilja ekki þekkingu, reynslu og meiri völd, þá er neytendavernd litils virði. Það eru neytendumir sjálfir sem verða að búa yfir þekkingu og gera kröfur til fyrirtækjanna," sagði Laila Freivalds, forstöðu- maður sænsku Neytendamála- stofnunarinnar, en hún sat þing Neytendasamtakanna sl. sunnudag að Hótel Esju og flutti þar erindi. „Starf okkar er ekki aðeins byggt á lögum um neytendavemd, heldur er margt þeim óviðkom- andi. Við prófum og gæðakönnum vörur, gefíim út markaðskannanir og bæklinga um hin ýmsu mál. Við gefum út tvö blöð, en annað þeirra „Rád och Rön“ hefur um 200.000 áskrifendur og er því útbreiddasta tímarit Svíþjóðar. Við vinnum með stjóm skólanna við að koma á góðri neytenda- fræðslu í skólum og við gefum út nokkuð af námsefni. Við höfum samvinnu við leiðbeinendur sem starfa við leiðbeiningarþjónustu sveitafélaganna og við ftjáls fé- lagasamtök um ýmis verkefni til þess að miðla þekkingu og að hafa áhrif á fyrirtæki. Eitt hinna stóm verkefna heitir „verslun fyr- ir alla“, en það verkefni felur í sér að ganga úr skugga um hve aðgengilegar verslanir em fyrir eldra fólk og fatlaða. Við höfíim samvinnu við aðrar stofnanir ríkisins og fyrirtæki við að kanna íbúðir, sem gerir eldra fólki kleift að bjarga sér sjálft, í stað þess að þurfa að flytja á elliheimili. í samvinnu við samtök kaupmanna vinnum við að þvf að verslanir í dreifbýli þurfí ekki að hætta rekstri, en slíkt myndi verða til mikilla óþæginda og jafnvel gera fólki ókleift að búa í dreifbýli. Á seinni ámm höfum við í æ ríkara mæli sinnt fjárhag heimilanna. Flest heimili í Sviþjóð hafa orðið að sætta sig við lægri rauntekjur á seinustu ámm.“ Laila sagði að ýmis fijáls fé- lagasamtök, kvenfélög og önnur skyld samtök hefðu lagt gmnninn að bættri neytendalöggjöf í Svíþjóð. í upphafí snérist starf þeirra mest um vinnuaðstöðu heimilanna og um nauðsjm þess að auðvelda heimilisstörf og var mikil áhersla lögð á fræðslumál. „Neytendaþjónusta á vegum hins opinbera þróaðist og óx jafnt og þétt á sjöunda áratugnum. Hinn almenni markaður stækkaði, varð flóknari og það varð erfíðara að fylgjast með. Mikil umræða og deilur vom um auglýsingar. Neyt- endafræðslan ein dugði ekki lengur heldur vildu neytenda- stofnanir fá að hafa áhrif á framboð og starfshætti þeirra, sem buðu vömr og þjónustu. Það þótti nauðsyniegt að þjóðfélagið aðstoðaði hinn almenna neytanda til þess að ná rétti sínum og vemda hann gegn óréttmætum viðskiptaháttum." Á áttunda áratugnun þróaðist sú neytendalöggjöf sem er við líði í Sviþjóð nú. Neytendastofnunin hefur yfírumsjón með öllu neyt- endastarfí í Svíþjóð á vegum hins opinbera. Hlutverk stofnunarinn- ar er að aðstoða heimilin við að ná sem hagkvæmustum heimilis- rekstri og að styrkja stöðu neytenda á hinum almenna mark- aði. Fyrir viss neytendamál em til sérstök embætti. Framleiðsla og dreifíng matvæla er undir eftir- liti sérstakrar stofnunar. Önnur stofnun hefur eftirlit með heil- brigðiskerfí og ljrfjaframleiðslu. Enn önnur stofnun fylgist með framleiðslu á efnavömm o.s.frv. Samhliða því er rekin nejdenda- þjónusta í flestum sveitafélögum á kostnað sveitafélaganna sjálfra sem veitir einstaklingum aðstoð og ráðgjöf. Menn biðja t.d. um ráð til þess að koma fjármlaum sínum á réttan kjöl þegar of miklu hefur verið ejftt með notkun greiðslu- korta. Starfsmenn nejdendaþjón- ustunnar hafa fengið menntun og starfsþjálfun. I mörgum sveitafé- lögum er mikil vinna lögð í dreifingu upplýsinga til almenn- ings, félaga og skóla. Settar em upp sýningar, samstarf er haft við skóla og samráð og samvinna er við hin ýmsu félagasamtök. í Svíþjóð búa um átta milljónir. Neytendaþjónusta sveitafélaga hefur árlega samband við 260.000 einstaklinga. Laila sagði að ef ágreiningur kæmi upp sem væri utan valds- sviðs kvörtunarþjónustunnar, eða ef fyrirtæki neituðu að fara eftir ákvörðunum hennar, gætu nejrt- endur snúið sér til dómstóla. í héraðsdómi er hægt að fá einfald- ari afgreiðslu í málum sem snerta nejrtendur. Þau mál ganga hratt fyrir sig og þarfnast ekki hjálpar lögfræðings. Ef fyrirtæki neitar að brejrta auglýsingu eða vöm getur stofnunin lagt málið fyrir markaðsdómstólinn og farið þess á leit að fyrirtækinu verði gert að bæta ráð sitt. Laila sagði að þau lög, sem umboðsmaður nejdenda styddi sig við helst varðaði lög um órétt- mæta viðskiptahætti og lög um samningsbundin kaup. „Á hveiju ári em 3.000 auglýsingar kærðar fyrir Nejdendastofnuninni. Ef um er að ræða minniháttar brot á reglum, bendum við fyrirtækjum einfaldlega á það. Ef fyrirtækin hinsvegar fara ekki eftir fyrir- mælum stofnunarinnar, snýr hún sér til verslunardómstólsins. Ef dómstóllinn er sammála áliti stofnunarinnar, er dæmd skilorðs- bundin sekt. í langflestum tilfell- um fallast fyrirtækin á að breyta viðskiptaháttum sínum sam- kvæmt tilmælum Neytendastofn- unarinnar, en aðeins 20 mál á ári koma til kasta verslunardóms. Það em ekki bara villandi söluað- ferðir, sem em vandamál hjá nejrtendum, heldur skortur á upp- ýsingum í hinum ýmsu tegundum auglýsinga. Lögin um óréttmæta viðskipta- hætti gera umboðsmanni neyt- enda og verslunardómstólnum kleift að krefjast þess ða nejdend- um séu veittar þær upplýsingar sem þeim em nauðsjmlegar. Slíkar upplýsingar geta m.a. verið um efni og eiginleika vöm, t.d. um að fatnaður láti lit eða að nauðsynlegt sé að fá fagmann til að tengja ákveðið rafmagnstæki. Algengasta krafan er kannski sú að verð vöm sé gefíð upp. Af ein- hverri undarlegri ástaeðu, em sænsk fyrirtæki ekki sérstaklega fús að auglýsa verð á vöm og þjónustu." Laila bætti því við að lögin um óréttmæta viðskipta- hætti heimiluðu einnig bann á hættulegum vömm, þ.e. vömm sem hugsanlega gætu valdið slys- um á fólki. „Þetta hefur gert okkur kleift að losna við af mark- aði lélega bamabflstóla, hættuleg leikföng, léleg slökkvitæki o.fl.“ Neytendastofnunin hefur und- anfarin ár gefíð út fjölda af leiðbeinandi reglum t.d. hvemig póstkröfuauglýsingar og póst- vömlistar skulu gerðir, hvað er átt við með tilboðsverði, hvemig upplýsingar skulu gefnar um elds- neytisnotkun bfla, hvemig upplýs- ingar skulu gefnar vegna kostnaðar við lánsviðskipti, ör- yggiskröfur fyrir leikföng, húsgögn handa bömum, reyk- skynjara, stiga og fleira. Það em til um 50 leiðbeinandi reglur fyrir hinar ýmsu vei-slunargreinar og em þær flestar gerðar í samvinnu við þær verslunargrinar sem þær ná til. Því em reglumar oftast nær virtar, að sögn Lailu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.