Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 47
reifur og átti lofíð skilið. Nú er Benedikt Siguijónsson allur, eftir nærri 5 mánaða sjúkdómsbaráttu. Auðvitað var hann ekki gallalaus og nánast einasti löstur hans voru hóflausar reykingar. Má segja að það hafi verið sjálfskaparvíti að honum varð ekki lengri lífdaga auð- ið. Kunningsskapur okkar Bene- dikts jókst við það að Snædís dóttir mín giftist yngsta syni Benedikts, Siguijóni tannlækni, og það efldi ánægju og skilning þeirra á milli að hún lagði stund á lögfræði. Frá fyrstu kynnum hafði hugur minn gagnvart Benedikt mótast af því, að hann átti það sameiginlegt með föður mínum að vera bóndasonur norðan úr dölum Skagafjarðar, reyndar var faðir minn úr Húna- þingi, en á því er lítill munur. Mér fannst einhver angan af gróður- mold fyrir honum og þessi heil- brigða skynsemi, sem bændastétt- inni er svo í blóð borin. Hann hafði einn úr sínum systk- inahóp brotist til mennta. Nú þarf ekki lengur það átak, sem áður þurfti. Slíkir menn eru að verða næsta fátíðir og finnst mér hagur Alþingis fara versnandi þegar þeim fækkar þar og fræðingar ríða þar húsum líkt og nú gerist í vaxandi mæli. Reyndar stóð hugur Benedikts aldrei til stjómmála. Benedikt Siguijónsson var glað- vær maður og jákvæður. Það var alltaf einhver unglingur innra með honum; honum þótti t.d. stórkost- legt að aka um í amerískum glæsivagni og hafa sígarettu í öðru munnvikinu. Benedikt var mikill gæfumaður í lífinu, honum lánaðist allt, sem hann tók sér fyrir hendur og náði þeim mannvirðingum, sem lögfræð- ingar telja mestan. Hann naut virðingar kollega sinna og var jafn- an boðinn og búinn til starfa í þágu lögfræðinnar með fyrirlestrum eða á annan hátt. Hann átti ágætt fjöl- skyldulíf og það var ekki hvað síst að þakka hans góðu konu, Fann- eyju Stefánsdóttur. Hún ól honum þijá sonu, sem eru: Guðmundur læknir, giftur Ingibjörgu Faaberg, Stefán kennari, giftur Svandísi Magnúsdóttur og Siguijón tann- læknir á Kaldbak við Húsavík, giftur Snædísi dóttur minni. Bama- bömin em 9. Fanney lifir mann sinn farin heilsu. Bamabömin munu sakna hans; í því sambandi koma mér í hug orð Hörpu Sigur- jónsdóttur 5 ára, er hún var að hugga Benedikt Þorra Siguijóns- son, litla bróður sinn 3ja ára og var að skýra út fyrir honum hvert afi hans væri farinn, er hún sagði: „Hann afi er farinn til Jóhanns og litla folaldsins." Jóhann Skaptason sýslumaður var frændi þeirra í móðurætt, en hann dó í fyrra; litla folaldið hafði dáið skömmu eftir fæðingu í hesthúsinu á Kaldbak sl. vor. Hitt þykir mér þó víst að mest munu synir hans sakna hans, enda þótt þeir séu löngu fullvaxta og horfnir úr föðurhúsum, svo náið og hlýtt var sambandið á milli þeirra feðga. Því ég veit af eigin raun hvaða tilfinning grípur menn í sömu spomm. Mér fannst ég hafa misst alla fótfestu og skjól er faðir minn féll frá, reyndar á svipuðum aldri og Benedikt var nú. Það er líkt og eitthvað bresti innra með manni, en tíminn læknar öll sár. Slíkur stendur Benedikt mér fyrir sjónum, sem góður heimilisfaðir, ráðhollur og traustur. Honum fylgja góðar óskir um fararheill til Jóhanns og litla fol- aldsins. Gunnlaugur Þórðarson Enn er einn horfinn úr litla hópn- um, sem kvaddi Menntaskólann á Akureyri með hvíta kolla þann 17. júní 1935. Brottfor hans bar mjög óvænt að og mun engan þeirra, sem hylltu hann sjötugan þann 24. apríl sl., hafa órað fyrir því, að kveðjustund- in væri svo nærri. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Okkur bekkjarbræður hans gmn- aði það síst allra. Hann var yngstur í bekknum og röðin því ekki komin að honum enda var hann þá við bestu heilsu og léttur í skapi að vanda. Benedikt er mér mjög minnis- stæður allt frá því er ég sá han fyrst á skólaganginum í MA. Mikið og strítt, svart hárið vakti athygli mína. Það virtist vera mjög sjálfstætt og hafa sínar eigin skoð- anir. Sama var um manninn. í svip hans var enginn efi og ekkert hik. Hann vissi hvert halda skyldi og þurfti ekki að fara í neinar grafgöt- ur um leiðina að settu marki, sem hann mun hafa sett sér mjög snemma. Hann hafði fastmótaðar skoðanir og kynokaði sér ekki við að setja þær fram af fullri festu þegar svo bar undir. Þrátt fyrir það var hann mjög vinsæll af skólasystkinum sínum, enda þægilegur í viðmóti þótt hann væri enginn veifiskati. Eftir stúdentspróf hófust kynni okkar Benedikts aftur á háskólaár- unum en þá lentum við fyrir tilviljun í hópi fjögurra bridsspilara og spil- uðum saman vetur hvem allmörg ár. Ég minnist þess þegar spilað var heima hjá Benedikt á þeim árum, sem hann vann hjá borgardómara, að hann var allmjög ónáðaður af símahringingum manna, sem leit- uðu ráða hans. Reyndi þetta æði mikið á þolinmæði okkar, sem sát- um auðum höndum og biðum meðan Benedikt leysti flóknar lögfræði- þrautir fyrir unga júrista, sem voru að byija sinn framaferil en Bene- dikt lét menn ekki synjandi frá sér fara ef hann gat rétt þeim hjálpar- hönd og hygg ég, að hann hafi átt hönk uppí bakið á mörgum fyrir ókeypis ráðgjöf í síma að kvöldi dags. Benedikt lauk lögfræðiprófí 1940. Fulltrúi lögmanns og borgar- dómarans í Reykjavík var hann til 1955 en rak síðan málflutnings- skrifstofu með __ þeim Lárusi Fjeldsted hrl. og Ágústi Fjeldsted hrl. til 1966 er hann var skipaður hæstaréttardómari. Árið 1946 var mikið happaár í lífi Benedikts þegar hann kvæntist hinni ágætu konu sinni, Fanneyju Stefánsdóttur. Bjó hún þeim hið vistlegasta heimili á Smáragötu 12 og átti ég þar marga ánægjustund. Þijá mannvænlega syni eignuð- ust þau Fanney og Benedikt: Stefán, kennara, kvæntan Svandísi Magnúsdóttur, Guðmund, lækni, kvæntan Ingibjörgu Faaberg, og Siguijón, tannlækni, kvæntan Snædísi Gunnlaugsdóttur. Þessum fáum minningar- og þakkarorðum fylgja innilegar sam- úðarkveðjur til Fanneyjar, sona hennar og tengdadætra. Jón G. Halldórsson Leikmenn hafa það gjaman á orði, að lögfræði hljóti að vera nokk- uð tyrfin grein, þar eð oft sé erfitt að hitta tvo lögfræðinga, sem séu á einu máli um skilning á margvís- legum viðfangsefnum hennar. Vafalaust á þetta einnig við um ýmsar aðrar fræðigreinar, en að því leyti hefir lögfræðin óneitanlega talsverða sérstöðu, að komið hefir verið upp viðamiklum stofnunum til þess að eiga síðasta orðið jafnt í skráðum sem óskráðum boðum og bönnum og öðrum atriðum, er varða mannleg samskipti. Er að sjálfsögðu mikið í húfí að þetta fyrirkomulag gefist vel og sé það rétt, að íslendingar séu óvenju þrætugjamir, er þeim mun mikils- verðara, að vel sé vandað til vals á þeim mönnum, sem embætti þess- ara stofnana skipa. Benedikt Siguijónsson, sem kvaddur er í dag, verði meginhluta starfsævi sinnar til þessara dóma- starfa. Hann var héraðsdómari í Reykjavík um tæplega 15 ára skeið og hæstaréttardómari rétt 16 ár. Það er mál manna, að í þessum störfum hafi Benedikt reynst mjög farsæll, enda blandast engum hug- ur um, að hann lagði það eitt til mála, er hann vissi sannast og rétt- ast. Hann var ágæta vel í stakk búinn til þess að takast á við þessi vanda- sömu og ábyrgðarmiklu verkefni. Hann var skarpgreindur, athugull og nákvæmur og eins og prófsein- kunn hans sýnir, hafði hann þegar í skóla öðlast mikla þekkingu í grein sinni — þekkingu, sem hann stöð- ugt jók við, eftir því sem árin liðu, þannig að ekki voru þeir margir, er stóðu honum á sporði í lagalegum efnum. Oft heyrist því fleygt, að dóma- störf, einkum á æðra stigi, séu í eðli sínu þannig, að þeir, sem þeim gegni um langan tíma einangrist og verði að lokum í einskonar fíla- beinsturni, meira og minna úr tengslum við dagsins önn. Benedikt Siguijónsson var aldrei í neinni slíkri hættu. Til þess var hann að eðlisfari allt of mannblend- inn, hafði víðfeðm áhugamál og lét sér í raun ekkert mannlegt óvið- komandi. Mér fannst einmitt hins mannlega þáttar gæta mikils í dóm- um hans, oft á tíðum engu síður én hinna þurru fræða. Og ekki var síður mikilvægt að í dómum sínum vildi Benedikt halda í heiðri það aðalmarkmið dómstóla að kveða á um endanlegar lyktir deiluefna. Hann mat langa undirbúningsvinnu svo mikils og ekki síður mikilvæga hagsmuni stríðandi aðila, að ógjam- an greip hann til þess að ónýta mál vegna stirðnaðra formreglna, ef efnisúrlausn var í sjónmáli. Víðtæk þekking Benedikts ásamt raunsæi hans og hugkvæmni gerði það að verkum, að hann varð eftir- sóttur lögfræðilegur ráðgjafi ýmissa opinberra aðila um langt skeið og á hann hlóðust mörg trún- aðarstörf. Einnig leituðu ijölmargir lögfræðingar ráða hjá honum, enda var hann óvenjulega þægilegur að leita til í þeim efnum. Auðvitað settu dómastörf hans þessum ráðleggingum ákveðin tak- mörk, enda voru þau mikið til unnin á þeim áratug, er hlé varð á dóma- störfunum, en þau ár rak hann, 5 félagi við aðra, málflutningsskrif- stofu hér í borg. Benedikt fór ekki leynt með það, að honum leiddust lögmannsstörf. Hygg ég, að leiðbeiningarstörf hans og ráðleggingar, sem í raun voru eins konar dómsúrlausnir í þeim vandamálum, sem stéttarfélagar hans báru undir hann, hafí verið honum fylling það tímabil, sem hann var frá þeim störfum, er létu honum svo vel. Ég kynntist Benedikt, er ég að loknu prófi hóf störf við borgardóm- araembættið í Reykjavík. Störfuð- um við þar saman um 10 ára skeið og knýttust þá þau bönd vináttu okkar, er aldrei bar skugga á. En við áttum einnig áratuga samskipti á öðru sameiginlegu áhugasviði. Þar reyndist hann ekki síður, traustur og góður félagi, léttur og spaugsamur, stundum þó með ör- litlu meinlegu ívafi, eins og mörgum íslendingum er leikið. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um, kveð ég þennan gamla sam- starfsmann minn og vin með söknuði og þakklæti fyrir mjög ánægjuleg og ógleymanleg kynni um áratuga skeið. Við hjónin sendum Fanneyju og öðrum ástvinum innilegar kveðjur. Jón Bjarnason Benedikt Siguijónsson fyrrverandi hæstaréttardómari lést hinn 16. okt- óber sl. eftir skamma sjúkdómslegu. Með honum er horfinn af sjónarsviði mikilhæfur og virtur lagamaður sem naut álits og vinsælda allra sem til hans þekktu. Benedikt fæddist í Hólakoti á Reykjaströnd 24. apríl 1916, sonur hjónanna Siguijóns Jónassonar bónda þar Jónssonar og konu hans, Margrétar Stefánsdóttur frá Daða- stöðum í sömu sveit. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum að Skefilstöðum á Skaga. Snemma kom í ljós að hann var bókhneigður og gæddur góðum námsgáfum. Varð að ráði að hann settist í 3. bekk Menntaskólans á Akureyri haustð 1931. Vita það þeir, sem þá tíma muna, að ærið var í fang færst fyrir bændaböm úr afskekktum sveitum að leggja út á langskólabraut. Benedikt lauk stúdentsprófi vorið 1935 en settist næsta haust í laga- deild Háskóla íslands. Hefi ég aldrei heyrt þess getið að á þeim vegamót- um hafi hann velkst í vafa um leið er velja skyldi. Fór og svo að laga- námið vakti áhuga hans og reyndist liggja vel fyrir honum. Lauk hann lögfræðiprófi vorið 1940 með mjög góðum árangri. í febrúar 1941 réðst hann sem fulltrúi til lögmannsins í Reykjavík. Gegndi hann því starfi til ársins 1943 er lögmannsembættinu var skipt og embætti borgardómara og borgarfógeta stofnuð. Gerðist Benedikt við þá breytingu fulltrúi borgardómara og starfaði þar allt til ársins 1955. Reyndist hann í því starfí í senn eljusamur og hinn gleggsti dómari. Á þessum árum fékk Benedikt leyfi frá störfum vetrarlangt 1947—1948. Dvaldist hann þá í Danmörku og Svíþjóð til að kynna sér skaðabóta- rétt. Gaf hann sig einkum að reglum um dánarbætur og skaðabætur vegna örorku. Aflaði hann sér mjög traustr- ar þekkingar á skaðabótarétti og lét jafnan síðar mikið að sér kveða á þeim vettvangi lögfræðinnar. Árið 1955 urðu þáttaskil á starfs- ferli Benedikts. Hvarf hann þá að lögmannsstörfum og keypti hlut The- odórs B. Lindals hæstaréttarlög- manns í lögfræðiskrifstofu þeirri er hann hafði rekið í félagi við feðgana Lárus og Ágúst Fjeldsted, en Theo- dór hafði verið skipaður prófessor við lagadeild Háskólans árið áður. Reyndust málflutningsstörfin liggja vel fyrir Benedikt og vann hann sér skjótt mikið álit sem í senn skarpur og vandvirkur lögmaður. Minnist ég þess enn hversu vandaður mér þótti málflutningur hans í miklu björgun- armáli sem var meðal fyrstu mála sem ég sat í sem varadómari í Hæsta- rétti. Eftir að Benedikt Siguijónsson hafði sinnt lögmannsstörfum við góð- an og vaxandi orðstír í rúman áratug braut hann enn blað. Var hann þá skipaður í embætti hæstaréttardóm- ara frá 1. janúar 1966 að telja. Má segja að þá hafi Benedikt aftur sveigt inn á þá braut sem hann lagði út á við upphaf starfsferils síns. Sat hann ( dómarasæti í Hæstarétti í 16 ár, eða til ársloka 1981 er hann fékk lausn frá störfum að eigin ósk. Virt- ist hann þá með óbilaða starfsorku. Væntum við samstarfsmenn hans og vinir að í hönd færi langt tímabil þar sem hann mætti í senn næðis njóta að loknum starfsdegi en þó gefa sig að fijórri sýslan við þau verkefni sem honum voru hugleikin. Auk aðalstarfa sinna sinnti Bene- dikt Siguijónsson ýmsum trúnaðar- störfum svo sem samningu veigamikilla lagafrumvarpa og setu í stjómskipuðum nefndum. Hann var varaformaður Kjaradóms 1962—1971, átti sæti í skaðabóta- nefnd samkvæmt lögum nr. 110/1951, árin 1952-1971, í bif- reiða- og umferðarlaganefnd 1955—1980 og formaður tölvunefnd- ar var hann 1981—1985. Þá átti hann og oft sæti í nefndum sem unnu að gerð tvísköttunarsamninga við önnur ríki. Loks má geta þess að hann átti sæti í ritstjóm Tímarits lögfræðinga 1955-1959 og ( ritstjóm Norræns dómasafns 1968—1982. Benedikt ritaði allmikið um lög- fræðileg efni, einkum tímaritsgrein- ar. Fjallaði hann í þeim ritsmíðum um viðfangsefni af vettvangi skaða- bótaréttar sem og skattaréttar, sjóréttar o.fl. Má í þessu sambandi geta þess að er á leið gaf hann sig meira að skattarétti en flestum grein- um öðrum. Hefi ég hugboð um að hinn sérstaka áhuga hanns á þeirri grein megi að einhveiju leyti rekja til þess að hann var á árinu 1952 skipaður til þess sem dómari sam- kvæmt umboðsskrá að fara með og dæma nokkur vandasöm mál sem risu af álagningu stóreignaskatts sam- kvæmt lögum nr. 22/1950. Hinn 16. mars 1946 kvæntist Ben- edikt Siguijónsson eftirlifandi eigin- konu sinni, Fanneyju Stefánsdóttur, kjördóttur Stefáns Gíslasonar læknis í Vík í Mýrdal, mikilli gerðarkonu. Lifir hún mann sinn en hefur átt við vanheilsu að búa hin síðustu ár. Hygg ég að Benedikt hafi kosið að honum hefði enst aldur til að annast hana til leiðarloka. Þau hjónin eignuðust þijá syni, hina mestu atgervismenn. Eru þeir Stefán, kennari við Fjöl- 47 brautaskólann í Breiðholti, kvæntur Svandísi Magnúsdóttur, flugfreyju, Guðmundur, læknir og sérfræðingur í krabbameinsrannsóknum, kvæntur Ingibjörgu Ástu Faaberg, kennara, og Siguijón, tannlæknir á Húsavík, kvæntur Svandísi Gunnlaugsdóttur, lögfræðingi. Varð ég þess oft var að Benedikt bar hug sona sinna og fjöl- skyldna þeirra mjög fyrir bijósti. Benedikt Siguijónsson var vin- margur og vel látinn af öllum sem til hans þekktu. Kom þar margt til. Hann var glaðbeittur og hressilegur í viðmóti og jafnan reiðubúinn til að leysa hvers manns vanda sem leitaði hjá honum ráða eða liðsinnis. Kynnt- ist ég því af eigin raun þegar á þeim árum er ég á ungum aldri varð sam- starfsmaður hans sem borgardóm- arafulltrúi í Reykjavík. Veit ég raunar ekki til að hann hafi nokkru sinni talið eftir sér að gefa þeim ráð sem um þau báðu og það eins þó að það kostaði hann bæði tíma og fyrirhöfa. Benedikt var víðlesinn, ekki hvað síst í íslenskri sögu og fornum sagna- ritum. Sturlungu var hann svo handgenginn að með ólíkindum var. Hygg ég að hana hafi hann þaullesið þegar á bamsaldri. Eljumaður var Benedikt með af- brigðum, hóf árla þann vinnudag sem oft mun hafa treinst honum langt fram á kvöld. Var þá ekki að undra þótt afköst hans yrðu mikil, svo verk- hraður sem hann einatt var. Benedikt var ágætur lagamaður og vel að sér í fræðigrein sinni. Held ég að hann hafi í raun réttri haft yndi af glímunni við lögfræðileg við- fangsefni. hann var glöggskyggn dómari og gæddur nauðsynlegu sjálf- strausti. Lagði hann jafnan án hiks eða tafar til atlögu við þau viðfangs- efni sem úrlausnar biðu hveiju sinni. Er hann hafði krufíð þau til mergjar og komist að niðurstöðu var hann fastur á sinni skoðun en án alls ein- strengingsháttar og jafnan reiðubú- inn til að gefa gaum að þeim andrökum sem aðrir höfðu fram að færa. Honum var lagið að starfa með öðrum og áttu dómarastörfín í Hæstarétti þvf vel við hann. Minnist ég samstarfs okkar þar með mikilli ánægju og hygg að eins sé farið með aðra sem þar sátu með honum lengur eða skemur. Með Benedikt Siguijónssyni er genginn mikill drengskaparmaður sem skilað hefur dijúgu ævistarfi við verkalok. Verka hans mun lengi sjá stað og er hann kvaddur með þökk og virðingu. Magnús Þ. Torfason Benedikt Sigurjónsson, fyrrver- andi hæstaréttardómari, andaðist í Landspítalanum þann 16. þ.m., Hann varð rúmlega sjötugur að aldri, fæddur 24. apríl 1916 í Hóla- koti á Reykjaströnd ( Skagafírði. Náin kynni okkar Benedikts hóf- ust á árinu 1962, þegar ég tók við embætti ríkisskattstjóra. Að ráðum mér vitrari manna leitaði ég til Benedikts til ráðlegginga í sam- bandi við starf mitt, en hann var þá starfandi lögmaður hér í borg. Það var mikið gæfuspor sem ég steig er ég leitaði til Benedikts, því að færari og ráðhollari mann á öll- um sviðum lögfræði og starfa stjómvalda en hann hefði ég vart getað fundið. Ómetanleg var aðstoð hans við mig við samningu reglu- gerða, frumvarpa, vinnureglna o.þ.h. sem tengdist þá starfí mínu og síðast en ekki sízt aðstoð hans við samningu milliríkjasamninga. Þessi samvinna okkar á sviði skattamála í rúm 24 ár leiddi til vináttu- og tryggðarbanda sem aldrei brustu. Benedikt var ávallt reiðubúinn til hjálpar og aðstoðar hvar og hvemig sem á stóð. Ávallt birti yfir öllu og öllum, þegar Bene- dikt birtist með sitt góðlátlega og vingjamlega bros. í huga okkar hjónanna, og ég veit ég mæli þar einnig fyrir hönd spilafélga okkar, lifir minningin um góðan félaga, hlýjan og traustan mann, búinn góðum kostum og hæfileikum og með einstakan gerðarþokka. Við hjónin flytjum Fanneyju, son- um, tengdadætrum og bamaböm- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurbjöm Þorbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.